föstudagur, febrúar 29, 2008
Enn önnur viðskiptahugmyndin
Ég man þegar hatur á austarlandabúum var okkar helsta þjóðfélagsskömm.
Púngsveittir örvitarnir voru trylltir:
"Hvernig DIRFIST þetta friðsæla og blíða fólk að VAÐA hérna inn á tandurhreinum inniskónum! Þau eru að kaffæra okkur og TAKA burt alla vinnuna okkar! HARRGG!" (kremur bjórdós)
"-Pabbi, eina vinnan sem þið rasistarnir gefið þessu fólki hér á landi er að sópa bíósali og skúra klósett. Veist þú um einhvern vin þinn sem grætur það atvinnutækifæri?"
"...Fnæs... hnuss... Þegiðu. Þú ert ættleiddur."
Nú er öldin (bókstaflega) önnur. Straumurinn er ekki lengur frá austurlöndum heldur austurevrópu og þjóðernishatrið er orðið slíkt að sjálfur Bubbi fær engu breytt. Einmitt núna er Bubbi í sjónvarpssalnum sínum, aleinn undir einmana ljóskastara í rókókó-hásætinu og kjökrar. Bubbi... Ekki gráta Bubbi. Sjáiðið hvað þið hafið gert, þröngsýnismennin ykkar. ÞIÐ HAFIÐ GRÆTT KÓNGINN!
En án djóks, þá finnst mér svona bringubarnings "Pavel go home" þjóðremba alveg ofboðslega hallærisleg. Kannski er ástæðan fyrir þessum ótta og hatri einfaldlega sú að Pólverjar og Lettar (Pólettar?) eru af sama sauðahúsi og við. Þetta er duglegt og bláttáfram lið frá ísköldu landi sem elskar fátt annað en að þamba áfengi og fara í slag niðri í bæ.
Mér finnst það bara fyndið að íslensku fyllibytturnar sem berja og nauðga séu að saka pólsku fyllibytturnar sem berja og nauðga um eyðileggingu landsins. Mín skoðun er einfaldlega sú að ALLAR fyllibyttur sem berja og nauðga séu hin sanna skömm og eigi að kasta frá landi... hvaðan sem þær eru. Við hin förum bara í kokteilboð og kennum hvoru öðru að blóta á íslensku/pólsku.
En anyway...
Vertar á skemmtistöðum standa í ströngu við að bera kennsl á og vísa á dyr öllum þeim sem koma frá vitlausri hlið járnstjaldsins. Útkoman er auðvitað ekkert nema slagsmál, leiðindi og enn kaldara loft á milli nýbúa og venjulegrabúa.
Hefur engum dottið í hug að sleppa þessu rugli og opna bara heljarinnar pólverjabar? "Polski Karamba" gæti hann heitið. Þrusandi harmonikkupopp, Lettneskur bjór á tilboði og súrsaðar kartöflur á hverju borði. Ég þangað.
Púngsveittir örvitarnir voru trylltir:
"Hvernig DIRFIST þetta friðsæla og blíða fólk að VAÐA hérna inn á tandurhreinum inniskónum! Þau eru að kaffæra okkur og TAKA burt alla vinnuna okkar! HARRGG!" (kremur bjórdós)
"-Pabbi, eina vinnan sem þið rasistarnir gefið þessu fólki hér á landi er að sópa bíósali og skúra klósett. Veist þú um einhvern vin þinn sem grætur það atvinnutækifæri?"
"...Fnæs... hnuss... Þegiðu. Þú ert ættleiddur."
Nú er öldin (bókstaflega) önnur. Straumurinn er ekki lengur frá austurlöndum heldur austurevrópu og þjóðernishatrið er orðið slíkt að sjálfur Bubbi fær engu breytt. Einmitt núna er Bubbi í sjónvarpssalnum sínum, aleinn undir einmana ljóskastara í rókókó-hásætinu og kjökrar. Bubbi... Ekki gráta Bubbi. Sjáiðið hvað þið hafið gert, þröngsýnismennin ykkar. ÞIÐ HAFIÐ GRÆTT KÓNGINN!
