Haha
Ég er nútímamenni og nota því alloft texta-samskiptaforrit einsog MSN.
Mín reynsla er sú að í svona 90% tilvika sem ég skrifa "haha" í samtölum þá er ég ekkert að hlæja í alvörunni. Svona hljóðlaus hlátur.
Mest kemur þetta í ljós þegar við Jónína tölum saman á MSN á milli herbergja heima. Við erum bæði að skrifa HAHA í gríð og erg en ekki heyrist múkk í okkur. Textinn sýnir orgurhlátur en andlitin sýna steinrunnar styttur.
Haha.
Mín reynsla er sú að í svona 90% tilvika sem ég skrifa "haha" í samtölum þá er ég ekkert að hlæja í alvörunni. Svona hljóðlaus hlátur.
Mest kemur þetta í ljós þegar við Jónína tölum saman á MSN á milli herbergja heima. Við erum bæði að skrifa HAHA í gríð og erg en ekki heyrist múkk í okkur. Textinn sýnir orgurhlátur en andlitin sýna steinrunnar styttur.
Haha.
4 Comments:
hmmm...Kanski er þetta ástæðan fyrir því að hellingur af fólki í kringum mig er farin að skrifa FLISS!
haha
xx
hildur Y
Haha, en fyndin færsla.
Ég var einusinni að tala við vinkonu á MSN og hún var með webcam. Svo skrifaði hún "hahahahahah" og ég horfði á andlitið á henni eins bored og hugsast getur. Eftir það hef ég aldrei treyst hahöum.
ég skrifa hehe ef það er svona rétt broslegt, haha ef það er aðeins meira en broslegt og hahahaha ef ég hlæ upphátt
-Anonímaus
Hæ, ég líka.
Lóa
Skrifa ummæli
<< Home