Grandmaster Anonimous
Mér sýnist það vera sífellt auðveldara að fá nafnbótina meistari.
"Meissstari Megas mun syngja Passíusálmana"
"Ég hringdi bara í Meissstara Múgison og fékk hann til að semja lag"
"Loksins kemur Meissstari Bubbi einn fram með kassagítarinn"
Svo var Bubbi kallaður 'meistari' OG 'kóngur' í einni og sömu málsgreinni í FBL í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort ég myndi gefa Bubba sveinspróf.
Þegar ég verð ríkur og valdamikill væri ég til í að vera kallaður eitthvað annað en meistari, það virðast vera alltof margir um hituna þar. Ég væri til í að stjörnueygðir blaðamenn kölluðu mig Dúndurprins, Framkvæmdakappa eða Risagreifa.
"Meissstari Megas mun syngja Passíusálmana"
"Ég hringdi bara í Meissstara Múgison og fékk hann til að semja lag"
"Loksins kemur Meissstari Bubbi einn fram með kassagítarinn"
Svo var Bubbi kallaður 'meistari' OG 'kóngur' í einni og sömu málsgreinni í FBL í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort ég myndi gefa Bubba sveinspróf.
Þegar ég verð ríkur og valdamikill væri ég til í að vera kallaður eitthvað annað en meistari, það virðast vera alltof margir um hituna þar. Ég væri til í að stjörnueygðir blaðamenn kölluðu mig Dúndurprins, Framkvæmdakappa eða Risagreifa.
2 Comments:
þú ert dúndurprinsinn minn .. það hef ég alltaf sagt gullið mitt ;)
dd
Einmitt! Þetta finnst mér líka. "Meistari" er eiginlega plebbalegt skammaryrði sbr. Júdasinn hans Jóns Gnarrs.
kv, dr. Gunni
Skrifa ummæli
<< Home