Þamba og Samba
Sumarið verður vakið með offorsi á Organ í kvöld.
Einsog fram hefur komið í fjölmiðlum mun goðsögnin Maggi Kjartans flytja eyrnadjásnið 'Sólarsamba' í nýjum búning, enda lagið 20 ára gamalt í sumar. Auk Magga koma fram Skátar, Kimono, Swords of Chaos og Seabear. Einnig mun ykkar einlægur vera á staðnum til að spila sólarglætur inn á milli atriða og diskótekast fram á nótt eftir að MK hefur lokið sér af.
Mér skilst að Samba-Maggi muni vera með allsherjar hitabeltisstemmara og ausa kokteilum í fötuvís ofan í mannskapinn. Endilega mætið á Organ í kvöld með skitinn þúsundkall í hönd og breytum Reykjavík í Ríóvík.
Til að koma ykkur í pínu stuð er hérna lag með íslandsvonbiðlinum Paul Simon. Lagið er ekki bara sjúklega sumarlegt heldur er Chevy Chase líka í vídjóinu. Nostalgían knésetur mig þegar eg horfi á þetta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home