föstudagur, september 30, 2005
fimmtudagur, september 29, 2005
Fáskrúðsfjörður: nokkur bráðabyrgahreysi í miðju strjálendi íslensku túndrunnar. Þar sem menn eru menn og konur eru líka menn. Aðeins hinir sterkustu sjá dagsins ljós á ný. Hinum veiku er refsað grimmilega af vægðarlausum náttúruöflunum. Með tiltölulegan eldmóð í hjarta og frosið hor í skegginu vaða veiðimennirnir slabbið í leit að einhverju ætilegu. Rjúpugrey, mink eða máski ísbjarnarhún, sem hefur villst af leið. Ættbálkurinn bíður. Þau halda öll í vonina að veiðimennirnir færi þeim eitthvað ætilegt til að seðja hungrið sem sækir svo á þau. Þeir þurrka hrímið af spjótunum sínum.
miðvikudagur, september 28, 2005
Mýturnar Böstaðar!
Mikið þykir mér vænt um Jamie og Adam, betur þekktir sem The Mythbusters. Þeir eiga heima á Discovery Channel (uppáhalds stöðinni minni) og þeirra starf er að sanna eða afsanna allskyns goðsagnir sem allir trúa án sannanna.
Sem dæmi:
Deyr maður ef maður málar allan líkamann? NEI!
Deyr maður af því að míga á lestarteina? NEI!
Færðu frekar eldingu í þig ef þú ert með pinna í tungunni? NEI!
Er hægt að gabba áfengismælirinn hjá löggunni? NEI!
Getur þú rólað allan hringinn? NEI!
Er ekki hægt að skjóta þig ef þú stekkur í nógu djúpt vatn? JÁ!
Svo eru það allskyns lítt þekktari mýtur sem eru í raun bara afsökun til að sprengja og eyðileggja hluti.
Allt í allt: Gaman gaman. Húrra húrra. Bæ-bæ.
Sem dæmi:
Deyr maður ef maður málar allan líkamann? NEI!
Deyr maður af því að míga á lestarteina? NEI!
Færðu frekar eldingu í þig ef þú ert með pinna í tungunni? NEI!
Er hægt að gabba áfengismælirinn hjá löggunni? NEI!
Getur þú rólað allan hringinn? NEI!
Er ekki hægt að skjóta þig ef þú stekkur í nógu djúpt vatn? JÁ!
Svo eru það allskyns lítt þekktari mýtur sem eru í raun bara afsökun til að sprengja og eyðileggja hluti.
Allt í allt: Gaman gaman. Húrra húrra. Bæ-bæ.
föstudagur, september 23, 2005
Klukk
Jæja ég var klukkaður af honum Halla. Hér eru mín fimm atriði:
1. Ég er haldinn alvarlegri celeb-slúður-fíkn. Ég veit allt um Ashley og Mary-Kate, Lindsay, Ashley S. og Brett Ratner.
2. Ég hata þegar fólk kveikir sér í sígarettu með kertum. Sérstaklega þegar það slökknar á kertinu. Þá er ég alveg, "Hey, það dó sjómaður útaf þér!!"
3. Majónes gerir allt betra (LÉTT-majones, það er).
4. Oft sé ég myndina á undan bókinni. Þegar ég vil lesa bókina þá finnst mér það ergjandi að þurfa að kaupa bók sem er með bíómyndaplakati framan á.
5. Ég elska Fleetwood Mac.
Ég klukka Óðinsgötuna, Jónínu og Svenna (farðu að blogga þanna).
1. Ég er haldinn alvarlegri celeb-slúður-fíkn. Ég veit allt um Ashley og Mary-Kate, Lindsay, Ashley S. og Brett Ratner.
2. Ég hata þegar fólk kveikir sér í sígarettu með kertum. Sérstaklega þegar það slökknar á kertinu. Þá er ég alveg, "Hey, það dó sjómaður útaf þér!!"
3. Majónes gerir allt betra (LÉTT-majones, það er).
4. Oft sé ég myndina á undan bókinni. Þegar ég vil lesa bókina þá finnst mér það ergjandi að þurfa að kaupa bók sem er með bíómyndaplakati framan á.
