<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





föstudagur, september 28, 2007

Mitt epíska, linnulausa hatur.

Sko, það eru margar stofnanir og fyrirbæri í þessu samfélagi sem fá rosalega mikinn skít kastaðan í sig, en langoftast finnst mér það eiga engan rétt á sér.

Stöðumælaverðir eru bara grey sem eru að vinna vinnuna sína. "Stöðumælavörður laminn í miðbænum af trylltum úthverfasegg í jakkafötum!" öskra fyrirsagnirnar á meðan lófaklappið dynur og gröfukallar í sjoppunni öskra "GOTTÁANN!" með munninn fullan af hamborgaratilboði. Jesús, slappið af. Ef þú borgar ekki í mælinn, leggur þvert yfir þrjú fatlaðrastæði eða skellir Rangerovernum uppá gangstétt (og blokkar þannig leið mína), þá færðu fokking SEKT! Og ekkert VÆL, þarna móðursjúka mann-belja. Og hvað er sektin mikil? 600 krónur? Lifðu með því.

Löggan er líka mikið hötuð. Frá örófi alda hafa viðkvæmar sálir verið að grenja yfir offorsi lögregluþjóna. "Má maður ekki vera blindfullur og útúrspíttaður og sparka í rúður og fólk án þess að löggan snúi mann niður!" BÚ-HÚÚ! Löggan hefur aldrei olnbogabrotið mig eða nokkurn sem ég þekki. Vitiði af hverju? Því hvorki ég eða fólk sem ég þekki eru ofbeldisfullir óróaseggir, skiljiði? Ef þú ætlar að vera útúrkókaður með skrílslæti og asnaskap, þá er bannað að grenja þegar löggan þarf að yfirbuga þig líkt og leikskólakennari þarf að yfirbuga kófsveitt barn með ofvirkni og athyglisbrest.

Eins með Skattinn. Ég kemst svolítið nærri því að skilja hatrið á honum þegar fénu sem við borgum þeim er sólundað í rugl einsog umferðarmannvirkið í Vatnsmýrinni. En hey, ef við borguðum engan skatt, þá værum við lifandi í löglausu glundroðaríki í stíl við Mad Max, þar sem við herjuðum einsog hundar um auðnir og malarvegi í leit að fæði og skjóli. Skatturinn er ill nauðsyn, en með áherslu á "nauðsyn".


"En Björn, ertu orðinn Sri Chinmoi? Ertu genginn í Jesúklúbbinn og hættur að hata?"
-Haha nei, aldrei, kæru vinir. Ég hata sem aldrei fyrr, en núna hata ég einungis þann sem á það skilið. Og ég tel að við getum öll verið sammála um hver það er...


En fyrst smá saga:

Það eru svona sjö ár síðan ég vissi seinast hvað sneri upp, hvað sneri niður og hvað sneri Select á leikjatölvum, en það heitasta í dag ku vera ofbeldisleikurinn Halo 3 á Xbox 360. Núna á miðvikudaginn var haldin sérstök opnunarhátið í BT á slaginu miðnætti þar sem hundruðir leikjaáhugamanna vöktu frameftir til að vera fyrstir að tryggja sér eintak. Stemningin var magnþrungin og strákarnir nöguðu neglurnar í ofvæni og báru smyrsl á þumalputtana fyrir spileríið framundan. En einsog ég var að lesa í Fréttablaðinu núna áðan, kom fljótlega babb í bátinn.

Til að gera kvöldstundina alveg einstaka var gæji frá BT sendur til London að sækja 70 eintök af sérstakri Limited Edition megaútgáfu af leiknum, sem margir voru búnir að panta sérstaklega. Þegar loksins kom að því að fá dýrgripinn í hendurnar var bombunni sleppt: Limited Edition útgáfan kæmi ekki í hús þetta kvöld. Gæjinn sem kom frá London hafði verið stoppaður í tollinum og allir leikirnir hefðu verið gerðir upptækir.

Markaðsstjóri BT sagði í samtali við Fréttablaðið, "Við vorum búnir að fara yfir þetta allt með tollinum í Reykjavík og í Keflavík áður en maðurinn fór af stað, en svo kom annað í ljós þegar hann kom aftur heim". Á meðan minningarnar um tárvotar kinnar viðskiptavinanna ásóttu hann, hélt markaðsstjórinn áfram: "Það var ömurlegt að þurfa að útskýra fyrir þeim sem mættu á miðnæturopnunina að þeir gætu ekki fengið leikinn í kvöld".