En án djóks, þá finnst mér svona bringubarnings "Pavel go home" þjóðremba alveg ofboðslega hallærisleg. Kannski er ástæðan fyrir þessum ótta og hatri einfaldlega sú að Pólverjar og Lettar (Pólettar?) eru af sama sauðahúsi og við. Þetta er duglegt og bláttáfram lið frá ísköldu landi sem elskar fátt annað en að þamba áfengi og fara í slag niðri í bæ.
Mér finnst það bara fyndið að íslensku fyllibytturnar sem berja og nauðga séu að saka pólsku fyllibytturnar sem berja og nauðga um eyðileggingu landsins. Mín skoðun er einfaldlega sú að ALLAR fyllibyttur sem berja og nauðga séu hin sanna skömm og eigi að kasta frá landi... hvaðan sem þær eru. Við hin förum bara í kokteilboð og kennum hvoru öðru að blóta á íslensku/pólsku.
En anyway...
Vertar á skemmtistöðum standa í ströngu við að bera kennsl á og vísa á dyr öllum þeim sem koma frá vitlausri hlið járnstjaldsins. Útkoman er auðvitað ekkert nema slagsmál, leiðindi og enn kaldara loft á milli nýbúa og venjulegrabúa.
Hefur engum dottið í hug að sleppa þessu rugli og opna bara heljarinnar pólverjabar? "Polski Karamba" gæti hann heitið. Þrusandi harmonikkupopp, Lettneskur bjór á tilboði og súrsaðar kartöflur á hverju borði. Ég þangað.
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
erressess
Mér finnst RSS veitan hjá mbl.is vera svo skrítin eitthvað. Það eina sem maður fær að sjá eru afar kryptískar fyrirsagnirnar.
"Drukkinn api eitrar fyrir fimm knattspyrnudómurum"
Maður smellir í ofboði... og þá er bara verið að tala um nýjustu mynd Will Ferrell, "Monkey on the Free-Kick Line". Manni finnst pínu einsog það sé verið að ljúga að manni til að fá meiri heimsóknarklikk.
En oftast er misskilningurinn sá að fréttin gerist annars staðar en hérlendis. Um daginn var einmitt fyrirsögn um að kona hafi ekið yfir fjórar stúlkur sem voru að bíða á stoppistöð. Almáttugur, hugsaði músar-puttinn og smellti til að lesa um...
Eitthvað óheppið lið í Ítalíu. Kommon, hverjum er ekki sama um þær antipesto-ætur? Gemmér hörmungar um fólk sem datt oní Kárahnjúkavirkjun eða tónleikahaldara sem fékk gaseitrun á Sjómannadeginum (er það ekki soldið íslenskt?).
Heimurinn er lítill og hann er enn minni í mínum huga. Ef það kom fyrir Ridgmont McBeeslay þá blæs ég bara gamla matarmylsnu úr lyklaborðinu. En ef það var Snjólaug Jökulsdóttir, þá nota ég téð lyklaborð til að gefa í minningarsjóð hjólastólabúa (sponsorað af Ísland í Dag).
Afturámóti er maður alger Nostradamus þegar maður les sumar fyrirsagnir og lætur ekki gabbast. Sum lönd EIGA bara ákveðnar fréttir og þær gerast hvergi annars staðar. Nýrnaþjófnaður á Karnival? Nebbs, þarf ekki að smella. Enginn íslendingur vaknar eftir ball með Sálinni innyflalaus í ísmoluðu baðkari á Hótel Sögu. Nema að þar sé á ferðinni einhver djammari sem er svo langt kominn að maður verður bara að taka ofan.
"Drukkinn api eitrar fyrir fimm knattspyrnudómurum"
Maður smellir í ofboði... og þá er bara verið að tala um nýjustu mynd Will Ferrell, "Monkey on the Free-Kick Line". Manni finnst pínu einsog það sé verið að ljúga að manni til að fá meiri heimsóknarklikk.
