laugardagur, júní 30, 2007
föstudagur, júní 29, 2007
Æhj
Sjáið þetta ógeðis pakk sem hékk í röð í marga daga til að fá iPhone. Hvernig dettur fólki í hug að nenna þessu?
miðvikudagur, júní 27, 2007
Gult
Um árið gekk um netið eitthvað sprell þar sem maður gat búið til South Park karakter í eigin mynd. Núna getur þú gert Simpsons-þig. Farðu á Þessa síðu og farðu í "Create your Simpsons Avatar" efst.
Jippí! Og allir að setja Simpsons-sig í kommentin.
Pú
Núna þegar það er bannað að reykja vonast ég til að það beri minna á því sem ég kalla "stolta reykingamenn". Þessir vindbelgir reykja að sjálfsögðu óheyrilega mikið og finnst það hreinn unaður að njóta góðs tóbaks. Þeim finnst það alger fasismi og forsjárhyggja að "mega ekki einu sinni reykja í flugvél!" og þeim var auðvitað öllum lokið þegar bar-bannið gekk í gildi. "Hvernig á maður nú að geta skemmt sér?!" Einn þannig ösku-kall, Kormákur Eitthvaðson, birtist meira að segja á síðum dagblaða til að mótmæla því að það væri að traðka á hans guðsgefna rétti að reykja sígarettur hvar sem honum sýnist. Kommon sígarettur eru fokking ógeðslegar og sömuleiðis þínir gulu puttar, stolti reykingamaður.
PS
Bannið er meiriháttar og ég sé ekki neinn heimsendir nálgast, einsog spáð var.
PS
Bannið er meiriháttar og ég sé ekki neinn heimsendir nálgast, einsog spáð var.
fimmtudagur, júní 21, 2007
Bless
Jæja þá er komið að því að leggja í erfiða langferðina til Flateyjar á Breiðarfirði. Ég er búinn að fara í allar bólusetningar og sprautur sem til þarf og var að koma úr þrýstijöfnun. Núna er ekkert til fyrirstöðu en að pakka niður sundbrókinni og piparúðanum.
Flatey var byggð af Pöpum árið 1800 og var þetta fyrsta manngerða eyjan af sinni tegund. Flatey var og er afar blómlegur kaupstaður þar sem gamlar hefðir mæta gömlum skoðunum. Þarna reis fyrsta ísbjarnarsláturhús landsins innan um blómleg kaffihúsin þar sem alltaf mátti fá ilmandi kattamjólk. Auk þess var herrafataverslun Síberts Kløgensen einn vinsælasti söluaðili skyrtuflibba og mannbrodda.
Ég ætla mér að heimsækja alla merkustu staðina: Gullnámuna, kafbátaflakið, vatnsrennibrautagarðinn og auðvitað Alþjóðaspilavíti Alcoa.
Óskið mér góðrar ferðar og skiljið nú eftir óvænt ástarbréf fyrir mig til að skoða þegar ég kem heim á mánudagskvöldið.
Ykkar
Bjölli.
Flatey var byggð af Pöpum árið 1800 og var þetta fyrsta manngerða eyjan af sinni tegund. Flatey var og er afar blómlegur kaupstaður þar sem gamlar hefðir mæta gömlum skoðunum. Þarna reis fyrsta ísbjarnarsláturhús landsins innan um blómleg kaffihúsin þar sem alltaf mátti fá ilmandi kattamjólk. Auk þess var herrafataverslun Síberts Kløgensen einn vinsælasti söluaðili skyrtuflibba og mannbrodda.
Ég ætla mér að heimsækja alla merkustu staðina: Gullnámuna, kafbátaflakið, vatnsrennibrautagarðinn og auðvitað Alþjóðaspilavíti Alcoa.
Óskið mér góðrar ferðar og skiljið nú eftir óvænt ástarbréf fyrir mig til að skoða þegar ég kem heim á mánudagskvöldið.
Ykkar
Bjölli.
mánudagur, júní 18, 2007
sunnudagur, júní 17, 2007
STOLT!
Sjáið hvað gítarinn passar vel við skyrtuna. Smart drengurinn.
Þessi skallablettur þarna í forgrunni er líka alveg gasalegur.
Ívar bróðir og hinir dúdarnir í Spooky Jetson spiluðu ógurlegt sett fyrir trylltan múg á Arnarhóli fyrr í kvöld. Ég stóribróðir var svo stoltur að mér var skapi næst að grenja. "Þú ert mér og móður þinni til sóma!" hefði ég öskrað á milli laga með kökkinn í hálsinum.
föstudagur, júní 15, 2007
miðvikudagur, júní 13, 2007
Apafréttir #7
Hi
We've been jetsetting all around the world lately, setting up connections and popping Champagne corks in the air. We just came back from Denmark and Berlin is next (read about that one later on). All this flying about gave us the idea of having our very own flying contraption. After nixing our original idea of getting a zeppelin, we went airplane shopping.
We chose a Boeing 707. It was the very first Air Force One, used extensively by Nixon when he would parachute into Vietnam. Of course we had to customize it a little, so we put in a meditation garden, a labyrinth and gold hubcaps for the tires.