5. Ég elska Fleetwood Mac.
Ég klukka Óðinsgötuna, Jónínu og Svenna (farðu að blogga þanna).
fimmtudagur, september 22, 2005
Hver hefði trúað þessu! Einhver viðloðinn tískuheiminn notar kókaín!
H&M, Chanel og Burberry hafa öll rekið Kate Moss fyrir að fengið sér línu (eða tuttugu) af kóki. Mér fannst þetta fyndið í fyrstu (hálfviti er hún að vera að þessu á almannafæri) en kom the fuck on! Hvaða djöfulsins hræsni er þetta! Eruð þið að segja mér að Karl Lagerfeld (aðal hönnuður Chanel) sé ekki í BLIZZARD OF COKE ALLAN DAGINN!? Og allt þetta tískulið.
Maður bara vorkennir Kate næstum því. Nei djók hún er fífl.
Maður bara vorkennir Kate næstum því. Nei djók hún er fífl.
miðvikudagur, september 21, 2005
COP ON THE EDGE PART 4:
THE PRECINCT
Lögreglustöðin er hvít bygging á götuhorni í miðborg Los Angeles. Glæsileg bygging, og samt eins og einhver hafi gubbað yfir hana. Ég var fullur það kvöld. Við Lloyd leggjum í hlað í stæði sem er sérmerkt merktum lögreglubílum. Hinir einkennisklæddu eru með einhvern kjaft. Hvað þykjast þeir vita? Þessi börn kunna ekki að leysa mál önnur en þau sem tengjast umferðarteppum. Ég hendi sígarettunni minni ofan í kaffibolla eins einkennisklædds. Auli.
Að koma inn í stöðina er eins og að stíga inn á vígvöll. Reykjarmökkurinn er blindandi. Einu sinni voru flísarnar á gólfinu svartar og hvítar, en núna eru þær bara svartar. Hérna gerast hlutirnir. Griðarland riddaranna með gyllta skjöldinn. Við erum stoltir. Áfengissjúklingar, en stoltir. Þessir menn eru eins og ég. Allir í krumpuðum skyrtum með ermarnar brettar upp. Yfirvaraskegg og axlabönd eru okkar einkennisbúningur. Þeir heilsa mér þegar ég geng niður ganginn. Við köstum blótsyrðum og vinalegum móðgunum hvor á annann. Stel kleinuhring af Wilkowsky og bít í hann. "Ég bjargaði þér frá hjartaáfalli, keppur gamli!" -"Þú ert óforskammaður, Jack Reed! Óforskammaður!", svarar Wilkowsky og hlær. Keppur gamli. Skrifborðin eru úr tré og skýrsluhrúgunum er staflað hátt á hverju borði. Símar hringja og ritvélar klingja. Tónlist í mínum erum. Hér eru báðar tegundir af glæpamönnum í haldi: myndarlegar hórur í þröngum, litríkum fötum sem eru leiddar niður ganginn í handjárnum, og órakaðir, sveittir skíthælar með gaddagrifflur. Einn þeirra situr letilega í stólnum á meðan Rodriquez reynir að taka af honum skýrslu. "Svaraðu mér, úrþvætti!" Öskrar Rodriquez á hann og slær olnboganum á honum af borðinu svo hann dettur næstum í gólfið. Góður, Rodriquez! Svona á að fara með þá!
Tveir einkennisklæddir eru að leiða leðurklæddan mann í handjárnum niður ganginn. Skyndilega rífur hann sig lausan og slær löggurnar niður. Allt fer í uppnám. Glæpamaðurinn gerir sig líklegan til að leggja á flótta en ég kem aftan að honum og ber hann í gólfið. Hann er dreginn dasaður í burtu og ég held áfram niður ganginn. Lloyd, hinn aulalegi félagi minn eltir mig. Skyndilega stingur Lawrence Towers, lautinant, höfðinu út úr skrifstofunni sinni og öskrar á okkur. "Reed! Doggett! Komið rössunum ykkar hingað inn í snatri!"
