<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, júlí 27, 2009

Kjamms

Ég var að borða "Roast beef salat". Var of forvitinn til að kaupa það ekki. Í búðinni var semsagt ítalskt salat - túnfisk salat - og svo Roast beef salat. Ég mokaði því á Haust kex og kjamsaði.

Þetta er bara einsog einhver hafi tekið nokkrar róstbíff samlokur og stungið þeim í matvinnsluvél. Ég allur fylgjandi því að leika guð í eldhúsinu og að blanda saman af algjöru siðleysi, en ég er samt að vega það og meta hvort roastbeef salat sé gómsæt nýjung eða glæpur gegn náttúrunni.

Þetta er alveg gott sko, enda er roast beef samloka góð. Að sama skapi er ostborgari góður, en ég vildi varla borða ostborgara salat. Nei OK ég styð nýjungar og gef roast beef salati tvo remúlaðikámaða þumla upp.

En svo er það ráðgátan með ítalskt salat. Hvað er ítalskt við að blanda saman majónesi og Ora dós af grænum baunum og gulrótarbitum? Sá sem bjó til þennan ófögnuð þegar ekkert annað var í skápnum hefur verið alveg, „öööö þetta er ÍTALSKT salat, já gasalega fínt og kosmópólítan. Þeir háma þetta í sig ítalirnir. Setja þetta alltaf á hangikjötið sitt“.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það sem við köllum ítalskt salat kalla Þjóðverjar rússneskt salat.
Lízt ekki á þetta roastbeef-salat.

5:49 f.h.  
Blogger Hnakkus said...

Pólskir nágrannar mínir færðu mér eitt sinn heimatilbúinn pólskan þjóðarrétt að gjöf. "Ítalskt" mæjónessalat í skál.

11:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef verið í nákvæmlega sömu pælingum varðandi þetta ítalska salat, fyrirbæri sem er algjör óþarfi að gefa nafn.

Mín stefna hefur alltaf verið sú að það þurfi eitthvað dýr að láta lífið fyrir majonessalatið mitt. Því varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar ég fjárfesti í ítölsku salati fyrir skömmu og komst að því að þetta var ekkert annað en baunir og gaulrætur í majó.

2:02 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Já það mætti bæta smá ítala kjöti í þetta.

9:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eina sem er ítalskt við ítalska salatið eru fánalitirnir. There you have it!


-stella

10:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home