En oftast er misskilningurinn sá að fréttin gerist annars staðar en hérlendis. Um daginn var einmitt fyrirsögn um að kona hafi ekið yfir fjórar stúlkur sem voru að bíða á stoppistöð. Almáttugur, hugsaði músar-puttinn og smellti til að lesa um...
Eitthvað óheppið lið í Ítalíu. Kommon, hverjum er ekki sama um þær antipesto-ætur? Gemmér hörmungar um fólk sem datt oní Kárahnjúkavirkjun eða tónleikahaldara sem fékk gaseitrun á Sjómannadeginum (er það ekki soldið íslenskt?).
Heimurinn er lítill og hann er enn minni í mínum huga. Ef það kom fyrir Ridgmont McBeeslay þá blæs ég bara gamla matarmylsnu úr lyklaborðinu. En ef það var Snjólaug Jökulsdóttir, þá nota ég téð lyklaborð til að gefa í minningarsjóð hjólastólabúa (sponsorað af Ísland í Dag).
Afturámóti er maður alger Nostradamus þegar maður les sumar fyrirsagnir og lætur ekki gabbast. Sum lönd EIGA bara ákveðnar fréttir og þær gerast hvergi annars staðar. Nýrnaþjófnaður á Karnival? Nebbs, þarf ekki að smella. Enginn íslendingur vaknar eftir ball með Sálinni innyflalaus í ísmoluðu baðkari á Hótel Sögu. Nema að þar sé á ferðinni einhver djammari sem er svo langt kominn að maður verður bara að taka ofan.
laugardagur, febrúar 23, 2008
STOPPIÐ MIG!
Ég er að tapa mér í Seinfeld. Ég geri bókstaflega ekkert annað en að glápa á disk eftir disk eftir sprenghlægilegan disk. Almáttugur. Mig langar að setja sjónvarp inní sturtuna. Kramer gerði þannig.
"Hellooooo! La-la-laaa"
Ég fékk æði fyrir því að segja þetta þegar ég sá þáttinn í næntís og er kominn með æðið aftur.
"I'm as slippery as an eel! La-la-laaa"
Hver vill koma og horfa með mér? Hér er nasaþefur, Kramer breytir íbúðinni sinni í spjallþáttastúdíó:
Nei bíddu, ég veit!
Það eina sem getur stöðvað Seinfeld æðið er gamla spilið FIMBULFAMB. Muniði eftir því? Ég er ósigrandi í Fimbulfambi. Komið í Fimbulfamb. Eða Seinfeld maraþon.
La-la-laaa.
"Hellooooo! La-la-laaa"
Ég fékk æði fyrir því að segja þetta þegar ég sá þáttinn í næntís og er kominn með æðið aftur.
"I'm as slippery as an eel! La-la-laaa"
Hver vill koma og horfa með mér? Hér er nasaþefur, Kramer breytir íbúðinni sinni í spjallþáttastúdíó:
Nei bíddu, ég veit!
Það eina sem getur stöðvað Seinfeld æðið er gamla spilið FIMBULFAMB. Muniði eftir því? Ég er ósigrandi í Fimbulfambi. Komið í Fimbulfamb. Eða Seinfeld maraþon.
La-la-laaa.
föstudagur, febrúar 22, 2008
Boð og bönn
Samkvæmt lögum er bannað að reykja inni á skemmtistöðum. En samt hamast menn sem aldrei fyrr við að reykja, hvort sem það er við barinn eða inni í fiskabúri*.
Samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð. Samt eru haldin pókermót út um allar trissur og jafnvel alþingismenn eru að vinna pening í pókermótum og monta sig af því í útvarpinu.
Bíddu, er ekkert bannað í alvörunni eða?
Enda hegningarlögin okkar kannski á orðunum "...NEI DJÓK"?
- - - -
*Ég vil bara segja að þetta glæra reyk"herbergi" á Barnum er á meðal mest niðurlægjandi apparata sem ég hef augum litið. Að fólk skuli fara þangað inn er ofar mínum skilningi. Einsog stríðsfangar í dýragarði.
Samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð. Samt eru haldin pókermót út um allar trissur og jafnvel alþingismenn eru að vinna pening í pókermótum og monta sig af því í útvarpinu.
