<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





laugardagur, maí 31, 2008

Sörpræs

Klukkan var fjögur um nótt þegar ég vaknaði við grimmilega dyrabjölluna. Ég gekk í svefni niður tröppurnar með öndina í hálsinum og stýruna í auganu. Hver gæti verið að hringja hér dyrabjöllu um miðja nótt, hugsaði ég óttasleginn með hamar, rambóhníf og svona kerta-haldara í höndunum (auðvitað var ég líka í náttserk og með svona jólaveina-svefnhúfu).

Vampírubörn að biðja um dót á tombólu?
Veiðimenn að moka eftir ánamaðk?
Vinir Vors og Blóma að selja miða á endurkomuball?
Vopnaðir villingar viljandi valda viðbeinsbroti?
Eða eitthvað annað sem byrjar á V??

Jah, ef þetta er launmorðingi í skjóli nætur þá er hann allavegana með fullt af farangri með sér, heilu ferðatöskurnar. Óguð, kannski eru töskurnar til að geyma sundurlimaðan líkama minn! Plís nei.

Ég opnaði hurðina veifandi hvítum klút og gægðist.Haldiði ekki að Jónína standi þarna, búin að stytta mánaðar spánardvölina sína um viku án þess að segja mér! Ég skellti hurðina á hana í viðbjóði fyrir að vera svona óheiðarleg við mig.

Nei djók. Velkomin heim beibí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home