Every seat is a rocking chair and the carpets are made out of Prince's old stage costumes. Huey Lewis and The News are on a constant loop on the soundsystem and the hot tubs all have goldfish in 'em (an exotic type of geyser-fish). And since it's our plane, we never have to turn any electronic devices off. Gameboying ensues.
It's Jakarta-bound for us, but you guys can stick around and read about our travel-related hijinks in the newsletter.
Love and In-flight movies
(mostly romantic comedies and zombie flicks),
The Naked Ape Gang
We've been jetsetting all around the world lately, setting up connections and popping Champagne corks in the air. We just came back from Denmark and Berlin is next (read about that one later on). All this flying about gave us the idea of having our very own flying contraption. After nixing our original idea of getting a zeppelin, we went airplane shopping.
We chose a Boeing 707. It was the very first Air Force One, used extensively by Nixon when he would parachute into Vietnam. Of course we had to customize it a little, so we put in a meditation garden, a labyrinth and gold hubcaps for the tires.
Every seat is a rocking chair and the carpets are made out of Prince's old stage costumes. Huey Lewis and The News are on a constant loop on the soundsystem and the hot tubs all have goldfish in 'em (an exotic type of geyser-fish). And since it's our plane, we never have to turn any electronic devices off. Gameboying ensues.
It's Jakarta-bound for us, but you guys can stick around and read about our travel-related hijinks in the newsletter.
Love and In-flight movies
(mostly romantic comedies and zombie flicks),
The Naked Ape Gang
Auglýsingaskóli Bjölla Brief
Lexía #1:
HÆTTU AÐ UPPLIFA
Auglýsingabransinn er auðvitað troðfullur af orðum sem hafa enga merkingu. Einstakt, best, njóttu, þjónusta, fimmstjörnuríöryggisprófinu og svo mætti lengi telja. Eitt þessara orða, og hvað innantómast er einmitt orðið sem hér um ræðir: UPPLIFUN. Auglýsendur (og copywriters) vilja stöðugt að íslenska þjóðin "upplifi" eitthvað. Þeir verða ekki í rónni fyrr en hvert mannsbarn hefur "upplifað" nýtt Risahraun, Hellesens rafgeyma eða Wenderson togaraskrúfur.
Hvað er annars að "upplifa"? Þegar þessi orð eru skrifuð til mín sé ég fyrir mér semi-hása rödd Egils Ólafssonar eða annars leikara kyrja á háfleygan hátt,
Upplifðu meira farþegarými í nýjum Nissan Qashqai!
-Ingvar Helgason
"Upplifðu meira farþegarými"? Viltu ekki líka "Upplifa lengri rafmagnskapal" eða "Upplifa enn betri tening"? Sjáðu til, að "upplifa" þýðir ekki neitt. Þetta orð er dautt eftir áralanga misnotkun í hugmyndasnauðum auglýsingum - oftast bílaauglýsingum.
Af hverju eru bílaauglýsingar sérstaklega skæðar í klisjum og ófrumlegheitum? Ég bara veit það ekki. Kannski er bílabransinn hinn fullkomni bola-vettvangur með kúnnahóp sem er bara alveg sama. Kúnnar sem lesa bílaauglýsingar eru sáttir meðan þeir fá "Ókeypis-blöðrur-og-pulsur-og Bylgjulestin-í-beinni! " uppákomur af og til.
"Þetta var ótrúleg upplifun lagsmaður," sagði eflaust nýaldar eitíshippinn eftir að hafa verið séð sólmyrkva í Tíbet, á Epillu-trúnó með talnaspekingum úr framtíðinni. Þetta hefur án vafa verið mjög kraftmikið orð fyrir tuttugu árum. En einsog eitt sinn fögur stúlka er orðin gatslitin og helluð eftir Keflavíkurrúntinn og ljósabekkjabrúk þá er "upplifun" orðið útjaskað og misnotað orð. Við þurfum að setja það í geymslu. Að minnsta kosti að leyfa því að hvíla sig aðeins. Safna orku, fara í bað og hitta fjölskyldu sína aftur eftir margra ára gíslingu í heilum latra bílaauglýsingasemjara.
Ég segi að auglýsingamenn fari að vinna aðeins meira fyrir peningunum sínum og skelli Samheitaorðabókinni uppá borð. Komasvo.
PS
"Komdu og reynsluaktu" er líka svoldið þreytt. Það hlýtur að vera hægt að segja þetta betur.
HÆTTU AÐ UPPLIFA
Auglýsingabransinn er auðvitað troðfullur af orðum sem hafa enga merkingu. Einstakt, best, njóttu, þjónusta, fimmstjörnuríöryggisprófinu og svo mætti lengi telja. Eitt þessara orða, og hvað innantómast er einmitt orðið sem hér um ræðir: UPPLIFUN. Auglýsendur (og copywriters) vilja stöðugt að íslenska þjóðin "upplifi" eitthvað. Þeir verða ekki í rónni fyrr en hvert mannsbarn hefur "upplifað" nýtt Risahraun, Hellesens rafgeyma eða Wenderson togaraskrúfur.
