<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





mánudagur, október 30, 2006

Piss-klapp

Ég veit hreint út sagt ekki hvort ég fíli ákveðna myndlistarstefnu sem tröllríður öllu í dag. Ég veit heldur ekki hvort henni hafi verið gefið nafn. Moldar-list? Póst-ógeðismi? Ýldustefna? Hvað sem það er, þá er einsog allt verði í dag að vera skítugt, úldið, blóðugt, lúsugt, slímugt, krumpað, hrukkótt, beyglað, afmyndað og vanskapað.

Garnir vella yfir afsteypanir af getnaðarlimum í gamalli vöruskemmu. Slímug, svört vera rífur sér leið úr úldinni vömb með ryðguðu hnífsblaði. Naktir líkamar veltast uppúr rjúkandi galli og rotnandi, gulu grasi.

Af hverju þarf allt að vera svona ógeðslegt? Nei, bíddu ég umorða spurninguna: Af hverju þurfa ALLIR að vera svona ógeðslegir? Og núna eru nemar Listaháskólans farnir að míga á hvorn annan.

Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir, Damien Hirst og Rassi Prump hafa margt að svara fyrir.



OPNUNIN

Áhorfendur eru leiddir inn í myrkvað herbergi. Lyktin af marsipani, aspas og súrsuðum rúsínum fylla vit þeirra. Þau eru flest pelsaklædd og með einglirni. Innan um gaggandi mörgæsirnar eru ungir og 'hipp' listaspekúlantar. Þeir eru með gleraugu með litríkum plastumgjörðum og í strigaskóm í stíl. Þvagan hlær og klonkar í plast-hvítvínsglösum á meðan það venst myrkrinu. Skyndilega fer tilraunakennd ambíent-tónlist í gang og þvagan þagnar.

Það er kveikt á sterkum ljóskastara sem vísar beint niður á gólfið. Notuð gips og sárabindi liggja í haug undir ljósbjarmanum. Líkamsvessar renna hægt úr hrúgunni eftir gólfinu og út í myrkrið. Áhorfendur ókyrrast og af eðlishvöt lyfta þeir fótunum af hræðslu við að vera standandi í þessum illa lyktandi læk sem rennur í áttina til þeirra. Skyndilega rís nakinn kvenmaður upp úr hrúgunni. Hún er grímuklædd og á líkamanum liggja kleprar af blautum klósettpappír. Blóðið, gröfturinn og svitinn úr gipsinu og sárabindunum leka niður lærin á henni. Hún reigir sig aftur og hallar sér fram til skiptis, allt í takt við tónlistina, sem hljómar einsog ölduniður af garnagauli og höggborum.

Skerandi vélarniðurinn og iðrakvæsið í tónlistinni vekur ónot hjá eldri áhorfendunum sem halda silkihönskunum að vitum sér til að skýla sér fyrir lyktinni, sem hefur magnast eftir að hurðinni var læst á eftir hópnum. En þeir sem eru í litríku strigaskónum verða spenntir og færast nær líkamanum. Þeir kannast við sigin brjóstin og kotasælumagann frá fyrri verkum. Þetta er Jukka, annar helmingur listatvíeykisins Kleprum Fabúl sem hefur farið sigurför um heiminn. Þeir klappa lágt af spenningi og draga upp litlar videotökuvélar.

Ljóskastarinn færist frá kvenmanninum í graftarhrúgunni og til hægri. áhorfendur fylgja geislanum. Ljósið staðnæmist á hrúgu af afmælistertum af öllum stærðum og gerðum. Marsipan og rjómi, kransakökur og niðursoðnir ávextir. Blóðsyrði og nöfn á líffærum eru skrifuð með súkkulaðiskrautskrift í sumar kökurnar. "Kúkur". "Bris". "tussa". "Hringvöðvi".

Karlmaður gengur hægt inn í ljóskastarann, afturábak. Strigaskórnir klappa, þeir vita að þarna er Pettor á ferðinni, hinn helmingur Kleprum Fabúl. Pettor teygir út hendurnar og snýr sér hægt við. Hann er klæddur í fermingarkirtil. Hann lítur hægt niður á terturnar og gefur frá sér skerandi ýlfur. Hann stekkur ofan í hrúguna og baðar út öllum útlimum. Apaöskri og sláturhúsahljóðum er bætt við tónlistina. Þegar Pettor hefur breytt hrúgunni í hvítleita leðju leggst hann á bakið og gerir rjómaengla. Á meðan birtast aðstoðarmenn í svörtum samfestingum með gati í klofinu. Þeir eru allir með liminn í fullri reisn. Á meðan Pettor engist um og spangólar á gólfinu hella þeir úr plastfötum yfir hann. Pettor lyftir upp fermingarkyrtlinum og lætur gusurnar af innyflum, pissi og tjöru falla á nakinn líkama sinn. Hann er líka í fullri reisn.