Bíddu, er ekkert bannað í alvörunni eða?
Enda hegningarlögin okkar kannski á orðunum "...NEI DJÓK"?
- - - -
*Ég vil bara segja að þetta glæra reyk"herbergi" á Barnum er á meðal mest niðurlægjandi apparata sem ég hef augum litið. Að fólk skuli fara þangað inn er ofar mínum skilningi. Einsog stríðsfangar í dýragarði.
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Yada Yada Yada
Wá, ég er alveg á bóla-bóla kafi í Seinfeld box-settinu þessa dagana. Frístundirnar hef ég kysst bless þangað til kassinn fer að þreytast. En þangað til er það ekkert nema Muffin Tops, Bókasafns-spæjarinn, The coffee table coffee table book, Bubbleboy, the Low Talker, The High Talker (og the Long Talker), Soup Nazi, Mr. Peterman, Uncle Leo, Space Pen, Rakspírinn 'The Beach', Poppie að míga í sófann, fröken Man-Hands, the Braless Wonder og auðvitað Shrinkage.
Ég legg til að þið hermið eftir mér og finnið þennann kassa á ebay, þar sem ég fékk hann á 111 dollara. EKKI og ég meina EKKI kaupa hann á því blóðuga, fjárkúgunar, græðgis, viðbjóðs, siðleysis verði sem er sett á hann hér...
ÞRJÁTÍUÞÚSUNDKRÓNUR!
Pffffttt!! Þá borgar sig nú frekar að fljúga til útlanda og kaupann þar. Ég ræpa á þessa okurnauðgara.
En jæja, Art Vandelay og Mr. Pennypacker bíða ekki endalaust.
Ég legg til að þið hermið eftir mér og finnið þennann kassa á ebay, þar sem ég fékk hann á 111 dollara. EKKI og ég meina EKKI kaupa hann á því blóðuga, fjárkúgunar, græðgis, viðbjóðs, siðleysis verði sem er sett á hann hér...
ÞRJÁTÍUÞÚSUNDKRÓNUR!
Pffffttt!! Þá borgar sig nú frekar að fljúga til útlanda og kaupann þar. Ég ræpa á þessa okurnauðgara.
En jæja, Art Vandelay og Mr. Pennypacker bíða ekki endalaust.
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
'Tis the Ballad of Steve
Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda með Asylum.
Fyrir þá sem ekki vita er Asylum kvikmyndakompaní sem gerir hræódýrar eftirhermur af stórmyndum og gefur þær út á DVD rétt áður en alvöru myndin kemur í bíó. Tilgangurinn er væntanlega að selja vitleysuna til fólks sem ekki veit betur.
Dæmi:
Alien vs Hunter
Da Vinci Treasure
HG Wells' War of the Worlds
I Am Omega
Monster (hefðu nú getað gert 'Monsterfield' erþaggi?)
Pirates of Treasure Island
Snakes on a Train!
Transmorphers
Universal Soldiers (wtf)
Ég mæli með því að þið skoðið treilerana. Þeir eru óborganlegir.
Mér finnst það voðalega ljótt af þeim að plata gamalmenni, börn og einfeldinga og stela af þeim peningum, en hluti af mér vill sjá þessar hörmungar. Þetta drasl er örugglega stórskemmtilegt fyrir okkur sem elskum skran einsog Tango & Cash og Armageddon.
En aðallega: Skamm.
PS-
'Ratatoing' er ekki frá Asylum, en Treilerinn gerði mig verulega þunglyndann. Hvað er að svona liði! Þetta er svo glatað og þroskaheft og ljótt að það ætti að taka "Cartoon Maker 1.0" af þeim.
Ef ég væri átta ára og fengi 'Ratatoing' í afmælisgjöf frá ömmu minni mundi ég fara að gráta af óttablandinni vorkun.
Fyrir þá sem ekki vita er Asylum kvikmyndakompaní sem gerir hræódýrar eftirhermur af stórmyndum og gefur þær út á DVD rétt áður en alvöru myndin kemur í bíó. Tilgangurinn er væntanlega að selja vitleysuna til fólks sem ekki veit betur.