Hvað er annars að "upplifa"? Þegar þessi orð eru skrifuð til mín sé ég fyrir mér semi-hása rödd Egils Ólafssonar eða annars leikara kyrja á háfleygan hátt,
Upplifðu meira farþegarými í nýjum Nissan Qashqai!
-Ingvar Helgason
"Upplifðu meira farþegarými"? Viltu ekki líka "Upplifa lengri rafmagnskapal" eða "Upplifa enn betri tening"? Sjáðu til, að "upplifa" þýðir ekki neitt. Þetta orð er dautt eftir áralanga misnotkun í hugmyndasnauðum auglýsingum - oftast bílaauglýsingum.
Af hverju eru bílaauglýsingar sérstaklega skæðar í klisjum og ófrumlegheitum? Ég bara veit það ekki. Kannski er bílabransinn hinn fullkomni bola-vettvangur með kúnnahóp sem er bara alveg sama. Kúnnar sem lesa bílaauglýsingar eru sáttir meðan þeir fá "Ókeypis-blöðrur-og-pulsur-og Bylgjulestin-í-beinni! " uppákomur af og til.
"Þetta var ótrúleg upplifun lagsmaður," sagði eflaust nýaldar eitíshippinn eftir að hafa verið séð sólmyrkva í Tíbet, á Epillu-trúnó með talnaspekingum úr framtíðinni. Þetta hefur án vafa verið mjög kraftmikið orð fyrir tuttugu árum. En einsog eitt sinn fögur stúlka er orðin gatslitin og helluð eftir Keflavíkurrúntinn og ljósabekkjabrúk þá er "upplifun" orðið útjaskað og misnotað orð. Við þurfum að setja það í geymslu. Að minnsta kosti að leyfa því að hvíla sig aðeins. Safna orku, fara í bað og hitta fjölskyldu sína aftur eftir margra ára gíslingu í heilum latra bílaauglýsingasemjara.
Ég segi að auglýsingamenn fari að vinna aðeins meira fyrir peningunum sínum og skelli Samheitaorðabókinni uppá borð. Komasvo.
PS
"Komdu og reynsluaktu" er líka svoldið þreytt. Það hlýtur að vera hægt að segja þetta betur.
þriðjudagur, júní 12, 2007
Apafréttir #6
Áframhaldandi endurbirting mín á inngangsköflum úr Naked Ape fréttabréfinu, sem ég skrifa.
Skráðu þig í fréttabréfið á dontbenaked.com
Hi
Those metal detectors we ordered from Amazon finally arrived, so we all went down to the beach to look for coins, bottlecaps and tooth fillings buried in the sand. But before we even had a chance to turn them on, a giant wave crashed on the shore, carrying with it a big old wooden box. After scraping off the barnacles we realized that this was an ancient treasure chest. Just like in that popular pirate film, Cutthroat Island.
Paydirt! we declared as we jimmied the lock open. We were howling with excitement and thinking about what color jetskis we were gonna buy when we realized that the chest contained nothing but seawater and plankton. We were totally bummed out, so we smashed that planktonbox against a rock and went home to pout and sulk.
Something drastic had to be done to cheer us up. So this is what we did (in correct order): We decided to throw a party, we got our friend Bobby to hold an art show, AND we moved into a new workspace! Read all about it in this very issue.
Love and treasures,
The Naked Ape Gang
Skráðu þig í fréttabréfið á dontbenaked.com
Hi
Those metal detectors we ordered from Amazon finally arrived, so we all went down to the beach to look for coins, bottlecaps and tooth fillings buried in the sand. But before we even had a chance to turn them on, a giant wave crashed on the shore, carrying with it a big old wooden box. After scraping off the barnacles we realized that this was an ancient treasure chest. Just like in that popular pirate film, Cutthroat Island.
Paydirt! we declared as we jimmied the lock open. We were howling with excitement and thinking about what color jetskis we were gonna buy when we realized that the chest contained nothing but seawater and plankton. We were totally bummed out, so we smashed that planktonbox against a rock and went home to pout and sulk.
Something drastic had to be done to cheer us up. So this is what we did (in correct order): We decided to throw a party, we got our friend Bobby to hold an art show, AND we moved into a new workspace! Read all about it in this very issue.
Love and treasures,
The Naked Ape Gang
mánudagur, júní 11, 2007
Flís
Þú ert eflaust einsog ég. Þegar þú heyrir minnst á "Tréleikföng" þá sérðu fyrir þér eitthvað svona skran. Nú eða ógeð einsog þetta. Verst af öllu er svona drasl. Hver gefur börnunum sínum svona lagað? Í endurvinnsluna með þessi ryðsveppa-étnu þroskaleikföng. Viltu bara ekki gefa krakkanum legg? Nú eða steinvölu? Nú eða fiskabein?