Eldri áhorfendurnir reyna að komast út úr salnum, en dyrnar eru læstar að utan. Þau eru ekki að fara neitt. Þau kjökra og reyna að hringja í sína nánustu með GSM símunum. Strigaskórnir tala spenntir saman í lágum hljóðum. Þeir hrósa heiftinni og hugmyndauðginni á marghreimdri ensku. Árið '99 sáu þeir Pettor skera upp belju og skríða inn í hana. Í fyrra voru þeir á staðnum þegar Kleprum Fabúl létu tvo apa með hundaæði stunda mök fyrir framan leikskólabörn. En núna eru þeir að horfa á Pettor runka sér ofan í feni af rjóma, þvagi og mold. Þeir hafa aldrei séð annað eins. Þeir skipta um spólur í myndavélunum sínum.

Skyndilega birtist Jukka. Hún syngur gamalt finnskt leikskólalag á meðan tíðablóðið drýpur yfir Pettor. Þau stunda sameiginlega sjálfsfróun á meðan aðstoðarmennirnar hella yfir þau til skiptis mold, rjúkandi galli og úldnu grasi. Við útgangin má heyra skelfingaróp í mörgæsunum og örvæntingarfullt krafs á hurðinni. Tónlistin er ærandi og lyktin er óbærileg. Gömul kona ælir ofan í töskuna sína. Strigaskórnir færa sig nær til að missa ekki af neinu. Þeir sjúga inn um nefið eins fast og þeir geta til að upplifa tíðarblóðið sem best. Þeir eru komnir svo nálægt að rjúkandi gallið hefur myndað rakadropa á andlitum þeirra. Þeir þurrka móðuna af gleraugunum sínum og öskra á meira. Gjörningurinn nær hámarki þegar Jukka rekur upp skerandi öskur. Hún leggst á bakið, lyftir mjöðmunum upp með fótunum og af öllum krafti mígur hún út í loftið. Einn strigaskórinn fær bununa framan í sig. Verkinu lýkur þegar ljósin eru kveikt og líkamar Kleprum Fabúl eru "hreinsaðir" með skítugu vatni úr ruslapokum.

Í fondú-partýinu eftir opnunina er Kleprum Fabúl hrósað í hástert. Þau stilla sér upp fyrir ljósmyndara menningarblaðanna klædd í lopamussur og gúmmítúttur. Þau drekka kampavín, borða teriaki-kjúkling á pinna og lofa enn betra showi í hálf-tíu sýningunni.

*dæs*


Þá er maður hálfnaður í fimmtugt.

sunnudagur, október 29, 2006

Kreista gúmmíið, sleikja ventilinn, úje!




Hvaða hjólbarða-pervisma er þessi gæji eiginlega með?


PS.
Fáðu þér nýjan hönnuð.

laugardagur, október 28, 2006

Diamond Dave & the Cozmic Coincidence



Skrítið hvernig það er stundum, þú hugsar um einhvern hlut og svo skyndilega birtist hann ljóslifandi.

Dæmi: Einu sinni minntist ég á bílategundina Seat við einhvern. "Þvílíkt eitísfyrirbæri" sagði ég. "Enginn keyrir á þannig lengur". Viti menn, næst þegar ég stoppaði á rauðu ljósi var einmitt Seat bíll fyrir framan mig. Svo sá ég nokkra þannig næstu dagana. Mondo weirdness man!

Annað dæmi: Ég er að ljúka við að lesa "Crazy from the Heat", stórskemmtilega sjálfsævisögu David Lee Roth, söngvara hinnar fornfrægu Van Halen. Æðisleg bók eftir rosalega fyndinn og sjarmerandi gæja. Svo ramba ég áðan inná NME.com og sé þar frétt um að Van Halen muni koma saman aftur á næsta ári! Trés Cosmiqué!

Van Halen - 'I'm the One' mp3

föstudagur, október 27, 2006

Draumadís á Föstudegi 10

Melanie

fimmtudagur, október 26, 2006

Skyrta úr leðurlíki getur lífinu breytt.
-Stefán Hilmarsson

Hvern getið þið stólað á fyrir nostalgíuna?