Fokking Tollurinn, eh? Fokking Tollurinn.


Hann stoppar þig á flugvellinum og gramsar í töskunni þinni, í von um að finna fartölvu eða ipod. Djöfull skal hann finna ipod mar, hann þyrstir í að draga hann upp og öskra, "AHA!! hvað er þetta!" Þá fær hann sko að toga þig afsíðis og murka úr þér aleiguna. Þeir eru einsog gæjarnir í kuflunum í Lord Of The Rings. Þeir mása og þefa. Þefa af smygli. Þefa af sætu, sætu smygli. "Góss!" Heimta þeir með djöfullegu hvísli. Sálin svört sem tjara. Á meðan strunsa eiturlyfin framhjá í skútuvís.

Einsog svart ský liðast þeir á milli sendinga í póstinum. "Ebay!" Heimta þeir núna. Þorstinn botnlaus og óslökkvandi. Þeir strjúka saklausa pappakassa með slímugum fingrum. Þeir rífa pakkann upp og sleikja vöruna með fjólublárri tungu. Álagningin er gríðarleg. Varan var keypt á tvo dollara en Tollurinn heimtar sitt... 3.700 krónur. MÚHAHAHAAA! Heil sé Mammón! Dýrð sé Lúsífer!

Sálarlausu skrímsli. Óheilögu, samviskulausu skrímsli. Næst er það Kolaportið. Núna á að loka því að eilífu, því Tollurinn þarf "bílastæði". Engar lygar, Tollur! Við vitum alveg sannleikann. Þið þurfið bara meira pláss til að geyma gullið ykkar!

Og núna hrifsar Tollurinn Halo 3 af grenjandi karlmönnum.

Ég segi hingað og ei lengra! Ég segi að við förum uppí Dómsdyngju og rekum SVERÐ RÉTTLÆTISINS í hjartað á þessari martraðarværu. Tollurinn er sem helför, sem þarf að linna. Megi drottinn vera með okkur í þessari krossferð okkar.

miðvikudagur, september 26, 2007

Loksins ástæða til að kaupa miða

Draugar MIR kunna á gítar



Í mínu nýjasta sköpunarverki rekast mismunandi stílar saman í fullkomnum samhljómi. Geimdiskó og nýbylgjulegt afróbít ægir saman við kómapönk og harmþrungna akústík. Breiðholtsnebúlan, norðurljós óravíddanna.

Njótið vel, mínir kæru geimkönnuðir.

Bobby Breidholt - 'A Tribal Gathering At Space Station MIR' mp3
58:38 - 67.4mb

Track list:
Rubies - The Keys (Studio Remix)
Chromatics - Healer IV
Grand National - Cut By The Brakes
Hercules Love Affair - Athene
C Cat Trance - Shake The Mind
Talking Heads - Slippery People
New Young Pony Club - Hiding On The Staircase
Vampire Weekend - Cape Cod Kwassa Kwasssa
Crosby, Stills & Nash - The Lee Shore
Pink Mountaintops - My Best Friend
Black Moth Super Rainbow - Forever Heavy
Lindsey Buckingham - Shut Us Down
Findlay Brown - Losing The Will To Survive (Beyond The Wizard's Sleeve rmx)
Dennis Wilson - Lady

sunnudagur, september 23, 2007

IIFRIFFIFF

Bíddu, enn önnur kvikmyndahátíðin? Hvað eru þær þá orðnar margar í ár? 15?

Mér finnst það bara merkilegt að kvikmyndahúsin skuli finna tíma fyrir Rush Hour 3 og Transformers innan um allar þessar hátíðarmyndir. Eru einhverjar metnaðarfullar karakterdrifnar tragikómedíur og heimildarmyndir um íraksstríðið eftir til að dreifa á þessar hátíðir?

föstudagur, september 21, 2007

Endurkoma Föstudagsgellunnar

Ég ætlaði nú að vera hættur þessu, en þar sem Jónína er í Tyrklandi er ég einmanna og ástleitinn.


Linda Kozlowski
Kærastan hans Crocodile Dundee.

Ég hafði ekki úr mörgum myndum að velja, en þessi var skárst. Af einhverri ótrúlegri ástæðu er netið ekki syndandi í myndum af Lindu Kozlowski. Ég mæli þá bara með því að horfa á Crocodile Dundee, sem við Kyle gerðum í gær. Ein af helstu perlum kvikmyndasögunnar. Fokk Citizen Kane. Í alvöru, fokk it með köngli. Crocodile Dundee er best.

miðvikudagur, september 19, 2007

Líbanon

Stefán Eiríksson (viðtal) vill láta skemmtistaði í miðbænum loka klukkan eitt um helgar. Eru ekki allir sammála því?