ÞETTA eru alvöru tréleikföng:
Þessir kallar taka þessar segulrössuðu furu-lestir og kasta þeim beint í kyndiofninn. Sjiii, þetta er meiraðsegja flottara en Rambókallarnir í gamladaga.
Skoða meira hér.
Æh, ég ætlaði ekki að vera vondur við gömlu leikföngin. Sorrý. Svo mundi ég hvorteðer aldrei tíma að gefa slefandi mini-Godzilla svona fínt dót. Þetta færi beint uppí hilluna mína.
ÞETTA eru alvöru tréleikföng:
Þessir kallar taka þessar segulrössuðu furu-lestir og kasta þeim beint í kyndiofninn. Sjiii, þetta er meiraðsegja flottara en Rambókallarnir í gamladaga.
Skoða meira hér.
Æh, ég ætlaði ekki að vera vondur við gömlu leikföngin. Sorrý. Svo mundi ég hvorteðer aldrei tíma að gefa slefandi mini-Godzilla svona fínt dót. Þetta færi beint uppí hilluna mína.
Traveling Wilburys
Þá er loksins farin að koma einhver mynd á ferðaplönin í sumar. Ég sem sá framá að sitja hérna heima með konunni í allt sumar, að laga til í garðinum. Við erum nú þegar búinn að saga greinar, eitra fyrir fíflum og fjarlægja runna með rótum. Mér tókst meiraðsegja að reka hnúana í grindverk meðan ég var að höggva á rætur með skóflu. Ég skildi eftir fjórar hnúa-stórar dældir í grindverkinu og núna er ég með átta hnúa (þeir eru allir splittaðir í tvennt sko). En þar sem ég er að skrifa þetta núna sést að ég er óbrotinn. Takk fyrir umhyggjuna.
Það fyrsta á dagskrá er að stýra skútunni í Breiðarfjörðinn til Flateyjar. Þar á famelían hennar Jónínu sumarhús og þar verður tekin helgi í lok þessa mánaðar. Eyjan er mjög lítil af myndum og frásögum að dæma. Ég sé hana fyrir mér sem orðabókar litlu-eyju: eitt hús, eitt tré og einn bíll sem maður er ekki alveg að skilja hvert eigi að aka. Eflaust mjög stuttur rúnturinn á Flatey. Ef það væru ökuhnakkar þarna myndu þeir hlusta á mixteip með engu nema skits og intróum (því þau eru svo stutt sko). Hverju sem líður, þá á að vera rosa fallegt þarna og gott veður. Við munum sigla á milli eynna, stela dún af fuglunum (greyin, verður þeim ekki kalt?) og syngja skit og intro í félagsheimilinu.
Um verslunarmannahelgina er það sjálf Kaupmannahöfn, einsog virðist vera trendið í sumar. Svenni var eitthvað að kúabjallast þarna og Katrín borðar ímyndunar Nörrebro kebabs. Við Jónína munum hjálpa Pabba við að setja upp sýningu um Jónas Hallgrímsson þarna ytra og því er það Jónas sem borgar flug og gistingu. Okkur fannst auðvitað málið að nýta tækifærið og kíkja á Rolling Stones spila í Parken á sunnudeginum. Upphitunaratriðin eru ekki af verri endanum: Skriðjöklarnir og Pláhnetan! Djók, það er Van Morrison.
En það er auðvitað ekkert sumar án þess að taka tripp til Víkur einsog ég reyni að gera á hverju ári. Þá er sko rúnturinn svona:
Eden
Álnavörubúðin í Hveragerði
Seljalandsfoss
Seljavallalaug
Dyrhólaey
Víkurbaðstofa
Heljarstökk á golfvellinum
Djamm á fjörunni
Og auðvitað smá sörfing
Það fyrsta á dagskrá er að stýra skútunni í Breiðarfjörðinn til Flateyjar. Þar á famelían hennar Jónínu sumarhús og þar verður tekin helgi í lok þessa mánaðar. Eyjan er mjög lítil af myndum og frásögum að dæma. Ég sé hana fyrir mér sem orðabókar litlu-eyju: eitt hús, eitt tré og einn bíll sem maður er ekki alveg að skilja hvert eigi að aka. Eflaust mjög stuttur rúnturinn á Flatey. Ef það væru ökuhnakkar þarna myndu þeir hlusta á mixteip með engu nema skits og intróum (því þau eru svo stutt sko). Hverju sem líður, þá á að vera rosa fallegt þarna og gott veður. Við munum sigla á milli eynna, stela dún af fuglunum (greyin, verður þeim ekki kalt?) og syngja skit og intro í félagsheimilinu.
Um verslunarmannahelgina er það sjálf Kaupmannahöfn, einsog virðist vera trendið í sumar. Svenni var eitthvað að kúabjallast þarna og Katrín borðar ímyndunar Nörrebro kebabs. Við Jónína munum hjálpa Pabba við að setja upp sýningu um Jónas Hallgrímsson þarna ytra og því er það Jónas sem borgar flug og gistingu. Okkur fannst auðvitað málið að nýta tækifærið og kíkja á Rolling Stones spila í Parken á sunnudeginum. Upphitunaratriðin eru ekki af verri endanum: Skriðjöklarnir og Pláhnetan! Djók, það er Van Morrison.
