<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, janúar 31, 2008

Ljósvakar

Núna þegar við hjónakornin höfum keypt okkur bíl þá er maður farinn að hlusta á útvarpið aftur og má ég bara segja þu-vílík ræpa. Það ætti bara einhver að mæta með klippurnar uppí mastur og loka á útvarpssendingar á þessu landi.

Rás 2 er nú sæmilegust, en mér finnst svo ofsalega skrítin tónlistarstefnan þar á bæ, eða skortur á henni öllu heldur. Þeir fara úr System of a Down yfir í Jón Ólafs og enda syrpuna á fimm ára gömlu lagi með Rottweilerhundunum. Félag anarkista kemur í heimsókn og svo er skipt niður á höfn þar sem hátíðin Börnin og Hafið er í fullum gangi. Það er eitt að vera útvarp allra landsmanna en annað að vera ruglingslegur klofhugi. Alveg bipolar. Maður er strokinn með einni hendi og löðrungaður með hinni. Svo er nýja fréttastefið glatað.

Effemm fer stundum í gang en oftast (ég meina alltaf) í einhverju flippi. Mér finnst gaman að djókdýrka ömurlegheit og viti menn, stundum hitta þeir á skemmtilegt popplag sem mér þótti pínu sniðugt fyrir svona tveimur árum síðan. Svo kárnar gamanið þegar þeir gefa miða í spreytan og maður slekkur til að þvo hugann með þögn.

Ég veit ekki hvað þær eru margar, unglingarokkstöðvarnar, en Xið og Radíóx og FMrokkX forðast ég einsog að drukkna í rottupissi. Emó og ærandi gítarsóló eiga heima í Abu Grahib og Guantanamo til að pynta stríðsfanga og eru því vandamál Amnesty International, ekki mitt.

Ég hef oftast stillt á Gullbylgjuna þrátt fyrir vafasamt lagaval og óborganlega lélega kynna. "Þetta var Mæshjaróna með Knoxs (The Knack) og næst fáum við Stök inðe Middel of Jews með Bob Dylan (Stealer's Wheel)". Þeir hljóta að vera skyldir gæjanum í "Nýtt á DVD" sjónvarpsauglýsingunum sem segir "V for Van-detta" og "Matthew Makonahú (McConaughey)". En ég læt mig hafa það, þótt að fyrir hverja gersemi einsog Gerry Rafferty og America þarf maður að þola þrettán lög með Neil Diamond og 'Mandy' með Barry Manilow (eða Brandon Magalúff einsog þeir myndu eflaust bera það fram).


Ég hef leitt ykkur um nokkuð víðan völl til að komast að hinu sanna efni þessarar færslu: Síðdegisútvarp Bylgjunnar.

Þetta hlýtur að vera mest óspennandi útvarpsefni síðan 'Straujað í Beinni'. Djöfulsins tuð og ó-samræður. Þessir durgar eru bara að væflast á netinu og lesa það sem þeir sjá. "Heyrðu það var maður í Wisconsin sem var soldið óheppinn. Hann var rekinn úr vinnunni og kom heim að hundinum sínum vera að ríða konunni sinni." -"Já, ekki hans dagur," Svarar hinn bjáninn. "En opnum nú fyrir símann og leyfum hlustendum að kvarta yfir umferðinni." Alveg glæsilegt.

Hérna er það sem bar hæst í þættinum í gær:

Kynningarstef: "Niðurgangur í Gmoll" eftir Bay City Rollers.

"Komið þið öll sæl og blessuð. Reykjavík síðdegis hér með ykkur til hálf sjö í kvöld. Munið nú að keyra varlega. Hér rétt á eftir ætlum við að lesa veðurfréttir, lesa sjónvarpsdagskrána, lesa furðufréttir af netinu, lesa hvað gerðist á þessum degi af netinu og heyra í fullt, fullt af hlustendum. En fyrst er það Bubbi."

Lag og auglýsingar.

"Heyrðu, á þessum degi fyrir 35 árum kom örbylgjuofninn fyrst á markað"
"Já, örbylgjuofninn?"
"Hinn eini sanni"
"Hann er þarfaþing, örbylgjuofninn"
"Já"
"Það má poppa í honum"
"Já og hita mat"
"Það er mikilvægt að borða mat"
"Já og ekki spillir fyrir að hafa hann heitann"
"Já, þá kemur örbylgjuofninn sterkur inn. Hann er 35 ára, örbylgjuofninn"
"Heyrðu það var fleira sem gerðist á þessum degi, því á þessum degi árið 1953 gifti Henry Kissinger sig í annað sinn"

Þetta heldur áfram í dágóða stund.