Hér að neðan eru krappí en geggjaðar ljósmyndir uppúr rosalega 90's blöðum sem voru útum allt á árunum '95-'98.

Það sem mér fannst einkenna mið-til-late 90's er gerfi. Allt var feik. Gerfiefni og sýndarveruleikahórur. Pleather-buxur, skyrtur úr glansandi efni sem breytti um lit, plast, internet og sæberspeis. Pamela Anderson var hott því hún var einsog bónuð plastdúkka, með silikon túttur og kollagen í vörunum. Airbrush, endurskinsmerkjaskór, ellur, tekknó, Artificial Intelligence, Lara Croft og hárið blautt í geli. Allt feik. Framtíðin var þá. Dotcom-bólan í hámarki.

Jæja hér koma myndir. Takið sérstaklega eftir hvernig myndir af "kúl" fólki voru oft teknar niðurávið. Svo eru þarna auglýsingar fyrir POX og Tetriz (þar sem maður djammaði á undirlögaldri-árunum). Svo má þarna finna Steina Sharq sem ungan dreng á uppleið.

Njótið vel, cyberdudes.












Ég vil ekki hljóma tillitslaus...

Það er hræðilegt að heyra um þessar óupplýstu hópnauðganir sem eru í gangi í miðbænum.

En það er bara hvernig fréttirnar eru orðaðar. Þeir nota alltaf orðið hrottaleg. "Ungri stúlku var nauðgað hrottalega í miðborginni..."

Fyrirgefðu, en er til eitthvað annað en hrottaleg nauðgun? Ég hef aldrei heyrt um að einhverri hafi verið nauðgað blíðlega.

Drottinn minn dýri... ó guð...
Atriði úr söngleiknum "The Times They Are a-Changing" sem notast við lög eftir Bob Dylan.

Ég hef aldrei fengið eins mikinn aulahroll á ævinni. Ég þurfti amk. sex sinnum að kreista augun á mér lokuð, snúa höfðinu undan og emja af sárum viðbjóði.

Ég bara á ekki til eitt aukatekið orð. Ég er viss um að ykkur líður eins.

Grein um söngleikinn
Grein um hvað söngleikurinn er ömurlegur

mánudagur, október 23, 2006

Shrill but fabulous

Ég er orðinn leiður á því hvernig þýskir hermenn hljóma í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir eru allir með svona geðveikt skræka rödd og þeir eru sífellt öskrandi. Ég væri alveg til í að sjá einn þjóðverja í skotgröf sem hljómar einsog Barry White.

Þýskararnir voru engu að síður í lang-flottustu búningunum. Allir í leðurjökkum og með hatta með hauskúpu á. Smekklegir gæjar.

















Wá, hversu grimmur er sá her sem er með fokking hauskúpu á hattinum sínum? Þeir hljóta að hafa verið meðvitaðir um þetta þegar þeir voru að máta hauskúpuhattana sína. "Hehe. Við erum soldið vondir, ha?"

Af eggvopnum

Sverð. Er til fegurra orð á íslenskri tungu? Eflaust.

Að bregða sverði á dramatískan hátt er eitthvað sem ég væri til í að kunna. Ekkert heillar dömur og málleysingja eins mikið og sprækur vígamaður sem hendir og snýr sverði af heift og blóðugum þokka einsog svanur í riddaramynd. En hér, nokkrir þankar um sverð og skyld málefni:

Hafið þér prófað að setja sverð aftur í slíðrið? Það er ekkert smá erfitt. Maður stendur einsog óviti að miða sverðinu oní dæmið. Alls ekki eins þokkafullur og hinn möllettaði Kevin Costner í hlutverki Hróa Hattar. Ég mundi bara vera með sverðið í hagkaupspoka.

Hvað ætli sé besta sverðið? Víkingarnir voru með svona risastór sverð af stærð og þykkt á við stöðvunarskyldumerki og Arabarnir nota stór bjúgsverð til að búta heiðingja í sundur. Hins vegar voru skytturnar þrjár með þvengmjó dömusverð og Zorró stakk fólk með einhverju sem leit út einsog ósoðið spagettí. Ég mundi halda að víkingar og arabar (í sögulegu samstarfi) myndu rústa Zorró og Skyttunum í sverðaslag. Litlu mjóu sverðin þeirra myndu bara brotna á stóru sverðunum. Erþaggi? Svo eru Zorró og Skytturnar þrjár ekki til í alvörunni.

