<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





mánudagur, september 29, 2008

Styrkur

Ég var í einkabankanum mínum áðan (Landsbankinn) og undir 'Greiðslur' fann ég lítinn hlekk sem segir 'Góð málefni'. Þar getur maður styrkt ýmis góðgerðarsamtök sjálfvirkt í gegnum einkabankann.

Segir síðan:
"Þú velur eitt eða fleiri málefni sem þú vilt styrkja mánaðarlega, ákveður styrkupphæð í hverjum mánuði og loks hve lengi áskriftin skal vara. Styrkur þinn er gjaldfærður tíunda hvers mánaðar ef innistæða er næg. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er eða bætt við nýjum málefnum til að styrkja. Einnig er mögulegt að styrkja valið málefni með einni greiðslu en þá er styrkurinn gjaldfærður samdægurs. Einfaldara getur það ekki verið."

Þetta er meiriháttar framtak og ég vona að það sé svona í hinum einkabönkunum líka. Vertu mannvinur og gefðu eitthvað lítilræði til þeirra sem þurfa. Lágmarkið er hundraðkall og það er ekki nema einu Lindubuffinu færra á mánuði fyrir þig.

Svo er það auðvitað löngu sannað að þeir sem gefa til góðgerðamála fá aðgang að sérstöku diskóteki í himnaríki þar sem er opinn bar, frítt í fúsball og bara spiluð góð tónlist. Hinir þurfa að húka í röðinni.

sunnudagur, september 28, 2008

Laugardagurinn gerður upp

Í gær voru víst einhverjir ofboðslega spennandi leikir í knattspyrnu. Ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en ég sá að allir kallarnir í afmælisveislu litlu frænku minnar voru andstuttir yfir þessu í sjónvarpsherberginu. Það er merkilegt hvað svona fer alltaf framhjá mér. Útvarpið segir kannski "ÍR tryggði sér ÍSLANDSMEISTARATITILINN í dag við trylltan fögnuð þúsunda!!" og ég er alveg, nú? Var keppni í gangi?

Hverju sem því líður, þá mæli ég með glænýjum sportbar á Austurstræti, þar sem Ömmukaffi var áður. Ég hef hangið þar nokkrum sinnum þegar ég er að bíða eftir að Jónína komi úr vinnunni sinni í Eymundsson. Venjulega myndi ég ekki hanga á sportbar, en maður verður bara að styðja öldurhús sem heita góðum nöfnum. Þessi sportbar heitir nefnilega... BJARNI FEL. Þvílíkt snilldarnafn. Barinn, English Pub og hinir aula-nafns-staðirnir mega taka sér Bjarna Fel til fyrirmyndar. Allir á Bjarna Fel!

En aftur að afmælisveislu litlu frænku. Mér finnst alltaf svo gaman að mæta í svona mannfögnuði. Mér finnst svona heitir brauðréttir með aspas-skinku-ost gumsi vera svo unaðslega góðir að það er engu lagi líkt. Ég gæti borðað þetta í öll mál. Puttamatur og marenstertur í eftirrétt. Man ekki hvort ég er búinn að skrifa um það, en ég hef alltaf viljað opna veitingastað sem heitir Ættarmót þar sem er bara svona veislumatur á hlaðborði. Fermingarservíettur og jarðarfararkerti á borðum, gestabók og svona brúsar með kaffi. Svo eru allir látnir syngja afmælissönginn af og til og fyndnir frændur halda ræður. Allir á Ættarmót!

Kvöldinu eyddum við Jónína í videogláp. Planið var að horfa á Manhattan, en þegar við kveiktum á sjónvarpinu var Children of Men í gangi. Þótt við værum búin að sjá hana, urðum við að horfa til enda. Því-lík óhemju gæðamynd. Alveg ótrúlega mögnuð. Maður fær vart tíma til að anda af spenningi og andakt. Manhattan var fín líka.

En jæja ég er farinn í bröns á Vox. Ciao.

-Bjölli Hvítflibbi

Iggy Croc



Það er nógu slæmt að Iggy sé í Crocs. En sjáiði, hann er í custom sérútbúnum upphækkuðum fótalækninga Crocs (annar fótleggurinn hans ku vera styttri en hinn, sem ég hafði ekki hugmynd um).

Hugsið ykkur að vera svo hrifinn af "Tátiljum Lúsifers" að maður mætir með þá uppí Össur alveg, Hey geturðu brætt upphækkun saman við þessa GEÐVEIKT SVÖLU gúmmískó hérna?