"Heyrum nú hvað gekk á í gær"
(upptaka af "hápunktum" þáttarins í gær).

Lag og auglýsingar.

"Jæja nú ætlum við að opna fyrir símann og heyra í hlustendum. Klukkan er að verða sex og eflaust hefur mikið verið rætt á kaffistofum landsins. Gefum hlustendum hljóðið."

Staða handboltans rædd. Síðan furðufrétt. Það liggur við að það heyrist í músahnöppunum meðan þeir halla sér aftur í stólunum og vafra á netinu. "Seinasti geirfuglinn var skotinn á þessum degi" -"Heyrðu, Tom Hanks á afmæli" -"Hér á minni tölvu hef ég fundið furðufrétt um lottóvinningshafa sem hefur ekki farið í bað í tvö ár".

"Heyrum í hlustendum"

þriðjudagur, janúar 29, 2008

NEStacular

Allir hötuðu Super Mario 2 í gamladaga og kusu frekar orginalinn eða þvottabjörns-flugkúnstirnar í númer 3. Ég er að spila hann í fyrsta skiptið (átti hann aldrei á sínum tíma) á gömlu NES vélinni hennar Jónínu og ég er alveg fallinn fyrir honum.



Í stað þess að brjóta múrsteina og skoppa einsog bjáni þá er blússandi garðyrkju-þema í gangi þar sem maður þarf að pilla upp grænmeti úr jörðinni til að fá gotterí. Oftast eru þetta bara næpur og rófur sem maður getur þrusað í óvinina. Stundum fær maður sprengjur eða eitthvað. En helst vill maður draga upp töfradrykk sem opnar hurð í svona parallel-júnívers. Þar breytist grænmetið í pening, sem gengur í aukalífs-spilakassa sem manni er hleypt í eftir að hafa klárað bossa (endakalla). Já sameining eitístölvuleikja og arfa-týnslu er eitthvað sem svínvirkar á mig.


Hver þarf GTA? Hérna stelur maður töfrateppi og drepur bílstjórann.

Þetta taka-upp þema heldur áfram þegar þess er krafist að maður leysi kúnstir og drepi skrímsli með því að hoppa ofan á þau og lyfta þeim yfir höfuð sér einsog maður sé einhver Rambó. Það er reyndar einstaklega gaman að taka upp gerpin, labba með þau spriklandi að næsta klett og kasta þeim framaf. "No 1UP for you, you bashtarrd!" (með Arnie hreim).

Það er auðvitað alger pína að geta ekki seivað, en ég læt ykkur vita þegar/ef ég hef puðað í gegnum allan leikinn. Það lengsta sem ég hef komist er að drepast á endakallinum í 5. heimi (það eru 7 heimar í leiknum). Djöfull skal ég taka hann upp einsog kartöflu og kasta honum í dimmann pitt.

---

Svo er það smá leikja-nostalgía...

Robocop
Það var svaka flott að fá að vera Robocop, en leikurinn var samt alveg glataður. Af einhverri ástæðu gátu vasahnífar, hundar og ballett-spörk meitt mann. What?? Halló, hvernig er hægt að STINGA Róbókopp mar! Hann er úr járni (og segir dojojojojong)! Svo var maður í stöðugum vandræðum með batteríið, sem kláraðist á ógnarhraða og því mátti maður ekki taka eitt einasta feilspor því þegar rafhlaðan kláraðist, þá drapst maður. Þetta kom sér einstaklega illa þegar maður þurfti að eyða tuttugu mínútum í að drulla honum niður stiga (sem var ómögulegt). Núll stig. Já, þarna sæborgurinn þinn. Fokk off og láttu hund bíta þig.

Excite Bike
Það var einhver mótorhjólakappakstur þarna einhversstaðar, en aðal stuðið var að sjálfsögðu að búa til sínar eigin brautir. Greyið tölvu-krossarinn þurfti að hossast yfir stökkbretti eftir stökkbretti sem maður raðaði niður án miskunnar. Þessir dekruðu japanir fengu að seiva sínum brautum, en restin af heimium fékk það ekki. Hvað, ákvað John Nintendo það bara? Ekkerf seif fyrir Evrópu, múhaa!

