<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, september 28, 2008

Iggy Croc



Það er nógu slæmt að Iggy sé í Crocs. En sjáiði, hann er í custom sérútbúnum upphækkuðum fótalækninga Crocs (annar fótleggurinn hans ku vera styttri en hinn, sem ég hafði ekki hugmynd um).

Hugsið ykkur að vera svo hrifinn af "Tátiljum Lúsifers" að maður mætir með þá uppí Össur alveg, Hey geturðu brætt upphækkun saman við þessa GEÐVEIKT SVÖLU gúmmískó hérna?

Iggy, you changed man. Þú varst vanur að klæða þig í lítið annað en leðurbrækur og storkið blóð úr sjálfum þér. En núna eru það bara Cool Dad stuttbuxur og "Klossar Kölska". Þessi Bahama Mama ber eflaust enga virðingu fyrir þér þegar þú raðar misháum Crocsunum í skógrindina í forstofunni.

5 Comments:

Blogger oskar@fjarhitun.is said...

Gefðu kallinum breik, mar, hann er nú einu sinni 60+ ára gamall.

Hann leit reyndar út fyrir að vera ekki deginum eldri en tvítugur fyrir ca. 2 árum, þegar hann blastaði með Stooges og Mike Watt í Hafnarhúsinu. Ótrúlegur, kallinn!

5:03 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Hóhó.

Já OK hann fær kannski endurhugsaða gamalmenna undanþágu núna, en bara afþví hann flutti "TV Eye" og "Gimme Danger". En það er eins gott að ég sjái þetta ekki aftur.

Ég man eftir þesu sjói. Ég var að vinna á skrifstofu á Tryggvagötu og heyrði hvern tón. Ég vil sjá hann áttræðan og horaðan, rokkandi sem aldrei fyrr. En ekki í Crocs.

10:35 e.h.  
Blogger The PolarBear factory said...

Sko ég held að daman við hliðina á honum hafi gert honum þetta.. hann er allavega ekki í hvítum þröngum buxum og með bangsa eins og hún :)

11:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha björk þú ert fyndin !!!! ég var að ýminda mér iggy í hvítum þröngum buxum og í crocks að knúsa einhvern bangsaling!!!

joni

8:56 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Ég tel að þessi "kona" (ef það er hennar rétta kyn) gæti unnið Iggy í sjómann.

9:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home