<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





laugardagur, maí 31, 2008

Sörpræs

Klukkan var fjögur um nótt þegar ég vaknaði við grimmilega dyrabjölluna. Ég gekk í svefni niður tröppurnar með öndina í hálsinum og stýruna í auganu. Hver gæti verið að hringja hér dyrabjöllu um miðja nótt, hugsaði ég óttasleginn með hamar, rambóhníf og svona kerta-haldara í höndunum (auðvitað var ég líka í náttserk og með svona jólaveina-svefnhúfu).

Vampírubörn að biðja um dót á tombólu?
Veiðimenn að moka eftir ánamaðk?
Vinir Vors og Blóma að selja miða á endurkomuball?
Vopnaðir villingar viljandi valda viðbeinsbroti?
Eða eitthvað annað sem byrjar á V??

Jah, ef þetta er launmorðingi í skjóli nætur þá er hann allavegana með fullt af farangri með sér, heilu ferðatöskurnar. Óguð, kannski eru töskurnar til að geyma sundurlimaðan líkama minn! Plís nei.

Ég opnaði hurðina veifandi hvítum klút og gægðist.Haldiði ekki að Jónína standi þarna, búin að stytta mánaðar spánardvölina sína um viku án þess að segja mér! Ég skellti hurðina á hana í viðbjóði fyrir að vera svona óheiðarleg við mig.

Nei djók. Velkomin heim beibí.

fimmtudagur, maí 29, 2008

Almannavarnir Ríkisins

Pff, ég fann ekkert fyrir þesssu.

Ég er reyndar pínu svekktur yfir því að hafa ekki fengið að vera með í ofsaskelfingunni. Fúlt líka að geta ekki borið saman skemmdir við nágrannana. "Jú, fiskabúrið sprakk og stéttin er klofin í fernt" - "Já baðkarið er hrunið til grunna og allir speglar skakkir" - "Já, konan er brotin í mölv og börnin skökk" - "Jú, sjónvarpið brann til kaldra kola og við konan þurftum að éta páfagaukinn". OG svo framvegis.

Ég var staddur í Hafnarfirði og það var kveikt á útvarpinu þegar fréttist af hamförunum. Þar komust sko durgarnir í Reykjavík Síðdegis í feitt. Djööfull komust þeir í feitt. Það var bara "Heyrum í hlustendum" allan þáttinn og þeir þurftu ekkert að vafra á netinu eftir fróðleiksmolum og afmælisbörnum dagsins. Heyrum í hlustendum.

Jæja ég vona að þið hafið gert einsog Jarðskjálftanefnd sagði og eruð öll úti í garði með hjálm og í læstri hliðarlegu.

Ekki ég. Það er ekki sjans að ég ætli að missa af eftirskjálftanum líka. Ég ætla að liggja undir kristalglasahillunni á stofugólfinu með hallamál.

mánudagur, maí 26, 2008

Down Periscope

Hæhó.

Ég og indjáninn erum enn á lífi þrátt fyrir að þetta blogg sýni annað.

Jónína er í mánaðarfríi á Spáni og á meðan er ég að hjakka í geysilegri vinnutörn. Einsog alltaf þegar ég er í svona törn (að umtörnast) þá líður mér alltaf einsog ég sé í kafbát eða eitthvað. Loka á allt og alla og lufsast í indesign. Það er af og frá í svona ástandi, að detta eitthvað sniðugt í hug að skrifa um.

Káfbáturinn kemur heim uppúr íshafinu þegar líður á vikuna og þá kem ég með eitthvað snælduvitlaust flipp og grín.

Annars á pabbi afmæli í dag og hann ætlar að bjóða famelíunni á Bubba Dyllan.

See you later, Russian skater.


PS
Ég veit að ég skrifaði óvart "Káfbáturinn"... of fyndið til að laga. Eiginkonan veit auðvitað að það eina sem ég er að káfa á þessa dagana eru tölvumýs og koddinn minn... og Bob Dylan ef ég kemst nógu nálægt honum.

miðvikudagur, maí 21, 2008


Búmmf

Ég get ekki lýst því hvað ég elska þetta lag mikið:



Mér finnst svo geðveikt fyndið þegar lagið kikkar inn og alltíeinu er þessi glataði bar með GEÐVEIKT Dolby Surround hljóðkerfi. Já ég vildi amk að allir pöbbar veru með svona bilaða hljómsveit á leiðinlegu þriðjudagskvöldi.

Sussudio hefur verið mér ofarlega í huga og hjarta mínu kært alveg síðan ég var Litli-Bjölli. Það er svo mikilfenglegt, hávært og uppæsandi að ég vissi ekki hvort ég ætti að míga í buxurnar eða að dýfa mér á maganum niður tröppurnar. Ég gerði bæði.