Double Dribble
Það var svo klikkað kúl að gera svona troðslu í slow motion.

Turtles
Þvílíkt svindl og ógeð. Alveg glataður leikur. Maður gat leikið allar skjaldbökurnar, en Donatello með langa prikið og Leonardo með sveðjuna voru lang bestir. Þegar þeir dóu á endanum var maður fastur með Raphael með vasa-naglaþjöl og Michaelangelo með nönnchucks sem ekkert gátu. Svo kláraði enginn þessa hörmung. Allir dóu í vatnsborðinu.

Skate or Die
Ski or Die
California Games
Allir þessir Radical leikir í gamladaga voru svo geggjaðir. Brimbretti, línuskautar og leiðindadómarinn Lester. Ski var samt bestur fannst mér. Þá gat maður verið alveg Cowabunga á snjóbrettinu og svo chillað í snjókasti eftirá. Alveg grimm dúndur.

Svo var það þarna ólympíuleikurinn (Track & Field) þar sem maður þurfti að hamast kófsveittur á tökkunum (ullarsokkur virkaði fínt, þá gat maður rennt sér á ógnarhraða á milli takkanna án þess að fá brunablöðru). Gunsmoke var skemmtilegur (gott lag líka). Ég elskaði 'Probotector' þar sem maður var vélmenni, en hann hét víst 'Contra' úti og þá var maður einhver svona Commando-týpa. Slagsmálaleikirnir Double Dragon og Ninja Gaiden voru kúl og sömuleiðis Paperboy. Batman var flottur í lúkkinu, en erfiðari en andskotinn. Zelda for alveg framhjá mér þrátt fyrir að vera gulllitaður.

Hvað var ykkar uppáhalds?

"Nooooo!"

Við Kyle, Jónína og Una horfðum á tímamótaverkið Cliffanger um daginn og næntís-sæluhrollurinn fór um mann einsog sykurvíman eftir Hockeypulver-og-Flipper kappát. Sly klettaklifraði og drap ofur-ræningja á snævi þöktum fjallstind í vöðvaolíunni einni fata. Ekki einu sinni sundsprettur í frosnu stöðuvatni kveikti í honum þörf til að fara í úlpu, hvað þá hlýrabol. Neibb, þegar maður borgar 20 milljónir fyrir Sylvester Stallone, þá fær maður sko blauta brjóstvöðva fyrir peninginn. Auðvitað veit Sly ekki hvað kuldi er. Það eina sem hann veit er hvernig á að lyfta manni upp fyrir höfuð sér til að stinga hann á dropasteini. Lof mér að útskýra: Hann henti honum ekki á svona öfugan dropastein, heldur LYFTI honum þannig að dropasteinninn stakkst í gegnum bakpoka, úlpu, kjöt, mænu og skinn. Það kallar maður hörkutól.

En ég veit ekki alveg með illmennið í þessari mynd...



Sko ég bara trúi því ekki að John Lithgow geti stjórnað hópi hryðjuverkamanna með ógnarvaldi og lamið Sylvester Stallone í klessu. Ég mundi frekar trúa honum til að sigra kökuskreytingarkeppni og gráta í fermingu.

Þrátt fyrir John Lithgow og gerfi-breska-hreiminn hans þá fær Cliffhanger alveg tuttugu af tíu mögulegum. Það eru reyndar líka ógrynni af svona "NOOOOOO" hlaupum í slow motion þegar sakleysingjar eru drepnir og slíkt á alltaf aukastig skilið, þannig að ég segi 22 af tíu mögulegum.

Næst: Demolition Man!

föstudagur, janúar 25, 2008

Alltaf eru mótmælendur svo vel talandi

"Þú ert ekk' Fokkín borgasstjór mahrr! Drullaðér burt! Þ'st. BÚÚÚÚ!"

Kvitt

Þá er maður kominn úr óðri vinnutörn og getur loksins snúið sér aftur að því að lufsast á netinu og spila Super Mario 2.

Þeir sem vilja mega bjarga Sirkus. Verður Sirkus bara ekki einsog Berlínarmúrinn, nema með sorgarkjökri í stað alsælutára? Fastagestir rífa þetta sjálfir í einum allsherjar grenjigjörningi fyrir framan leifturljós Alþjóðapressunnar. Við getum síðan skoðað rústirnar og hirt/selt minjagripi einsog blómagluggatjöldin, Hawaii-seríurnar og beinagrindina af President Bongó.