Lautinantinn er svartur og með yfirvaraskegg. Hann er ávallt stressaður og öskrar meira en góðu hófi gegnir. Hann á það líka til að skella hurðinni sinni svo að glugginn á henni brotnar. "Piltar, ég hef fréttir að færa. Nú fyrir stundu var gerð árás á landareign Sanso Salabasar. Salabasar og allir hans menn voru þurrkaðir út." -"Þetta var aftaka. Atvinnumenn þarna á ferð." Segir aðstoðarmaður lautinantsins, Williams. feitlaginn maður með gleraugu. "Nú þegar Salabasar er fallinn, er markaðurinn galopinn fyrir hvern sem er!"
Ég veit strax hver var þarna á ferð. Zevallos! Aðeins hann hefur getuna og hreðjarnar til að reyna svona lagað. Ég rifja upp kvöldið örlagaríka. Hjartsláttruinn eykst. Blóðið flæðir... "Jack, er allt í lagi?" spyr Lloyd. Ég hrekk við og ranka við mér. Þegiðu auli. Lautinantinn heldur áfram. "Lítið á þetta, Fredericksen málið má bíða. En farið eftir bókinni í þetta sinn. Ég mun ekki borga annan reikning eins og síðast. Borgarstjórinn er að anda nógu þétt niður í hálsmálið mitt eins og er!"
Við Doggett þrömmum út á götu. Sólin er ekki eins skær. Það er að verða skýjað. Ég mundi trú því að það muni rigna bráðlega. Það er kominn tími til að heimsækja slefberann minn. Ég lít á Doggett. Hann hefur ekki hugmynd um hvað er í vændum. Zevallos, þú munt gjalda fyrir að taka Sandy frá mér.
Heilablóðföllin
Hve hinir máttugu hafa fallið. Fyrst koma Franz Ferdinand með alveg hreint voveiflega lélega plötu og núna hafa The Strokes pungað út einum andvana.
Hvaða stefna er þetta hjá þeim? Þetta minnir á Faith No More eða Terrorvision eða eitthvað.
The Strokes - Juicebox
Hvaða stefna er þetta hjá þeim? Þetta minnir á Faith No More eða Terrorvision eða eitthvað.
The Strokes - Juicebox
þriðjudagur, september 20, 2005
Glacial!!
Ég mundi hata að vera í hljómsveit sem fær svona dóma...
'sounds as boots trudging over snow-covered tundra.'
'leading lights from the land of the aurora borealis'
'elfin masterpiece'
'covered in ice and volcanoes'
'Ice Age balladry'
'ethereal mysterious icy glacial Nordic offering'
'icy ethereal neverland of mysterious Nordic vocals and glacial guitars'
'Iceland's coolest sons have shattered their glacial reserve.'
'effortlessly make music that is massive, glacial, and sparse'
'beautifully glacial'
...Að sama skapi hata ég blaðamenn sem spúa úr sér klisjum.
'sounds as boots trudging over snow-covered tundra.'
'leading lights from the land of the aurora borealis'
'elfin masterpiece'
'covered in ice and volcanoes'
'Ice Age balladry'
'ethereal mysterious icy glacial Nordic offering'
'icy ethereal neverland of mysterious Nordic vocals and glacial guitars'
'Iceland's coolest sons have shattered their glacial reserve.'
'effortlessly make music that is massive, glacial, and sparse'
'beautifully glacial'
...Að sama skapi hata ég blaðamenn sem spúa úr sér klisjum.
Au Currant (Tranquil et Amoureuse Edition)
Un
Gary Higgins - Looking for June
Saga Gary Higgins er bæði átakanleg og athyglisverð. Hann var rauðhært blómabarn sem söng og spilaði á gítar. Soldið líkur trommaranum í Hjálmum. Einn daginn var hann handtekinn fyrir að eiga einhvern smá mola af hassi á sér. Hann sá fram á langa dvöl í dýflissu og því dreif hann sig að taka upp lögin sín ef skildi vera að hann dræpist úr elli í steininum. Platan hét 'Red Hash' og kom út 1973. Hún seldist ekkert og hvarf nær samstundis. Sem betur fer slapp hann úr prísundinni nokkrum árum seinna og hefur lifað sem einsetumaður síðan þá. En platan var nýverið uppgvötuð af einhverjum grúskurum. Hún var endurútgefin og er alveg fantafín. Gömlu eintökin eru að seljast á hundruði dollara á ebay.