Iggy, you changed man. Þú varst vanur að klæða þig í lítið annað en leðurbrækur og storkið blóð úr sjálfum þér. En núna eru það bara Cool Dad stuttbuxur og "Klossar Kölska". Þessi Bahama Mama ber eflaust enga virðingu fyrir þér þegar þú raðar misháum Crocsunum í skógrindina í forstofunni.

fimmtudagur, september 25, 2008

ówá

Sjíí ég var alveg búinn að gleyma hvað þetta er sjúklega fyndið.


Af Fíflum

Ég sá um daginn að ógeðið sem hendir hnífum í börnin sín væri mikill og sannfærður áhugamaður um hvers konar samsæriskenningar. Að Tungllendingarnar væru uppspuni, að Bush hafi myrt alla á 9/11 osfv.

Djöfull finnst mér alltaf svo þroskaheft þegar fólk segist trúa á svona þvælu. Manns álit á viðkomandi hrinur gjörsamlega (ekki það að álitið á þessum barnaníðing hafi verið mikið fyrir). Maður bara virðir fyrir sér viðkomandi og er alveg, "Hvað er í gangi þarna inni? Ég er að horfa á mann með heila barns!"

Stundum þarf svo lítið til, að sýna að manneskja sé skyndilega með greind á við bavían."Juliette Lewis er í Vísindakirkjunni" er eitt dæmi. "Þúst við lentum aldrei á Tunglinu mar!" er annað.

Ekki að ég þurfi eitthvað að útskýra, en Tungl-bullið má skjóta í kaf með því að benda á að þegar þeir fóru þangað fyrst, skildu þeir eftir endurskinsmerki. Ef þú skýtur geisla þangað, þá kemur hann til baka. Case closed. Og hvað 9/11 varðar, þú ert að fokking djóka er það ekki?

OOooh, hvað mig langar að fara með einn svona lúða í heimsókn til brunamanns í NY sem missti alla vini sína þennan dag! "Þessi lúði hér hefur svolítið að segja við þig" -"eeehhh... ég trúi því að... ee.. að þú ert með mjög fallegt veggfóður hér?"

Og hey, bottom line: Bandaríkjastjórn gat ekki coverað upp eitt innbrot þar sem fimm manns komu við sögu, hvað þá RISAVAXNAR MEGA-LYGAR þar sem þúsundir manns þyrftu að vera með í spilinu. HMM! OK, nú er hjartslátturinn kominn upp, ég ætla að kreista svamp og fara í búbblubað.

Auka:
Penn & Teller tóku svona fífl fyrir í einum þætti af Bullshit. Mjög fyndið. Sjá hér.

mánudagur, september 22, 2008

"It's not a wheel, it's a Carousel"



Waúú, áfram Mad Men!

Reyndar þurfti að fresta þætti vikunnar vegna Emmy verðlaunanna, sem þýðir að biðin eftir 9. þætti af seríu tvö er orðin langtum meira en óbærileg.

Þessir gasalega góðu þættir byrja á Stöð 2 í nóvember.

-Bjölli Plögg

sunnudagur, september 21, 2008

Sýn var gott nafn á sjónvarpsstöð.

Ég horfi alveg gasalega lítið á sjónvarp. Á að giska svona einn klukkutíma í viku samanlagt. EN það er ekki einsog ég sé einhver dugnaðarsveppur sem vill frekar eyða sínum tíma í maraþonhjólreiðar og garðyrkju. Það er bara þannig að tölvan/netið hefur tekið yfir sem minn afþreyingarmiðill. Í raun er enginn tími fyrir According To Jim og annað sjónvarpsgláp því þegar mín vinna er talin með (sem fer öll fram fyrir framan tölvu) þá er ég að eyða svona 12 tímum á dag í að glápa á pixelvarp. En það er efni í aðra og all-eymdarlega færslu.

En allavegana. Ég ætlaði að horfa á Svarta Engla, nýja krimmaþáttaröð á RÚV. En dagskrá.is klúðraði tímanum (fokking net) og ég sá bara seinustu 10 mínúturnar. En mér fannst samt fyndið að sjá að Helgi Björns, aðal glæpaskúrkurinn, vann sína glæpavinnu í skrifstofu. Skrifborð með svona grænum lampa, bókum í hillu og pennum í haldara. Vantaði bara svona der og reiknivél. Auðvitað var hann líka í jakkafötum og með undirlægjur sem liggur við að hafi kallað hann "herra".