(engissprettur....)

Æh, annars væri mér bara alveg sama ef miðbærinn yrði rifinn og sökkt í sjó, einsog löggan vill gera. Ég er löngu orðinn fjölskyldukall í Fossvoginum. Sláttuvélar, uppvask og að raða í myndaalbúm. Það er mitt djamm núna.

En síðan kemur Stefán með þá hugmynd að færa þá skemmtistaði sem vilja hafa opið lengur í iðnaðarhverfi eða á einhvern afvikinn stað þar sem íbúabyggð er víðs fjarri. Jáááá, einmitt. Tökum bara Viktor, Dubliner og Sólon og færum þá í niðadimmt, mannlaust iðnaðarhverfi. Köllum það bara NAUÐGBÆ í leiðinni.

Sko, þetta er enginn "miðbæjarvandi". Þetta er "samfélagsvandi". Það er hamrað á okkur allt okkar líf að áfengi sé hryllingur og að djamm sé standpína Satans. Við greinum ekki mun á að "fá sér bjór" og að "dett' íða". Þangað til dulúðin og illskustimpillinn er fjarlægður af áfengi þá munum við alltaf vera 13 ára börn sem stelast til að sturta í sig vínskápnum hans pabba á korteri.

Nokkur búddistamusteri


Eh má ég búa þarna?

Bíddu, ég hélt að búddistar væru svo göfugir
og kærðu sig ekki um gull, pening og íburð?

Hvað, reka þeir spilavíti líka?

Hver hannar þessar útúrpimpuðu melludólgahallir? Donald Trump?


Hér má skoða fleiri höfuðstöðvar Dalai Lama dýrkenda. Ógeðslega flott auðvitað, en sjálfur Liberace fengi klígju af þessu.

mánudagur, september 17, 2007

Ó hve tíminn flýgur....

Jah, hann hefur amk ekki flogið neitt of hratt í Bandaríkjunum árið 1990.

Fyrr á þessu ári skrifaði ég eftirfarandi færslu:

Lesa og koma aftur hingað takk.



Núna er 21 vika liðin. Ímyndaðu þér að þú hafir, síðan í apríl, þurft að heyra "U Can't Touch This" með MC Hammer átján sinnum á dag. Í hálft ár hefði hann horft á þig úr öllum tímaritahillum, Pepsiauglýsingum, myndböndum, plötubúðum og af stuttermabolum úti á götu.

Ég vil aðeins ítreka þetta: Hugsaðu um allt sem þú gerðir í sumar. Allar þínar upplifanir, ferðalög, partý, skemmtanir, böll, sjónvarpsgláp, ást, faðmlög og bíltúra. Ímyndaðu þér síðan MC Hammer rappa í bakgrunninum allan tíman. Ég fæ klígjuhúð á bakið við tilhugsunina.

Jájá, maður grenjar úr hlátri við að sjá eitthvað svona núna, en það var ekki eins fyndið fyrir 17 árum, þegar fólk var ekkert að djóka með þetta. Á þessum tíma voru NWA að gera sitt besta stöff. Hvernig ætli "ekta" rapp-fans hafi liðið þá? Eflaust einsog mér, Wu-Tang Clan aðdáandanum, þegar Coolio og Skee-Lo voru aðal á Xinu sirka '95.

Allavega. 21 vika er ógurlega langur tími - heil eilífð í rauninni - þegar maður er carpet-bombaður með MC Hammer.
Með betri sönnunum á Afstæðiskenningu Einsteins sem ég hef heyrt.

laugardagur, september 15, 2007

Dúndurstuð á laugardegi

Ég var að leita að eðluklámi og glerbrotafetishisma á netinu (einsog maður gerir í þynnkunni) þegar ég rakst á eftirfarandi skemmtilegheit...


Sérðu glaða, hlaupandi björninn sem er falinn í fjallinu á Toblerone pakkanum? Alveg gegg!

Svo er auðvitað örin í Fedex merkinu náskyld þessu fyrirbæri:

Sérðu örina? Sérðana?

miðvikudagur, september 12, 2007

Peningar!



Nuj, ég var að sigra í Happdrætti Háskólans! Jepps! Bráðum munu þeir millifæra á reikninginn minn í Mónakó.. heilan FEMM ÞJÚSUND KJALL!!