Neeeei, annars kveð ég ekki Sirkus fyrr en það er búið að sópa brakinu upp í fægiskóflu og henda á haugana. Ef ég fengi bjór í hvert sinn sem ég hef sagt "Bless" við Sirkus undanfarin sjö ár þá væri ég orðinn að Boris Yeltsin.

En ef hann verður rifinn... Pant hirða skiltið af þakinu. Þarf náttljós.

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Aðskildir á fæðingardeildinni


Vottur Vísindakirkjunnar og Kenneth úr 30 Rock.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

"Glerhýsi" og "Steypuhallir"

Þeir sem hafa verið að pósta Björgum Sirkus búlletins, eru á móti niðurrifi og vilja koma miðbænum til bjargar, ættu að horfa á viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Silfri Egils. Skemmtilegt, fræðandi og sannfærandi. Myndadæmin sláandi og litli krullaði lokkurinn á enninu á Agli hefur aldrei verið í eins miklu stuði.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Klór og snjór

Meðmæli dagsins: Að fara í sund/heitapott í snjókomu. Ofsalega kósí.

Carabo

Ég er enginn bíladellugæji, en...






miðvikudagur, janúar 09, 2008

Hugmyndir að leikjum fyrir Wii.



WORLD CHAMPIONSHIPS OF HIGH-FIVE
-Up High! Down Low! Don't Be Slow!
Leikmenn veifa stýripinnanum og reyna að gefa hæ-fæf við ærslafulla tónlist. Viðbrögð, taktísi og minni leikmanna skiptir höfuðmáli. Vilt þú komast alla leið í heimsmeistarakeppnina? - Bara ef þú lærir af Slap Master Mario™!

FAN OF SUMMER
-Keep Cool!
Leikmenn veifa stýripinnanum einsog blævæng á heimsins heitustu sólarströndum. Í hverju borði gefst kostur á að kaupa enn fallegri blævæng sem má svo býtta á netinu. Nærð þú að halda þér svölum á Ibiza?

OFFSIDE!
-A race against time... to raise the flag!
Leikmenn veifa stýripinnanum einsog fána þegar þeir leika línuvörð í bestu knattspyrnudeildum heimsins. Er hornspyrna? Er Ronaldo rangstæður? Upp með fánann og dæmdu um það!

HELLO-GOODBYE
-Say hello to fun!
Leikmenn veifa stýripinnanum til að veifa vegfarendum í bíltúr. Fyrst veifar þú pabba og mömmu bless og svo er það rúnturinn! Þegar líður á leikinn þarf leikmaðurinn að vera snöggur að ákveða hverjum á að veifa og hverjum ekki. Æsispennandi leikur fyrir þá sem finnst gaman að veifa vinum sínum (og stýripinnum).

LET'S BUILD A HOUSE!
-The House that waving built!
Leikmenn veifa stýripinnanum einsog verkfærum í þessum frábæra leik. Kanntu að gera einsog hamar? Kanntu að saga? Getur þú skrúfað skrúfu í vegg? Þessi ótrúlega spennandi leikur reynir á allar hliðar stýripinnans þegar leikmenn smíða hús handa Luigi™ í kapp við tímann. Kemst þú í seinasta borðið, þar sem meðferð hallamálsins skiptir sköpum?


Já, Nintendo, hringið bara í mig. Ég er með fullt af leikjum í viðbót þar sem leikmenn veifa stýripinnanum!
Meðal annars matreiðsluleik, snókerleik, glowsticks-reif-leik, lóðalyftingaleik, málaraleik, lyklaleik og svo mætti lengi veifa.

Pun. James Pun.

Hversu oft er hægt að pakka James Bond myndunum í einhvern skranpakka? Núna er hægt að kaupa allar myndirnar í plastskríni ásamt spilastokk á þrjátíuþúsundkall og þeir sem keyptu safnið í vakúmplasti á sínum tíma naga sig í handabökin. Var ekki eitthvað Bond safn í skjalatösku þarna á milli?

Næst kemur Bond í konu. Svona life-size plastkonu með skúffum og hólfum út um allt. Stofudjásn. "Get stuffed by Bond this holiday season!"

Hér má lesa lista yfir lélegustu pönnin hans Bond í gegnum tíðina. Aulahrolllestur.

