<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Skiss














Ég heiti Björn og ég er pappírspervert.

Ég er oftast með litla skissubók á mér til að krota niður hugmyndir, teikna náungann og rissa niður eitthvað bull sem mér dettur í hug. Bækurnar hafa hrannast upp í gegnum árin og er það gaman að fara í gegnum þær aftur, rifja upp fortíðina og finna gamlar hugmyndir sem enn er hægt að nota. Ég hef notað margar tegundir af bókum: Daler-Rowney, Winsor&Newton, Miquelruis og síðast en ekki síst Moleskine, sem ég hef fundið að séu bestu bækurnar.

Moleskine á sér langa sögu, og eiga menn eins og Hemingway og Van Gogh að hafa notað þær óspart. Ég elska Moleskine af því að þær eru einfaldlega vandaðar hágæðabækur. Pappírinn er svo silkimjúkur og það er svo ómótstæðilegt að setja hluti í litla vasann aftast. Það er mikið költ og nördalegheit í kringum Moleskine og mér finnst alltaf gaman að dragast inn í þannig.

Moleskine Art
Moleskinerie
Moleskine nördasíður.

The Drawing Club
Misgóðir teiknarar tjá sig. Nokkrir linkar.

John Copeland
Cheval Noir
Góðir að teikna.

Papersnobbery
Nýleg síða um svona lagað.

Pencil Revolution
Skylt málefni - Blýantaperrar.

Fullt verð fyrir þetta?
Djös Svindl!









Curly Wurly er lélegasta súkkulaði í heimi!

Q Unit!

Þið kannist við Grey album, ekki satt?

Hér er 50 Cent vs. Queen!

















Ég er að fíla þetta. Crazy Little Pimp Called Love er jólasmellurinn í ár!

Linkur

mánudagur, nóvember 28, 2005

Today we salute YOU...

Hér eru nokkrar afar fyndnar útvarpsauglýsingar frá Budweiser.

Mr. Way Too Much Cologne Wearer

Mr. Bumper Sticker Writer

Mr. Supermarket Deli Meat Slicer

Mr. Wrecking-ball Operator

Ég veit satt að segja ekki hvor er fyndari, sögumaðurinn eða Lou Gramm/Steve Perry söngvarinn í bakgrunninum.

föstudagur, nóvember 25, 2005

More Than Meets the Eye!


















Wá! Hér eru myndir af gæjum sem búa til Transformers grímubúninga sem breytast í alvörunni!

Linkur

Hvernig væri að mæta í grímupartý í þessu?


















"Góða kvöldið, hvar er bollan?"

Keeping the Legacy


Þetta er Carmine Gotti, sonur John Gotti

Ef hann John bara vissi að sonur sinn væri hómóerótísk hiphop vaxdúkka með hár úr hrauni þá myndi hann eflaust hringsóla um gröfina sína.

Fimmti Bítillinn?

Af mbl.is:

Best var oft sagður fimmti Bítillinn
George Best, einn af snjöllustu knattspyrnumönnum allra tíma, verður allur innan fárra stunda. Læknar á Cromwell-sjúkrahúsinu í London sögðu í gærkvöld að ekki yrði aftur snúið og hann hefur í nótt fengið líknandi meðferð.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er heil opna helguð ferli þessa litríka Norður-Íra sem var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu þegar hann var aðeins 22 ára gamall. „Best var oft sagður fimmti Bítillinn" segir þar í fyrirsögn á frásögn Sigmundar Ó. Steinarssonar.



Ég skil þetta ekki. Af hverju halda þeir að knattspyrnuhetja (í Manchester, sem hatar bítlaborgina Liverpool) hafi verið kallaður 'Fimmti Bítillinn'? Getur það verið að þessi Sigmundur Ó. Steinarsson hafi verið að rugla saman Pete Best (trommara á undan Ringo) og George Martin (upptökustjóra) í eina manneskju?