Mundi ekki gæjinn með lengra sverðið vinna í skylmingum?

Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú deyrð ekki af því að vera stunginn í magann. Eða hvar sem er. Þér blæðir eflaust mikið og það er voða sárt. Þú gæti jafnvel dáið innan örfárra klukkustunda ef þú kemst ekki undir læknishendur. En málið er bara að ef þú ert ekki afhöfðaður þá deyrðu ekki samstundis af einu stungusári. Engu að síður þurfa Braveheart og félagar ekki nema að draga sverð eftir síðu bretahers og gæjinn steindrepst á svipstundu. Sverð eru gríðarlega of-máttug í bíómyndum. Eflaust mökuð í eitri.

sunnudagur, október 22, 2006

Eh? wha? hu?

Bíddu, er ekki búið að gera svona mynd?
Linkur

föstudagur, október 20, 2006



Besta. Soundtrack. EVER!!!!

Draumadís á Föstudegi 9

Marianne Faithful

fimmtudagur, október 19, 2006

Mér er ekki lengur um sel



Ég er orðinn háður Kókómjólk.

Þennan drykk, sem er framleiddur af Mjólkurbúi Flóamanna Selfossi, skal hrista fyrir notkun, sem ég og geri. Ég hef aldrei fílað Kókómjólk neitt sérstaklega hingað til, en núna get ég stútað kippu af þessu á dag. Og hún er góð með öllu! Pulsum, pasta, kexi og jafnvel með jólamatnum. Allt er betra með Kókómjólk.

Jónína segir að ég elski Kókómjólk því ég er orðinn háður Aspartam, en það er ekkert þannig í Kókómjólk. Bara Karragenan. Og hún er "Leifturhituð og fitusprengd" sem hljómar rosalega spennandi.

En ég get ekki sagt að ég fái kraft úr henni. Þvert á móti. Mega teiknimyndakettir segja svona? Ég held að þeir séu að ljúga.

Jeg kan godt lide ålestramme bukser



Það er svo mergjað hvað danir kalla gallabuxur. COWBOYBUKSER! Ég kemst ekki yfir hvað það er fyndið. "Jeg har cowboybukser på" (þetta þarf að segja með dönskum hreim).

Spáið í því ef við hérna myndum gera það sama. Þá væri ég alveg, "Mikið finnst mér sexý þegar stelpur eru í þröngum, svörtum kúrekabuxum".

PS - Ég verð að gefa Gullu props fyrir að hafa upphaflega bent mér á þetta.

Hææjaah!

þriðjudagur, október 17, 2006

Júgín + Cathinca = Sönn Ást!

Foreldrar í dag ættu ekki að fá að skíra börnin sín sjálf.

Það ætti að vera gæji á einhverri skrifstofu sem vegur það og metur hvernig týpa hvítvoðungurinn er og draga svo rótgróið íslenskt nafn úr hatti. Ég heiti Björn einsog eitthvað warrior-poet með blóðugan atgeir fyrir þúsund árum. Ég er glaður að ég var ekki skírður Lambert eða Híram.

Ég var að renna yfir nöfnin sem Mannanafnanefnd samþykkti í fyrra og gat ekki annað en fallið í þá klisjugryfju að nöldra yfir skrítnum nöfnum.

Hér eru nokkrar perlur af listanum og -afþví ég er skyggn- það sem þau munu gera í framtíðinni.


Stúlkur:

Agða
Einfættur meinatæknir með fortíð.

Dimmblá
Fjöllistakona sem sérhæfir sig í neon-innsetningum og tilraunakenndri raftónlist. Mun síðar breyta nafni sínu í Dimmblá X-7 á "Hansagardínutímabilinu".

Edit
Mun eiga nöturlega ævi í valrönd þar sem stór píla potar í hana nokkrum sinnum á dag.

Gíslný, Magnúsína, Tryggvína og Teitný
Setja á laggirnar hinn fámenna stuðningshóp Stúlkur Sem Áttu Að Vera Strákar En Latir Foreldrarnir Nenntu Ekki Að Finna Stelpunafn Svo Þeir Létu Strákanafnið Duga, eða SSÁAVSELFNEAFSSÞLSD.

Baldey
Mun opna hárkollubúð í Glæsibæ.

Konkordía
óperusöngkona, tvímælalaust.

