Ég er alltaf með einn lagalista á itunes þar sem ég set lögin sem ég er að fíla sérstaklega þá stundina, "Au Currant". Þar sem það eru bara fimm lög inná honum núna þá er heppilegt að ræða aðeins um þau hér...
1 - LCD Soundsystem - Losing My Edge - 7:55
Forsprakkinn James Murphy hafnaði víst djobbi við að skrifa fyrir Seinfeld þættina til að verða indie elektróstjarnan sem hann er.
Textinn er líka geggjaður.
2 - Queens of the Stone Age - Little Sister - 2:54
Nýja platan þeirra, Lullabies to paralyze, er óttalega "meh" eitthvað, en þetta lag er flott sleazerokk-kúabjöllu orgía.
3 - Razorlight - Golden Touch - 3:21
Þetta band á að vera eitthvað hot shit samkvæmt klósettsneplinum NME, en flest lögin þeirra eru frekar crappy fyrir utan þetta. Þetta er svona fúttilegt lag sem maður getur kinkað kolli í takt við.
4 - Stereophonics (já, motherfucking Stereophonics) - Dakota - 4:56
Ég er alveg steinhissa á þessu. Stereophonics hafa gefið út lag sem í takt við tímann, nokkuð grípandi og bara vel frambærilegt. Ég hef samt ekki breytt afstöðu minni varðandi ömurlegheit sveitarinnar. Ég er bara að með þetta lag inná itunes til að sýna hvað ég er "opinn" og "fordómalaus" í tónlistarsmekk mínum.
5 - The Zutons - Don't Ever Think (Too Much) - 2:41
The Zutons eru bókað mál ein af mínum uppáhalds böndum. Ég mæli með því að allir tékki á þeim. Ég er ógeðslega skotinn í gellunni sem spilar á saxafón í bandinu. Hún er á topp fimm listanum mínum (ef þú veist ekki hvað topp fimm listinn er, spurðu þá næsta kærustupar). Anyway, þetta lag er æðislega skemmtilegt þegar maður er að hjóla GEÐVEIKT hratt eða þegar maður er að ærslast með vinum sínum í litríkum fötum í almenningsgarði og allt er í fast-motion.