George Martin... Pete Best... George Best?
Ráðgáta dagsins.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Aðskildir á fæðingardeildinni









Hvor er Henrik í Singapore Sling og hvor er Gary Glitter?

laugardagur, nóvember 19, 2005

LGRDGR




Skoðanakönnun: ER Ilmur Kristjánsdóttir sæt?


Það verður hins vegar seint sagt um Kelly Osborne að hún sé myndarleg, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera:


Jack og Meg (eða III Quid og Penny Farthing eins og þau heita víst núna) í White Stripes verða með revíu annað kvöld og ég verð þarna. Þetta verður í þriðja sinn sem ég sé þau, og get lofað því að það verður lífleg sviðsframkoma í fyrirrúmi. Hér er nýtt lag með þeim sem var B-hliðin á 'Denial Twist':
The White Stripes - 'Walking With a Ghost'

Jó, jó jó!! flippað frá níu til fimm!


Voðalegt flipp er alltaf í þessum skrifstofuvörubæklingum. Ég veit að skriftstofuvörur eru ekki mest spennandi hlutur í heimi, en það er alger óþarfi að fæla fólk frá með einhverjum vitleysingum að bregða á leik með penna og postit miða.

Sjáið bara þetta pakk hérna:

"Neineinei, er ekki bara hún mæja farin að flippa! Djöfulsins ruglukollurinn, haha! Mæja, þetta er ekki spegill, þetta er skrifanlegur diskur!! Hahahah! Þú ert ótrúleg, Mæja! En heyrðu, hvað er að sjá, hann Gummi er bara mættur til að taka þátt í gríninu! Naunaunau, hann er að þykjast raka sig með stimplaranum! Wúúhúú! Maður veit aldrei uppá hverju hann tekur næst! Muniði þegar hann gerði allt vitlaust á árshátíðinni og dansaði með servíettuna á hausnum! Þið eruð geðveik, krakkar! NEEEEEIIJ, bíddu nú við, ætlar aulinn hann Ping að þykjast ætla að flippa líka með okkur hinum flippurunum? Hver heldurðu eiginlega að þú sért? Þykist þú vera jafn fyndinn og við eða? Drulla þér bara aftur heim til Ófyndnalands! Búúúú!"

Any friend of Iceland is a friend of mine.

Hey, hver haldiði að sé að koma til landsins?



Já, Elizabeth Carlton, konan sem stendur þarna til hægri við Roger Moore. Elizabeth, sem lék Chesty Bedpartner í 'James Bond og Kvennabúrið', hefur lengi haft áhuga á landi okkar og þjóð. Hún ætlar að koma hingað með eiginmanni sínum, Frank, og eyða góða stundir. Þau munu skoða Gullfoss og Geysi, fara í vélsleðaferð á langjökul og ef þau eiga efni á því, fara í Bláa Lónið.

"Ég hef alltaf viljað koma til Íslands", sagði Elizabeth í símaviðtali við Ballöðuna. "Við Frank eigum vinafólk hér og þau eru alltaf að segja okkur að líta við, náttúran ku vera stórfengleg. Það var gat í dagskránni hjá okkur báðum þannig að við bara skelltum okkur!" Sagði Elizabeth og hló.

Já, ég vil vera fyrstur til að bjóða Elizabeth Carlton velkomna í merkan hóp íslandsvina. Hún mun sóma sér vel á meðal mikilmenna eins og Gary Numan, David Coverdale og Frankie Lymon.

En án alls gríns þá er ég mjög spenntur yfir því að Roger Moore, hinn eini sanni Bond, er á leiðinni til okkar.

mánudagur, nóvember 14, 2005

So Darlin'... Save the Last Klukk For Me

OK, ég er orðinn þreyttur á að svara klukki sem aðrir hafa samið. Ég hef því samið 'Heimsins besta Kviss ever'.

Án frekari málalenginga...

