<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





föstudagur, ágúst 31, 2007

Af mbl.is


Greyið Bill.

Litla býflugan

Ég hef alltaf verið svo undrandi á því hve mikilli skelfingu við mannfólkið fyllumst í nærveru flugna og skorkvikinda.

Ég ætlaði alltaf að skrifa um þessa undarlegu hegðun, að æpa og hlaupa með blaktandi hendur þegar þessi kríli svífa í kringum okkur. En svo sá ég þessa grein í The Onion. You snooze, you lose, býst ég við.

Mér finnst þetta sjúklega fyndið:

The college-educated humans, all of whom are not allergic to bee-sting venom and possess both cerebral and muscular capacities several orders of magnitude beyond that of the insect, proceeded to retreat in abject fright from its half-millimeter stinger, which, when used, causes a twinge of discomfort followed by mild irritation and kills the bee.

According to entomologists at the University of Texas at Dallas, the Apis mellifera was most likely trying to pollinate a nearby cluster of dandelions and was not, as alleged by 50-year-old attorney Georgia Sakko, who has twice endured the pain of childbirth and successfully battled breast cancer, "out to get us."

Af dauðum hlutum

"Bíddu, ætlarðu ekki að faðma hann og kyssa bless?" Spurði ég Jónínu þegar hún henti seinasta draslinu úr bílnum sínum í poka. Hún horfði á mig einsog ég væri geðveikur. Þessi drusla, einsog hún kallaði hann, hafði verið henni til stöðugs ama undanfarna mánuði. Hann átti það til að drepa á sér (oftast á háannatíma) og fara ekki aftur í gang. hann var alveg einstaklega erfiður í umgengni og var svo sérlundaður að ég þorði aldrei að sitja í bílstjórasæti þessa skrímslis. Reyndar keyrði ég hann einu sinni seinasta vetur, frá kotinu okkar í Fossvoginum og í Kringluna. Að aka honum var einsog að stýra járnbrautarlest. Stífur og ónákvæmur í gírum sem gangi. Hann drapst rétt fyrir utan áfangastaðinn og ég þurfti hjálp við að ýta honum í bílastæði. Ég prísaði mig sælan að vera vel dúðaður þegar ég labbaði heim. Þessi bíll var alger taugaáfallsmaskína og Jónína hótaði honum oftar en ekki ferðalagi í brotajárnið þegar hann lék sér í 'hver deyr best' á gatnamótum Miklu- og Kringlumýrarbrautar klukkan korter yfir fimm. Hann bilaði reglulega (sem kostaði svona 30.000 kall í hvert skipti), gírkassinn lak, framdekkin voru ójöfn (annað eyddist því hraðar en hitt), kælikassinn var ónýtur og síðast en ekki síst mátti ekki keyra hann þegar heitt var í veðri því þá ofhitnaði hann og féll í yfirlið.

Fyrir nokkrum mánuðum síðan kom svo að því að drukkinn ökumaður keyrði á blessaðan rauða Peugeotinn (og nokkra aðra bíla - um hábjartan dag!) og böglaði hurðina farþegamegin þannig að það var ekki hægt að skrúfa rúðuna niður. Það hlýtur að segja ýmislegt um ástand bifreiðar þegar tryggingafélag segir það ekki borga sig að greiða fyrir skemmdir. Beyglan á hurðinni var dýrari en sjálfur bíllinn. Tryggingafélagið ákvað þá frekar að kaupa bílinn af Jónínu og koma honum fyrir kattarnef. Sem var fyrir bestu því druslan komst ekki í gegnum skoðun og Jónína átti í stöðugri hættu að vera kýld í magann af trylltum löggum með klippur á lofti. Því var það mikill léttir fyrir Jónínu að tæma ljóta rauð fyrir brottför sína til bílahimna. Þessi böglaða, skítuga, lekandi, ofheita, sí-á-drepandi ofurdrusla var loksins á leiðinni á haugana.

"Ég meina, áttu ekki eftir að sakna hans? Þið hafið átt svo margar góðar stundir saman." Spurði tilfinningaríki ég. Jónína hélt nú ekki. Þetta er bara hlutur, útskýrði hún. Ég var hlessa.