Deux
El Capitan - Metronome
Ég hélt fyrst að þau væru einhver djókhljómsveit. Ég sá mynd af þeim í umfjöllun í NME, og þar klæddu þau sig eins og Electric Six að leika Kókaínbaróna. Ég forðaðist þetta band alveg heillengi út af þessari mynd. Þetta sýnir bara að hljómsveitir verða að klæða sig eins og tónlsitin sem þær flytja. Án djóks. Ef Hjálmar væru til fara eins og Donald Trump þá væri enginn að hlusta á þá.
Trois
Devendra Banhart - Now that I Know
Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit.
Ég hef alltaf sagst hata hann.
Ég geri það enn.
Smá.
Quatre
Jethro Tull - Look into the Sun
'Tull voru góðir í sixtís. Það var ekki fyrr en með Aqualung sem þeir urðu að voveiflegum prog-dröngum. Þannig að það má segja að þetta sé Pre-Prog. Ég fíla effektinn í röddinni. Þetta er frá árdögum stereótækninnar og þá þótti voða flott að þrusa hljóði á milli hátalaranna á ógnarhraða. Þekktara dæmi um þennan effekt er á 'Crimson and Clover' með The Shondelles.
***Uppdeit***
Þarna hljóp ég á mig. Ég hafði bara hlustað á útgáfuna á vínylplötunni. Þar var þessi effekt notaður, en ekki á þessum mp3. Þetta er eflaust ripp af einhverju best-of-digitally-remastered-boxed-setti. Þá er bara málið að finna vínylinn. Gott lag samt.
Cinq - Le Chanson du jour!
Nina Simone - Be My Husband
-Takk Harpa Fyrir þennan eðalstein-
Nina gamla stappar í gólfið og fnæsir af fryggð í þessu ofsa áhrifaríka gospel-blús-bootycall. Persónan Rosalee úr þessu lagi ætti að fara út á lífið með Jolene hennar Dolly Parton. Þá verða sko engin freðflök á ferðinni - AAÁÁÓÓW!
Gary Higgins - Looking for June
Saga Gary Higgins er bæði átakanleg og athyglisverð. Hann var rauðhært blómabarn sem söng og spilaði á gítar. Soldið líkur trommaranum í Hjálmum. Einn daginn var hann handtekinn fyrir að eiga einhvern smá mola af hassi á sér. Hann sá fram á langa dvöl í dýflissu og því dreif hann sig að taka upp lögin sín ef skildi vera að hann dræpist úr elli í steininum. Platan hét 'Red Hash' og kom út 1973. Hún seldist ekkert og hvarf nær samstundis. Sem betur fer slapp hann úr prísundinni nokkrum árum seinna og hefur lifað sem einsetumaður síðan þá. En platan var nýverið uppgvötuð af einhverjum grúskurum. Hún var endurútgefin og er alveg fantafín. Gömlu eintökin eru að seljast á hundruði dollara á ebay.
Deux
El Capitan - Metronome
Ég hélt fyrst að þau væru einhver djókhljómsveit. Ég sá mynd af þeim í umfjöllun í NME, og þar klæddu þau sig eins og Electric Six að leika Kókaínbaróna. Ég forðaðist þetta band alveg heillengi út af þessari mynd. Þetta sýnir bara að hljómsveitir verða að klæða sig eins og tónlsitin sem þær flytja. Án djóks. Ef Hjálmar væru til fara eins og Donald Trump þá væri enginn að hlusta á þá.
Trois
Devendra Banhart - Now that I Know
Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit, Ég veit.
Ég hef alltaf sagst hata hann.
Ég geri það enn.
