<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, október 06, 2008

Kreppulaus færsla

Er ég einn um það að vera pínu hræddur við að skipta um ljósaperu? Auðvitað kippi ég mér ekkert upp við að gera það, en þegar maður er að skrúfa bíður maður eftir að ljósið komi skyndilega á, einsog maður bíður eftir bregðuatriði í bíómynd.

Svo hjálpar ekki ef peran sem maður er að skipta um sprakk. Þá bíður maður bara eftir því að nýja springi líka og taki puttana með. það gæti gerst!!

Annað harmlaust sem ég er með smávægilegan, barnalegan ótta við:

Þvottavélar á fullum snúning. Voðalegur hamagangur og hávaði er í þessu. Búhú. Þess vegna voru fundin upp þvottahús, fólk þorði ekki að vera með þetta nálægt sér.

Hvínandi rok sem lætur rúðurnar titra. Þegar ég var lítill hélt ég að rúðan myndi brotna og soga mig út.


-Bjölli Kveif.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home