Ég elskaði eina bílinn sem ég átti, alveg einsog manneskju. Hún var einmitt einn af þessum allt-er-að bílum. Þessi rauða Ford Sierra var beygluð, stuðaralaus, erfið í gangi og umgengni og best af öllu, botninn undir farþegasætunum var ryðgaður burt. Í rigningu skvettist því vatn beint inní fóðrið og allt var á floti afturí. Ég þurfti að vera með planka á farþegasætunum svo fólk gæti setið þar. Það var meiraðsegja komin mygla í áklæðið. En hey, ég elskaði Kristínu, eins gölluð og hún var. Ég lít oft á ólíklegustu hluti sem lifandi, sem er einstaklega þroskaheft og ég geri mér grein fyrir því. Ég tek slíku ástfóstri við dauða hluti að það liggur við að ég grenji þegar glös brotna. "Skæl! Allar minningarnar!"

Jónína setti felgulykilinn i pokann með startköplunum (mikið notaðir) og keyrði alsæl með drusluna í bílapressuna. Farið hefur fé betra, hefur hún væntanlega hugsað, þessi manneskja sem lítur á dauða hluti sem ekkert annað en dauða hluti (semsagt eðlileg manneskja). Ég fór hinsvegar inn, talaði við vínylplöturnar mínar og faðmaði tölvuna.

föstudagur, ágúst 24, 2007

Haustmix



Ég var að henda saman mixteipi sem ætti að smellpassa við sumarlok / haustbyrjun. Á mixinu eru drunginn og rólegheitin í fyrirrúmi en það er alltaf tími fyrir smá djamm inn á milli.

Sækja:
Bobby Breiðholt - 'The death of summer' (50:57) mp3

Tracklist:
Roxy Music - Tara
Farah - law of Life
Unit Black Flight - Night Raiders
Sorcerer - Surfing at Midnight
Low Motion Disco - Low in the City
Sally Shapiro - Sleep in My Arms
Arpanet - No Boundry Condition
Midnight Mike - United (Naum Gabo rmx)
Black Devil Disco Club - The Devil in Us
Album Leaf - Glisten
Anja Garbarek - I Won't Hurt You

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Þetta er okkar framlag

Það er svolítill bömmer, að þegar Fóstbræður birtust á skjánum var DVD svo nýtt af nálinni að það þótti alger fásinna að gefa nokkurn skapaðan hlut út þannig. Einvörðungis heilögustu, dýrustu og frambærilegustu meistaraverk þjóðarinnar voru borin á satínpúða til Hollands í stafrænt yfirhal á mynddisk í hæstu gæðum. Með dönskum, þýskum og norskum texta og enskri þýðingu á kápunni ("The Angels Of The Universe") voru dýrgripirnir svo boðnir þjóðinni, sem jólagjöf ársins 1999.

Þessa dagana er auðvitað öllum andskotanum troðið á DVD og hent uppí hillu hjá Hagkaupum eða oní pulsur frá Fjarðarslátri. Strákarnir, Stelpurnar og Leitin að Strákunum fylgja með hverjum seldum osti og eru límdir inná Glitnismaraþonsboli. Fóstbræður voru ögn á undan lestinni og líða fyrir það.

Þangað til Fóstbræður birtast okkur á DVD eru hér nokkur glæsispor af Jútúp.

Gleðisveitin Partý - 'Þriðjudagskvöld'
Mogo Jacket - "Dangerous Girl"
Indriði á stjórnarfundi
Eartha Kitt vill nota klósettið
Mummi kemur í land
Filipus Bragi
Leigubílstjóri dauðans
Neimdropparinn
Vauxhall Viva
Ég drep biskupinn
Maðurinn sem vildi bara kaupa eitthvað sem byrjaði á N
Misheyrnir á veitingastað
Gerfiefnin frá Karnabæ
Dúettinn Plató - 'Mountain Woman'
Afbrýðissami prumparinn
Afbrýðissami prumparinn #2
Ég er í blárri skyrtu fyrir aftan bleiku gelluna.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Svisss

Það er alveg ótrúlegt hvað þessir ógeðis krakkar eru alltaf snöggir að finna upp á einhverju sem fer í taugarnar á mér. Núna eru það þessir hjólaskór sem þau renna í um allt. Það er einsog þau séu í einhverju myndbandi með Jamiroquai (sem er auðvitað næst glataðasti hlutur í heimi á eftir unglingum). Þegar ég sé þau svífa um gólfið í 10-11 er mér skapi næst að strengja flugbeittan vír yfir ganginn.