Ég veit ekki mikið um glæpi, en ég efast um að glæponar sinni sínum myrkraverkum í skrifstofum. Glæpaskrifstofa? Ég meina, er líka glæpabókhald, glæpakaffiherbergi, glæpaljósritunarvél, glæpapottaplöntur og glæparitarar? Er svo glæpaárshátið?

fimmtudagur, september 18, 2008

Aww



En rómó.

fimmtudagur, september 11, 2008

Jæja...

OK það var enginn heimsendir. Engin furða, því þeir voru bara að kveikja á vélinni í fyrsta sinn og að registera hugbúnaðinn. Það eina sem hefur snúist í öreindahraðalinum hefur verið einn ringlaður kampavínstappi eða kannski fílakaramellubréf. Ætli lata húsverðinum þarna sé sagt að það sé bannað að henda drasli í svartholið?

Annars hef ég ekkert spes að skrif-segja, ég vildi bara gera einhverja færslu svo að þessi heimsendaspá væri ekki eina færslan í nokkra daga. Einhver gæti haldið að ég hafi gleypt ólyfjan til að sleppa við að deyja í rökkurholi. Jánei, ekkert Heaven's Gate hér.

Allavega, ég fékk þessa mynd ásamt fleirum úr framköllun í dag og fannst gaman að sjá hvað er margt á henni sem ég hef áhuga á. Skoðum nánar, já?



Smellið á myndina til að sjá hana stærri og finnið númerin sem passa vð lýsingarnar.

1) Myndavélarnar sem ég nota mest þessa dagana. Annars vegar Canon Ixus fermingarmyndavél. Ágætis allrahandadrasl. Ég gæti trúað að þetta hafi verið seinasta filmuvélin áður en digital myrti þann miðil. Ég nota hana því hún er nógu lítil í vasa til að nenna að hafa hana á mér alltaf. Hin er Lomo LC-A. Lomography.com er alveg ógeðslega tilgerðarleg og glötuð og selur þessar vélar á okurverði. Í raun kemur hún óorði á Lomo. En ég fíla samt myndirnar úr henni. Fékk þessa á slikk beint frá Rússlandi.

2) Skissubókin mín kæra (þessa stundina). Ég held að ég hafi fyllt 60 svona í gegnum árin. Munið að sjá krotið mitt hér. Ef ég þyrfti að velja mér tvennt til að eiga þá væru það föt til að skýla mér fyrir hagléli og svo teiknibók. Og þó, kannski gæti ég búið til skissubókarfrakka.

3) Glenlivet.

4) Mangó er mikið hnossgæti. Ég er meiraðsegja búinn að merkja mér þetta ef vel er að gáð. Það er kúnst að skera þetta. Mér finnst gaman að borða það sem maður þarf að hafa fyrir að undirbúa. Mér finnst einmitt ananas líka skemmtilegur. Og wá kókoshnetur maðr! Maður þarf öxi á það kvikindi.

5) Dóna-Skrafl. Venjulegt Scrabble tekur svona 18 tíma og er bööring. Jónína fann uppá því að hella bara öllum stöfunum á borðið og skiptast svo á að gera dónalegt klámyrði. Sá sem getur ekkert gert eða bætt við tapar. Jæja við klámhausarnir notuðum alla stafina og enginn tapaði. Þarna eru kynþokkafull orð einsog Hjakk, Þrútin, Herða, Tútta og auðvitað gullmolinn Bunupissufýla. Mmmm sexý.

þriðjudagur, september 09, 2008

Gúlp



Jæja, ef heimurinn hverfur á morgun, þá bið ég bara að heilsa.

"Sky stelur frá Stöð 2"

Samkvæmt Vísi hefur markaðsdeild Sky One verið að horfa allmikið á Stöð 2 þegar þeir hönnuðu nýtt brand. Ég ætla ekkert að tjá mig um hvort það sé satt eða ekki, en mér finnst allavega athyglisvert hvernig ráðamenn Stöðvar 2 taka á þessu, sem segja það "sérstaklega ánægjulegt að Sky skuli fá lánað hjá okkur".

Þetta er auðvitað fyndið því þegar dæmið er hinsegin og íslensk fyrirtæki eru með alveg eins auglýsingar og erlend fyrirtæki þá er sko pakkað í vörn með "Nei þetta er bara 'ferðalag hugmynda' og mjög algengt að menn finni svipaðar lausnir í þessum bransa sko..."

