<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, mars 13, 2005

Apple fetish

Ég hef alla tíð átt og unnið með makka, stóri bróðir minn kom með fyrsta makkann á heimilið 1985 og síðan þá hef ég aldrei viljað annað sjá. Ég er nokkuð umburðarlyndur hvað PC vélar varðar, en það er mín persónulega skoðun að Apple gerir mun betri búnað. Anyway, vefurinn makki.is er, eins og nafnið gefur til kynna, fansite fyrir allt sem við kemur Apple. Þessir gæjar eru algerir Microsoft haterz. Þessa frétt var að finna þar...

Intel með Mac mini eftirlíkingu
Þegar Apple hefur kynnt nýja afurð líður venjulega ekki á löngu áður en hugmyndasnauðir PC framleiðendur reyna að gera eftirlíkingar. Nú er það Mac mini hönnunin sem er að feta sig inn í myrkviði PC iðnaðarins. Komin er frumútgáfa frá Intel úr plasti sem er ekkert annað en dapurleg eftirlíking af hinni vinsælu tölvu frá Apple. Í náinni framtíð munum við væntanlega sjá eitthvað fyrirbrigði með t.d. heitinu Mini Dell. En þetta breytir engu. Slík tölva mun aldrei innihalda það eftirsóttasta, nefnilega Mac OS X stýrikerfið og önnur forrit frá Apple. Þeir sem munu láta glepjast og kaupa slíkar eftirlíkingar verða áfram í miðstýrðri myrkraveröld, veirusýkinga og almennra leiðinda þrátt fyrir umbúðirnar.

Jeeziz H. Christ. Pennarnir hjá makki.is eru örugglega týpurnar sem eiga iPod sokka. Æj, þetta fer bara í pirrurnar á mér...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég þekkti einu sinni strák sem skrifaði slefandi lofsgrein um iPod sokka í ónefnt íslenskt götublað...

11:08 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

That don't mean I have to like 'em.

1:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home