<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, apríl 27, 2008

Mömmustolt

Mér finnst það alltaf svolítið sætt hversu hreykin við erum af samlöndum okkar í útlöndum, sama hvort þeim gangi illa, gangi vel eða bara... gangi yfir höfuð.

Besta dæmið eru fréttir um fótboltakallana okkar. Mér finnst það alltaf sprenghlægilegt þegar ég sé fyrirsögn einsog

"EIÐUR SMÁRI VAR INNÁ ALLAN TÍMANN
Í TAPLEIK BARCELONA"


Já ég er viss um að það er stórfrétt þegar Eiði tekst að vera nógu viðunandi til að vera ekki rekinn í sturtu með skömm. Það er amk gott að vita að okkar maður var með í að tapa leiknum.

Eins með hana Ásdísi Rán. Hún er ekki búin að vinna neitt. Hún er bara í keppni. Það er ekki einu sinni víst að hún fái að vera inná allan tímann, hvað þá að skora.

Þetta er einsog að koma með frétt um að Sveppi hafi tekið þátt í net-lottói og gæti unnið million dollars. "Já maður bara bíður og vonar" segir Sveppi í viðtali við blaðamann. "Það er auðvitað mikill heiður að fá að vera með. Maður er í samkeppni við fólk um allan heim".

Áfram Ísland.

föstudagur, apríl 25, 2008

Þríeykið

Mér finnst það boring að það eru bara þrír menn sem sjá um að auglýsa hluti hér á landi: Jón Gnarr, Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann Sigfússon. Er enginn að fá neitt leið á því að sjá þessa gæja koma með enn aðra sketsaherferðina? Ég veit að ÉG er kominn með nóg. Ég hef t.d. ekki ennþá nennt að horfa á nýju Vodafone auglýsingarnar til enda. Ég er bara kominn með leið á því að sjá andlit þessara manna. Þeir hafa algjörlega einokað skjái, skilti og síður undanfarinn áratug. Ég vil frið!

Ég segi að við fáum fjórða gæjann inn: Gas-Mennið. Hann gæti staðið við tóman bakgrunn, haldið á vörunni í myndavélina og öskrað hvað hún er. Til dæmis Happdrætti "DAS! DAS! DAS! DAS!" ...Nú eða eitthvað frá Ikea: "GLAS! GLAS! GLAS! GLAS!" Fólk yrði sjokkerað í að hlýða. Einfalt en virkar.

Auðvitað mega auglýsingar vera fyndnar og alveg absúrd grín og léttir strengir, en hleypið bara öðrum að. Burt með þríeykið.

Og eitt annað: Skets er ekki auglýsing. Það dugar ekki að láta bara Steina Fyndna búa til "karakter" (Steini á bara einn karakter) og láta hann svo "djóka" (Steini á bara einn djók) og setja svo lógó aftast. Ef við myndum velja fimm Steina-auglýsingar af handahófi og svissa lógóunum þá myndi enginn sjá neinn mun. Auglýsingin á að vera beintengd vörunni annars gæti hún alveg eins verið atriði í Fóstbræðrum (Auðvitað eru Fóstbræður löngu grafrændir af markaðsfólki (oftast Fóstbræðurnir sjálfir sem skrifa auglýsingarnar í þokkabót)).

Dæmi um auglýsingar sem voru fyndnar, tengdust vörunni og voru ekki með Fóstbræðrum: Gömlu 'Best í heimi' frá Thule ("No problem for John Boblem" osfv).

Af hverju í ósköpunum var Helgi Persónulegi Trúbadorinn að auglýsa fótboltagetraunir!? Æææhhjj, Ég finn að pirringurinn er að koma upp og ég gæti rövlað um þetta í marga daga þannig að...

Niðurstaða:
Sketsar eiga heima í sketsaþáttum, Fóstbræður eiga heima í gröfinni og þríeykið á heima uppí sumarbústað í smá hvíldarpásu.

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Orð dagsins

GAS! GAS! GAS! GAS!

Svo finnst mér líka fyndið að þeir einu sem saka lögregluna um harðræði eru undantekningarlaust trylltir ólátabelgir.

"Við ætluðum bara að færa bílana okkar og vondu löggurnar réðust á okkur" segja þeir vælandi og þykjast vera friðsælir búddamúnkar. Djöfulsins drullulygar. Þegar einn durgurinn fékk GAS! GAS! GAS! í augun þá voru allir með augnskol í vasanum. Deginum ljósara að þessir gæjar voru mættir til einskis annars en að slást við lögguna.