Svona í alvöru, hvað næst?

Cop On The Edge, part 8:
The Action Sequence



Lesið eldri hluta sögunnar í linkunum til hægri.


Myrkrið er þrúgandi. Þrúgandi eins og slæm minning um dauða og rifin innyfli í barnaafmæli. Þokan er ógnvekjandi en þó fótógenísk þegar við Doggett drepum á ljóslausum bílnum við höfnina. Híenan í Lincoln bifreiðinni hefur leitt okkur hingað. Skósveinar hans hlæja og kveikja sér í sígarettum. gerfiefnið í jakkafötunum þeirra endurvarpar tunglsljósinu. Það gerir þá auðveldari skotmörk. Loftið er mettað af slæmri lykt. Lyktinni af dauða. Blóði. Fiskislori.

Glæpamennirnir eru mjög ódulir við grimma iðju sína á almenningshöfn Los Angeles borgar. Fjölmargir verkamenn eru á iði, uppteknir við að afferma gámaskip með tilheyrandi látum. "Alltaf finnst mér athyglisvert þegar glæpamenn ráða sér verkamenn, með hjálma og allt, til að vinna iðju sína" segir Doggett lágum rómi. "Ég meina, eru þetta illir verkamenn? Hvar ræður maður þannig? Glæpahöfðingjar virðast alltaf umkringdir verkamönnum sem afferma dópskipin þeirra, reisa dópbækistöðvarnar þeirra og endurinnrétta dópeldhúsin þeirra. Og allir eru þeir með byssu innan um skrúfjárnin og hamrana, tilbúnir að skjóta löggur án fyrirvara." Doggett heldur áfram á meðan við læðumst nær. "Sko, annaðhvort er til einhver vinnumiðlun sem setur það skilyrði að maður þurfi að drepa löggur fyrir kókaínbaróna milli þess að naglhreinsa og steypa húsagrunna, EÐA að nýjir meðlimir stórragengja þurfa að sanna sig með því að bera múrsteina og stýra dópskipum á hafnarverkamannalaunum, inn á milli þess að drepa löggur og díla dóp. Getur þú útskýrt þetta fyrir mér Reed?" Ég ranghvolfi augunum.

Við horfum yfir senuna í eitt hinsta sinn. Gámaskipið er umkringt krönum, vinnutækjum og olíutunnum og glæpamennirnir hafa raðað sér upp í kringum gaspípur, rafmagnstöflur og á brún skipsins, með langt fall ofan í sjó fyrir framan sig. Tilvalið fyrir skotbardaga. Ég svitna af tilhlökkun. Doggett svitnar á efrivörinni. Væntanlega af heygulskap. "Hlustaðu hér, Doggett. Þetta er alvara lífsins. Hér er engin elsku mamma. Þetta er ekta samningurinn. Stóri tíminn. Ertu nokkuð að fara að grenja?" -"Nei, Reed" svarar Doggett á meðan han kyngir kökk, eða svo sýnist mér. "En finnst þér ekki að við ættum að hringja á liðsauka? Það eru eftir allt svona fimmtíu grávopnaðir hafnarverkamenn þarna." Ég hæ bitrum hlátri. "Ég hef verið að skjóta fimmtíu hafnarverkamenn síðan þú varst blettur í handklæði pabba þíns" -"Hvað áttu eiginlega við?" spyr Reed. -"Gildir einu. Hlustaðu hér. Þú tekur þennan til vinstri og ég tek þessa 49 til hægri. Skilið!" Doggett laumupokast úr augsýn. Ég held um byssuna mína. En áður en ég legg í hann gef mér tíma fyrir eitt flashback í viðbót um Amy... eða Sandy eða hvað sem hún hét.

