Þríeykið
Mér finnst það boring að það eru bara þrír menn sem sjá um að auglýsa hluti hér á landi: Jón Gnarr, Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann Sigfússon. Er enginn að fá neitt leið á því að sjá þessa gæja koma með enn aðra sketsaherferðina? Ég veit að ÉG er kominn með nóg. Ég hef t.d. ekki ennþá nennt að horfa á nýju Vodafone auglýsingarnar til enda. Ég er bara kominn með leið á því að sjá andlit þessara manna. Þeir hafa algjörlega einokað skjái, skilti og síður undanfarinn áratug. Ég vil frið!
Ég segi að við fáum fjórða gæjann inn: Gas-Mennið. Hann gæti staðið við tóman bakgrunn, haldið á vörunni í myndavélina og öskrað hvað hún er. Til dæmis Happdrætti "DAS! DAS! DAS! DAS!" ...Nú eða eitthvað frá Ikea: "GLAS! GLAS! GLAS! GLAS!" Fólk yrði sjokkerað í að hlýða. Einfalt en virkar.
Auðvitað mega auglýsingar vera fyndnar og alveg absúrd grín og léttir strengir, en hleypið bara öðrum að. Burt með þríeykið.
Og eitt annað: Skets er ekki auglýsing. Það dugar ekki að láta bara Steina Fyndna búa til "karakter" (Steini á bara einn karakter) og láta hann svo "djóka" (Steini á bara einn djók) og setja svo lógó aftast. Ef við myndum velja fimm Steina-auglýsingar af handahófi og svissa lógóunum þá myndi enginn sjá neinn mun. Auglýsingin á að vera beintengd vörunni annars gæti hún alveg eins verið atriði í Fóstbræðrum (Auðvitað eru Fóstbræður löngu grafrændir af markaðsfólki (oftast Fóstbræðurnir sjálfir sem skrifa auglýsingarnar í þokkabót)).
Dæmi um auglýsingar sem voru fyndnar, tengdust vörunni og voru ekki með Fóstbræðrum: Gömlu 'Best í heimi' frá Thule ("No problem for John Boblem" osfv).
Af hverju í ósköpunum var Helgi Persónulegi Trúbadorinn að auglýsa fótboltagetraunir!? Æææhhjj, Ég finn að pirringurinn er að koma upp og ég gæti rövlað um þetta í marga daga þannig að...
Niðurstaða:
Sketsar eiga heima í sketsaþáttum, Fóstbræður eiga heima í gröfinni og þríeykið á heima uppí sumarbústað í smá hvíldarpásu.
Ég segi að við fáum fjórða gæjann inn: Gas-Mennið. Hann gæti staðið við tóman bakgrunn, haldið á vörunni í myndavélina og öskrað hvað hún er. Til dæmis Happdrætti "DAS! DAS! DAS! DAS!" ...Nú eða eitthvað frá Ikea: "GLAS! GLAS! GLAS! GLAS!" Fólk yrði sjokkerað í að hlýða. Einfalt en virkar.
Auðvitað mega auglýsingar vera fyndnar og alveg absúrd grín og léttir strengir, en hleypið bara öðrum að. Burt með þríeykið.
Og eitt annað: Skets er ekki auglýsing. Það dugar ekki að láta bara Steina Fyndna búa til "karakter" (Steini á bara einn karakter) og láta hann svo "djóka" (Steini á bara einn djók) og setja svo lógó aftast. Ef við myndum velja fimm Steina-auglýsingar af handahófi og svissa lógóunum þá myndi enginn sjá neinn mun. Auglýsingin á að vera beintengd vörunni annars gæti hún alveg eins verið atriði í Fóstbræðrum (Auðvitað eru Fóstbræður löngu grafrændir af markaðsfólki (oftast Fóstbræðurnir sjálfir sem skrifa auglýsingarnar í þokkabót)).
Dæmi um auglýsingar sem voru fyndnar, tengdust vörunni og voru ekki með Fóstbræðrum: Gömlu 'Best í heimi' frá Thule ("No problem for John Boblem" osfv).
Af hverju í ósköpunum var Helgi Persónulegi Trúbadorinn að auglýsa fótboltagetraunir!? Æææhhjj, Ég finn að pirringurinn er að koma upp og ég gæti rövlað um þetta í marga daga þannig að...
Niðurstaða:
Sketsar eiga heima í sketsaþáttum, Fóstbræður eiga heima í gröfinni og þríeykið á heima uppí sumarbústað í smá hvíldarpásu.
7 Comments:
Hvaða vitleysa. Og hvaða auglýsingum hefur Þorsteinn verið í nýlega eiginlega? Er ég að missa af einhverju? Reyndar sammála með nýjustu herferðina með Pétri, Vódafón. Hún er aðallega misheppnuð af því hún er bara alls ekkert sniðug né fyndin. Óverkill.
Steini var í Nova auglýsingunum seinast held ég. Hann er reyndar í góðu fríi á Svalbarða þessa dagana og stendur sig bara ágætlega þar verð ég að segja.
nei mér finnst svalbarði ógeðslega leiðinlegur þáttur og vandræðalegur og erfitt að horfa á. "hvað á þetta að þýða?" konan er samt frábær.
Já, viðtölin eru svolítið agaleg stundum, en slíkt lærist bara. Innslögin eru besti parturinn. Hvað á þetta að þýða?
gildir ekki það sama um skemmtiþætti og auglýsingar? t.d. var ég ekki ennþá búín að ná mér eftir rottvæler geðveikina þegar erpur birtist í laugardagslögunum. íslendingar eiga eitt og annað ólært hvað varðar overexposure.
(hint, hint - sprengjuhöllin)
Ég er hressilega sammála þér Bobby. Þorsteinn Guðmundsson tók námsmannaherferð Kaupþings tvisvar eða þrisvar í röð. Það er allt allt of mikið. Og Jón Gnarr, ætla ekki einu sinni að fara út í hans afrek.
Heyr heyr.
Jói
ég var einmitt að hugsa þetta þegar ég sá Pétur jóhann í auglýsingu...Hvernig væri að pikka upp eitthverja nýja,fyndna,nýútskrifaða menntaskólakrakka og gefa þeim kyndilinn.? Hvað varð um þarna freka. fermingarstrákinn í bankaauglýsingunum. ?
Svalbarði er fín. Ágústa heldur þessu samt uppi. kannski ættu þau að svissa hluverkum í þættinum?
Skrifa ummæli
<< Home