Lín
Hún mun hjálpa námsmönnum að kaupa bjór og hass þangað til þeir snúast gegn henni í blóðugri uppreisn.

Lárétta
Mun aldrei fyrirgefa "fyndum" föður sínum fyrir að hafa í raun skírt sig "Ríddu Mér".

Úa
Brennuvargur sem getur stært sig af því að eiga stysta nafnið í bekknum.

Vinný
Þegar glæpaklíkan sem hún stjórnaði í New Jersey kemst að því að "Vinny Barbatino" er í raun kona, skera þeir hana eyrnanna á milli.

Önnur merkileg: Kapítóla, Elektra, Eðna, Kormlöð, Læla, Randalín, Runný, Vísa.


Strákar:

Blængur
Mun eiga blómaskreytingafyrirtæki með sambýlismanni sínum, Blævari. Þeir munu halda mörg fondú-partý saman.

Bambi
Hann verður leiðtogi morðóðs fjórhjólagengis.

Cýrus
Þessi glæpasnillingur mun sleppa úr fangelsi með því að ræna flugvél sem flytur fanga. Nicolas Cage mun drepa hann.

Drengur
Hann deyr einmana.

Betúel, Dósóþeus, Softanías, Elentínus, Fabrísíus, Lárentínus, Natanael og Sakarías
Þeir munu stofna strangtrúaða kaþólska múnkareglu sem gengur aðallega út á að fara í gufubað og að horfa á Sex and the City.

Kópur
Eftir mörg ár af kleinuhringjaáti til því að líkjast nafninu sínu, mun Kópur gefast upp og sætta sig við að hann er bara með hröð efnaskipti.

Náttmörður
Hann verður dularfullur pervert sem herjar á villiketti í skjóli myrkurs.

Októ
Eftir að James Bond hefur eyðilagt dómsdags-geislann hans mun Októ gerast tómatbóndi. Októmatar hf.

Trúmann
Eftir röð grunsamlegra atvika kemst Trúmann að því að líf hans er raunveruleikaþáttur. Honum verður síðan slátrað í beinni.

Hrærekur
Hann verður alræmdur meistari í World of Warcraft. Hann mun kalla sig The Carcass Herder.

Önnur merkileg: Valves, Mýrkjartan, Sigurmon, Hilaríus, Bekan, Dór, Elfráður, Flórent, Parmes, Þiðrandi og motherfucking MÍR! Einsog geimstöðin sáluga!

mánudagur, október 16, 2006

Hver velur músíkina? Marlee Matlin?



*Andvarp*


Í gær sá ég svona prómó á Skjá Einum þar sem verið var að auglýsa Beverly Hills 90210. Og hvaða lag haldið þið að þeir hafi notað í auglýsingunni?

ÞETTA!

OK þetta er lagið 'What a Feeling' með Irene Cara. Það er úr Flashdance sem var metsölukvikmynd árið 1983, svona tíu árum áður en Beverly Hills fór í loftið.

Þetta er kanski lítilfjörlegt, en ég gjörsamlega hata þegar fólk gerir svona retró-klúður. Þú setur ekki Ramones lag undir hippa-myndbrot, þú setur ekki Daft Punk undir glefsur frá bannárunum og ÞÚ SETUR EKKI EITÍSLAG UNDIR MESTA NÆNTÍSÞÁTT EVER!!

Gulir eyrnatappar með bláum spotta.

OK. Sveittir menn í CBGB's bolum eru að setja síðustu trommu-hljóðnemana í samband, skemmtistaðir hafa laumupokalega hækkað verðið á bjórnum uppí þrettánhundruðkall, Ólipalli hefur hitað sér fimmtán lítra af kjúklingasúpu í hitabrúsa og búið er að setja upp official festival tannlæknatjaldið. Þá er ekkert eftir nema að fara í dansiskóna og svo í kuldaskó yfir þá.

Láttu nú renna í bað, elskan. Errveifs er að byrja.


















Mjög hófsöm röð frá því í fyrra


Ég er mjög sáttur við þá músíkanta sem hafa verið pantaðir, en hvað er málið með að setja Wolf Parade á GAUKINN?!? Gátu þeir ekki fundið aðeins minni stað? Til dæmis Ellefuna? Hverju sem líður, þá eru hérna þeir listamenn sem ég er mest spenntur fyrir:

Íslenskt pakk:
Cocktail Vomit
Mammút (bara því hún þarna söngkona er svo sæt)
Steed Lord
Zuckakis Mondeyano Project
Hermigervill
Lay Low
Mr. Silla & Mongoose
Siggi Ármann
Benny Crespo's Gang
TERRORDISCO!

