Krazy Frootz #4

Jónína benti mér á þennan. Hann heitir Ugly, en mér finnst hann ætti að heita Myglusína. Það er mjög mikill rotnandi rass- fílingur á myglusínunni, og það glymur í henni þegar maður bankar í hana. Að innan eru þó bátar af fersku aldinkéti sem eru bara alveg gómsætir. Bragðið er mjög líkt appelsínu, nema að það er enn meiri safi, sem sprautast um allt. Ég mæli í raun með því að fólk kaupi sér frekar myglusínu en appelsínu, þar sem maður fær mun meira að éta fyrir peninginn.
Niðurstaða: Alveg topp-ávöxtur þrátt fyrir forljótt útlit.
Einkunn:




Fjórir Ananasar af fimm mögulegum - Takk, Jónína!

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home