Fyrsta sem kemur upp þegar þú Gúgglar fullt nafnið þitt? See for yerself.
Uppáhalds Lykt? Þrefalt jafntefli: Vanillukerti, nýjubókarlykt og bensínlykt.
Lestu 'Blaðið'? Pfft, að sjálfsögðu ekki
Uppáhalds raunveruleikasjónvarp þessa stundina? You Are What You Eat.
Hvað er í sjónvarpinu? Eitthvað spes? Nei, auglýsingar.
Hvaða hljóðfæri vildir þú helst eiga og vera geðveikt góð/ur á? Sítar.
Hvaða lag er mest óþolandi? 'You're Beautiful' með Blöntaranum.
Hvað er uppáhalds lagið þitt með Stuðmönnum? Sigurjón Digri.
Fyrsti geisladiskurinn sem þú keyptir? '12 Inches of Snow' með Snow.
Hvar viltu vera einmitt núna? Á einni af þessum ströndum á póstkortunum.
All-Time uppáhalds karakter í Nágrönnum? - Það var einhver brimbrettagæji með sítt hrokkið hár. Hann var kúl.
Manstu eftir Punky Brewster? - Jamm.
Hvað var það síðasta sem einhver sagði við þig? "You're fighting for the arabs now, bwooooyy" sagði Harpa.
Hvað drakkstu mikið síðast? Sjö bjórar.
Hvar mundirðu frekar vilja vera í eina viku: Í villta vestrinu eða í geimskipi í framtíðinni? Vestrinu.
Getur þú haldið uppi fótbolta? Nei.
Hvað er dýrasti/verðmætasti hluturinn sem þú átt? Gamall gítar.
Hefur þú skotið af byssu? Nei.
Borðarðu nóg af grænmeti? Ég held það já.
Dóp? Nei takk.
Hvað pantar þú á pizzuna þína? Pepperoni og ananas.
Hvað heitir hinn gæjinn í Wham? Ég veit það, en ætla ekki að segja.
Átt þú eitthvað úr Nonnabúð? Nei.
Hvað keyptirðu seinast? Saltstangir.
Kanntu að dansa? Engan veginn. En það stoppar mig aldrei.
Mundir þú gefa George W Bush high-five? Sjor, það væri saga til næsta bæjar.
Hvað er fyrsta lagið sem inniheldur saxafón sem kemur upp í hugann? 'Smooth Operator' með Sade.
Hvenær sástu David Caruso síðast á skjánum? Hann var í bíómynd sem ég sá í gær.
Hver skaut J.R.? Hef ekki hugmynd.
Hvernig sjampó notar þú? Dove.
Hvernig er uppáhalds stuttermabolurinn þinn? Appelsínugulur SPK (gamli körfubolta/spurninga/slím þátturinn) bolur.
Hverjir eru bestir?? ÍR!!
Við hvað ertu hrædd/ur? Eld.
Hvað mundir þú gera ef það gæmi upp zombífaraldur? Fara í svona keðjuvesti einsog riddararnir voru í. Haha, bítið bara aular! Svo mundi ég flýja út í óbyggðir.
Og að lokum, Nördaleg játning: Mér finnst gaman að horfa á matreiðsluþætti (kann samt ekkert að elda).

Hér með hef ég opið klukk. Allir sem þetta lesa verða að taka þetta kviss.

laugardagur, nóvember 12, 2005

C'mon let's Klukk again!

Jónína klukkar einsog henni einni lagið og ég, gauðið sem ég er, verð að ansa kallinu.

