<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://draft.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, mars 24, 2005

Git-R-Done!!

Ég var engan veginn að átta mig á því hvað ég væri að gera vitlaust. Það var fyrsta kvöld páskafrísins, ég var í mínu fínasta pússi (gömlum kartöflusekk bundinn um mittið með bréfaklemmmukeðju) og var á sjötta bjór. En mér var það hreinn ógjörningur að komast í fíling. Það var beinlínis engin stemming, hvorki á KB eða Sirkus. Þegar ég leit í kringum mig sá ég að allir aðrir á staðnum virtust vera í sömu hugleiðingum og ég, að skima um með drukknum augum eftir einhverju skemmtilegu að gerast (kanski vinur í stuði, einhver sæt/ur til að áreita, gott lag á fóninum). Þá rann það upp fyrir mér. Þetta var bara ósköp venjulegt miðvikudagskvöld, nema að það var bara ögn meira af aðeins fullara fólki á staðnum. Við höfðum enn og aftur fallið í þá gryfju að halda að vegna þess að það er frí á morgun þá verður átómatískt allt að vera snælduvitlaust. Hin aldagamla hefð að detta í það bara afþví maður getur það hafði enn og aftur bitið okkur í rassinn. Eins fullir og allir voru, og í eins fínu pússi og allir voru, þá var bara leiðinlegur miðvikudagur í öllum.

Það versta við að eiga kærustu er að maður verður háður þáttunum hennar. Ég hef mína karl-lægu 24, Lost og Deadwood, en eyði samt fullt af tíma á dag í að dánlóda nýjustu Desperate Housewives, American Idol og America's Next Top Model. OG ÉG ELSKA ÞÁ ALLA! WWAAAAHH! Ég hlýt að vera eini karlmaðurinn á landinu sem veit hver Yaya, Constantin Maroulis, Bree Van de Camp og Nolé Marin eru. Annars finnst mér gaman að horfa á þessa hryllilega feik "raunveruleikaþætti". Ég man sérstaklega eftir Murder in Small Town X (wá hvað það var lélegt.)

Viti menn! Janice Dickinson VAR súpermódel! (og bara nokkuð sæt líka. Minnir soldið á Catherine Zeta Jones)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bwahahaha. Janice er skvísa! Þá og núna! haha! Ojé! Ég fíla hvað hún er ógeðslega cynical og mikið bitch. Bestu tímar þáttanna eru þegar Janice segir eitthvað flat in their skinny faces.

Og já... þú ert ekki eini karlmaðurinn. Ég horfi á þetta eins og óður hestur!

Ragnar Freyr

11:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha hvað er samt málið með gaurinn með silfurlitaða hárið?

11:06 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Já maður! Jay Manuel er appelsínugulur og með hart, silfurlitað hár. Hann og Ásgeir Kolbeins láta bókað mál klippa sig á sama staðnum.

2:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit sko hver Yaya er. Og líka að Respeito er Respect á portúgölsku (hún var í þannig bol).

2:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home