Ekki-Íslenskt pakk:
Brazilian Girls
Wolf Parade
Klaxons
The Go! Team
Skatebard
Walter Meego
WhoMadeWho














Þeir hörðustu úr röðunum í fyrra eru núna steinrunnir


Einsog hefur margoft verið minnst á hér, þá er snælduvitlaus og ginnhelg stíflubrests-Airwavesumfjöllun á Skrúðgöngunni. Við Svenni höfum unnið og mallað og troðið inn umfjöllunum og lögum þangað til skórnir okkar fylltust af blóði. Náið í lög og kynnið ykkur bönd, en munið svo að segja "takk", "wá" eða "Éttu keðju" í kommentunum. Því sá sem stelur músík án þess að setja inn komment er ekkert nema þjófur sem ætti að aflima við olnboga og hananú. Nei djók ég er ekkert fúll.

Sjáumst einhversstaðar í raðar-nöldrinu.

COP ON THE EDGE PART 6:
TRAINING



Gramsa eftir eldri köflum af COTE

Æfingaraðstaða lögreglunnar í Los Angeles. Hérna er réttlæti heflað í vöðva og yfirvaraskegg þeirra sem bera gyllta skjöldinn. Tækjasalur, boxhringur og skotfimiherbergi. Við Lloyd göngum inn í búningsklefann með æfingartöskurnar okkar. Ógnvænleg gufa fyllir aðstöðuna og svitafýlan er óbærileg. Veggirnir eru gulnaðir og rakinn drýpur af loftinu. mosi og skorkvikindi lifa góðu lífi í hverju skúmaskoti undir skápunum. Blautir og feitir lögregluþjónar ganga um með handklæði um sig miðja. Lloyd er að springa af forvitni. "Fylltu mig inn, Reed. Hvað fékkstu upp úr slefberanum þínum? Er eitthvað stórt í uppsiglingu?" -"Ekki svona hratt, Doggett." Svara ég. "Þetta er mín sýning. Ég læt þig vita þegar þar að kemur. Einmitt núna er tími fyrir líkamlega umhirðu."

Við opnum hurðina inn í tækjasal. Á stórri dýnu er fólk að æfa sig í að fella hvort annað. Ung ljóshærð lögreglukona í gráum jogginggalla fleygir akfeitum manni hátt yfir höfuð sér svo hann skellur á gólfinu. Hann liggur emjandi eftir. Hún nikkar til mín. "Jæja Reed! Ertu kominn til að láta konu taka þig í kramarhúsið?" Ég svara um hæl, "Einmitt, Debbie, dreymdu áfram. En hittu mig eftir vakt ef þú vilt beita svona fantabrögðum á mig í rekkjunni!" Við göngum áfram og Lloyd furðar sig á hvernig ca. 50 kg. kona gæti lyft og rotað 120 kg. karlmann. Þegiðu Lloyd, svitabandsklædda rola.

Við staðnæmumst við boxhringinn. Allt í kring eru menn að sippa og fylgjast með því sem er að gerast í hringnum. Ungur drengur er að æfa með sér eldri manni, Sargent O'Hannah. O'Hannah er digur og sterkbyggður maður. Svitinn bogar af þykkum bakhárunum. En sá ungi er sprækur og viljasterkur. Hann boxar O'Hannah út í horn og rotar hann. Það er töggur í þessum dreng. Einhver úr skaranum hrópar, "Hey, Reed, ertu orðinn of gamall í hettunni til að sýna þessum unga fýr í tvo heimana?" Skarinn hrópar og klappar, "REED! REED! REED!" Ég læt undan og klofa yfir reipið við æst fagnaðarlæti. Þungarokkslag kemur í útvarpinu sem er bundið við vegginn og menn í skaranum setja veðpott í gang. Seðlar og getspeki fljúga um reykmettað herbergið á meðan ég hita upp með því að láta braka í hálsinum á mér. Ég er ber að ofan, með dog-tag hálsmenið mitt úr 'Nam um hálsinn. Ég er ekki ræfill sem fer í jogginggalla og svitabönd einsog Doggett. Ég er í fötunum sem ég er í dagsdaglega (gallabuxum sem eru brúnar um mittið af gömlum svita og kúrekastígvélum) þegar ég æfi. Með sígarettuna lafandi í munnvikinu segi ég við drenginn, "Engar grímur, engar grímur." Það er gegn reglum LAPD að boxa án stóru svamp-hjálmanna, en reglur koma mér ekki við. "Ertu viss, herra Reed?" Spyr sá ungi, hræddur við að meiða mig. Ég nikka honum að taka grímuna af sér.

