Anthony Federov!
Föstudagur:
Útgáfupartý Vamm á Pravda-
Þegar það er frítt bús þá endar kvöldið sjaldnast eins skemmtilega og maður ætlaði í fyrstu. Útgáfupartýið okkar á Vamm var einmitt með ókeypis áfengi. Annars vegar bjór í litlum glösum og hins vegar landi í bleiku Soda-stream sýrópi (einhverskonar toxic bolla sem ég hélt mig frá). Músíkin var í höndum okkar Svenna.
Hot Chip-
Þessir hressu lúðar eyddu öllu púðrinu á fyrstu tíu mínútunum með því að spila öll bestu/vinsælustu lögin í röð. Eftir að hafa fengið nóg af því að hrista mig í takt við lög sem ég nennti ekki að hlusta á gafst ég upp fyrir bakkusi og pillaði mig heim. Sofnaði ofan á pizzu í geðveikt fúlu skapi yfir einhverju sem ég man engan veginn eftir hvað var. Örugglega að enginn skilur mig eða eitthvað álíka.
Laugardagur:
Kolaportið-
ekkert þar.
The Doors-
Vinir Hörpu, Guðný og Hlynur komu og við þömbuðum kveikjarabensín og horfðum á kvikmyndina um The Doors á Rúv. Það minnir mig á sögu sem ég heyrði um gaur á Selfossi sem ætlaði að fá sér Jim Morrison húðflúr. Hann kom með hina frægu mynd af kappanum berum að ofan að teygja hendurnar og fékk hana blekaða á sig. Það var ekki fyrr en fólk fór að hlæja að honum á götunni að hann gerði sér grein fyrir því að hann var í raun með stórt tattú af Val Kilmer í hlutverki Morrison fast á sér fyrir elífð.
Deep inside Paul Oscar-
Við vorum einmitt í hörku Val Kilmer fílíng þegar við óðum öskrandi vindinn í partý til Páls Óskars (ekki spyrja). Klukkan var reyndar orðin 3 þegar við mættum, enda var komið við í öðru partýi á leiðinni. Palli var að henda öllum út, það var bara tími til að stela áfengi og pilla sér út.
Kaffibarinn-
Þar var rosa skrall þangað til "Fuck the pain away" var sett í gang. Fór heim.
Útgáfupartý Vamm á Pravda-
Þegar það er frítt bús þá endar kvöldið sjaldnast eins skemmtilega og maður ætlaði í fyrstu. Útgáfupartýið okkar á Vamm var einmitt með ókeypis áfengi. Annars vegar bjór í litlum glösum og hins vegar landi í bleiku Soda-stream sýrópi (einhverskonar toxic bolla sem ég hélt mig frá). Músíkin var í höndum okkar Svenna.
Hot Chip-
Þessir hressu lúðar eyddu öllu púðrinu á fyrstu tíu mínútunum með því að spila öll bestu/vinsælustu lögin í röð. Eftir að hafa fengið nóg af því að hrista mig í takt við lög sem ég nennti ekki að hlusta á gafst ég upp fyrir bakkusi og pillaði mig heim. Sofnaði ofan á pizzu í geðveikt fúlu skapi yfir einhverju sem ég man engan veginn eftir hvað var. Örugglega að enginn skilur mig eða eitthvað álíka.
Laugardagur:
Kolaportið-
ekkert þar.
The Doors-
Vinir Hörpu, Guðný og Hlynur komu og við þömbuðum kveikjarabensín og horfðum á kvikmyndina um The Doors á Rúv. Það minnir mig á sögu sem ég heyrði um gaur á Selfossi sem ætlaði að fá sér Jim Morrison húðflúr. Hann kom með hina frægu mynd af kappanum berum að ofan að teygja hendurnar og fékk hana blekaða á sig. Það var ekki fyrr en fólk fór að hlæja að honum á götunni að hann gerði sér grein fyrir því að hann var í raun með stórt tattú af Val Kilmer í hlutverki Morrison fast á sér fyrir elífð.
Deep inside Paul Oscar-
Við vorum einmitt í hörku Val Kilmer fílíng þegar við óðum öskrandi vindinn í partý til Páls Óskars (ekki spyrja). Klukkan var reyndar orðin 3 þegar við mættum, enda var komið við í öðru partýi á leiðinni. Palli var að henda öllum út, það var bara tími til að stela áfengi og pilla sér út.
Kaffibarinn-
Þar var rosa skrall þangað til "Fuck the pain away" var sett í gang. Fór heim.
1 Comments:
Fýlupúki.
Skrifa ummæli
<< Home