En það er auðvitað ekkert sumar án þess að taka tripp til Víkur einsog ég reyni að gera á hverju ári. Þá er sko rúnturinn svona:
Eden
Álnavörubúðin í Hveragerði
Seljalandsfoss
Seljavallalaug
Dyrhólaey
Víkurbaðstofa
Heljarstökk á golfvellinum
Djamm á fjörunni
Og auðvitað smá sörfing
Apafréttir #5
Hi
The summer holiday starts here and it's graduation season. And as Alice Cooper once sang, "Feed my Frankenstein, cos I'm hungry for love and it's feeding time." He also sang something about school being out, but that other line just sounded better.
Whether it's lawyer school or clown college, everybody's finishing their studies, being set free and running around like madmen. This is going to be their summer. They're finally gonna form that band, become a photographer or go big-game hunting in the African savannah. Bag themselves a hippo head for the bathroom wall.
But we're most excited about the designers, artists, musicians, fashion kids and architects that are graduating from the Icelandic Academy of the arts. You can read more about their graduation show later in this issue.
Remember to visit us at the store next week, when we'll be getting tons of new Ape stuff, including the Noem hoodies that have been sold out for months.
OK we gotta split, we're playing golf with Alice Cooper in an hour.
Love and straight A's
The Naked Ape Gang
The summer holiday starts here and it's graduation season. And as Alice Cooper once sang, "Feed my Frankenstein, cos I'm hungry for love and it's feeding time." He also sang something about school being out, but that other line just sounded better.
Whether it's lawyer school or clown college, everybody's finishing their studies, being set free and running around like madmen. This is going to be their summer. They're finally gonna form that band, become a photographer or go big-game hunting in the African savannah. Bag themselves a hippo head for the bathroom wall.
But we're most excited about the designers, artists, musicians, fashion kids and architects that are graduating from the Icelandic Academy of the arts. You can read more about their graduation show later in this issue.
Remember to visit us at the store next week, when we'll be getting tons of new Ape stuff, including the Noem hoodies that have been sold out for months.
OK we gotta split, we're playing golf with Alice Cooper in an hour.
Love and straight A's
The Naked Ape Gang
sunnudagur, júní 10, 2007
Bólg
Ég tók ekki eftir neinu fyrr en ég var kominn á lappir og fór að lesa Fréttablaðið. Ég las í rólegheitum um hrakfarir Hollywúdd-tussanna þegar mér fannst ég sjá full mikið af annari kinninni þegar ég horfði niður. Ég kíkti í spegilinn og sá að helmingur andlitsins var stokkbólginn. Ég leit út einsog bálreiður bakari hafði kastað deigi í andlitið á mér. Ég var einsog hálf-linur körfubolti. Einsog fyrsta tilraun leikskólabarns til að skrifa "8". Ég er að ýkja pínu, en ég var samt einsog rass sem væri búið að hleypa loftinu úr annari rasskinninni.
Ég beitti spillingu og lét mömmu (sem vinnur í Læknasetrinu í Mjódd) hleypa mér inn til læknis sem fannst ekkert vera að mér. "Hefurðu nokkuð fengið á kjammann," spurði hann. Ég svaraði neitandi á meðan ég hugsaði um ólöglega heljarglímuskólann sem ég rek í þvottahúsinu á þriðjudögum. Læknirinn giskaði á að þetta væri vegna nýlegrar fyllingar sem ég fékk í tönn um daginn. Ég rauk því yfir til Gunnlaugs tannlæknis með hnefana á lofti fyrir að setja eiturplast í tönnina mína. Eftir að hafa pyntað hann með bornum, röntgentækinu og deyfidópinu (það er erfitt að gera armbeygur yfir logandi eldi þegar þú finnur ekki fyrir höndunum) sagði hann mér að ég væri með svona fyllingar í næstum öllum tönnunum og ekkert svona hafi gerst áður. Aukinheldur væri bólgan í hálsinum ef hún væri útaf nýju fyllingunni, sem er í neðri góm.
Ég ráfaði heim með hálfan hausinn í hjólbörum og fékk mér íbúfen. Ég lá undir teppi restina af deginum með kinnina lekandi framúr og niður á gólf. Daginn eftir var öll bólga horfin. Dularfullt. Mín kenning er sú að könguló hafi verpt inní kinnina og ungarnir hefðu pungast út á meðan ég svaf. Þeir hafa eflaust verið að forðast íbúfenið.