Dæmi:
Alien vs Hunter
Da Vinci Treasure
HG Wells' War of the Worlds
I Am Omega
Monster (hefðu nú getað gert 'Monsterfield' erþaggi?)
Pirates of Treasure Island
Snakes on a Train!
Transmorphers
Universal Soldiers (wtf)
Ég mæli með því að þið skoðið treilerana. Þeir eru óborganlegir.
Mér finnst það voðalega ljótt af þeim að plata gamalmenni, börn og einfeldinga og stela af þeim peningum, en hluti af mér vill sjá þessar hörmungar. Þetta drasl er örugglega stórskemmtilegt fyrir okkur sem elskum skran einsog Tango & Cash og Armageddon.
En aðallega: Skamm.
PS-
'Ratatoing' er ekki frá Asylum, en Treilerinn gerði mig verulega þunglyndann. Hvað er að svona liði! Þetta er svo glatað og þroskaheft og ljótt að það ætti að taka "Cartoon Maker 1.0" af þeim.
Ef ég væri átta ára og fengi 'Ratatoing' í afmælisgjöf frá ömmu minni mundi ég fara að gráta af óttablandinni vorkun.
Konfekt... fullt af gubbi
Í dag er fjórtándi febrúar 2008. Hvorki ég né nokkur sem ég þekki eiga afmæli í dag og ekki veit ég um neinn sérstakan viðburð í sögu okkar íslendinga sem dúkkaði upp á þessum degi. Þess vegna er þessi fimmtudagur ekkert annað en blautur vetrardagur fyrir mér.
Hinsvegar vilja bandaríkjamenn halda að það sé sniðug hugmynd að moka, ausa og sturta peningum niður í salernið í dag, með því að kaupa blóm, mósartkúlur og ógeðsleg "undirföt" sem eru one size fits all og úr joggingbuxnaefni.
Já, Valentine's Day, sá hálfvitalegi ræpudagur er í dag. Dagurinn sem Raymond gleymir að kaupa blóm handa Debru og King of Queens kaupir vitlausa tegund af bangsa sem heldur á hjarta handa henni þarna belju. Einhver amerískasti (og þar af leiðandi hallærislegasti) dagur sem sögur fara af. Ég var einu sinni úti í NYC á þessum degi og þar voru RAÐIR fyrir utan allar blómabúðir og bakarí. Já, menn stóðu í RÖÐ út á götu til að kaupa bleikan marens með dinglandi plast-Eros á 4000 kall. Ég prísaði mig sælan að svona bjánagangur viðgengst ekki hér heima.
Nema hvað...
"Unga fólkið kemur sterkt inn á Valentínusardaginn!" segir hress blómasali innan um ógrynni af genabættum grænum, gulum og bleikum rósum. Blöðin í dag eru full af umfjöllunum og auglýsingum fyrir Valentine's Day og svo virðist sem unga kynslóðin sé að taka þessum degi ástfóstri... eða kannski meira að fara í bullandi skrúfusleik og klofkáf við hann. Og byrla honum síðan ólyfjan og deit-reipa honum.
Komm on, kæru samlandar. Verum rómantísk og knúsileg við hvort annað á hverjum einasta degi, ekki bara á einhverjum bjánalegum, markaðssettum kortablómadegi sem er skrásett vörumerki Interflora. Svo er ekkert rómantískt við plasthjörtu, bleikan rjóma og þvinguð blóm.
Og þó, ég er með betri hugmynd. Ég efni til mótmælaaðgerða:
VERUM Ó-RÓMANTÍSK VIÐ HVORT ANNAÐ Í DAG!
Móðgum hvort annað, prumpum í sængina, eldum ógeðslegan mat, glápum á ókunnuga rassa, étum seinasta nammið, pissum með hurðina opna og segjum "OJ" þegar hitt kemur úr sturtu. "Farðí megrun, John Candy."
Já, við eigum það inni að vera tíkarleg við hvort annað í einn dag. Höfum það þennan dag.