Núverandi tími: 18:52
núverandi föt: Svartur sokkur, svartur sokkur, svartar rifflaðar flauelsbuxur, nærbuxur, grænn bolur, grá peysa.
núverandi skap: Þreyttur, óþreyjufullur, saddur.
núverandi hár: alvarlegt tilfelli af húfuhári.
núverandi pirringur: Drasl hérna inni.
núverandi lykt: Gucci herrailmur sem gerir Hörpu alveg vitlausa... Rarr!
núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera: Að taka til, að vera í hljómsveit.
núverandi skartgripur: Enginn.
núverandi áhyggjur: Að ég verði of fullur í partýi á eftir þar sem er frír bjór og þar af leiðandi þunnur þegar ég þarf að vinna á morgun.
núverandi löngun : Að vera frægur fyrir eitthvað.
núverandi ósk: Að eiga ekki aura minna tal og að eiga ógeðslega flotta bílinn sem ég sá áðan (Hvít Corvetta einsog Dirk Diggler átti í Boogie Nights).
núverandi farði: Pfft, hvað heldurðu að ég sé, eitthvað skoffín? Varalitur.
núverandi eftirsjá: Ég hef akkúrat enga eftirsjá núna sem er sérstaklega að naga mig.
núverandi vonbrigði: Að vera ekki rokkstjarna.
núverandi skemmtun: Chris Rock að grenja hjá Opruh. Haha.
núverandi ást: Harpa, Moleskine, nýji gítarinn minn.
núverandi staður: Heima.
núverandi bók: The Onion News Archive, 'Haunted' eftir Chuck Palahniouk, 'The Crumb Handbook'.
núverandi bíómynd: Keypti 'King of New York' áðan í Kolaportinu. Á eftir að horfa á hana.
núverandi íþrótt: Sund, hjólreiðar.
núverandi tónlist: 'Avalon' með Juliet, The Essential Mix með Mylo. Einmitt núna á iTunes: 'Sunset in Golden Horn' með The Mogol.
núverandi lag á heilanum: Fyrrnefnt lag með Juliet, 'Riddari Götunnar' með Bjögga Halldórs (Var á stórsýningunni Björgvin Halldórsson í 35 ár á Broadway í gær).
núverandi blótsyrði: Tussa, Douchebag, Sjitt mar!
núverandi msn manneskja: Engin í augnablikinu
núverandi desktop mynd: Gamlar áróðursmyndir gegn fíkniefnum frá 1960-og eitthvað.
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Einkapartý með Quentin Tarantino á Rex (úúúú, Mr. Bigtime!)
núverandi manneskja sem ég er að forðast: Gaur sem ég þekkti í gamla daga en er núna snarsturlaður geðsjúklingur (for real) sem ráfar um miðbæinn og fríkar mig út.
núverandi hlutir á veggnum: Spegill, málverk eftir Hönnu, plakat með Jean-Michel Basquiat og Andy Warhol, smádótahilla, innrammað fiðrildi, málverk eftir sjálfan mig og ýmis konar hillur, punt og skran.

Ég klukka Evu Rún, sem ætti að blogga meira.

Lørdags Trilogien

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Fatapirringur

#3: Að labba ofan á skálmunum:


















Oooojj, Hvað er að svona fólki? Af hverju stytttir það ekki buxurnar sínar? Eða bara að bretta uppá þær! Mér finnst það vera ógeðsleg leti og dónaskapur að strunsa um með heilan meter af gallabuxnaefni á ökklunum í eftirdragi. Eftir langan dag af því að trampa ofan á buxunum verður efnið skítugt, tætt, blautt og ógeðslegt. GARG! Ef þú ert svo þroskaheft/ur að geta ekki klætt þig í buxur sem passa, þá ættir þú bara að vera í stuttbuxum. Ég vil bara rymja af pirringi hérna!

mánudagur, nóvember 07, 2005

Manni er ekki um sel...