Stemningin er tryllingsleg þegar leikar hefjast. Sá ungi dansar einsog villtur sé en ég stend kyrr, of þunnur til að spranga um einsg álfahommi. Unglambið lemur mig bylmingsfast af og til, en ég stend sem stytta. "Komdu nú, er þetta allt sem þú átt?" Hann heldur áfram að lúskra á mér þangað til blóðið rennur úr nefinu mínu. "Ertu geggjaður, Reed!" Öskrar Doggett. "Hann gengur að þér dauðum! Komdu þér þaðan út!" Ég sný höfðinu að Doggett og blikka hann á meðan sá litli kýlir mig í þindina. Þetta er orðið ágætt. Ég tek rettuna úr mér og drep í henni í rólegheitum. Í einni hrikalegri sveiflu kýli ég svo drenginn svo að hnefinn gengur langt inn í andlitið. Hann er ekki fallegur lengur. Hann flýgur útfyrir hringinn og hafnar á þrekhjóli sem brotnar við lendinguna. Hann liggur hreyfingarlaus á meðan blóðpollurinn undir honum stækkar. Það er grafarþögn yfir mannnskapnum þegar ég hirði peninginn minn. "Þú ert tíkarsonur, Reed." Segir einhver. Ég horfi á hann með villtu augnarráði og svara "Og stoltur af!!" Ég sleiki blóð af fingri mínum og kveiki í annari sígarettu á leiðinni í byssusalinn. Svitinn perlar á stæltu bakinu mínu.

á meðan við bíðum eftir lausri braut í skotfiminni segi ég Lloyd hvað Stretch sagði mér. Doggett þarf að upplifa sinn fyrsta alvöru skotbardaga í kvöld. Ég verð að sjá hvers hann er megnugur. Hvort hann kunni lag á gikknum. Lloyd er digurbarkalegur þegar hann kemur sér fyrir í básnum. Hann setur á sig gul sólgeraugu, eyrnarappa og eyrnaskjól. "Áfram með smjörið Doggett, viltu fá hjálpardekk líka?" Doggett miðar varlega og hleypir af. Hann heldur inni takkanum sem færir skotmarkið nær. Hann hefur hitt plakatið beint í miðjuna. Allt í lagi. Hann kann að fara með skotvopn.

"Ekki svo amalegt, ha, Reed!" Segir Doggett stoltur á meðan ég færi plakatið mitt eins langt aftur og það kemst. Ég glotti út í annað til Doggetts og skýt svo fjölmorgun skotum, að því er virðist handahófskennt, í áttina að skotmarkinu. Doggett og aðrir í salnum eru agndofa þegar ég færi plakatið mitt nær. Á plakatið hefur verið stafað með byssukúlum: "JACK REED VAR HÉR". Zevallos, þú ert næstur til að fá orð skotin í þig!

föstudagur, október 13, 2006

Draumadís á Föstudegi 8

Daryl Hannah

þriðjudagur, október 10, 2006

Björn setur upp týpugleraugun og lítur á hugmyndasnauð í myndlistaheiminum.

Um daginn var ég að skoða myndir eftir unga listakonu. Hver það er skiptir ekki máli en eitt af verkum hennar var ljósmynd af konu. Hún var í hvítum buxum sem voru gegndrepa af því er virtist vera túrblóð. Eitthvað brast inni í höfðinu á mér og ég fórnaði höndum.

Það er auðvitað ekkert athugavert við túrblóð útaf fyrir sig, en þetta er einhver sú mest ofnotaða klisja sem fyrirfinnst í myndlist. En sú staðreynd virðist ekki enn hafa náð til þorra kvenkyns listamanna sem vilja enn ólmar koma blóði sínu til skila (ég segi kvenkyns því ég hef aldrei vitað til þess að karl-listamenn hafi nokkurn áhuga á túrblóði).

Ég hef séð listaverk máluð með túrblóði, ég hef séð fjölmargar ljósmyndir af listakonum með blóðið rennandi niður lærin og ég hef meira að segja séð notuðum túrtöppum raðað í mósaíkverk. Allt þetta í fínum galleríum. Ég hef séð meira af túrblóði í myndlist en ég hef séð í raunveruleikanum (ekki það að ég reyni að elta það sérstaklega uppi).

