<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





þriðjudagur, maí 06, 2008

Innsláttuvél

Ég er alltaf að gera tvær mismunandi innsláttarvillur á tölvunni.

Önnur þeirra er sú að ég virðist afar sjaldan geta gert tvö "N" í röð. Týpísk lína hjá mér, áður en hún færi í gegnum leiðréttingarforritið mitt (augun mín), væri þá svona: "Han sýnir svo sanarlega enga miskun þegar han gerir insláttarvillur."

Oftast sé ég svona rugl, bölva ólæsum fingrunum mínum, laga vitleysuna og held svo áfram að blaðri-pikka. Refsa svo puttunum seinna, með því að dýfa þeim í bráðnað plast. Stundum sé ég þetta ekki. Þá lít ég út einsog ólæs vélsleðadurgur.

En N-vitleysan er bara pirrandi. HIN innsláttarvillan mín er hinsvegar skemmtileg og fyndin:

Ég skrifa aldrei "MAÐUR" heldur "MAUR".

Aleinn í þögn sit ég og skrifa á blogg og á spjall og flissa með sjálfum mér þegar Maurinn kemur við sögu:

"Getur maur convertað í MP3?"
"Þetta myndi maur aldrei gera við vínylplötu"
"Eftirlýstur maur handtekinn"
"Maur féll 3 metra niður á steingólf"
"Svona fullnýtir maur lestarkerfið"
"MAUR DAGSINS!"
"Einstakur listamaur"
"Réttur maur í rétt starf"
"Götulistamaur"
"Af hverju gengur maur ekki á vegg þegar maur gengur í svefni?"

FLISS!

Ég segi bara HVER ER ÞESSI MAUR og það eru naumast ævintýrin sem hann lendir í!

3 Comments:

Blogger Jonina de la Rosa said...

ert þú maurinn minn??

12:52 f.h.  
Blogger d-unit said...

ég skrifa alltaf:

í ruan en ekki í raun .. eins og ég hafi verið í einhverju obskjúr Afríkulandi sem heitir Ruan ..

og ég skrifa alltaf berling en ekki Berlin .. ???

mjög oft skrifa ég maur líka

dd

2:37 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

J-
Ég er maurinn þinn. Enda ertu alltaf að brenna mig með stækkunargleri.

D-
Förum til Ruan. Haha.

11:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home