Rosalegar bölspár eru þetta...
Linkur

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Fatapirringur

#2: Sportsandalar












Það er ekkert leyndarmál að þessi blendingur inniskós og strigaskós er einn alvarlegasti glæpurinn gegn almennri smekkvísi. Oftast má sjá þessi ósköp á fótunum á rafvirkjum, smiðum, starfsmönnum Símans og U2 aðdáendum. Parað saman við hvíta sokkaleysta og of stuttar ljósbrúnar buxur? Mmm!

laugardagur, nóvember 05, 2005

Fatapirringur

#1: Kraginn útfyrir jakkann


















Þetta fer alveg svakalega í pirrurnar á mér. Þegar ég sé vitleysinga svona til fara þá vil ég helst grípa í þessa blaktandi kraga og klippa þá af. Í fimmtán ár (á tímabilinu sem Goodfellas og Casino komu út) hafa lúðar haldið að það sé töff að gera þetta. Það er reyndar bót í máli að þeir sem gera þetta fara bara í jakkaföt einu sinni til tvisvar á ári.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Reality Check #1

















Ari Alexander, leikstjóri mynda eins og 'Gargandi Snilld':
Þú ert ekki Tim Burton, aulinn þinn.

Reality Check #2











"Iss, Björn Þór. Þú ert bara abbó. Þú munt aldrei vera jafn hárprúður og ég."

"Put yer Boobs in my Scotch!"

Þessi gæji er að fara að koma til landsins þann 2. desember:


Skoðið síðuna hans Bob Log III:
Linkur
Mæli með vídeóinu.

Nýja Hringsnúnings Lyktin

Þvílíkur plötutitill:

















"New Whirl Odor"?! Whaaat!

Þeir eru bara sokknir í comedy-puns. Síðasta platan þeirra hét "Muse-Sick N Our Mess-Age"

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Sáli

Kæri Sáli
Ég held að ég sé að verða gamall og veiklunda, jafnvel að tapa vitinu. Ég vona að þú getir útskýrt hvað amar að mér og greitt úr flækjunni innra með mér. Þannig er mál með vexti að ég búinn að hlusta á nýja Madonnu lagið fimm sinnum í dag. Það er algerlega pikkfast í heilanum á mér og eina ráðið er að spila það aftur og aftur til að svala þránni. Sko, ég er enginn aðdáandi kellingarinnar, né heldur er ég hommi. Madonna fer í raun virkilega í taugarnar á mér. Hún og þetta Kaballa hyski hennar ergja mig og tilhugsunin um sinaber lærin á henni í spígat í pilates-tíma hryllir mig. Húðin í andlitinu á henni er einsog strekktur markmannshanski en á nýja plötuumslaginu er hún photoshoppuð eins og 13 ára barn. Þetta Abba sampl í laginu er algert gimmikk og textinn er samhnoð af einhverjum innantómum slagorðum. En svei mér, ég get ekki hægt að flauta, raula og tjútta inní mér! "I'm hung up! I'm hung up on yo-u-u!" Ó kæri sáli, getur þú ekki hjálpað mér?
-Einn ráðvilltur.

Kæri Ráðvilltur!
Það er svo sannarlega ellimerki hjá þér að þú látir bjóða þér svona lagað. Hinn ungi þú mundi hlæja að þér núna. En þetta er engu að síður mjög skiljanlegt. Þú ert kominn á þann aldur að geta verið frjálslyndur í tónlistarvali. Að þú dansir og trallar við Justin Timberlake og Madonnu jaðrar við íróníu, en sannleikurinn er öllu nærri því að þú ert farinn að geta tekið tónlist eins og hún er: Vönduð eða ekki vönduð. Madonna, eins og 'The Trousersnake' er einfaldlega vönduð, prófessional popptónlist. Hún er sérstaklega hönnuð til að vera fersk, grípandi og umfram allt skemmtileg. Þú ert bara of gamall og veraldarþreyttur til að gera vesen yfir því hvort Madonna er 'ekta' eða 'relevant'. Njóttu lífsins á meðan það er og ekki hafa áhyggjur af því hver flytur tónlistina sem þú fílar. En mundu bara að froðan er fín þegar hún á við, ekki renna í henni og reka hausinn í, skilurðu.
-Sáli.

Madonna - 'Hung Up'

Go! Go! Toto Go!

Nýr þáttur af Yacht Rock er kominn í loftið.










Linkur

þriðjudagur, nóvember 01, 2005


Hann er svo mikill Douchebag!
Linkur