Gleðilegan Viðbjóðstínusardag.
Hinsvegar vilja bandaríkjamenn halda að það sé sniðug hugmynd að moka, ausa og sturta peningum niður í salernið í dag, með því að kaupa blóm, mósartkúlur og ógeðsleg "undirföt" sem eru one size fits all og úr joggingbuxnaefni.
Já, Valentine's Day, sá hálfvitalegi ræpudagur er í dag. Dagurinn sem Raymond gleymir að kaupa blóm handa Debru og King of Queens kaupir vitlausa tegund af bangsa sem heldur á hjarta handa henni þarna belju. Einhver amerískasti (og þar af leiðandi hallærislegasti) dagur sem sögur fara af. Ég var einu sinni úti í NYC á þessum degi og þar voru RAÐIR fyrir utan allar blómabúðir og bakarí. Já, menn stóðu í RÖÐ út á götu til að kaupa bleikan marens með dinglandi plast-Eros á 4000 kall. Ég prísaði mig sælan að svona bjánagangur viðgengst ekki hér heima.
Nema hvað...
"Unga fólkið kemur sterkt inn á Valentínusardaginn!" segir hress blómasali innan um ógrynni af genabættum grænum, gulum og bleikum rósum. Blöðin í dag eru full af umfjöllunum og auglýsingum fyrir Valentine's Day og svo virðist sem unga kynslóðin sé að taka þessum degi ástfóstri... eða kannski meira að fara í bullandi skrúfusleik og klofkáf við hann. Og byrla honum síðan ólyfjan og deit-reipa honum.
Komm on, kæru samlandar. Verum rómantísk og knúsileg við hvort annað á hverjum einasta degi, ekki bara á einhverjum bjánalegum, markaðssettum kortablómadegi sem er skrásett vörumerki Interflora. Svo er ekkert rómantískt við plasthjörtu, bleikan rjóma og þvinguð blóm.
Og þó, ég er með betri hugmynd. Ég efni til mótmælaaðgerða:
VERUM Ó-RÓMANTÍSK VIÐ HVORT ANNAÐ Í DAG!
Móðgum hvort annað, prumpum í sængina, eldum ógeðslegan mat, glápum á ókunnuga rassa, étum seinasta nammið, pissum með hurðina opna og segjum "OJ" þegar hitt kemur úr sturtu. "Farðí megrun, John Candy."
Já, við eigum það inni að vera tíkarleg við hvort annað í einn dag. Höfum það þennan dag.
Gleðilegan Viðbjóðstínusardag.
miðvikudagur, febrúar 13, 2008
Bobgvötun
Ég set hér með fram hugmynd um öfugan örbylgjuofn. Ekki Sexandthecity-glápandi búsáhald sem nemur förðun og er kallaður 'Tískulöggan Samsung' heldur meira svona Anti-örbylgjuofn. Græja sem kælir bjór á tveimur mínútum og frystir nautshöfuð á kortéri.
Uppfinningamenn, þið megið alveg stela hugmyndinni, en ég heimta þó að fá að lepja fyrstu ísnálarnar úr honum.
Uppfinningamenn, þið megið alveg stela hugmyndinni, en ég heimta þó að fá að lepja fyrstu ísnálarnar úr honum.
mánudagur, febrúar 11, 2008
Munið þið eftir lúðraþyt?
Er alveg hætt að prófa loftvarnarflauturnar? Í gamladaga leið varla vika án þess að kippt væri í lúðrana til að fullvissa að allt væri með felldu. Og nú ekkert. Ég legg ekki traust mitt í hendur búnaðar sem ekki er prófaður. Flauturnar eru eflaust fullar af hreiðrum og gömlum jólatrjám núna. Hvernig verðum við þá látin vita af loftárás eða suðurlandsskjálfta? Með SMS?
Grín. Ég bara sakna hljóðsins í þeim.
Grín. Ég bara sakna hljóðsins í þeim.
sunnudagur, febrúar 10, 2008
Álegg
KJARNAFÆÐIPEPPERONI!!!