Ég gæti alveg, þúst, pantað pizzu fyrir þannig fjárhæðir! Ég get kannski ekki baðað mig uppúr pening, en ég gæti bókað mál þerrað á mér ennið með seðlinum. Sjitt hvað ég er heppinn!

Mikið er ég glaður að hafa unnið í happdrætti. Ég vildi einna helst ramma seðilinn inn.. eða biðja um að fá svona risa-ávísun... og nota hana svo sem veggfóður.

PS-
Sjáið gæjann á þessari mynd hér að ofan. Hann hefur eflaust látið sig dreyma um að káfa á Kate Moss í einhverri Dior auglýsingu, en er núna að módela einhvern skrípabúning úr pappír.

mánudagur, september 10, 2007

Og í öðrum meðalmennskufréttum...

Bjartur Bókaforlag auglýsir:


Vafalítið verða þau mikilfengleg, stórvirkin sem munu koma úr þessari keppni.

Svona á sko að leita uppi talenta! Ég finn nú þegar sál mína rísa, þegar ég hugsa til Gúnda á bensíndælunni setjast niður og hefja vinnu við meistaraverkið.

Hrollur

Einmitt þegar maður heldur að bolamenningin gæti ómögulega verið meiri hér á landi, þá finnum við alltaf leið til að slá sjálfum okkur við. Bæjarins Bestu bjóða pulsur á tuttugukall og við ryðjumst í þúsundatali með vasana gleiða af klinki. "Röðin náði frá vagninum og að Lækjartorgi á tímibili!" Sögðu hressir starfsmenn BB í samtali við fjölmiðla.

Heyrðu, Bolur Bolson. Finnst þér í lagi að eyða klukkutíma standandi í rigningu í 200 metra langri röð til þess eins að spara þér 190 kall á sveittri görn með remúlaði?

Það er greinilega ekki gott tímakaupið hjá Gera-sig-að-fífli hf.

laugardagur, september 08, 2007

Gleðilegan laugardag



Annað mixteip og nú eru djamm og konur í fyrirrúmi. Hvað annað.

Bobby Breidholt - 'Bobby Cuts Up Women!' mp3
Hægrismella og seiva.

37:31
Tracklist:
DJ Blaqstarr - Hands Up Thumbs Down
CSS - Alala
Wing Wang Twins - Bmore Enur (Extended Sinusitis Mix)
Pulsallama - The Devil Lives In My Husband's Body
Bush Tetras - Can't Be Funky
Klymaxx - Meeting In The Ladies Room
Soulwax - KracK
(How To Pick Up Chicks - The Women's Clothing Store Pick-Up)
Soulwax - KracK
Golden Bug - Horses
Cristina - What's A Girl To Do
Brazilian Girls - Crosseyed And Painless
Glass Candy - Geto Boys (demo)
(The Groupies - English Bands)

föstudagur, september 07, 2007

Falleg plötuumslög


KFC kallinn syngur jólalög
Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann væri til í alvöru. Er þá Uncle Ben til líka? Ég segi að þeir fari í slag. Í öðru lagi þá finnst mér þessi plata vera vel við hæfi. Það er ekkert eins unaðslegt um jólin og að hugsa um sveitt hárnet, putta baðaða í kjúklingafeiti og gamla frönsku sem hefur verið stigið á. "Hentu þessum hrygg í moltuhauginn pabbi, ég kom við á KFC."


Líf á meðal lesbía
Fyrir utan það að þessar lessur eru alltaf að láta mann plægja akurinn sinn, þá eru þær óþolandi í umgengni því þær lemja á bongótrommurnar sínar öllum stundum. Jú, allar lesbíur eiga bongótrommur. Það er satt. Vinkona mín í kynjafræði í Háskólanum skrifaði meiraðsegja ritgerð um lessur og bongótrommur. Ef þú sérð stóra bongótrommu í jamaíkulitunum þá veistu að lesbíulófi er sjaldan langt undan.


Hljóð í geimnum
Ohh, lærðiru ekkert af Aliens plakatinu? Það er ekkert hljóð í geimnum. Í Stjörnustríði hvellsprakk Helstirnið með eldglæringum og THX þrumugný. Ef Logi hefði sprengt helvítið í raunveruleikanum þá hefði það bara losnað hljóðlaust í sundur á ógnarhraða einsog Legó. Er til of mikils mælst að lögmálum eðlisfræðinnar sé fylgt eftir!! Dajöfull er ég fokking reiður maður!


ALVÖRU business letters
Vonandi eru þetta ekki FEIK business letters einsog seinast.


