Updeit
Öff, er lagstur í flensupestarkvef og er þar á heimavelli. Ég ætti frekar að láta vita hvenær ég er *ekki* veikur. Ég get amk bókað það hjá mér með svellkaldri nákvæmni að detta í pestarstorm við hver árstíðarskipti. En þið vitið hvað þeir segja um kvefara: Það er ekki stærðin á tissjúinu, heldur hvernig maður snýtir sér í það. Djók. Hvað með, Eitt snýt í grisju er betra en tvö í lófa. Eh ég gefst upp.
Einmitt núna er ég á beinverkja-og-syfjaður tímanum. Þetta mun svo breytast í nasakvef eftir dag eða svo og þá er það tissjúbónansa. Ég kalla það reyndar sjaldnast tissjú, heldur Húsbréf nú eða Eyðublað. "Réttu mér eyðublað elskan, mér er mál að snýta mér".
Þegar ég er kvefaður og utandyra þá stunda ég það að ýta á aðra nösina að utanverðu til að loka henni og blæs síðan snýtinu útum hina. Þetta kallast 'bóndavasaklútur' og ku vera ógeðfellt en ég blæs á þann rógburð. Fyrr myndi ég snýta mér á gangstéttina hundrað sinnum frekar en að láta gossa einu sinni í eyðublað sem ég sting svo í vasann. Ojj. Og vasaklútar? brr pant ekki þvo þá martraðarpjötlu.
Einmitt núna er ég á beinverkja-og-syfjaður tímanum. Þetta mun svo breytast í nasakvef eftir dag eða svo og þá er það tissjúbónansa. Ég kalla það reyndar sjaldnast tissjú, heldur Húsbréf nú eða Eyðublað. "Réttu mér eyðublað elskan, mér er mál að snýta mér".
Þegar ég er kvefaður og utandyra þá stunda ég það að ýta á aðra nösina að utanverðu til að loka henni og blæs síðan snýtinu útum hina. Þetta kallast 'bóndavasaklútur' og ku vera ógeðfellt en ég blæs á þann rógburð. Fyrr myndi ég snýta mér á gangstéttina hundrað sinnum frekar en að láta gossa einu sinni í eyðublað sem ég sting svo í vasann. Ojj. Og vasaklútar? brr pant ekki þvo þá martraðarpjötlu.
2 Comments:
ég er með þér bobby...
alveg hreint ófyndin og búin að slá íslandsmet í inflúensu. Og ég held að ég hafi skallað botninn í ó-aðlaðandi útliti líka.
EN!
sería 1 af mad men var að detta í hús.
Vona að hún geti bjargað mér.
Það mun hún gera! Mad Men laga allt! Sería 2 er einmitt að bjarga mér.
Skrifa ummæli
<< Home