ALVÖRUPEPPERONI
AFÞVÍÞAÐER
KJARNAFÆÐIPEPPERONI!!!
Wá, ég held að aldrei hafi auglýsing virkað eins öfugt á mig.
Ég fer núna í búðina með því ákveðna hugarfari að kaupa alls engar vörur frá Kjarnafæði.
Svo hef ég líka heyrt að Kjarnafæðipepperoni sé unnið úr miltisbrandssýktu rassakjöti.
ALVÖRUPEPPERONI
AFÞVÍÞAÐER
KJARNAFÆÐIPEPPERONI!!!
Wá, ég held að aldrei hafi auglýsing virkað eins öfugt á mig.
Ég fer núna í búðina með því ákveðna hugarfari að kaupa alls engar vörur frá Kjarnafæði.
Svo hef ég líka heyrt að Kjarnafæðipepperoni sé unnið úr miltisbrandssýktu rassakjöti.
föstudagur, febrúar 08, 2008
Seinasta Nintendo færslan í bili, ég lofa.
Jæja þá er það innvolsið!
Ég hef keypt/eignast slatta af leikjum undanfarið (Top Gun 1&2, Terminator 2, Totally Rad, Rampart, Skate or Die) en þeir eru allir á ammríska kerfinu svo þeir eru óspilanlegir í Evvrófsku vélunum okkar.
Eftir að hafa lesið mér til á netinu, fann ég að vandamálið liggur í tölvukubb inní vélinni sem læsir óæskilegum leikjum og eina svarið er invasive surgery! Þá var það bara að sækja skrúfjárn & klippur og ráðast til starfa.
Við Jónína eigum sitthvora NES vélina þannig að ég fórnaði minni í þessa tilraunamennsku.
Hér er æskuvinur minn á skurðarborðinu:
Dúndurstuð að þykjast vera rafvirki og finna tvítugt kusk og svona. En ég klippti sumsé á tengilinn og get núna spilað alla leiki. Evrópska, ameríska, japanska og jafnvel ólöglega/bootleg leiki. Sáraeinfalt!
Ef þú þorir að opna þína og leika Dr Mario - Nintendo Surgeon, þá fylgir þú bara þessum leiðbeiningum.
PS-
Rampart er sjúklega geggjaður! Blanda af herkænsku, Tetris og fallbyssuskothríð. Ég er alltaf að vinna Jónínu í honum. Nei djók.
PPS-
Svo las ég það líka að það er bjánaskapur að blása inní leikinn þegar hann virkar ekki. Vandamálið er að tenglarnir í leiknum og tölvunni ná ekki að snertast almennilega. Þá er málið að hagræða leiknum inní vélinni og gera restart. Það er líka hægt að þrífa tenglana inní leiknum með spritti og eyrnapinna.
Ég hef keypt/eignast slatta af leikjum undanfarið (Top Gun 1&2, Terminator 2, Totally Rad, Rampart, Skate or Die) en þeir eru allir á ammríska kerfinu svo þeir eru óspilanlegir í Evvrófsku vélunum okkar.
Eftir að hafa lesið mér til á netinu, fann ég að vandamálið liggur í tölvukubb inní vélinni sem læsir óæskilegum leikjum og eina svarið er invasive surgery! Þá var það bara að sækja skrúfjárn & klippur og ráðast til starfa.
Við Jónína eigum sitthvora NES vélina þannig að ég fórnaði minni í þessa tilraunamennsku.
Hér er æskuvinur minn á skurðarborðinu:
Dúndurstuð að þykjast vera rafvirki og finna tvítugt kusk og svona. En ég klippti sumsé á tengilinn og get núna spilað alla leiki. Evrópska, ameríska, japanska og jafnvel ólöglega/bootleg leiki. Sáraeinfalt!
Ef þú þorir að opna þína og leika Dr Mario - Nintendo Surgeon, þá fylgir þú bara þessum leiðbeiningum.
PS-
Rampart er sjúklega geggjaður! Blanda af herkænsku, Tetris og fallbyssuskothríð. Ég er alltaf að vinna Jónínu í honum. Nei djók.