Smá.
Quatre
Jethro Tull - Look into the Sun
'Tull voru góðir í sixtís. Það var ekki fyrr en með Aqualung sem þeir urðu að voveiflegum prog-dröngum. Þannig að það má segja að þetta sé Pre-Prog. Ég fíla effektinn í röddinni. Þetta er frá árdögum stereótækninnar og þá þótti voða flott að þrusa hljóði á milli hátalaranna á ógnarhraða. Þekktara dæmi um þennan effekt er á 'Crimson and Clover' með The Shondelles.
***Uppdeit***
Þarna hljóp ég á mig. Ég hafði bara hlustað á útgáfuna á vínylplötunni. Þar var þessi effekt notaður, en ekki á þessum mp3. Þetta er eflaust ripp af einhverju best-of-digitally-remastered-boxed-setti. Þá er bara málið að finna vínylinn. Gott lag samt.
Cinq - Le Chanson du jour!
Nina Simone - Be My Husband
-Takk Harpa Fyrir þennan eðalstein-
Nina gamla stappar í gólfið og fnæsir af fryggð í þessu ofsa áhrifaríka gospel-blús-bootycall. Persónan Rosalee úr þessu lagi ætti að fara út á lífið með Jolene hennar Dolly Parton. Þá verða sko engin freðflök á ferðinni - AAÁÁÓÓW!
Hvað er málið með R. Kelly?
R. Kelly kemur fram á einhverri MTV hátíð og fer með öll hluterkin í einhverjum fáránlegum túlkunardansi á eigin tónlist. Algert performance-art.
Linkur
Linkur
mánudagur, september 19, 2005
...Allir tala um fórnarlömb fellibyljarins en fáum dettur í hug að syrgja örlög hljómsveit nokkurar sem átti aðeins einn smell.
linkur
Þau verða aldrei aftur spiluð í Bandaríkjunum.
linkur
Þau verða aldrei aftur spiluð í Bandaríkjunum.
sunnudagur, september 18, 2005
...An' You Don't Want Dat!!!
Einhverjir af vanmetnustu tónlistarmönnum sem fyrir finnast eru rapparar í 90's tekknó lögum.
Þetta voru í 100% tilvika þeldökkir menn með attitjút sem voru ráðnir til að rappa eins og eitt erindi yfir ofsa þétt tekknóbít, oftast framleiddu í mið-Evrópu. Þegar front-dívan tók sér pásu frá söngnum tók leiguliðinn við og gæddi lagið smá street-kred með því að kyrja rímur. Umfjöllunarefni rappsins var svo oftar en ekki áframhald á titli lagsins. Td. Ef lagið hét 'Egyptian Trance' Þá var sko rappað um dansandi faraóa. Þið vitið hvað ég meina.
En ég bjó til smá hljóðdæmi. Smellið á Link og seivið, því hér koma svakalegir rapparar sem kunna sitt fag!
Linkur
föstudagur, september 16, 2005
Donna Mess, Mr. Silla og Gruesome Twosome a Grand Rokk
Fimmtudagsins 15. september 2005 verður minnst með mikilli hlýju hér á Ballöðunni. Nokkrir hæfileikaríkir, ungir tónlistarmenn héldu skemmtun fyrir sjálfa sig og þá sem vildu á þá hlýða og úrkoman var töfrandi kvöldstund þar sem frábær stemning og innilegt andrúmsloft héldust hönd í sveitta hönd.
Skífukast kvöldsins var í höndum hins áleitna tvíeykis GRUESOME TWOSOME. Ótrúlegir proffar þar á ferð. Þau algerlega slógu hund (nýtt slangur sem ég er að prófa) og það var ekki þurrt auga í húsinu. Wá, úff það var sko dansað einsog Patrick Swayze hér um árið. Meðlimir GRUESOME TWOSOME eru ég og Harpa.
MR. SILLA er tónlistarmaður sem ég er að fylgjast náið með þessa dagana. Hún syngur við eigin gítarundirleik eða yfir tölvu. Þetta er í þriðja sinn sem ég sé hana koma fram og alltaf vekur hún gríðarlega lukku. Frábær söngkona. Coverið hennar á 'Purple Rain' þarf að gefa út hið snarasta.
