<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, júlí 30, 2009

Refskák

Það er kominn treiler fyrir nýjustu Wes Anderson myndina og hún er... HA?!?! EKKI um ríka pabbastráka með fjölskylduvandamál?!

Skoðið treilerinn fyrir nýjustu Wes Anderson myndina, "Fantastic Mr. Fox" með því að smella hér.

Ég er alveg eins mikill Wes Anderson fan og næsti hvíti maður, en þær eru orðnar býsna einsleitar. Yfirstéttarkrakkar með daddy-issues... í Manhattan. Daddy-issues... í kafbát. Ríkir strákar með daddy-issues... í Indlandi.

Sándtrökkin eru alltaf góð, en það má færa þau á milli mynda án þess að það heyrist munur. Ray Davies hefur eflaust ófáar skúturnar keypt fyrir Wes Anderson ávísanir.

En þeir sem er annt um W.A. stílinn þurfa ekki að örvænta með nýju myndina. Dýrin eru amk. klædd í retro jakkaföt og Futura er á sínum stað. Hver veit, kannski er þvottabjörninn bitur út í pabba sinn, moldvörpuna fyrir að yfirgefa fjölskylduna þegar hann var ungur.

mánudagur, júlí 27, 2009

Kjamms

Ég var að borða "Roast beef salat". Var of forvitinn til að kaupa það ekki. Í búðinni var semsagt ítalskt salat - túnfisk salat - og svo Roast beef salat. Ég mokaði því á Haust kex og kjamsaði.

Þetta er bara einsog einhver hafi tekið nokkrar róstbíff samlokur og stungið þeim í matvinnsluvél. Ég allur fylgjandi því að leika guð í eldhúsinu og að blanda saman af algjöru siðleysi, en ég er samt að vega það og meta hvort roastbeef salat sé gómsæt nýjung eða glæpur gegn náttúrunni.

Þetta er alveg gott sko, enda er roast beef samloka góð. Að sama skapi er ostborgari góður, en ég vildi varla borða ostborgara salat. Nei OK ég styð nýjungar og gef roast beef salati tvo remúlaðikámaða þumla upp.

En svo er það ráðgátan með ítalskt salat. Hvað er ítalskt við að blanda saman majónesi og Ora dós af grænum baunum og gulrótarbitum? Sá sem bjó til þennan ófögnuð þegar ekkert annað var í skápnum hefur verið alveg, „öööö þetta er ÍTALSKT salat, já gasalega fínt og kosmópólítan. Þeir háma þetta í sig ítalirnir. Setja þetta alltaf á hangikjötið sitt“.

Biðin senn á enda.



Hér er smá gaman til að stytta biðina:
Mad Men Yourself

laugardagur, júlí 25, 2009

Kjamsís

Doktorinn er með skemmtilega sögu af heimsókn í Kjörís, Hveragerði. Skemmtileg þessi mynd af gríslingunum hans að skoða nostalgíu íspakkningar:



Reyndar ekki Breikpinnar þarna en ég man eftir þessi stöffi. Flest frá næntís sýnist mér. Ég fór í túr um þessa sömu verksmiðju þegar ég var lítill. Þá voru breikpinnaprik úti um allt. Mig langaði svo til að stinga þeim á mig og smygla þeim út. Ég hefði sko búið til heimsins stærsta blýantahaldara. Sjii lið sem vann þarna hefur eflaust búið í húsi úr breikpinnaprikum. Sofið í breikpinnarúmi. "ohhh breikpinnapriks klósettið lekur alltaf!" Osfv.

Svo var það ísboltinn. plastbolti sem var fullur af vanilluís. Mér fannst ísloka góð, í raun bara tvö súkkulaðikex með ís á milli. HEY! Hvernig væri ef Oreo gerðu ís útgáfu af kexinu sínu? Ég þigg umbun fyrir þessa hugmynd í reiðufé, Oreo-co.

Glætan var svona ísnál. Fyndið, þetta var öruglega bara skírt eftir því sem allir krakkarnir voru að segja. "Glllætan!" sögðu krakkar með hor niður á grifflur og ískallarnir hermdu. Ætti þá ekki að koma út ís sem heitir 'Þokkalega' eða 'Gaur'? Einn Gaur með karamellubragði takk.

laugardagur, júlí 18, 2009

Lekkert.

Spottað í umferðinni áðan: Einkanúmerið MILF. Smekklegt.

En samt er orðið milf alveg voðalega útúrþvælt, gatslitið og úr sér gengið. Er ekki Cougar málið núna? Nú eða bara Gaupa á móðurmálinu. Ungir durgar í strigaskóm við jakkafötin læðast um diskógólfið á B5 á eldheitum gaupuveiðum. Nú á að skjóta fjallaljón. Góða veiði.

föstudagur, júlí 17, 2009

Fail.


fimmtudagur, júlí 16, 2009

Skviss

Ég var að keyra heim áðan og rak augun í lítinn, einmanna Crocs skó sem lá á götunni, munaðarlaus og yfirgefinn. Hann biðlaði til nærstaddra um hjálp, skítugur og vonlítill.

Mikið þótti mér gott að keyra yfir hann.

miðvikudagur, júlí 08, 2009

Hress gæji.

Það var extra mikið af furðufuglum í strætó í morgun. Einn þeirra byrjaði skyndilega að hrópa. Ég var með heyrnartól þannig að ég heyrði ekki hvað hann sagði fyrst en skyndilega sneri hann sér að hinum farþegunum: "Ég gæti alveg ímyndað mér að drepa alla jarðarbúa! Brandarinn er búinn grínið er búið!" Hann sagði ekki meira það sem eftir var ferðarinnar en við hin marineruðumst í eigin ónótatilfinningu.

mánudagur, júlí 06, 2009

Shamone!

Ég segi bara einsog einhver sagði um daginn: Bara ef Michael Jackson væri á lífi í dag til að sjá þetta. Þvílík ást og virðing. Hann sá nú ekki mikið af þessu undanfarin ár.

Ég hef reyndar ekki mikið verið í tribbjútum og nostalgíu, enda var ég búinn að syrgja kallinn fyrir löngu. Fyrir mér dó Michael Jackson á gamlársdag 1989. Seventís og eitís var hans tími. Hann gerði ekkert af viti eftir það.

Jarðarförin verður samt spennandi. 20.000 manns með svartan hanska. Gullkista, fílaskrúðganga og Martin Bashir brenndur á teini.