Mömmustolt
Besta dæmið eru fréttir um fótboltakallana okkar. Mér finnst það alltaf sprenghlægilegt þegar ég sé fyrirsögn einsog
"EIÐUR SMÁRI VAR INNÁ ALLAN TÍMANN
Í TAPLEIK BARCELONA"
Já ég er viss um að það er stórfrétt þegar Eiði tekst að vera nógu viðunandi til að vera ekki rekinn í sturtu með skömm. Það er amk gott að vita að okkar maður var með í að tapa leiknum.
Eins með hana Ásdísi Rán. Hún er ekki búin að vinna neitt. Hún er bara í keppni. Það er ekki einu sinni víst að hún fái að vera inná allan tímann, hvað þá að skora.
Þetta er einsog að koma með frétt um að Sveppi hafi tekið þátt í net-lottói og gæti unnið million dollars. "Já maður bara bíður og vonar" segir Sveppi í viðtali við blaðamann. "Það er auðvitað mikill heiður að fá að vera með. Maður er í samkeppni við fólk um allan heim".
Áfram Ísland.