Að lokum-
Ég skil alveg að pabbar okkar segi, "Sean Connery er hinn eini sanni Bond. Hinir eiga ekkert í skoska sjarmúrinn" því að þeir þúst, ólust upp á fornöld þegar Connery lék 007 í þöglu myndunum. EN það er beinlínis skrítið að heyra jafnaldra mína segja sama hlut. Kommon! Þeir sem ólust upp í eitís EIGA að elska Roger Moore og ekkert þras. Ég sá ekki Connery sem deitreipistann Bond fyrr en ég var táningur og þá var ég alveg, hvaða loðni greaseball er þetta?

A View To A Kill er LANGbesta Bondmyndin. Roger Moore, Duran Duran, Christopher Walken og fokking Grace Jones!


sunnudagur, janúar 06, 2008

Lúðraþytur

Krassamök

Ég vildi óska þess að ég hafi verið sá sem sendi lögguna á þessa drengi sem voru að spreyja niðrá Laugarvegi um daginn. Ég væri svo ofboðslega stoltur af sjálfum mér.

Þessir gaurar eru mjög óheppnir. Mjög óheppnir að vera retards að sjálfsögðu, en líka mjög óheppnir að vera einmitt þeir sem voru teknir fyrir krot. Ástandið var auðvitað orðið hreint út sagt hörmulegt þarna niðrí 101. Manni hreinlega blöskraði yfir óskapnaðinum á veggjunum og taldi sig allt í einu vera kominn til Chernobyl eða Escape From New York. Hvað, eru Bloods og Crips bara mættir til að merkja sér svæði? Svo er þetta allt svo ILLA skrifað mar. Ég hef séð fallegri sköpunarverk á almennings-klósettskál á ráðstefnu um Crohn's heilkenni. Senda þetta pakk á skrautskriftarnámskeið eða eitthvað. En 'metnaður' er auðvitað það seinasta sem maður býst við af 17 ára einfeldingum í Fubu buxum.

Anyway. Borgin svört af krassi, allir að gubba af ógeði og íbúar komnir með UPP Í KOK og þá skyndilega eru þessir trúðar teknir við að krota á 80 hús. Sjiiiiii, þessir tveir litlu kútar eiga eftir að BORGA! Loksins er þolinmæðin sprungin. Stjórnvöld, fjölmiðlar og íbúar eru OUT FOR BLOOD og reiðin verður tekin út á þessum greyum. Ég þori varla að ímynda mér sektina/skaðabótakröfuna ef allir sem urðu fyrir barðinu á þeim kæra. Maður vorkennir þeim næstum því. Nei djók, ég óska þess að það verður spreyjað á mömmur þeirra í beinni frá Kringlunni.

Úff, stundum kreppir maður hnefana svo fast af reiði að maður heldur að maður ætli að handleggsbrjóta sjálfan sig.

- - - -

DISCLAIMER:
Ég talaði um svipað mál fyrir löngu síðan og einsog sjá má á kommentunum á þeirri færslu eru einhverjir sem kunna ekki muninn á veggjakroti og graffiti. Ekki hlæja of mikið af þeim samt þegar þið lesið kommentin þeirra, það er ljótt að hlæja að vesalingum.

Ég styð alveg götulist/graffiti EF það er vel gert, litríkt og sniðugt. Hvort sem það er ólöglegt eða ekki. Það er alltaf gaman að keyra framhjá vöruhúsinu við hliðina á Kassagerðinni og pallíettu-fossinn fyrir ofan Hans Petersen í Bankastræti er æðislegur. Ef einhver ætlar að gera þannig smekklega list á minn vegg, þá skal ég alveg koma út með kaffi og kleinur og fá að vera með í að velja litina. En ef slefandi fífl ætla að ræpa á húsið mitt með ljótu pári, þá hendi ég sko þvottavélinni minni oná þá.

Hey, ef þú vilt að ég viti hvað þú heitir, endilega sendu mér bara bréf eða eitthvað. Eða leyfa þeir ykkur kannski ekki að senda póst frá fávitaheimilinu?

Það sem ég fékk í jólagjöf

Jakkaföt úr gulu leðri.

Ekkert fleira.

Poppár

Við á B-Town Hit Parade vorum að setja saman flottasta árslista sem um getur. Glens, fróðleikur og milljón lög (með milljón þá meina ég 20) til að hlusta á.

Sjá!

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Rakettur

Gleðilegt ár kútar og krútt.



Blogg bráðum.