Ég fæ bara ekki nóg af svona tónlist þessa dagana (eða amk á 5. glasi). Það er bara eitthvað við eitís páwerpopp sem lætur mig setja bindi um ennið, dansa mig rauðann og ýlfra í eyrað á leiðinlega skólastjóranum.

Ég held að það séu trommurnar. Gæjar einsog Phil, Bruce Springsteen og Dire Straits spiluðu fyrir 70.000 manns á hverju kvöldi og ekki dugði að fylla uppí leikvanginn með panflautum og regnprikum. Neibb, það þurfti bombastískar, yfirþyrmandi, útúrpródúseraðar trommur til að kýla fólk í magann. Svo voru þrír eða fimm svartir gæjar með básúnur skilyrði líka.

Sjáiði bara The Boss. Max Weinberg kannetta.
Tékkið á 00:54. Þar tekur hann dans sem heitir THE SPRINGSTEEN og allir eiga að kunna. Bjölli tekur hér sýnidæmi. Courtney Cox sýnir svo stelpuútgáfuna 03:30.

Hmm

Hefur einhver séð sprengjuna mína?

laugardagur, maí 17, 2008

Ungir í anda

OK, mér fannst ég hafa heyrt orðið "young" aðeins of oft í samhenginu hip hop þannig að ég gúgglaði smá og fann...

Young Jeezy
Young Sid
Young Noddo
Young Buck
Young Dro
Young B
og Yung Joc, sem kann ekki að stafsetja.

Ég bíð bara eftir mashup með Neil Young Jeezy.

föstudagur, maí 16, 2008

"It tastes like burning!"

Ég vildi óska þess að Nancy Cartwright væri mamma mín. Nei OK, ekki mamma mín, en kannski frænka mín. Eða jafnvel bara bundin í horninu og skipað að tala einsog Ralph í hvert skipti sem ég geng inní herbergið.

Fólk einsog hún eru svo heppin að geta gert hörðustu böðla að skríkjandi smábörnum. Þúst, hún segir bara "fyrirgefðu, en klósettpappírinn er búinn" og maður er alveg "Fokking RALPH!" og mígur í sig af gleði.

Anyway, Hér er hún í viðtali að taka Bart, Nelson, Rod&Tod og Ralph:



Billy West er líka ALGJÖR hetja í mínum augum. Hann talaði fyrir Ren & Stimpy og næstum alla í Futurama. Hér er hann að láta bjána hlæja (vildað ég væri þeir) með því að taka Futurama raddir, en hér er hann í viðtali í meiri Ren & Stimpy fíling.

Einn annar sem er æði er Maurice Lamarche. Hann talar fyrir The Brain (í Pinky & the Brain), Kif, Morbo og Calculon í Futurama og líka Inspector Gadget (muniði?). Hér tekur hann fullt af röddum. Hann gerir líka bestu Orson Welles rödd í heimi. Hér sýnir hann það (lélegt klipp en anyway).

Ég fann ekkert gott á Jútúp af Tress MacNeille en hún er meiriháttar engu að síður. Hún er m.a. Agnes Skinner, Dolph og Lindsay Naegle í Simpsons og Mom (og fullt af öðrum) í Futurama. Hún er líka dugleg að gera krakkaraddir og því má oft sjá hana í barnaefni. Það er gull að hlusta á kommentary á Futurama-DVD þegar hún er með.

Eh, ég er reyndar alls enginn Family Guy aðdáandi, en hér má sjá það lið taka upp þátt. Fyrir þá sem kunna að meta þannig.

En sko, HEIMSMEISTARINN er auðvitað Mel Blanc. Hann var ALLIR í Looney Tunes og líka Barney í Flintstones. Hann tekur alla hina gæjana og prumpar á þá.



PS
Hér eru allir í Simpsons.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Sól og umferð

Ætli Pósthússtræti hafi verið morandi í konga-halarófum, pulsugrillandi pöbbum og blökkubörnum að sprauta úr brunahana?

Haha

Ég er nútímamenni og nota því alloft texta-samskiptaforrit einsog MSN.

Mín reynsla er sú að í svona 90% tilvika sem ég skrifa "haha" í samtölum þá er ég ekkert að hlæja í alvörunni. Svona hljóðlaus hlátur.

Mest kemur þetta í ljós þegar við Jónína tölum saman á MSN á milli herbergja heima. Við erum bæði að skrifa HAHA í gríð og erg en ekki heyrist múkk í okkur. Textinn sýnir orgurhlátur en andlitin sýna steinrunnar styttur.

Haha.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Klúðurbræður

Enginn furða að skoðanakannanir sýndu að Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir myndu tapa þrettánhundruð mönnum ef kosið væri í dag. Ólafur F og Vilhjálmur Þ eru einhverjir mestu klúðurbelgir og þöngulhausar síðan Gög og Gokke voru og hétu. Þvílíkir fábjánaskandlar á færibandi. Að þeir skuli geta greitt sér á morgnanna. Reyndar eru þeir báðir með hörmulegar klippingar þannig að...