Ég beitti spillingu og lét mömmu (sem vinnur í Læknasetrinu í Mjódd) hleypa mér inn til læknis sem fannst ekkert vera að mér. "Hefurðu nokkuð fengið á kjammann," spurði hann. Ég svaraði neitandi á meðan ég hugsaði um ólöglega heljarglímuskólann sem ég rek í þvottahúsinu á þriðjudögum. Læknirinn giskaði á að þetta væri vegna nýlegrar fyllingar sem ég fékk í tönn um daginn. Ég rauk því yfir til Gunnlaugs tannlæknis með hnefana á lofti fyrir að setja eiturplast í tönnina mína. Eftir að hafa pyntað hann með bornum, röntgentækinu og deyfidópinu (það er erfitt að gera armbeygur yfir logandi eldi þegar þú finnur ekki fyrir höndunum) sagði hann mér að ég væri með svona fyllingar í næstum öllum tönnunum og ekkert svona hafi gerst áður. Aukinheldur væri bólgan í hálsinum ef hún væri útaf nýju fyllingunni, sem er í neðri góm.
Ég ráfaði heim með hálfan hausinn í hjólbörum og fékk mér íbúfen. Ég lá undir teppi restina af deginum með kinnina lekandi framúr og niður á gólf. Daginn eftir var öll bólga horfin. Dularfullt. Mín kenning er sú að könguló hafi verpt inní kinnina og ungarnir hefðu pungast út á meðan ég svaf. Þeir hafa eflaust verið að forðast íbúfenið.
Apafréttir #4
Áframhaldandi endurbirting mín á inngangsköflum úr Naked Ape fréttabréfinu, sem ég skrifa.
Skráðu þig í fréttabréfið á dontbenaked.com
Hi
We're all huge fans of collecting things. Real crap-herders we are. What your mom considers rubbish, we regard as classy works of art. Old sneakers, toy robots, old vinyl... We've even got Pez-men by the bucketful. Did you know Pez dispensers didn't come on the market until something like thirty years after Pez was first invented? That's nuts! Who would eat those sugar pellets if they didn't come out of the mouth of a plastic Garfield?
But hey, it's not like we're some weirdos that fill their house with garbage until the haz-mat team arrives in the Outbreak suits. We collect useful things like empty film canisters, pencil shavings and rifle scopes.
It's just that Icelanders are collectors by nature. In the 1990's alone, we had a Yo-Yo fad, an addiction to basketball trading cards, and an obsession with stickers. We'll be coming back to the sticker issue later on.
While we organize our cassette inlay card collection, why don't you stock up on Pez and enjoy the newsletter.
Love and Yo-Yos,
The Naked Ape Gang
Skráðu þig í fréttabréfið á dontbenaked.com
Hi
We're all huge fans of collecting things. Real crap-herders we are. What your mom considers rubbish, we regard as classy works of art. Old sneakers, toy robots, old vinyl... We've even got Pez-men by the bucketful. Did you know Pez dispensers didn't come on the market until something like thirty years after Pez was first invented? That's nuts! Who would eat those sugar pellets if they didn't come out of the mouth of a plastic Garfield?
But hey, it's not like we're some weirdos that fill their house with garbage until the haz-mat team arrives in the Outbreak suits. We collect useful things like empty film canisters, pencil shavings and rifle scopes.
It's just that Icelanders are collectors by nature. In the 1990's alone, we had a Yo-Yo fad, an addiction to basketball trading cards, and an obsession with stickers. We'll be coming back to the sticker issue later on.
While we organize our cassette inlay card collection, why don't you stock up on Pez and enjoy the newsletter.
Love and Yo-Yos,
The Naked Ape Gang
laugardagur, júní 09, 2007
Apafréttir #3
Hi
Wilkommen, Bienvenue, Welcome to our third newsletter. Has it been three weeks already? How time flies when you're having fun. Or as the french say, time's fun when you're having flies.
It seems like yesterday when we hand-pressed our very first newsletter in that dank, creepy, rat-infested basement that once housed Iceland's first scientology center.
Actually crying from nostalgia, we made ourselves a hot beverage, flipped through our old family albums and reminisced about the old times. The Italian falcon sanctuary where we grew up... The Norwegian dynamite factory where we got our first job... And who could forget our first pet, Brian the Rhinoserus. We called him "Brino". We also discussed how the word "reminisce" reminded us of rap music from 1997.
Enjoy our lucky third, and keep an eye out for some pictures from the old albums.
Love,
The Naked Ape
Wilkommen, Bienvenue, Welcome to our third newsletter. Has it been three weeks already? How time flies when you're having fun. Or as the french say, time's fun when you're having flies.
It seems like yesterday when we hand-pressed our very first newsletter in that dank, creepy, rat-infested basement that once housed Iceland's first scientology center.
Actually crying from nostalgia, we made ourselves a hot beverage, flipped through our old family albums and reminisced about the old times. The Italian falcon sanctuary where we grew up... The Norwegian dynamite factory where we got our first job... And who could forget our first pet, Brian the Rhinoserus. We called him "Brino". We also discussed how the word "reminisce" reminded us of rap music from 1997.
Enjoy our lucky third, and keep an eye out for some pictures from the old albums.
Love,
The Naked Ape
föstudagur, júní 08, 2007
Apafréttir #2
Áframhaldandi endurbirting mín á inngangsköflum úr Naked Ape fréttabréfinu, sem ég skrifa.
