B.A.
Ég var að útskrifast úr skólanum, og er þá kominn með BA gráðu í grafískri hönnun. Útskriftin var haldin með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu og var, eins og gengur og gerist, langdregin á köflum, en þó lifnaði yfir athöfninni þegar þeir settu í gang myndverk frá 1970, þar sem einhver kona sem spilaði á fiðlu var að blanda saman tónlist og myndbandsbrellum. Þetta svarthvíta myndband (sem var sláandi líkt myndbandinu í The Ring) var bæði í senn óhugnalegt og artý fartý, og ömmurnar í salnum voru hálf dasaðar eftir skerandi ýlfrið í distortaðri fiðlunni og disturbing myndefnið í þessu verki. Svo var það myndatakan, sem átti að fara fram í portinu fyrir utan innganginn að Hard Rock. Þegar öll hersingin mætti þangað var Eric Prydz á blasti og einhver Pepsi Max skemmtidagskrá í botni, með hoppikastala, ókeypis pulsum og krakkaskara út um allt. Myndin var svo tekin á bílastæðinu, en mér hefði þótt það miklu fyndnara að taka myndina með okkur öll í hoppikastalanum. Myndir seinna.
1 Comments:
Congrats með þetta allt saman!!!
Skrifa ummæli
<< Home