Það kemur mér bara á óvart að þeir skuli ekki festast saman í dyragætt þegar þeir reyna báðir að fara út í einu.


þriðjudagur, maí 13, 2008

Bobby vs Bubbi

Það var ekki fyrr en ég las blogg/Huxið hans Péturs Gunnarssonar að ég vissi að ég hafði verið í 24 Stundum:


Kíkjið í endurvinnslupokann, þetta var í 'Bloggarinn' þann 9. maí.

Nú bíð ég bara (pínu stoltur) með Deyfilyfja-bleytta boxhanska eftir að Bubbi kemur að vitja hefnda.

sunnudagur, maí 11, 2008

Helgidagur

Í dag er hvítasunnudagur og því er ég AÐ SJÁLFSÖGÐU í kirkju að biðja bænir og tyggja líkklæði Jesúsar. Hvað gerðist annars á Hvítasunnudegi?

Annars var ég að spá í því að Jesú reis upp frá dauðum. Þar sem það voru ekki til lifnaðarpillur á hans tíma, þá er eina vísindalega útskýringin sú að hann hafi verið Zombí. Lærisveinaheilar ku vera mun gómsætari en gengur og gerist.

Allavega, hér eru nokkrir linkar á skemmtilega hluti sem má skoða inn á milli bænastunda og kóræfinga:

John Titor var dularfullur netverji sem sagðist koma úr framtíðinni.

Nasa þarf að spá í geimkynlífi.

Steve étur ógeð. Og er fyndinn.

Kolkrabbi étur hákarl.

Herskip í fyrri heimsstyrjöldinni voru máluð einsog eitthvað úr Nakta Apanum.

Hvernig hannar maður aðvörunarskilti sem þurfa að vera skiljanleg eftir tíu þúsund ár?

fimmtudagur, maí 08, 2008

Vivre Sur Vidéo

Haukur á Monitor bað mig (og fleiri) um að gefa álit á nokkrum innlendum tónlistarmyndböndum. Þetta er það sem mér fannst. Linkar vísa á Jútúp.


Mercedes Club – Meira frelsi
Ég hef aldrei fattað þessa músík, finnst hún hljóma svo mikið einsog barnaefni. Ég sé bara fyrir mér skoppandi tölvuteiknaðar kúlur, hlæjandi smábörn og Íþróttaálfinn. Undarlegast finnst mér að sjá/heyra fólk með svona lagað á gargandi blasti þegar það er bara eitt í bílnum. Svo unaðslega einmannalegt.

Hvað myndbandið varðar... tja er þetta ekki bara djók? Lagið samið af auglýsingastofu, myndbandið stolið úr öllum áttum og allir á litinn einsog blóðmör. Það verður amk skellihlegið að þessu í svona "Djöfull vorum við sikk í gamladaga" þætti eftir 20 ár. Og afhverju er Ceres 4 með í þessari auglýsingu? Var hann ekki pönkari?

PS-
Segir hún "að ÉTA meira frelsi" í viðlaginu? Furðu abstrakt texti miðað við flytjendur.


Eurobandið – This is my life
Mikið er ég glaður að hafa haft rænu á að sjá ekki á einn einasta þátt af Laugardagslögunum. 

Eurovision keppendur eru algjörlega skiptir til helminga. Annars vegar írónískur hallærisglamúr sem veltir sér uppúr djókdýrkun, og hinsvegar austantjaldslið sem tekur þetta alveg grafalvarlega. Mér finnst þessir tveir heimar mætast í þessu myndbandi. Alveg fleiming gay og glitrandi fútt og flipp, en alveg rosalega meðvitað og pínu sálarlaust.

Það er alveg nóg komið af kitsch í Eurovision. Við þurfum meira Gente Di Mare og minna Hupa Hule.

Þetta myndband er alls ekki minn Campari-bolli, en hugmyndin er svosem OK og allt er atvinnumannslega unnið (kannski full atvinnumannslega). Ég gef þessu Cinq Points af Deuze mögulegum.


Bloodgroup – Hips Again
Það tók mig svolítinn tíma að komast yfir að gellan virðist vera með fjórar augnabrúnir.

Þegar maður skoðar "Krútt" í orðabók framtíðarinnar þá mun þetta vídjó koma upp (í framtíðinni verða allar orðabækur myndskreyttar með vídjóum). Þau eru skræpótt, með stór gleraugu og finnst rosa gaman að vera pínu lúðaleg. Myndbandið er alveg að springa úr eitíshallæriskúli, sem mér finnst pínu fyndið því þau líta út fyrir að vera fædd í kringum 1991.