Skráðu þig í fréttabréfið á dontbenaked.com
Hi
Yesterday was the "First Day of Summer", a little Icelandic semi-holiday that celebrates the end of winter and beginning of sweet sweet summer. We go around saying "Happy summer!" to everybody and even give each other little "summer gifts". The cutest holiday ever? You be the judge.
Anyway, we figured that the official first day of summer called for a little yard work. The jungle around our workshop had become pretty dense so we were well armed with buzzsaws, clippers and jackhammers. We put on our safety goggles, kissed our loved ones farewell and marched into the dark of the wilderness.
After what seemed like days of hacking and whacking we finally regained control of our backyard. We celebrated by putting on some Bruce Springsteen and fired up the grill. But before we could toss the wieners on the flames, it started snowing on an epic scale. We ran inside, cursing the deceptive Icelandic weather and spent the rest of the day suffering from hypothermia, influenza and jungle rot.
Happy summer from Iceland.
The Naked Ape gang
Skráðu þig í fréttabréfið á dontbenaked.com
Hi
Yesterday was the "First Day of Summer", a little Icelandic semi-holiday that celebrates the end of winter and beginning of sweet sweet summer. We go around saying "Happy summer!" to everybody and even give each other little "summer gifts". The cutest holiday ever? You be the judge.
Anyway, we figured that the official first day of summer called for a little yard work. The jungle around our workshop had become pretty dense so we were well armed with buzzsaws, clippers and jackhammers. We put on our safety goggles, kissed our loved ones farewell and marched into the dark of the wilderness.
After what seemed like days of hacking and whacking we finally regained control of our backyard. We celebrated by putting on some Bruce Springsteen and fired up the grill. But before we could toss the wieners on the flames, it started snowing on an epic scale. We ran inside, cursing the deceptive Icelandic weather and spent the rest of the day suffering from hypothermia, influenza and jungle rot.
Happy summer from Iceland.
The Naked Ape gang
fimmtudagur, júní 07, 2007
Apafréttir.
Undanfarið hef ég verið að skrifa fréttabréf fyrir Nakta Apann. Mér finnst það alveg svakalega gaman, enda fæ ég að leika laflausum hala og má skrifa um hvað sem ég vill, hvernig sem ég vill. í næstu viku kemur tíunda tölublaðið út og þá fæ ég mér tíu tertur með einu kerti á hverri.
Ef þú vilt vera í þeim útvalda hópi sem fær að lesa þetta ótrúlega fréttabréf, þá ferðu bara á Dontbenaked.com og skráir þig.
Uppáhaldið mitt er að skrifa litla "Hi" innganginn í hverju tölublaði. Það hefur þróast úr því að vera nokkuð venjuleg kynning á efni blaðsins yfir í að vera alveg WÆLD og KREISÍ steypa sem skemmtir ungum sem öldnum. Næstu dagana ætla ég að birta hér alla "Hi" inngangana. Einn á dag.
Hi
We dig our aurora borealis and all, but spring is our favorite time of year. The barren tundra gives way to fresh green grass and all the apes wake up from hybernation. We can finally leave our igloos and have picnics, go sailing and throw the frisbee around. Ice cream and colorful trousers everywhere.
While dusting off our croquet mallets and untangling our volleyball nets, we thought a good old spring cleaning was in order. We got master designer Sven De'Mant to spruce up the website, we made a new myspace and finally we decided to put out this here newsletter. And here you go. Enjoy.
A couple times a month, we're gonna tell you all about what's going on with the Naked Ape gang. What we're about to do, what we just did and everything in between. You'll be the first to know about our latest designs, new stuff coming into the store and events in Reykjavik & abroad.
But enough business talk. We got some windsurfing to do.
(Það skal tekið fram að þrátt fyrir að Sveinn sé aðalhönnuður Apans, þá var það í raun Siggi Eggerts sem hannaði síðuna. Smá glappaskot)
Ef þú vilt vera í þeim útvalda hópi sem fær að lesa þetta ótrúlega fréttabréf, þá ferðu bara á Dontbenaked.com og skráir þig.
Uppáhaldið mitt er að skrifa litla "Hi" innganginn í hverju tölublaði. Það hefur þróast úr því að vera nokkuð venjuleg kynning á efni blaðsins yfir í að vera alveg WÆLD og KREISÍ steypa sem skemmtir ungum sem öldnum. Næstu dagana ætla ég að birta hér alla "Hi" inngangana. Einn á dag.
Hi
We dig our aurora borealis and all, but spring is our favorite time of year. The barren tundra gives way to fresh green grass and all the apes wake up from hybernation. We can finally leave our igloos and have picnics, go sailing and throw the frisbee around. Ice cream and colorful trousers everywhere.
While dusting off our croquet mallets and untangling our volleyball nets, we thought a good old spring cleaning was in order. We got master designer Sven De'Mant to spruce up the website, we made a new myspace and finally we decided to put out this here newsletter. And here you go. Enjoy.
A couple times a month, we're gonna tell you all about what's going on with the Naked Ape gang. What we're about to do, what we just did and everything in between. You'll be the first to know about our latest designs, new stuff coming into the store and events in Reykjavik & abroad.