GAS! GAS! GAS! GAS!

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Þamba og Samba



Sumarið verður vakið með offorsi á Organ í kvöld.

Einsog fram hefur komið í fjölmiðlum mun goðsögnin Maggi Kjartans flytja eyrnadjásnið 'Sólarsamba' í nýjum búning, enda lagið 20 ára gamalt í sumar. Auk Magga koma fram Skátar, Kimono, Swords of Chaos og Seabear. Einnig mun ykkar einlægur vera á staðnum til að spila sólarglætur inn á milli atriða og diskótekast fram á nótt eftir að MK hefur lokið sér af.

Mér skilst að Samba-Maggi muni vera með allsherjar hitabeltisstemmara og ausa kokteilum í fötuvís ofan í mannskapinn. Endilega mætið á Organ í kvöld með skitinn þúsundkall í hönd og breytum Reykjavík í Ríóvík.


Til að koma ykkur í pínu stuð er hérna lag með íslandsvonbiðlinum Paul Simon. Lagið er ekki bara sjúklega sumarlegt heldur er Chevy Chase líka í vídjóinu. Nostalgían knésetur mig þegar eg horfi á þetta.


þriðjudagur, apríl 22, 2008

Búmm tsji Búmm

Well I'm Mr. Plow and I'm here to say
I'm the plowin'est guy in the U-S-A!


Af hverju er enginn að rappa svona lengur?
Eða rappaði kannski enginn svona í alvörunni?
Og ef svo er, af hverju byrja þá ekki allir að rappa svona núna?

Well I'm Bobby Breiðholt and I'm here to say
that I played Nintendo on the couch all day.
I could be playing football out in the sun
but playing Paperboy is just too much fun


Top that!

Log

Mér finnst svo fyndið þetta laumuspil með Ólympíukyndilinn. Það er auðvitað engin furða að fólk sé á móti því að hlaupið sé með þessa látúnseldspýtu í gegnum sitt heimaland, enda eru Kínverjar geðveikt hressir með að bjóða öllum heim í te og kolkrabbanúðlur á meðan þeir kúga og kremja vanmáttuga þjóð á bakvið hótelið. Æj, ég myndi nú samt varla nenna á mótmæli ef kyndillinn kæmi hingað. Ég leyfi bara Richard Gere og Björk sjá um mótmælin fyrir mig. Tíbet eiga bara að kasta friðnum á glæ og taka Gazastrandarskæruliðann á þetta. Út með grænmetisát og bænir og inn með tímasprengjur og flugskeyti. Einsog vitur maður sagði, "You don't win friends with salad".

Samt hefði kyndillinn alveg getað verið hér og enginn vissi af því, slíkt er leynimakkið með hann.

"Kyndilberar skriðu með eldinn í gegnum hitaveiturör, földu hann undir frakka í skjóli nætur og fóru með hann í bíó á 'The Hottie & The Nottie'.

Það sem venjulega er magnþrungin virðingarskrúðganga með logandi kyndil bróðernis og afreka, er núna smyglað skítaprik sem enginn vill kannast við. Slepptu þeir ekki alveg San Francisco þegar mótmælin voru þar? Þeir fóru held ég bara með hann úr vélinni, einn hring um fríhöfnina og svo aftur uppí vél. "jebb þetter gott".


Annars ætla ég ekkert að gera frekara grín að kínverjum. Ég minnist bara þessa gæja:



Allir eru alltaf, "NAFNLAUSA HETJAN" Þegar þeir tala um þennan gaur. Hann er nafnlaus því ekkert hefur til hans spurst síðan hann lét svona einsog bjáni. Mér finnst það fyndið að enginn hefur spáð í hvað gerðist rétt eftir að myndin var tekin. Keyrðu þeir yfir hann? Ég skal hundur heita ef þessi gaur var ekki dreginn afsíðis strax eftir þetta og kraminn með hömrum, hakkaður upp og étinn með núðlum og sojasósu. Það kemst enginn upp með svona lagað gegn kínverjum.

Því segi ég að kyndillinn megi alveg gista heima hjá mér er hann læðist óséður gegnum Evrópu. Ég skal ekki segja neinum... ef ég fæ smá hugrekkiskjét með núðlum.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Nostalgíugrátur.