EN það er greinilega geðveikt gaman hjá þeim og af öllum myndböndunum sem ég fékk að tjá mig um, þá væri þetta líklega það eina sem ég hefði jútúpað af eigin frumkvæði. Áfram Færeyjar.


XXX Rottweiler – Blautt Malbik
Ég er mikið fyrir nostalgíu, en þótti ekkert spes að ferðast aftur til áranna þegar brundbúllur voru töff og það þótti sexí að vera strípikvendi með brennóboltabrjóst og hárlengingar úr pólýester.

Athyglisvert líka að innan um túttuhrist og rassaglenningar voru myndir af stríðshrjáðum börnum með handsprengjusár í andlitinu.

Ég veit ekki, kannski er þetta bara ógeðslega töff og smekklegt hjá markhópi XXXR. Ég hlusta á Fleetwood Mac. Hvað get ég eiginlega dæmt um hvað sé kúl hjá hiphop krádinu? 


Dr. Gunni – Homo Sapiens
Ef við höldum einhverntíman þjóðarsöfnun til að kaupa tímavél, þá segi ég að Dr Gunni fái fyrstur að prófa. Hann yrði snöggur að fara aftur til dýrðartíma sinnar kynslóðar og kýla Ronald Reagan í magann. 

Heimatilbúið, flippað og fullt af semi-krassandi eitís áróðri. Nýbylgjupopppönkið mun aldrei deyja á meðan lið einsog Doktorinn standa vörð um það. 


Jeff Who? – Barfly
Klárlega besta myndbandið í þessu úrtaki. Alvöru hugmynd sem er vel framkvæmd. Fín myndataka og gasaleg stemning. Þeir hljóta samt að vera alveg ofboðslega þreyttir á að syngja þetta í dag. Snúa örugglega hljóðnemanum að áhorfendum og leyfa þeim að la-la-lallast á meðan þeir fá sér sígó baksviðs.

Í lokin hefði ég reyndar verið til í að sjá dverginn sem bandið talar um. Alltaf gaman að sjá dverg með drykkjuvandamál eyðileggja trommusett. Fæ ekki nóg af því.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Innsláttuvél

Ég er alltaf að gera tvær mismunandi innsláttarvillur á tölvunni.

Önnur þeirra er sú að ég virðist afar sjaldan geta gert tvö "N" í röð. Týpísk lína hjá mér, áður en hún færi í gegnum leiðréttingarforritið mitt (augun mín), væri þá svona: "Han sýnir svo sanarlega enga miskun þegar han gerir insláttarvillur."

Oftast sé ég svona rugl, bölva ólæsum fingrunum mínum, laga vitleysuna og held svo áfram að blaðri-pikka. Refsa svo puttunum seinna, með því að dýfa þeim í bráðnað plast. Stundum sé ég þetta ekki. Þá lít ég út einsog ólæs vélsleðadurgur.

En N-vitleysan er bara pirrandi. HIN innsláttarvillan mín er hinsvegar skemmtileg og fyndin:

Ég skrifa aldrei "MAÐUR" heldur "MAUR".

Aleinn í þögn sit ég og skrifa á blogg og á spjall og flissa með sjálfum mér þegar Maurinn kemur við sögu:

"Getur maur convertað í MP3?"
"Þetta myndi maur aldrei gera við vínylplötu"
"Eftirlýstur maur handtekinn"
"Maur féll 3 metra niður á steingólf"
"Svona fullnýtir maur lestarkerfið"
"MAUR DAGSINS!"
"Einstakur listamaur"
"Réttur maur í rétt starf"
"Götulistamaur"
"Af hverju gengur maur ekki á vegg þegar maur gengur í svefni?"

FLISS!

Ég segi bara HVER ER ÞESSI MAUR og það eru naumast ævintýrin sem hann lendir í!

mánudagur, maí 05, 2008

Alltaf að spóla til baka

Ég hef beðið lengi eftir þessu:



Plötusnúð að skratsa með kassettum.

laugardagur, maí 03, 2008

Grandmaster Anonimous

Mér sýnist það vera sífellt auðveldara að fá nafnbótina meistari.

"Meissstari Megas mun syngja Passíusálmana"
"Ég hringdi bara í Meissstara Múgison og fékk hann til að semja lag"
"Loksins kemur Meissstari Bubbi einn fram með kassagítarinn"

Svo var Bubbi kallaður 'meistari' OG 'kóngur' í einni og sömu málsgreinni í FBL í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort ég myndi gefa Bubba sveinspróf.

Þegar ég verð ríkur og valdamikill væri ég til í að vera kallaður eitthvað annað en meistari, það virðast vera alltof margir um hituna þar. Ég væri til í að stjörnueygðir blaðamenn kölluðu mig Dúndurprins, Framkvæmdakappa eða Risagreifa.