Aðalnúmer kvöldsins voru svo darraðarkvensurnar í DONNA MESS. Björg, Iðunn og Sara eru alltaf jafn dáleiðandi á sviði. Þær hristu þvílíkt upp í mannskapnum að allir gluggar brotnuðu og fólk sogaðist út. Þær spiluðu glænýtt lag (sem mér láðist að spurja hvað hét) sem var svo gott að það kviknaði í hljóðmanninum. Þegar ég ætlaði að skvetta á hann bjór til að slökkva bálið afþakkaði hann pent. "Ég brenn fyrir Donnu Mess." Sagði hann.
***UPPDEIT*** Takk mongoose fyrir myndirnar.
Skífukast kvöldsins var í höndum hins áleitna tvíeykis GRUESOME TWOSOME. Ótrúlegir proffar þar á ferð. Þau algerlega slógu hund (nýtt slangur sem ég er að prófa) og það var ekki þurrt auga í húsinu. Wá, úff það var sko dansað einsog Patrick Swayze hér um árið. Meðlimir GRUESOME TWOSOME eru ég og Harpa.
MR. SILLA er tónlistarmaður sem ég er að fylgjast náið með þessa dagana. Hún syngur við eigin gítarundirleik eða yfir tölvu. Þetta er í þriðja sinn sem ég sé hana koma fram og alltaf vekur hún gríðarlega lukku. Frábær söngkona. Coverið hennar á 'Purple Rain' þarf að gefa út hið snarasta.
Aðalnúmer kvöldsins voru svo darraðarkvensurnar í DONNA MESS. Björg, Iðunn og Sara eru alltaf jafn dáleiðandi á sviði. Þær hristu þvílíkt upp í mannskapnum að allir gluggar brotnuðu og fólk sogaðist út. Þær spiluðu glænýtt lag (sem mér láðist að spurja hvað hét) sem var svo gott að það kviknaði í hljóðmanninum. Þegar ég ætlaði að skvetta á hann bjór til að slökkva bálið afþakkaði hann pent. "Ég brenn fyrir Donnu Mess." Sagði hann.
***UPPDEIT*** Takk mongoose fyrir myndirnar.
'Scuse me while I kiss this guy
Nei, hættu nú alveg:
Þessi auglýsingasería fyrir jafnrétti kynjanna á launamarkaði byrjaði nokkuð vel. Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín voru nokkuð sannfærandi karlmenn (ekki svo mikið stretch fyrir Sollu) En nú hefur serían tekið dramatíska handbremsubeygju niður Skítstræti, framhjá Óhugnaðargötu, upp breiðstræti martraðannna og hefur staðnæmst við bílalúguna í glæpur-gegn-náttúrunni-hamborgurum.
Gísli Marteinn og Egill Helga (sjá mynd) minna óþægilega á fulla gæja sem varalituðu sig og settu á sig hárkollu á einhverju fylleríinu. Það sést ekki á þessari mynd, en rauð bringuhárin (sem hefði nú mátt Photosjoppa) gægjast upp úr blússunni.
Takk, jafnréttisráð, ég missti listina á morgunbjórnum mínum.
Þessi auglýsingasería fyrir jafnrétti kynjanna á launamarkaði byrjaði nokkuð vel. Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín voru nokkuð sannfærandi karlmenn (ekki svo mikið stretch fyrir Sollu) En nú hefur serían tekið dramatíska handbremsubeygju niður Skítstræti, framhjá Óhugnaðargötu, upp breiðstræti martraðannna og hefur staðnæmst við bílalúguna í glæpur-gegn-náttúrunni-hamborgurum.
Gísli Marteinn og Egill Helga (sjá mynd) minna óþægilega á fulla gæja sem varalituðu sig og settu á sig hárkollu á einhverju fylleríinu. Það sést ekki á þessari mynd, en rauð bringuhárin (sem hefði nú mátt Photosjoppa) gægjast upp úr blússunni.