Á vafrinu

Já er það, elskan? Notar þú Beatport?


Finnst þú frekar hafa not fyrir kaffibolla.


Eða meðferð.

föstudagur, apríl 11, 2008

Rif

Ég ætla ekki að fara að grenja örlög Sirkuss, enda var staðurinn búinn að vera alveg glataður seinasta árið og löngu kominn tími á að loka sögubókunum á þá holu.

En því getur enginn neitað að staðurinn var mikið og hressandi kennileiti hér í borg og mikil menningarverðmæti lágu á milli rotinna loftbitanna og kúgunarþvingandi klósettanna. Öðruvísi, lifandi, litríkur og séríslenskur bar, fullur af karakter og sjarma. Hér er það sem kemur í staðinn:


Smella fyrir stærra

Fallegt skógarplakat. Alveg gríðarlega sjarmerandi menningarverðmæti er það ekki? Gljáfægðar flísarnar svo sannarlega eitthvað til að segja vinum sínum frá. Er ekki fólk að koma hingað út af því að Ísland er svo skrítið og gamaldags? Það nennir enginn að hanga niðrí bæ ef allt lítur út einsog klósettið í Kringlunni. Það er öllum skítsama um hönnunarhótel og einhverjar ullarsokkaverslanir.

Þú ert ekki að impressa neinn með lélegum eftirlíkingum af alvöru nútímaarkitektúr. Við gleymum alltaf sjarmanum og fegurðinni í því sem er ljótt, gamalt og séríslenskt. Skömmumst okkar fyrir það og viljum sýna öllum hvað við erum módern og setjum ljótt skógarplakat yfir okkar sanna andlit. Hvort sem það er samkeppnin milli miðbæjarins og Smáralindar eða samkeppni við London sem áfangastað ferðamanna þá gildir það sama: Við verðum að keppa á okkar eigin forsendum. Útlönd eiga flottu húsin, það er bara útrætt mál. Við eigum gömlu, hallærislegu húsin með sálina og draugana. Það er okkar sérstaki kostur. Við verðum að læra að elska okkar innra hallæri og hætta að þykjast vera hipp.

Ég segi bara mold á Laugaveginn og háhýsi úr timbri og bárujárni. Þeir sem vilja parketið utaná, svartar flísar og internetklósett geta bara drullast uppí Kópavog.


PS
Tókuði eftir að það hætti að vera gaman á Sirkus mjög stuttu eftir að þau löguðu gólfið? Ég segi að sjarminn hafi verið í drullunni. Sýnir bara að skítugt gólf með glerbrotum og sígóstubbum er skemmtilegra en flotmúr.

Yrkisefni Stórskáldsins

Ég var að finna gamla stílabók síðan í framhaldsskóla. Þar var aðallega krot, krass, pælingar unglings og svo auðvitað fyrirmyndarglósur. Ég fékk alltaf amk. 8 í glósufögum (íslensku, jarð- og líffræði), enda glósari af guðs náð. En glósurnar eru ekki umræðuefnið hér (samt skal ég selja svörin úr JAR1035 á slikk). Innan um jarðlög og bláæðar voru nefnilega fullt af ofboðslegum ljóðum eftir stórskáldið mig.

*ahemm..*

Leðurjakkablús
Leðurjakkarnir lykta rammt
enda lakkaðir vel með feiti.
Stólað á það ég get nú samt
að allar stelpurnar bleyti.


Tvíþekjan
Rauði Baróninn svífur stíft
Tekur hann oft snúninginn.
Í stjórnklefa hans er þó sjaldan líft
enda prumpar hann svo oft í búninginn.


Þánkar um svengd
Morkið reipi rennur djúpt
og lángt oní rýran maga.

Bandið þykir gróft og þurrt,
sem fékk ég frá ömmu heitinni.
Því smyr ég allar dældir burt
með gömlu kaðla-feitinni.


Morðóði Inúítinn
Um víðáttur túndrunnar, undir himninum köldum og bláum
frostbitinn, mölétinn og kalinn á hnjánum.
Morðæðið liðið hjá, húðkeipsins hann saknar.
Með varaþurrk upp að eyrum með frosið hár hann vaknar.
Með kóps hræ í pyngju og tólg í flösku
berst hann í gegnum snjó og eldfjallaösku.
Sama hve nákaldur vindurinn blæs og hvín
mun Morðóði Inúítinn ná til þín!