Tveir menn standa og tala saman um úrslit körfuboltaleiksins í gær. Annar þeirra heldur á fjarstýringu að krana sem heldur gámi hátt yfir höfði þeirra. Skyndilega birtist ég með hjálm á höfði. Þeir sjá mig og setja sig í stellingar. "Stans! Hver fer þar!" Segir sá yngri og fleygir sígarettu. "Doyle Foremann, starfsmaður Hafnarinnar" segi ég á meðan ég fel andlitið undir deri hjálmsins. Þeir eru varir um sig þegar ég færist nær, með hendur fyrir aftan bak. "Ég var að horfa á þátt um Kaptein Kengúru þegar ég frétti af óknyttapjökkum að afferma skip af syndadufti... stemmir það?" Áður en þeir geta brugðist við þessum fáránlega (og óþarfa) leikþætti mínum hef ég brotið hálsinn á öðrum þeirra og sparkað í hjartað á hinum. Dauðir. Ég tek fjarstýringuna að krananum, miða honum og sleppi gáminum. Hann hrapar ofan á hóp manna og af einhverri ástæðu springur gámurinn í loft upp í gríðarlegri eldsprengingu. Doggett rétt nær að flýja undan eldtungunum. Það kemur á daginn að einn af gæjunum undir gáminum var sá sem Doggett ætlaði að taka. Gildir einu. Ég er í stuði.

Ég skýt þrjátíu skotum í einn. Áttatíu skotum í annan. Sextíu skotum í þann þriðja. Eftir svona tuttugu skot í viðbót skipti ég um skothylki. Blóðið sprautast úr þeim, þeir hrynja fram af stillönsum og eru baðaðir í neistaflugi. Einn dettur fram af skipinu og ofan í skrúfuna með tilheyrandi öskri og blóðugum sjó. Geggjað.

Ég læt rjúkandi magasínið detta hægt í götuna á meðan ég set næsta í. Doggett kallar á mig. "Sko, Reed. Þótt magasínið sé tómt, þá þýðir það ekki að það sé eitthvað rusl. það er dýrmætt, erfitt að fá og er hluti af byssunni. Þú eyðir 1.200 dollurum á mánuði í magasín því þú hendir þeim alltaf í götuna þegar þau eru tóm!" En ég heyri ekkert í honum því ég er að skjóta óþörfu fimmta skoti í höfuð eins hafnarverkamannsins. Svo treð ég tómu magasíninu ofan í hausgatið á honum.

Þegar það eru engir verkamenn og dópsalar í plastjakkafötum til að drepa, hlaupum við upp landganginn. Skipið er mannlaust, fyrir utan skerandi hláturinn sem bergmálar innan um gámana. Híenan er hér einhverstaðar. Ég tek upp vélbysu af þilfarinu og Doggett mundar marghleypuna. Skyndilega opnast einn gámurinn og þyrla kemur upp úr honum. Híenan situr við stýrið og ýlfrar af hlátri. Í eitt augnablik horfumst við í augu. Við skjótum á hann en allt kemur fyrir ekki. Í kyrrlátu næturmyrkrinu stöndum við bugaðir. Hann komst undan. En hann skildi eftir glaðning handa okkur. Handsprengju sem rúllar í áttina að fótum okkar. Þótt ótrúlegt sé er þessi handsprengja nógu kraftmikil til að sprenga allt skipið í loft upp. Við stökkvum út úr ógurlegum eldhnettinum og ofan í sjó. Eldurinn eldir okkur ofan í djúpið en við köfum undan logandi dauðanum.

Næst þegar við hittumst, Híena, þá verður þú ekki svona heppinn. Og Zevallos, þú ert næstur á eftir honum. Óvinalisti minn er sífellt að lengjast.

mánudagur, ágúst 20, 2007

Klikks



Átti alltaf eftir að plögga Jóa Kjartans, sem opnaði síðuna sína fyrir skömmu. Hann er besti ljósmyndari í heimi og hann var með langbestu uppákomu menningarnætur, by faaaarr. Takk fyrir mig kæri Jói. Black Devil Disco Club forever!

Skoðið sýninguna hans, Sirkusár í gallerí Auga fyrir Auga, á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Annars geng ég frá ykkur!!!