But enough business talk. We got some windsurfing to do.
(Það skal tekið fram að þrátt fyrir að Sveinn sé aðalhönnuður Apans, þá var það í raun Siggi Eggerts sem hannaði síðuna. Smá glappaskot)
þriðjudagur, júní 05, 2007
THE SOFT ROCK MANIFESTO
(Fyrsta uppkast)
Í of langan tíma höfum við látið stjórnast af töffaraskap. Sá sem segir minnst og krossleggur hendurnar í ískaldri afstöðu er mest metinn. Tilgerð, elítismi og almennt snobb eru helstu böl okkar kynslóðar.
Á meðan dætur borgarinnar sitja saman í myrkrinu og senda ill augnarráð í allar áttir eru buxnaþröngir og niðurnjörfaðir prinsar næturinnar negldir við barborð volæðisins. Hræðslan við að missa "kúlið" er svo yfirþyrmandi að fætur breytast í lím-kítti og kvöldið verður ein súpa af sjálfs-efa og illa ígrunduðum stælum. Þessi stemning berst um allt dansgólfið svo hin ungu eru sem uppvakningar án svipbrigða og mannlegra samskipta.
Vélrænt tekknóbítið er þjóðsöngur hinna sálarlausu.
Það er kominn tími til á breytingu í hugarfari. Við þurfum að frelsa hugann undan ánauð þess sem þykir hipp og kúl.
Ekki gera það sem er töff, heldur það sem er skemmtilegt.
Skiptum út tísku-gallabuxum fyrir blaktandi hör-efni. leður út og silki inn. Færum okkur af klístrugu dansgólfi Reykjavíkur yfir á ylvolgar strendur Mexíkóflóa.
Við köllum til tónlistarlegrar byltingar og endurskipulags sálarinnar.
Soft Rock snekkjan er lögð í höfn.
Hvað:
Soft Rock Partý #3
Hvar:
Barinn, Laugavegi 22
Hvenær:
Miðvikudaginn 6. júní frá kl. 22:00
Fram koma:
Plötusnúðarnir Bobby Smooth og Kokomo
Á meðan dætur borgarinnar sitja saman í myrkrinu og senda ill augnarráð í allar áttir eru buxnaþröngir og niðurnjörfaðir prinsar næturinnar negldir við barborð volæðisins. Hræðslan við að missa "kúlið" er svo yfirþyrmandi að fætur breytast í lím-kítti og kvöldið verður ein súpa af sjálfs-efa og illa ígrunduðum stælum. Þessi stemning berst um allt dansgólfið svo hin ungu eru sem uppvakningar án svipbrigða og mannlegra samskipta.
Vélrænt tekknóbítið er þjóðsöngur hinna sálarlausu.
Það er kominn tími til á breytingu í hugarfari. Við þurfum að frelsa hugann undan ánauð þess sem þykir hipp og kúl.
Ekki gera það sem er töff, heldur það sem er skemmtilegt.
Skiptum út tísku-gallabuxum fyrir blaktandi hör-efni. leður út og silki inn. Færum okkur af klístrugu dansgólfi Reykjavíkur yfir á ylvolgar strendur Mexíkóflóa.
Við köllum til tónlistarlegrar byltingar og endurskipulags sálarinnar.
Soft Rock snekkjan er lögð í höfn.
Hvað:
Soft Rock Partý #3
Hvar:
Barinn, Laugavegi 22
Hvenær:
Miðvikudaginn 6. júní frá kl. 22:00
Fram koma:
Plötusnúðarnir Bobby Smooth og Kokomo
föstudagur, júní 01, 2007
Jónína var í viðtali í DV í dag. Svaka stoltur er ég.
Svo er Magni annars staðar í blaðinu, búinn að safna skeggi.
Alltaf eru sköllóttir gæjar svo fyndnir með skegg. Það er einsog hausinn snúi vitlaust.
Uppfært:
Jónína vann fleiri afrek um helgina. Skoðið allt um það og viðtalið líka á blogginu hennar, Handavanda.
Svo er Magni annars staðar í blaðinu, búinn að safna skeggi.
Alltaf eru sköllóttir gæjar svo fyndnir með skegg. Það er einsog hausinn snúi vitlaust.
Uppfært:
Jónína vann fleiri afrek um helgina. Skoðið allt um það og viðtalið líka á blogginu hennar, Handavanda.
Modeerrn Aahhrt (enskur snobbhreimur)
Voðalegt teiknistúss á mér þessa dagana...
Ég er "Artist of the Issue" í nýjasta Getrvk.com.
Einnig var ég að henda saman teiknisíðu á myspace.
Svo vil ég minna alla á að sýningin mín í Nakta Apanum er ennþá í gangi, og verður út mánuðinn.
Breiðholt, OUT!
Ég er "Artist of the Issue" í nýjasta Getrvk.com.
Einnig var ég að henda saman teiknisíðu á myspace.
Svo vil ég minna alla á að sýningin mín í Nakta Apanum er ennþá í gangi, og verður út mánuðinn.
Breiðholt, OUT!