Kjamsís
Doktorinn er með skemmtilega sögu af heimsókn í Kjörís, Hveragerði. Skemmtileg þessi mynd af gríslingunum hans að skoða nostalgíu íspakkningar:
Reyndar ekki Breikpinnar þarna en ég man eftir þessi stöffi. Flest frá næntís sýnist mér. Ég fór í túr um þessa sömu verksmiðju þegar ég var lítill. Þá voru breikpinnaprik úti um allt. Mig langaði svo til að stinga þeim á mig og smygla þeim út. Ég hefði sko búið til heimsins stærsta blýantahaldara. Sjii lið sem vann þarna hefur eflaust búið í húsi úr breikpinnaprikum. Sofið í breikpinnarúmi. "ohhh breikpinnapriks klósettið lekur alltaf!" Osfv.
Svo var það ísboltinn. plastbolti sem var fullur af vanilluís. Mér fannst ísloka góð, í raun bara tvö súkkulaðikex með ís á milli. HEY! Hvernig væri ef Oreo gerðu ís útgáfu af kexinu sínu? Ég þigg umbun fyrir þessa hugmynd í reiðufé, Oreo-co.
Glætan var svona ísnál. Fyndið, þetta var öruglega bara skírt eftir því sem allir krakkarnir voru að segja. "Glllætan!" sögðu krakkar með hor niður á grifflur og ískallarnir hermdu. Ætti þá ekki að koma út ís sem heitir 'Þokkalega' eða 'Gaur'? Einn Gaur með karamellubragði takk.
Reyndar ekki Breikpinnar þarna en ég man eftir þessi stöffi. Flest frá næntís sýnist mér. Ég fór í túr um þessa sömu verksmiðju þegar ég var lítill. Þá voru breikpinnaprik úti um allt. Mig langaði svo til að stinga þeim á mig og smygla þeim út. Ég hefði sko búið til heimsins stærsta blýantahaldara. Sjii lið sem vann þarna hefur eflaust búið í húsi úr breikpinnaprikum. Sofið í breikpinnarúmi. "ohhh breikpinnapriks klósettið lekur alltaf!" Osfv.
Svo var það ísboltinn. plastbolti sem var fullur af vanilluís. Mér fannst ísloka góð, í raun bara tvö súkkulaðikex með ís á milli. HEY! Hvernig væri ef Oreo gerðu ís útgáfu af kexinu sínu? Ég þigg umbun fyrir þessa hugmynd í reiðufé, Oreo-co.
Glætan var svona ísnál. Fyndið, þetta var öruglega bara skírt eftir því sem allir krakkarnir voru að segja. "Glllætan!" sögðu krakkar með hor niður á grifflur og ískallarnir hermdu. Ætti þá ekki að koma út ís sem heitir 'Þokkalega' eða 'Gaur'? Einn Gaur með karamellubragði takk.
4 Comments:
Já sýnishornagalleríið er ekki beisið, þau þurfa að fiffa það. Þarna var ekki ísboltinn sem var ís í hvítum plastbolta. Ég fékk svona hjá ömmu Láru á Elliheimilinu Grund sirka 1975. Það var heldur enginn Breikís, eða þarna mislitu plastísspíturnar sem maður átti að byggja úr. Ég held að þetta hafi verið á öllum ísunum hjá þeim í nokkur ár. Hins vegar fór ég á leikfangasýninguna í Árbæjarsafninu í gær og þar var hellingur af þessum plastspítum.
Oreo íssamloka er auðvitað til: http://www.nestle.ca/en/products/brands/Other_Nestle_Frozen_Snacks/OREO_Sandwich.htm
Gunni
Ég fékk mér svona oreo íssamlóku útí ammríku um daginn. hún var ekkert spes.
Þessi íslenska var eiginlega betri.
Glætan var best, algjört nostalgíulostæti.
Það er til appelsínu búðingur sem gefin er sjúklingum í eldhúsinu á borgarspítalanum sem er allveg eins á bragðið og Glætan.
Skrifa ummæli
<< Home