Krazy Frootz: Restin
Jæja, nú er ávaxtagagnrýnin mín að fara í sumarfrí, enda er ég búinn að éta alla þá skrýtnu ávexti sem ég komst í (eða átti efni á). Hérna eru ördómar um restina af ávöxtunum sem ég át:
Barnabanani:
Bara.. alveg eins og banani, á stærð við kveikjara, fyrir bananaaðdáendur sem eru í mergrun.
4 Ananasar
Harðlífi:
Harður og grófur að utan, en eins og vínber að innan. Soldill kókoskeimur.
3 Ananasar
Grettu-valdur
Alveg eins og pínkulítil mandarína... en alveg hreint sjúklega súr! wá, ég fékk svona oj-hvað-þetta-er-súrt-vatn í munninn við tilhugsunina. Bjakk.
1 Ananas
Tomacco:
Einu sinni í Simpsons áttu þau heima á bóndabýli og ræktuðu Tomacco, sem varð til eftir að þau blönduðu saman tómat- og tóbakfræjum. úr varð fyrirbæri sem leit út einsog tómatur að utan, en var eins og munntóbak að innan. Þetta er það fyrirbæri. Alveg hreint viðbjóðslegt, bragðast einsog eyrnamergur
0 Ananasar.
Jæja...
Ég vil þakka Hagkaup fyrir fyrirtaks ávaxtadeild. Ég vil líka þakka þeim sem þurftu að bíða í röðinni fyrir aftan mig á meðan greyið á afgreiðslukassanum þurfti að fletta upp verðinu á þessum fáránlegu ávöxtum. Mér líður sem sjóndeildarhringur minn hvað ávexti varðar hafi víkkað svolítið. Takk fyrir mig.
Barnabanani:
Bara.. alveg eins og banani, á stærð við kveikjara, fyrir bananaaðdáendur sem eru í mergrun.
4 Ananasar
Harðlífi:
Harður og grófur að utan, en eins og vínber að innan. Soldill kókoskeimur.
3 Ananasar
Grettu-valdur
Alveg eins og pínkulítil mandarína... en alveg hreint sjúklega súr! wá, ég fékk svona oj-hvað-þetta-er-súrt-vatn í munninn við tilhugsunina. Bjakk.
1 Ananas
Tomacco:
Einu sinni í Simpsons áttu þau heima á bóndabýli og ræktuðu Tomacco, sem varð til eftir að þau blönduðu saman tómat- og tóbakfræjum. úr varð fyrirbæri sem leit út einsog tómatur að utan, en var eins og munntóbak að innan. Þetta er það fyrirbæri. Alveg hreint viðbjóðslegt, bragðast einsog eyrnamergur
0 Ananasar.
Jæja...
Ég vil þakka Hagkaup fyrir fyrirtaks ávaxtadeild. Ég vil líka þakka þeim sem þurftu að bíða í röðinni fyrir aftan mig á meðan greyið á afgreiðslukassanum þurfti að fletta upp verðinu á þessum fáránlegu ávöxtum. Mér líður sem sjóndeildarhringur minn hvað ávexti varðar hafi víkkað svolítið. Takk fyrir mig.
1 Comments:
nei þakka þér
Skrifa ummæli
<< Home