PPS-
Svo las ég það líka að það er bjánaskapur að blása inní leikinn þegar hann virkar ekki. Vandamálið er að tenglarnir í leiknum og tölvunni ná ekki að snertast almennilega. Þá er málið að hagræða leiknum inní vélinni og gera restart. Það er líka hægt að þrífa tenglana inní leiknum með spritti og eyrnapinna.
Geisp
"KÓNGURINN SNÝR AFTUR!"
Þannig gólar auglýsingin á Skjá Einum. Hinn óborganlegi spéfugl Jay Leno mun snúa aftur á skjáinn og skemmta landsmönnum með sínum óborganlegu bröndurum...
Einsog:
"Nýjar rannsóknir sýna að börn líti meira upp til feðra sinna en mæðra sinna. Vitiði hver verður glaður að heyra það? -MICHAEL JACKSON!"
HAHAHAHAHA!
"Morðtíðnin hefur fallið um 40% í Californíu á árinu... Vitið afhverju? Afþví OJ SIMPSON er fluttur!"
HAHAHAHAHA!
"Science.com birti frétt um kynlíf... BILL CLINTON!!!!"
HAHAHAHAHA!
"..."
"...OJ SIMPSON!!!"
HAHAHAHAHA!
"Gay Pride er á morgun. Hey Kev, þér finnst gott að vera riðið í rassinn er það ekki!"
HAHAHAHAHA!
"Já við erum með frábæran þátt í kvöld. ROBIN WILLIAMS mætir með sinn æðislega húmor og svo koma dýr að pissa í hendina mína. Já og svo munu Black Eyed Peas taka lagið!"
WEEEEYYYYJJ!
- - - -
Jay var nógu hryllilegur fyrir. En hvernig ætli hann sé án handritshöfunda? Það þurfti að skrifa OJSimpsonbrandarana oní hann. Hvernig í ósköpunum er þá stöffið sem hann semur sjálfur! Ég bara verð að kíkja pínu, til að sjá.
En svo mun Conan O'Brien taka við af fíflinu á næsta ári. Þýðir það að loksins verði Conan sýndur hér á landi? Eða munu þeir halda tryggð við Jay og sýna bara beint frá öryggismyndavélunum heima hjá honum?
Þannig gólar auglýsingin á Skjá Einum. Hinn óborganlegi spéfugl Jay Leno mun snúa aftur á skjáinn og skemmta landsmönnum með sínum óborganlegu bröndurum...
Einsog:
"Nýjar rannsóknir sýna að börn líti meira upp til feðra sinna en mæðra sinna. Vitiði hver verður glaður að heyra það? -MICHAEL JACKSON!"
HAHAHAHAHA!
"Morðtíðnin hefur fallið um 40% í Californíu á árinu... Vitið afhverju? Afþví OJ SIMPSON er fluttur!"
HAHAHAHAHA!
"Science.com birti frétt um kynlíf... BILL CLINTON!!!!"
HAHAHAHAHA!
"..."
"...OJ SIMPSON!!!"
HAHAHAHAHA!
"Gay Pride er á morgun. Hey Kev, þér finnst gott að vera riðið í rassinn er það ekki!"
HAHAHAHAHA!
"Já við erum með frábæran þátt í kvöld. ROBIN WILLIAMS mætir með sinn æðislega húmor og svo koma dýr að pissa í hendina mína. Já og svo munu Black Eyed Peas taka lagið!"
WEEEEYYYYJJ!
- - - -
Jay var nógu hryllilegur fyrir. En hvernig ætli hann sé án handritshöfunda? Það þurfti að skrifa OJSimpsonbrandarana oní hann. Hvernig í ósköpunum er þá stöffið sem hann semur sjálfur! Ég bara verð að kíkja pínu, til að sjá.
En svo mun Conan O'Brien taka við af fíflinu á næsta ári. Þýðir það að loksins verði Conan sýndur hér á landi? Eða munu þeir halda tryggð við Jay og sýna bara beint frá öryggismyndavélunum heima hjá honum?