Dómur

Það er fátt bolalegra (og ég held að þetta sé reyndar bara skilgreiningin) en að ganga um í Glitnis-maraþons bol á milli viðburða á menningarnæturdag. OG MEÐ MEDALÍUNA LÍKA! gætir þú verið meira frá Kópavogi eða?

laugardagur, ágúst 18, 2007

Menningarbrölt

Hér er Ballöðu-apprúfd listi yfir það skemmtilega sem er að gerast í dag. Mundu: Ef það er ekki listað hér, þá er það glatað og er ekki hugsandi fólki samboðið. Ef einhver býður þér eitthvað annað, þá er það bara bolagildra og inniheldur án vafa eldgleypa, Götuleikhusið eða annað eins hallæri. OK dembum okkur í þetta:

Heilsuverndarstöðin Barónsstíg 12:00-18:00
Smá hlutdrægni fyrst. Við pabbi (og fleiri) unnum að því alla vikuna að setja upp sýningu um leikbrúðugerð á Íslandi. Alveg ferlega gaman að nördast smá og skoða ógrynni af handgerðum strengjabrúðum. Strengjabrúður eru kúl er það ekki? Amk eftir Being John Malcovich. Svo er þetta hús líka svo ótrúlega flott.

Tjörnin 10:00-22:00
Jónína og hinar hetjurnar í Siglunesi munu vera með bátaleigu á tjörninni. Ég garantera ykkur fremst í röð ef þið segið að ég hafi sent ykkur (og ef þið hótið börnunum í röðinni að hleypa ykkur framfyrir). Það er ekki oft sem maður getur róað um tjörnina. Stráhattar skilyrði.

Listasafn Einars Jónssonar (hliðiná Hallgrímskirkju) 15:00
Diljá og Örn stjórna heimsmetstilraun í hvíslileik. Hver vill ekki eyða nokkrum mínútum í að hvísla fögur orð í eyru ókunnugs fólks?

Naked Ape 15:00-??
Listasýningaropnun, DJ Yamaho og Jack Schidt. Stuð og partý.

TM Húsið, Aðalstræti 12:00-20:00
Krakkarnir á útskriftarárinu í hönnun í LHÍ selja listaverk, boli og sálu sína (fyrir rétta upphæð). Hjálpið sveltandi hönnunarnemum.

Gallerí Auga Fyrir Auga, Hverfisgötu 35 15:00-??
Hirðljósmyndari fallega fólksins, Jói Kjartans opnar Sirkusár, sýningu sína um Sirkus. Ég hef séð og lofa mergjuðum myndum af Sirkusgestum í mis annarlegu ástandi.

Forynja Tryggvagötu 16 18:00-??
Sara Naktiapi opnar loksins nýju búðina sína. Ég segi í fullri einlægni og alvöru að þetta verður klikkaðslega mergjaðslega ofsageggjað. Sjáumst þar.

Nasa 18:30-??
Gus Gus verur með tvo tónleika. Einn klukkan hálfsjö þar sem er 20 ára HÁMARKSaldur, sem er mjög sniðugt og svo fullorðinssjóv um nóttina.


OK þetta er allt sem er eitthvað varið í. Allt annað er fúsk. Svo mæli ég með því að drulla sér heim uppúr miðnætti áður en bolirnir, úthverfapakkið og smábörnin herja á miðbæinn með tilheyrandi hávaða, fylleríi, slagsmálum, mölvi, gubbi, skemmdarverkum, kúki og fávitaskap. Ég nenni ekki að djamma þar sem er "Erill hjá Lögreglu". Veit einhver um partý?

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Hóst-hlæ

Ég sit aleinn, fárveikur, og stari á sólargeislana fyrir utan. Það eina sem kætir mig er internetsjónvarp.

Flight Of The Conchords eru mjög fyndnir þættir. Þeir eru um tvo Nýsjálenska gæja sem eru að reyna að meika það í tónlistarbransanum í New York. Steikt samtöl í bland við mígfyndin tónlistaratriði. Einsog blanda af Bottom og Mighty Boosh.

Hér eru þeir í dúndrandi Pet Shop Boys fíling:


Horfa á þættina hér.

sunnudagur, ágúst 12, 2007

osh!

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Lautinant Dan... mörk

Pælingar, hugboð, ofsýnir og villutrú í Lególandi

Það er gáfulegt fyrir flugfarþega að biðja sérstaklega um sæti eins framarlega og hægt er. Saga Class er ekki alltaf uppselt og þegar svo er þá eru öftustu sætin í klassinu notuð undir almenning. Maður er enn utan við ókeypiskampavínstjaldið, en maður fær samt að sitja í hægindastólunum. Ef það bregst, þá er bara málið að biðja um sæti við neyðarútganginn. Maður verður kannski troðinn undir ef vélin mætir skapara sínum, en þangað til fær maður í það minnsta legg-rými sem myndi rúma keilubraut.

