<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





mánudagur, janúar 15, 2007

Þegar við Jónína rúntuðum í gegnum umferðarteppuna í morgun fattaði ég að þriggja bílakyns hluta frá eitís er sárt saknað:

a) Stuðarar. Ég vil hafa mína stuðara svarta og úr plasti takk. Ég vil ekki að stuðarinn sé falinn undir þreföldu lagi af lakki í sama lit og restin af bílnum. Kommon, meiraðsegja sportbílar voru með klessubíla stuðara úr ódýru plastlíki í gamladaga.

b) Svona límmiðar á hliðinni á bílnum. Svona bílatattú. Stórt tússpenna-krot-skraut eftir endilöngum bílnum. Ég vil þannig aftur. Eða kannski bara eina flotta gradient rönd sem fer úr bleiku í appelsínugult. Mér finnst bara bílar með eldhúsrúllumyndskreytingu límdu á hliðina geðveikt flottir.

c) Litlu bílarnir með kýrauganu. Hvaða tegund var það?

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var 2-dyra útgáfan af Daihatsu Charade (G10) ef ég man rétt. Ég finn samt enga mynd af svoleiðis bíl til að sanna mál mitt.

10:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Daihatsu Charade

10:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha jamm þetter krílið. Nú þarf bara að skella munstur límmiðanum á hliðina og þá erum við geim.

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var snekkja á hjólum.

1:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe ylfa átti svona bíl þegar við vorum í ms.. svo kom gat á botninn og þá kom pústið inn þannig maður þurfti alltaf að keyra með alla gluggana opna til að deyja ekki úr eitrun.. líka á veturnar:)

annars sérðu svona bílatattú á live 2 cruize fundum.. ég sé þá stundum þarna á bensínstöðinni á móti kolaportinu..

9:11 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

En þeir eru ekki meðsvona smekklega límmiða.

12:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohh, límmiðinn minnir mig bæði á Daihatsu Feroza og alla brandarana sem þeirri drossíu fylgdi...

11:35 e.h.  
Blogger krilli said...

Flottustu miðarnir sem ég hef séð hafa verið á Mitsubishi L200 trillukallarúgbrauðum og '80s módelum af Toyotajeppum.

3:09 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Já Krillukall. Það væri ekki amalegt að rúnta hringinn á þessu monsteri með Jan Hammer spóluna í botni.

3:17 e.h.  
Blogger krilli said...

Úh, hot

8:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home