Mússí múss
Ég er svo svakalega kósý og sæll í snjóhríð og joggingbuxum. Yfir mér liggur bleik dula af kærleik og elskulegheitum og mig langar að ausa smá hrósi yfir vini og internetvandamenn. Því það er nú föstudagur og svona. Hérna eru í stafrófsröð mínir uppáhalds, fyndnustu og duglegustu-að-pósta blaðrarar á netinu:
Annie er sniðug og er með annan fótinn á Íslandi. En þar sem hún er útlensk get ég nokkurn veginn sagt hvað sem ég vil um hana. Til dæmis að uppáhalds maturinn hennar sé fiskafóður og mjólk.
Maður fer ekki rólegur inní helgina fyrr en maður hefur lesið "Heitt og Kalt" hjá Árna. Talandi um það, þá er listi vikunnar ekki enn kominn inn...Búhú.
Skilnaðir, tískuslys og tannlausi bolabíturinn í klofinu á Britney Spears. Dröfn gerir því betri skil en nokkur annar slúðurberi. Ef hún skrifar ekki um það, þá er ekkert varið í það.
Eftir að hafa verið internetvinir í svona fimm áratugi hitti ég loksins Halla í eigin persónu á Barnum í gær. Það voru fagnaðarfundir, krumlukreist og raddir heyrðar í fyrsta sinn. Halli er fyndnastur og ég er viss um að allir hérna lesa hann og þarf því ekkert að málalengja um hann.
Arkitektinn án týpugleraugnanna, Jónína, er með glæsilegt ljósmyndablogg. Enginn litríkur snigill eða nammiklætt barn er óhult fyrir óblikkandi ljósopi hennar.
Katrín er hinn mennski bleikur og án vafa jákvæðasti badmintonspilari Íslands. Alltaf fer maður í gott skap við að lesa punkturis.
Broddborgari Liverpúl er Kjarri. Hann er sprenghlægilegur og er með stóra mynd af lárperu á blogginu sínu.
Krilli er yndislegur ungur maður sem bloggar á gamlan papírus og er að reyna að fita sig. Ostborgari handa honum.
Svenni er lunkinn, sniðugur og flinkur. Góðir linkar og skemmtilegar sögur, skrifað af frábærri blöndu af hressa stráknum og fúla gæjanum. Ugla í tré alveg hreint.
Í linkalistanum til hægri eru fullt af frábærum bloggurum sem ég nennti ekki að skrifa um (djók). Heimsækið þá alla og segið að ég sendi ykkur. Góða helgi.
Annie er sniðug og er með annan fótinn á Íslandi. En þar sem hún er útlensk get ég nokkurn veginn sagt hvað sem ég vil um hana. Til dæmis að uppáhalds maturinn hennar sé fiskafóður og mjólk.
Maður fer ekki rólegur inní helgina fyrr en maður hefur lesið "Heitt og Kalt" hjá Árna. Talandi um það, þá er listi vikunnar ekki enn kominn inn...Búhú.
Skilnaðir, tískuslys og tannlausi bolabíturinn í klofinu á Britney Spears. Dröfn gerir því betri skil en nokkur annar slúðurberi. Ef hún skrifar ekki um það, þá er ekkert varið í það.
Eftir að hafa verið internetvinir í svona fimm áratugi hitti ég loksins Halla í eigin persónu á Barnum í gær. Það voru fagnaðarfundir, krumlukreist og raddir heyrðar í fyrsta sinn. Halli er fyndnastur og ég er viss um að allir hérna lesa hann og þarf því ekkert að málalengja um hann.
Arkitektinn án týpugleraugnanna, Jónína, er með glæsilegt ljósmyndablogg. Enginn litríkur snigill eða nammiklætt barn er óhult fyrir óblikkandi ljósopi hennar.
Katrín er hinn mennski bleikur og án vafa jákvæðasti badmintonspilari Íslands. Alltaf fer maður í gott skap við að lesa punkturis.
Broddborgari Liverpúl er Kjarri. Hann er sprenghlægilegur og er með stóra mynd af lárperu á blogginu sínu.
Krilli er yndislegur ungur maður sem bloggar á gamlan papírus og er að reyna að fita sig. Ostborgari handa honum.
Svenni er lunkinn, sniðugur og flinkur. Góðir linkar og skemmtilegar sögur, skrifað af frábærri blöndu af hressa stráknum og fúla gæjanum. Ugla í tré alveg hreint.
Í linkalistanum til hægri eru fullt af frábærum bloggurum sem ég nennti ekki að skrifa um (djók). Heimsækið þá alla og segið að ég sendi ykkur. Góða helgi.
7 Comments:
Heh, takk BB. Góða helgi sömuleiðis!
eyyy takk
þetta var fallega sagt, nú brosi ég bara af gleði:)
Ekki bara einusinni, heldur tövisvar! Bjölli og Halli (og meiraðsegja Krilli og Sveppi og Jónína) saman í fíling!
Já mar. Þetta var alger bloggararáðstefna. Allir helstu spaðarnir í bransanum saman komnir. Hvar voru paparazzarnir?
Ég þakka hrósið kærlega og ég afsaka seinaganginn á listanum. Hættur að nenna að gera hann á fimmtudagskvöldum eins og ég gerði áður fyrr en maður reynir að gera sitt besta.
Nýjasta pælingin með listann er að vera með hann í ár, 52 vikur (kominn í 24) og prenta svo litla bók.
Það er þjóðráð. Þá bók kaupi ég í mörgum eintökum.
Árni: um hvað á bókin að vera?
Skrifa ummæli
<< Home