Danir eru með sínar löööngu pulsur sem minna á rauð sippubönd, en þeir eru líka með einhver bjúgu-mutants sem ég asnaðist til að panta. Seðjandi og hómóerótískt.

Það er alveg ótrúlegt hvað börn nenna að hlaupa á veitingastöðum og kaffihúsum. Þau eru lafmóð, eldrauð og bullandi sveitt á algerri útopnu í einhverjum fansi sem minnir á Iron Man þolraunakeppnina. Eftir nokkra hringi í hindrunarhlaupinu koma þau argandi til foreldra sinna, bíta í eina frönsku og þeytast aftur af stað. Er ekki hægt að virkja þessa orku einhvernveginn? Það mætti taka þessi skrímsli, skella þeim á hlaupabretti í kjallaranum og láta þau knýja djúpsteikingarpottinn og peruna í Bannaðaðreykja skiltinu.

Hótelið var frægt á meðan ég var þarna. Einsog áður sagði pompaði kona á götuna með tilheyrandi forsíðufregnum og Eric Cantona pranglaði um á pungbindinu. Það bættist við að roadcrewið fyrir Rolling Stones gisti á hótelinu. Ég vildi nú heldur fá gamalmennin sjálf til að áreita frekar en rútufylli af sportsandöluðum gæjum með blaktandi baksviðspassa.

Já ég fór semsagt á Rolling Stones:

Toots & The Maytals hituðu upp.

Ég lærði bara grunnskóladönskuna og ekkert eftir það. Ég sé eftir að Andrésblöðin voru þýdd því allir sem eru eldri en ég tala reiprennandi dönsku og því sit ég eftir með tárin í augunum þegar það eru fyndnar auglýsingar á DR1 (amk litu þær út fyrir að vera fyndnar). Mér finnst danir segja "Legoland" í öðru hverju orði. Það er eitthvað við það orð sem hljómar einsog bulldanska. Prófið bara að segja Legoland (með dönskum hreim) nokkrum sinnum í röð. Volla, þú hljómar alveg einsog Per Jylland. Nema auðvitað ef allir í Danmörku segja í raun Legoland í öðru hverju orði. Það væri broslegt. Og obsessive.

Lúðaskapurinn verður vart meiri en þegar maður viðurkennir að hafa skemmt sér æðislega í Konunglega Jarðfræðisafninu. Það ég gerði og skammast mín ei. Þarna var 30 tonna loftsteinn utan út geimnum (hvaðan annarsstaðar), grjót sem lýsir í myrkri, hauskúpur, steingerfingar og menn með kuskugt skegg. Ég keypti mér fornan sæskrímslajaxl og hlunk af glópagulli, sem lítur út einsog bráðnuð diskókúla.

(Gestur opnar hurð á frekar lélegu veitingahúsi)
"Oj, þetta er ógeðslegasta klósett sem ég hef séð!"
-"Klósett? þetta er eldhúsið."

Að skilnaði er hér mynd af mér á Den Lille Apotek þar sem ég át frúkost með fjölskyldunni og teiknaði mynd af furðufuglunum fyrir utan. Þetta veitingahús var opnað 1720, geri aðrir betur.


föstudagur, ágúst 03, 2007

CPH News

Hér á hótelinu (á hæðinni okkar meiraðsegja) var harmleikur um daginn þegar kona sem var að reykja út um gluggann datt út og lét lífið. Það hefði svo sannarlega ekki drepið hana að fara bara út á stétt. Liðið á Ölstofunni ætti að nota þessa sögu til að sýna fram á skaðsemi reykingabannins.

En það eru líka góðar fréttir héðan. Hamleypan í takkaskónum, Eric Cantona, er að chilla á hótelinu. Hann er að taka þátt í einhverju góðgerðarstrandblakmóti í Tívolí. Hefur maðurinn ekkert annað og betra að gera, einsog að sparka í fólk eða eitthvað?

Það er fyndið að um leið og maður kemur til Köben breytist allt kerfið í Blogger í dönsku. Þar sem áður stóð Publish Post stendur núna Udgiv Indlæg. Spennandi.