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Allir saman.

Ég vona að allir séu að hugsa fallega til vina okkar í Steed Lord, sem kúra uppi á spítala einmitt núna. Sendum þeim gleði og þrek í gegnum hugsana-radarinn og föðmum Svölu, Einar, Ella og Edda í hjartanu. Knús, krakkar.


þriðjudagur, apríl 08, 2008

HETJUR

Það má ekki hundur prumpa og þá er einhver Hollywoodstjarnan búin að fremja hetjudáð. Í alvöru, það líður ekki vika án þess að Jack Nicholson hafi borið víetnamska fjölskyldu úr brennandi flugeldaverksmiðju. Eða að Tina Turner hafi lyft þyrluflaki ofan af hópi ferðamanna. Eða að Russell Crowe hafi kyrkt risaeðlu sem herjaði á lítið þorp í Wisconsin.

Í greininni þarna má lesa um hvernig Johnny Depp sá að trukkur stefndi með ofsahraða á hóp statista, sem góndu uppí loftið og vissu ekkert hvað var að ske. Með ótrúlegu snarræði og skeytingarleysi um eigin limi breiddi Johnny út arma sína (sumir myndu kalla þá englavængi) og sópaði öllum sex úr vegi hinnar stjórnlausu martraðar. Gott að Johnny stóð og fylgdist með að allt væri með felldu (kannski með skikkju). Á meðan hafa öryggisverðirnir, grippararnir og ljósamennirnir legið inní hjólhýsum sínum og étið kavíar. Djöfulsins skíthælar og gúngur.

Þetta sýnir bara að Hollywoodstjörnur eru ekki bara ríkari og fallegri en við, heldur eru þær líka sterkari, sneggri og hugrakkari. Guð blessi þau.

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Kodak móment

Ég las að það eigi að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni (sem eru 10 fyrir (og voru settar upp fyrir 15 árum)) um sjö.

Bara sjö? Af hverju ekki sjö hundruð?

Í sömu frétt var talað um að það séu 20 myndavélar á og í einni blokk í Fellunum. Þremur fleiri en verða í öllum miðbænum.

Það hefur margsannað sig að glæpir og skemmdarverk snarminnka niður í nær ekkert þar sem kamerur stara óblikkandi auga á drulluhala með sprey eða ofbeldi í hnefunum. Þannig að, þúst, WTF?

Ég vil hafa 360° myndavél á hverjum einasta ljósastaur og stöðumæli. Ég vil hafa zúmmandi upptökuvél á hverju einasta þakskeggi og starandi út um hvert einasta skráargat. Fjandinn hafi það, ég vil hafa menn með sjónauka og ljóskastara í fimmtán loftbelgjum sem svífa yfir miðbænum. Ég VIL að það sé fylgst með mér og (sérstaklega) andlega þroskaheftum mann-öpunum sem stunda sitt nauðg og sitt berj í skjóli nætur.

Ég hef aldrei fattað liðið sem er á móti auknu eftirliti. "Húmbúkk! STÓRI BRÓÐIR að njósna um þegna sína! Lærðum við ekkert af '1984'? Ríkisstjórnin er að ljúga og níðast! NineEleven var samsæri!!" Æj, farðu oní skúffu og vertu þar. Hvað, heldur þú að þetta sé X-Files eða? Hey agent Mulder, ef þú ert með einhverjar áhyggjur af því að löggan sjái þig sparka í haus eða að kúka á tröppur, vert þú þá bara heima. Mér er alveg sama þótt einhverjir dúddar í blábirtuðu herbergi horfi á mig ganga niður gangstétt og bora í nefið. Ég veit amk að þeir sjá ef ég renn á blautu pulsubrauði og hausbrotna, eða verð nauðgað af trylltum múg. Myndavélalöggan to the rescue.

Eru ekki þúsundir ókunnugra sem sjá mann (og geta glápt) á hverjum degi hvorteðer? Hvaða máli skipta nokkrar myndavélar? Ef þér er svona annt um friðhelgi einkalífsins, skerðu þá tvö fótagöt í pappakassa og skríddu um í honum.

Þetta er okkur góða fólkinu til verndar og illvirkjum til varnaðar og því segi ég bara SÍS.