Takk, jafnréttisráð, ég missti listina á morgunbjórnum mínum.
miðvikudagur, september 14, 2005
WAAAAH!!! (part 2)
BRITNEY ER AÐ EIGNAST!!! BRITNEY ER AÐ EIGNAST!!! BRITNEY ER AÐ EIGNAST!!! BRITNEY ER AÐ EIGNAST!!! BRITNEY ER AÐ EIGNAST!!! BRITNEY ER AÐ EIGNAST!!!
Britney er loksins orðin... kona. Æh, það virðist vera svo stutt síðan fréttirnar bárust okkur...
Linkur
Britney er loksins orðin... kona. Æh, það virðist vera svo stutt síðan fréttirnar bárust okkur...
Linkur
föstudagur, september 09, 2005
fimmtudagur, september 08, 2005
miðvikudagur, september 07, 2005
...Það eina sem er góð viðbót við nýja itunes er að það er hægt að slökkva á podcast valmöguleikanum. Guð, hvað það er viðbjóðslegt fyrirbæri. Manstu þegar þú gerðir "útvarpsþætti" í litla kassettutækinu þínu þegar þú varst barn? Sami hluturinn. Og þetta á að vera framtíðin. "Allir eru útvarpsstjörnur!" Gubb.
sunnudagur, september 04, 2005
The Clubhouse
Club member:
Paul Wall
Song:
'Chamillionaire'
Ég fann þennan agalega svefnherbergis emm-sí af algerri tilviljun á netinu. Hér er gæji sem heitir Paul Wall sem tók sig til og rappaði yfir lúppu af þemanu sem NBC sjónvarpsstöðin notar í útsendingum sínum frá NBA leikjum. Þetta er nota bene alls ekki gott lag, en amatöra-DIY fílingurinn í þessu er alveg ómótstæðilegur.
Ég verð bara að quóta hann:
"It's how I'm pimpsin' baby!"
Og:
"You whine like three kids with one Skittle!"
Hah!
Linkur
Paul Wall
Song:
'Chamillionaire'
Ég fann þennan agalega svefnherbergis emm-sí af algerri tilviljun á netinu. Hér er gæji sem heitir Paul Wall sem tók sig til og rappaði yfir lúppu af þemanu sem NBC sjónvarpsstöðin notar í útsendingum sínum frá NBA leikjum. Þetta er nota bene alls ekki gott lag, en amatöra-DIY fílingurinn í þessu er alveg ómótstæðilegur.
Ég verð bara að quóta hann:
"It's how I'm pimpsin' baby!"
Og:
"You whine like three kids with one Skittle!"
Hah!
Linkur
föstudagur, september 02, 2005
When the levee breaks
Mér blöskrar að horfa upp á hörmungarnar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Tugþúsundir sem ætluðu að "sit out the storm" eru nú strandaglópar á húsþakinu sínu og eru að deyja úr þorsta og vosbúð. Óþjóðalýður stundar gripdeildir, nauðganir, íkveikjur og skjóta á björgunarþyrlur. Er svona lagað hægt í Ameríku? Þetta er eins og í þriðjaheimsríki. Liðið sem leitaði skjóls í Superdome leikvanginum er þarna enn, kúkandi í buxurnar og drekkandi piss. Þarna er konum nauðgað og fólk drepið og enginn getur gert neitt í neinu. Alger glundroði og lögleysa. Og hvað gera stjórnvöld? Nú auðvitað senda þeir Þjóðvarðliða, gráa fyrir járnum með leyfi til að skjóta ribbalda (sem eru reyndar flestir að reyna að halda í sér lífinu). Hrjáð börn við dauðans dyr borða ekki byssukúlur.
Það er þó einn ljós punktur í líkmengaðri Mississippi ánni: Fats Domino fanns heill á húfi eftir að vera leitað í nokkra daga.
linkur
Það er þó einn ljós punktur í líkmengaðri Mississippi ánni: Fats Domino fanns heill á húfi eftir að vera leitað í nokkra daga.
linkur