Hvítt og rautt
Rólegir að bara skjóta ísbjörninn í beinni útsendingu. Ég er enginn grænfriðungur (í þessu tilviki hvítfriðungur), en þeir hefðu þó mátt hinkra aðeins lengur en eina andrá með að drita hann í tætlur. Hefði ekki mátt gera við hann einsog býflugu, hvolfa glasi yfir hann og henda honum svo útum gluggann? Eða þið vitið...
Þetta fannst þeim gaman, strákunum á Skagafirði.
Reyndar eru þessir bóndadurgar svo æstir í að skjóta og drepa ókunnugar skepnur að þeir hafa allir stormað út með byssurnar um leið og sást til hans. MÁÉG MÁEG!! Ef einhverjar geimverur eða tímaferðalangar ætla sér að koma með mikilfengleg skilaboð um friðsemd, þá mæli ég ekki með því að þeir lendi í Þverárhlíð.
En fyrst það er búið að skjótann, má ég fá að eiga hausinn?
Þetta fannst þeim gaman, strákunum á Skagafirði.
Reyndar eru þessir bóndadurgar svo æstir í að skjóta og drepa ókunnugar skepnur að þeir hafa allir stormað út með byssurnar um leið og sást til hans. MÁÉG MÁEG!! Ef einhverjar geimverur eða tímaferðalangar ætla sér að koma með mikilfengleg skilaboð um friðsemd, þá mæli ég ekki með því að þeir lendi í Þverárhlíð.
En fyrst það er búið að skjótann, má ég fá að eiga hausinn?
6 Comments:
Þetta er svoooooo sveiiiiitóóóóóó.
Ótrúlegur aulagangur.
Og...afhverju að sýna mómentið þegar hann er skotinn? Er ekki nóg að sýna volgt hræið í klístruðum blóðpolli? Eða er sveitaliðið svo vitlaust að það fattar ekki atburðarrás sem gæti mögulega leitt að svoleiðis niðurstöðu?
Fnæsandi skömm.
Einmitt. Og þetta eru nákvæmlega sömu hálfvitarnir sem rista opinn hval á bryggjunni og éta innyflin brosandi fyrir framan myndavélar alheimspressunnar.
Blóðþorstamont.
Já og svo KLAPPA ÞEIR bjarnarhræinu á vídjóinu?!!?!
"Leiimmér að koma við björninn sem ég skaut í hálsinn...lemméééééér"
Ótrúlega stoltir, slefandi skrattans rednecks.
Og hvað öllum sveitungunum hefur verið skemmt, sitjandi í bílunum sínum í 30 metra fjarlægð, flautandi í takt þegar hjarta bjarnargreyisins sló í síðustu skiptin.
Mér verður óglatt.
Gátu þeir ekki sagt eins og Jimbo og Ned:
IT'S COMING TOWARDS ME!!!
Það er ekkert að því að ÉTA hval, frekar en að éta naut, rollu, svín, kjúkling, fisk, ... - Ekkert!
Borðaði hráa hrefnu í Hafnarfirði á sunnudaginn, í sojasósu, "japanese style". Dásamlegt...
hey... hann var að þefa upp í loftið..Það veit hver heilvita manneskja að þá ráðast þeir til atlögu. Og það var enginn tími til að taka þyrlu frá egilstöðum með deyfilyfsbyssuna og sérfræðinginn um hvítabirni sem sat í startholunum. HANN VAR FARINN AÐ ÞEFA UPP Í LOFTIÐ. Hvaða anti-víkingaskapur er þetta. Langalangafi þessara manna hefði sko barist við hvítabjörn án þess að blikna
Gátu þeir ekki bara hennt í hann einu hvalshræi, tekið eina góða international mynd af honum að éta hvalinn hamingjusamann og feitann og sótt þennan dúd með deyfilyfinn og skutlað birninum svo bara með gullfossi á næsta stóra ísjaka.
Aumingjaskapur og ekkert annað. Það ætti að raka af þessum mönnum bringuhárin. þeir eiga ekki skilið að bera þau
Haha, já Harpa. Upp með rakvélarnar. Mátti ekki svæfa greyið einhversstaðar í kyrrþey? Take it easy með blóðbaðið... fyrir framan myndavélar!! Asnar.
Skrifa ummæli
<< Home