<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





miðvikudagur, apríl 27, 2005

Krazy Frootz #1

Eins og auglýsingin segir þá finnst Íslendingum skemmtilegast að versla í hagkaup. Það er gríðarlegt úrval af skrítnum og framandi ávöxtum þar og datt mér í hug að taka fyrir nokkra af þeim skrítnari og fjalla um þá hér.

Fyrsti skrítni ávöxturinn er þessi hér:

Ég hef ekki hugmynd um hvað hann heitir en ég ákvað að skíra hann 'Vörtumelónu'. Vörtumelónan er gul/appelsínugul og er alsett hvössum broddum. Hún er nokkuð þung miðað við stærð og er því örugglega hættulegt að standa undir henni þegar hún dettur úr trénu. En ég byrjaði á Því að skera hana í tvennt.


Eins og sjá má er vörtumelónan fagurgræn að innan, og fær hún toppeinkunn fyrir smekklega litasamsetningu. En næst var málið að éta hana.


Vörtumelónan er full af fræjum og aldinkjötið er vægast sagt slímugt. Það var erfitt að koma því í skeiðina og minnti það helst á heila úr einhverri pöddu (eða Turtles-slím, muniði eftir því?). Bragðinu má helst lýsa sem blöndu af gúrku og Kíwí.

Niðurstaða: Þrátt fyrir spennandi útlit og flott litablæbrigði er það vægast sagt slepjuleg reynsla að borða vörtumelónuna. Ég kláraði hana ekki.

Einkunn:

Tveir Ananasar af fimm mögulegum.

5 Comments:

Blogger Jonina de la Rosa said...

ómen þetta er sko skemmtilegur framhaldsþáttur hjá þér..hlakka sko til að fylgjast með og you bet að ég prófi eitthvað af tilraununum þínum....ham ham

11:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er með fyrirspurn fyrir næsta ávöxt. Heitir Durian, eða stinky fruit!! http://www.ecst.csuchico.edu/~durian/
Sá einu sinni svona í Nóatúni og átti erfitt með að taka hann upp vegna gaddana. Ef það er einhver ávöxtur sem gerir þig að manni þá er það þessi!

12:25 e.h.  
Blogger Laufey said...

hahah algjör snilld.spennó
meira meira,meira,meira meira!!

2:08 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Maggi, ég fór í Hagkaup áðan og skoðaði Durian, og WÁ. Hann er hjúmongos. Á stærð við sjónvarpstæki og er níðþungur. Hann er alsettur flugbeittum hornum og er rosalega vígalegur. Hann kostar þúsund kall kílóið þannnig að hann er örugglega dýr í rekstri. Ég verð samt að viðurkenna að ég lít hýru auga til hans...

(en annars get ég lofað því að þessi Hagkaupsferð gaf af sér geggjaða ávexti sem ég mun dæma á næstu dögum!)

9:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Við leggjum öll saman í púkk og höldum Durian partý!! Og já fannst þér þú ekki þurfa stál hanska til að halda á honum?

11:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home