Mín spurning er þessi: Má endalaust nota þessa túrblóðshugmynd? Það er ekkert að henni nota bene, en það er bara búið að gera hana. Svo, svo, svo oft.

Það hlýtur að vera einhver fersk, ný leið til að sýna kvenleika eða styrk/nauð kvenna (eða hver sem skilaboðin eru í tilteknu verki) heldur en að standa stóísk gagnvart áhorfandanum, með hendur og bak reigt aftur og láta túrblóðið gossa.

"Ég held mínum velli. Ég stari ógnandi framan í heiminn á meðan ég hampa kvenleika mínum. Ég set fram túrblóð. Nektar kvenskautsins. Lítur þú undan?"

Ef tónlistarmaður kemur með lag sem hljómar einsog eitthvað annað lag, þá er hann umsvifalaust kallaður þjófur. Lagið er stolið. Er það ekki tilgangur myndlistarmannsins og -konunnar að vera frumleg/ur og setja nýjar hugmyndir fram á ferskan hátt?

Sjónarmið og reynsla kvenna er alltaf áhugaverð og þörf í myndlist og daglegri umræðu. En leyfum túrblóðinu að eiga sig svolitla stund. Takið inn járn-töflu.

mánudagur, október 09, 2006

Nino Brown er að rúlla sér í gröfinni

Wesley Snipes er merkilegur kauði. Hann sló í gegn í mergjuðum myndum einsog New jack City, King of New York og White Men Can't Jump. Svo fór hann að leika í einhverjum hasarmyndum og á skömmum tíma hefur hann breyst í einhvern svartan Jean-Claude Van Damme. Ég var að fletta kvikmyndablaðinu Empire rétt í þessu og þar rakst ég á auglýsingu um nokkrar myndir sem eru fáanlegar með kappanum. Hér fyrir neðan eru lýsingar á fimm Snipes-myndum. Þrjár eru beint uppúr auglýsingunni, hinar tvær samdi ég. Getur þú greint muninn á alvöru hágæða direct-to-DVD Snipes-mynd og leirburði vinalegs bloggara? Svarið er í kommentunum.

7 seconds
The fate of thousands is in their hands
When a heist goes wrong, Snipes takes on a suicidal rescue mission to save his crew from Russian gangsters. Tamzin Outhwaite also stars.

Unstoppable
You can't stop a man who will stop at nothing
When a former CIA agent is drugged and kidnapped by thieves, his girlfriend has six hours to find the stolen antidote and save his life.

The Enabler
When you have nothing left, you have to make it right
Snipes must go into the Amazonian jungle to foil an evil plot to blow up a peaceful nation's presidential palace. Bernie Mac guests in a hilarious cameo.

At Terror's Depth
Terror at thirty Fathoms
As a nuclear sub is taken over by Islamic extremists, an ex-FBI agent must fight his way through an army of terrorists to regain the sub's launch codes.

The Marksman
The fate of two nations rests in his hands
An exciting thriller set in the former Soviet Union about a special agent's fight to stop Chechen rebels take over a Russian nuclear plant.

föstudagur, október 06, 2006

Draumadís á Föstudegi 7

Jayne Mansfield

miðvikudagur, október 04, 2006

Er band komið á arm?

Villt og tryllt Airwaves umfjöllun er komin í gang á Skrúðgöngunni. Á hverjum degi fram að hátíðinni munum við hrúga inn umfjöllunum um böndin og það verður allt morandi í lögum til að dánlóda. Að sjálfsögðu verða líka "venjulegar" færslur og fastir liðir í gangi samfara umfjölluninni. Dagleg skylduheimsókn!

Bónus:
Viltu vera vinur Biff úr Back to the Future?
Linkur

þriðjudagur, október 03, 2006

Náið í kíttisspaðann

Næst þegar einhver fer að kvarta yfir hve franskarnar eru brenndar, hversu leiðinlegt það er að vaska upp og hve ömurlegt er að vera til þá mun ég standa upp. Ég mun bregða fyrir honum fæti, setja hann í mjúkan og kósý stól og sýna honum þennan gæja:


mánudagur, október 02, 2006

Rótað í gömlum albúmum

Sjáiði þennan litla Keith Emerson hérna.



















Hvort er ég líkari mömmu eða pabba?