<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, september 25, 2008

Af Fíflum

Ég sá um daginn að ógeðið sem hendir hnífum í börnin sín væri mikill og sannfærður áhugamaður um hvers konar samsæriskenningar. Að Tungllendingarnar væru uppspuni, að Bush hafi myrt alla á 9/11 osfv.

Djöfull finnst mér alltaf svo þroskaheft þegar fólk segist trúa á svona þvælu. Manns álit á viðkomandi hrinur gjörsamlega (ekki það að álitið á þessum barnaníðing hafi verið mikið fyrir). Maður bara virðir fyrir sér viðkomandi og er alveg, "Hvað er í gangi þarna inni? Ég er að horfa á mann með heila barns!"

Stundum þarf svo lítið til, að sýna að manneskja sé skyndilega með greind á við bavían."Juliette Lewis er í Vísindakirkjunni" er eitt dæmi. "Þúst við lentum aldrei á Tunglinu mar!" er annað.

Ekki að ég þurfi eitthvað að útskýra, en Tungl-bullið má skjóta í kaf með því að benda á að þegar þeir fóru þangað fyrst, skildu þeir eftir endurskinsmerki. Ef þú skýtur geisla þangað, þá kemur hann til baka. Case closed. Og hvað 9/11 varðar, þú ert að fokking djóka er það ekki?

OOooh, hvað mig langar að fara með einn svona lúða í heimsókn til brunamanns í NY sem missti alla vini sína þennan dag! "Þessi lúði hér hefur svolítið að segja við þig" -"eeehhh... ég trúi því að... ee.. að þú ert með mjög fallegt veggfóður hér?"

Og hey, bottom line: Bandaríkjastjórn gat ekki coverað upp eitt innbrot þar sem fimm manns komu við sögu, hvað þá RISAVAXNAR MEGA-LYGAR þar sem þúsundir manns þyrftu að vera með í spilinu. HMM! OK, nú er hjartslátturinn kominn upp, ég ætla að kreista svamp og fara í búbblubað.

Auka:
Penn & Teller tóku svona fífl fyrir í einum þætti af Bullshit. Mjög fyndið. Sjá hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home