"It tastes like burning!"
Ég vildi óska þess að Nancy Cartwright væri mamma mín. Nei OK, ekki mamma mín, en kannski frænka mín. Eða jafnvel bara bundin í horninu og skipað að tala einsog Ralph í hvert skipti sem ég geng inní herbergið.
Fólk einsog hún eru svo heppin að geta gert hörðustu böðla að skríkjandi smábörnum. Þúst, hún segir bara "fyrirgefðu, en klósettpappírinn er búinn" og maður er alveg "Fokking RALPH!" og mígur í sig af gleði.
Anyway, Hér er hún í viðtali að taka Bart, Nelson, Rod&Tod og Ralph:
Billy West er líka ALGJÖR hetja í mínum augum. Hann talaði fyrir Ren & Stimpy og næstum alla í Futurama. Hér er hann að láta bjána hlæja (vildað ég væri þeir) með því að taka Futurama raddir, en hér er hann í viðtali í meiri Ren & Stimpy fíling.
Einn annar sem er æði er Maurice Lamarche. Hann talar fyrir The Brain (í Pinky & the Brain), Kif, Morbo og Calculon í Futurama og líka Inspector Gadget (muniði?). Hér tekur hann fullt af röddum. Hann gerir líka bestu Orson Welles rödd í heimi. Hér sýnir hann það (lélegt klipp en anyway).
Ég fann ekkert gott á Jútúp af Tress MacNeille en hún er meiriháttar engu að síður. Hún er m.a. Agnes Skinner, Dolph og Lindsay Naegle í Simpsons og Mom (og fullt af öðrum) í Futurama. Hún er líka dugleg að gera krakkaraddir og því má oft sjá hana í barnaefni. Það er gull að hlusta á kommentary á Futurama-DVD þegar hún er með.
Eh, ég er reyndar alls enginn Family Guy aðdáandi, en hér má sjá það lið taka upp þátt. Fyrir þá sem kunna að meta þannig.
En sko, HEIMSMEISTARINN er auðvitað Mel Blanc. Hann var ALLIR í Looney Tunes og líka Barney í Flintstones. Hann tekur alla hina gæjana og prumpar á þá.
PS
Hér eru allir í Simpsons.
Fólk einsog hún eru svo heppin að geta gert hörðustu böðla að skríkjandi smábörnum. Þúst, hún segir bara "fyrirgefðu, en klósettpappírinn er búinn" og maður er alveg "Fokking RALPH!" og mígur í sig af gleði.
Anyway, Hér er hún í viðtali að taka Bart, Nelson, Rod&Tod og Ralph:
Billy West er líka ALGJÖR hetja í mínum augum. Hann talaði fyrir Ren & Stimpy og næstum alla í Futurama. Hér er hann að láta bjána hlæja (vildað ég væri þeir) með því að taka Futurama raddir, en hér er hann í viðtali í meiri Ren & Stimpy fíling.
Einn annar sem er æði er Maurice Lamarche. Hann talar fyrir The Brain (í Pinky & the Brain), Kif, Morbo og Calculon í Futurama og líka Inspector Gadget (muniði?). Hér tekur hann fullt af röddum. Hann gerir líka bestu Orson Welles rödd í heimi. Hér sýnir hann það (lélegt klipp en anyway).
Ég fann ekkert gott á Jútúp af Tress MacNeille en hún er meiriháttar engu að síður. Hún er m.a. Agnes Skinner, Dolph og Lindsay Naegle í Simpsons og Mom (og fullt af öðrum) í Futurama. Hún er líka dugleg að gera krakkaraddir og því má oft sjá hana í barnaefni. Það er gull að hlusta á kommentary á Futurama-DVD þegar hún er með.
Eh, ég er reyndar alls enginn Family Guy aðdáandi, en hér má sjá það lið taka upp þátt. Fyrir þá sem kunna að meta þannig.
En sko, HEIMSMEISTARINN er auðvitað Mel Blanc. Hann var ALLIR í Looney Tunes og líka Barney í Flintstones. Hann tekur alla hina gæjana og prumpar á þá.
PS
Hér eru allir í Simpsons.
1 Comments:
...please where can I buy a unicorn?
Skrifa ummæli
<< Home