<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, maí 05, 2005

Woo-Hoo!!

Scott Savol var loksins rekinn úr Idol! Já einmitt, drullaðu þér bara heim, þarna konuberjandi feitabollan þín. Ekki láta hurðina skellast á rassgatið á þér á leiðinni út. Bææ-bææ.

Og það er bara eins gott að Anthony Fedorov verði næstur.

Annars er það að frétta af lokaverkinu mínu að það er allt að verða til, og ég er búinn að líma upp merkin og allt tilheyrandi. Það er mikið líf og fjör niðri á Kjarvalsstöðum þessa stundina, þar sem 150 útskriftarnemendur Listaháskólans eru að setja upp verkin sín. Stressið er að mestu horfið úr mér og tilhlökkunin við að klára loksins skólann tekin við.

Ég vil minna ykkur öll á að mæta á opnun útskriftarsýningarinnar sem verður á Kjarvalsstöðum laugardaginn næstkomandi (7. maí). Húsið opnar fyrir gesti klukkan 14 en opnunin er til 17. Svo verður sýningin opin út maímánuð á opnunartíma safnsins.

Ég hef lítinn tíma til að bloggarast, þannig að ég skil við ykkur með þessum skammti af nostalgíu:

Action Force, mar! ég átti alla kallana! Mikið vildi ég eiga þá alla enn, þá væri sko leikið með kallana sína á hverjum degi!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ójá!!! ég átti nú ekki marga en þessi græni þarna var alltaf minn uppáhalds.

5:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home