Semsagt:

Íslensk auglýsing alveg einsog erlend:
"Jáneinei. Undarleg tilviljun bara. Hugmyndir svífa bara í loftinu og menn grípa þær bara á sama tíma sko svona litir og form eru afar algeng og öö. Já." *shifty eyes*

Erlend auglýsing alveg einsog íslensk:
"jújú. Stolið af okkur."

föstudagur, september 05, 2008

Obviously you're not a golfer.

Wá ég trúi varla að það eru liðin tíu ár síðan The Big Lebowski kom út. Ein af mínum langlanglang uppáhalds myndum.



Yeah, well, you know, that's just, like, your opinion, man.

Shomer Fucking Shabbas!

I can get you a toe by 3 o'clock this afternoon... with nail polish.

We'll cut off your Chonson! -Yeah and maybe we stomp on it and squoosh it, Lebowski!

Are they gonna hurt us Walter?
-No Donny, these men are cowards.

Hey careful man, there's a fucking beverage here!

You can imagine what happens next...
-He fixes her cable?

I would have fucked you in the ass Saturday. I fuck you in the ass next Wednesday instead!

I'm the Dude. So that's what you call me. You know, that or, uh, His Dudeness, or uh, Duder, or El Duderino if you're not into the whole brevity thing.


Í alvöru, ég held að hvert orð í þessari mynd sé gullhúðað. Þvílíkt qoute-fest. Ég fæ löngunina til að leigja mér TBL svona 2-3 sinnum á ári og því fannst mér skrítið að ég hef aldrei eignað mér hana. Ég kippti því í liðinn um daginn með tíu ára ammælisútgáfunni.

SJÁ!


Jebb, partý þegar þessi kúla rúllar inn. White russian á línuna.

fimmtudagur, september 04, 2008

Krotikrass



Ég er búinn að vera með teiknibloggið Krotborg í tæp tvö ár. Undanfarð hefur þó Flickr tekið við sem minn helsti teiknidótadagur á netinu, enda miklu meira samfélag í kringum Flickr en á bloggum af þessu tagi. Krotborg er draugabær. gleymd eiginkona.

Ég fékk því pínu samviskubitskast um daginn og skannaði inn skissubækur síðustu tveggja mánaða eða svo og henti þeim inn sem róbótafærslum á teiknibloggið. Blaðsíðurnar munu því malla inn nær daglega fram á næsta mánuð og þið getið fylgst með. Þetta er aðallega krot og pár og krass en mér finnst alltaf gaman að skoða þannig hjá öðrum. Dægraskissur eru miklu meira gaman en Mui Perfecto Masterpiece D'Art því þar fær maður að sjá hvað er að ske inní hausnum á þeim sem teiknar. Til dæmis má sjá á myndunum sem eru komnar inn að ég er mikið að hugsa um prump þessa dagana. Og hver er það svosem ekki?

Anyway, allir að heimsækja Krotborg og að bókamerkja ef það var ekki þegar gert. Takk.

miðvikudagur, september 03, 2008

Updeit

Öff, er lagstur í flensupestarkvef og er þar á heimavelli. Ég ætti frekar að láta vita hvenær ég er *ekki* veikur. Ég get amk bókað það hjá mér með svellkaldri nákvæmni að detta í pestarstorm við hver árstíðarskipti. En þið vitið hvað þeir segja um kvefara: Það er ekki stærðin á tissjúinu, heldur hvernig maður snýtir sér í það. Djók. Hvað með, Eitt snýt í grisju er betra en tvö í lófa. Eh ég gefst upp.

Einmitt núna er ég á beinverkja-og-syfjaður tímanum. Þetta mun svo breytast í nasakvef eftir dag eða svo og þá er það tissjúbónansa. Ég kalla það reyndar sjaldnast tissjú, heldur Húsbréf nú eða Eyðublað. "Réttu mér eyðublað elskan, mér er mál að snýta mér".

Þegar ég er kvefaður og utandyra þá stunda ég það að ýta á aðra nösina að utanverðu til að loka henni og blæs síðan snýtinu útum hina. Þetta kallast 'bóndavasaklútur' og ku vera ógeðfellt en ég blæs á þann rógburð. Fyrr myndi ég snýta mér á gangstéttina hundrað sinnum frekar en að láta gossa einu sinni í eyðublað sem ég sting svo í vasann. Ojj. Og vasaklútar? brr pant ekki þvo þá martraðarpjötlu.