Áburður eilífðarblómsins
Home var í sjónvarpinu í gær. Gasalega næs myndefni og allt það, en lesturinn var alveg að drepa mig. Gætu frakkar mögulega verið háfleygari? Poki sólarljóssins? „Linnulaust sækir mannfólkið í poka sólarljóssins í stöðugri leit að smápeningi örlaganna. Börn stjörnuryks biðja móður eilífðar í dans á auðugum sléttum hégómans. Tími. Elífð.“ eða eitthvað álíka. Mörgæsarmyndin (franska útgáfan) var líka svona ofboðslega dramatísk og tilgerðarleg. Þar talaði frú mörgæs við eggið sitt. „Sonur vetrar, ávöxtur hjarta míns. Megi guðir hinna fjögurra vinda lýsa föður þínum veginn í faðm eilífðarinnar.“ Alltaf eilífðin sko.
Er þetta kannski bara hvernig frakkar tala dags daglega? Hér er frakki að rista brauð: „Móðir frjósemdanna hefur fært saman korn jarðar og lyftiduft tímans. Raftækið, samspil manna og guða. Færðu brauðinu yl ástarinnar. Logar hjartans. Eldur - eilífð.“
Er þetta kannski bara hvernig frakkar tala dags daglega? Hér er frakki að rista brauð: „Móðir frjósemdanna hefur fært saman korn jarðar og lyftiduft tímans. Raftækið, samspil manna og guða. Færðu brauðinu yl ástarinnar. Logar hjartans. Eldur - eilífð.“
5 Comments:
Language of love
hahahhah
já svo er þetta fólk svo ofurviðkvæmt.
Í París eru grenjandi kellingar á öllum götuhornum. Þú ferð ekki út án þess að hitta eina grenjandi í supermarkaðnum, grenjandi í metróinu....og svo framvegis
Ótrúlega spes =)
bk
Hildur Y
Haha þetta kreisí lið. Svo má ekki hundur prumpa án þess að þau eru farin út að mótmæla.
Sammála með þessa helvítis mörgæsamynd, það hefði verið alveg nóg að taka bara Attenboroughinn á þetta og láta hann lýsa þessu eins og það kom fyrir.
Haha, djöfull er þetta fyndið.
Skrifa ummæli
<< Home