'Alternative' brúðubíll
Þetta er vafalítið glettin, smekkleg og skarplega hnitmiðuð þjóðfélagsádeila. Skemmtir og menntar samtímis.


Sjálfsdáleiðsla
Þetta er fyrir liðið sem fannst svo gaman á Sailesh að það vill dáleiða sjálft sig heima (rúnk fylgir í kjölfarið). Ein spurning samt, hvernig vekur maður sjálfan sig úr dái?


Málningarmúsík
Hvað er eiginlega á þessu? Color Me Badd? 'Paint It Black'? Simply Red? Sjáið bara þessa hálfvita framan á plötunni. Ef ég væri sonur þeirra og kæmi að þessum lúðum þá myndi ég þamba málninguna. "Kæra blýmálning, veittu mér frelsi undan þessum skrípaleik".


Þunglyndi á vínyl
Gjöf ársins. "Til hamingju með ferminguna frændi sæll."


Og að lokum...
Mannætupopp
Ég sé fyrir mér réttarhöldin.
Lögfræðingur ákæruvaldsins (kannski leikinn af Tom Cruise) gengur sjálfsöruggur um gólfið.
"Segðu mér hr. Polisar, þú segist aldrei hafa lagt þér ungabörn til munns? Gottogvel. EN! Hvernig ætlar þú þá að útskýra...
ÞESSA PLÖTU!"

Áhorfendur taka andköf og dómarinn lemur með hamrinum ("Order in the court!").
Case closed.

miðvikudagur, september 05, 2007

Slef

Það kitlar lúðann í mér alltaf jafn mikið, þegar Apple kemur með nýtt skran fyrir okkur til að standpínast yfir. Í þetta sinn er ég að tapa mér yfir litunum:




ÓGUÐ! Túrkis ipoddar!! Ég á afmæli 30. október.

Svo á víst aðal trompið að vera ipod Touch sem er í raun bara iphone mínus síminn. Veit ekki með það... Ég á ipod sem spilar video en hef aldrei notað hann til að glápa á neitt, nema eitt eða tvö mússíkvideo, þegar ég fékk hann fyrst og þá var það bara til að sýna hvað ég átti flott. Núna er ég meira að segja búinn að slökkva á 'video' libraryinu í itunes. Hvað með ykkur, horfið þið á kvikmyndir í lófanum? PSP? Nintendo? ipod? vasa-DVD? Ég segi frat á þetta allt. Þegar kemur að því að horfa á Hunter, Crocodile Dundee og myndbandið við 'Sledgehammer' með Peter Gabriel, vil ég sitja í sófa og hafa eina höndina lausa til að grípa í kirsuber eða frönsku takkfyrir. En samt... Ég vil fá nýja nanoinn sem spilar video, bara því hann er til í uppáhalds litnum mínum.

Hvað varð annars um spilarann frá Microsoft sem kom út í fyrra? Hefur fyrsta eintakið af honum selst? (spurði hann með drjúpandi kaldhæðni) Hann var einmitt líka svo fallegur á litinn (fokking BRÚNN!!).

mánudagur, september 03, 2007

Acthung

Ég, Sveinbjörn og Laufey, áhöfnin á músíkblogginu B-Town Hit Parade, vorum að bæta við nýjum meðlim.
Hér má sjá kynningu á honum og hér er fyrsta færslan.

sunnudagur, september 02, 2007

Sjaldséður gestur í uppþvottavélinni.

Mér er spurn...



Ætli nokkur lifandi sála hafi nokkurn tímann notað þennan hlut til að kreista safa?

Straights for Mika

Hann Kjarri var að gera góða færslu um lög sem hann skammast sín fyrir að fíla. Skoðið færsluna hér og leggið orð í belg.

Hér er mitt innlegg:

Sem einlægur aðdáandi Rod Stewart, Journey og Cock Robin er voða erfitt fyrir mig að finna eitthvað sem ég skammast mín fyrir. En ég skal reyna.

System Of A Down - Marmalade
Ég elskaði 1. plötuna, en finnst þeir vera býsna agalegir í dag. Þetta lag er samt geggjað.

Nýdönsk - Alelda
Alveg mergjað. "Alelda! / Sáldrandi brjáli!!" Fokk Laxness mar. Nýdönsk eru hinir sönnu meistarar íslenskrar tungu.

Mika - Take It Easy
Ég sýni Kjarra stuðning í Réttindabaráttu Mika-aðdáenda. Við höfum stofnað klúbbinn "Straights For Mika". Bolirnir eru á leiðinni.