<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, mars 31, 2005

BLOODBATH IN SCANDINAVIA!!!
WHO'S NEXT!!!
MAYBE YOU!!!

Núna er mér hætt að lítast á blikuna. Fyrst fundu þeir leigubílstjóra í Kaupmannahöfn sem hafði verið bútaður í sundur með vélsög. Heyrðu, nú eru þeir búnir að finna annað sundurbútað lík, í þetta skiptið í Stokkhólmi. Sjitt, ég er handviss um að það er einhver hrottalegur morðingi sem keyrir um Norðurlöndin í svörtum, númeralausum sendiferðabíl sem er fullur af hnífum og vélsögum. Hann gæti allt eins verið um Borð í Norrænu á leiðinni til Íslands! Svona sé ég hann fyrir mér:


Anyway, fór og sótti verðlaunin mín á "tískusýningu" Henson. Verðlaunin voru smá peningur, prentari (sem ég er mjög sáttur við, þó ég hafi óskað mér skanna) og flugmiði. Frá Iceland Express. Fyrir einn. Einn! Kanski að ég noti miðann til að flýja til Frankfurt til að forðast keðjusagarmorðingjann...

þriðjudagur, mars 29, 2005

You don't win the bronze, you lose the silver!

Ég tók þátt í einhverri bolahönnunarkeppni sem jogginggallaframleiðandinn Henson hélt fyrir skömmu. Ég sendi slatta af dóti, og það var nú þannig að ein tillagan mín sigraði (bronsið) með glæsibrag. Húrra fyrir mér. Meira um keppnina hér.

En hér er tillagan:

Þetta verður útfært þannnig að bolurinn verður svartur og merkið verður glansandi silfurlitað.

En páskarnir fóru aðallega í að éta, detta í það, éta, hneykslast yfir Böðvari Fiski, éta, vera þunnur, éta, óska þess að ég væri að koma einhverju í verk, éta, njóta góða veðursins, éta, vera hálf fúll yfir því að gæsirnar á tjörninni eru ekkert þakklátar fyrir brauðið mitt þegar það er gott veður, éta, éta og éta.

Ég hef alltaf staðið fastur á því að Nói gerir bestu páskaeggin. Þeir eru með besta súkkulaðið og mest sexí strumpana. En ég skipti algerlegu um skoðun þegar ég smakkaði RÍS-EGGIÐ!! Wá, þetta er alger bylting! Eggið er slétt að utan, alveg eins og venjulegt páskaegg, en svo WHAM! Það er allt gróft að innan, því það er svona Rís kurl INNÍ súkkulaðinu! Þeir eru alltaf að finna uppá einhverju til að setja inní eggið eða ofaná það, en EGGIÐ SJÁLFT!! Þetta kallar maður að hugsa fyrir utan kassann (eða eggið hmmm). Njamm brakandi páskaegg.

En eitt annað varðandi bolakeppnina. Ég er reyndar svekktur að þessi tillaga var ekki valin:

Þetta er svona síamstvíburabolur sem par getur smeygt sér í saman. Hversu kósí er það?

föstudagur, mars 25, 2005

Bobby #1 og Bobby #2

Ég skal þykjast ekki hafa séð þennan vandræðalega og sviðsetta fjölmiðlasirkús stöðvar 2 í gærkvöldi (ég er enn með óþægindahrollinn) en þið getið lesið nánar um þetta misheppnaða sjónarspil hér.

Bobby Fischer er snargeðveikur brjálæðingur og núna er hann okkar vandamál. Mig óar að hugsa um umfjöllunina næstu dagana ("Píslarganga Bobby Fischer: Loksins kominn heim til Íslands"). Skilur fólk ekki að manninum gæti ekki verið meira sama um Sæma rokk eða Ísland? Það var geðveikt fyndið í fjölmiðlasirkúsnum þegar Sæmi rokk greip um Bobby, "How are you, my friend! Finally we meet again Bobby! haha!" og Bobby var alveg, "riiiiiight".

Bobby Fischer var fastur í dýflissu í Japan og skyndilega birtist einhver aumingjaþjóð sem hann heimsótti (og hataði) fyrir 35 árum síðan og segist muna setja öll önnur málefni til hliðar og leggja alla sína krafta í að ná honum "heim"... or die trying!!!

Hann er hérna af þeirri einu ástæðu að hann hafði um tvennt að velja: rotna í fangelsi (af útlitinu að dæma er hann aðeins farinn að rotna) eða að þiggja boð téðrar aumingjaþjóðar. Jæja, nýjasti íslendingur, Böðvar Fiskur, velkominn "heim".

fimmtudagur, mars 24, 2005

Git-R-Done!!

Ég var engan veginn að átta mig á því hvað ég væri að gera vitlaust. Það var fyrsta kvöld páskafrísins, ég var í mínu fínasta pússi (gömlum kartöflusekk bundinn um mittið með bréfaklemmmukeðju) og var á sjötta bjór. En mér var það hreinn ógjörningur að komast í fíling. Það var beinlínis engin stemming, hvorki á KB eða Sirkus. Þegar ég leit í kringum mig sá ég að allir aðrir á staðnum virtust vera í sömu hugleiðingum og ég, að skima um með drukknum augum eftir einhverju skemmtilegu að gerast (kanski vinur í stuði, einhver sæt/ur til að áreita, gott lag á fóninum). Þá rann það upp fyrir mér. Þetta var bara ósköp venjulegt miðvikudagskvöld, nema að það var bara ögn meira af aðeins fullara fólki á staðnum. Við höfðum enn og aftur fallið í þá gryfju að halda að vegna þess að það er frí á morgun þá verður átómatískt allt að vera snælduvitlaust. Hin aldagamla hefð að detta í það bara afþví maður getur það hafði enn og aftur bitið okkur í rassinn. Eins fullir og allir voru, og í eins fínu pússi og allir voru, þá var bara leiðinlegur miðvikudagur í öllum.

Það versta við að eiga kærustu er að maður verður háður þáttunum hennar. Ég hef mína karl-lægu 24, Lost og Deadwood, en eyði samt fullt af tíma á dag í að dánlóda nýjustu Desperate Housewives, American Idol og America's Next Top Model. OG ÉG ELSKA ÞÁ ALLA! WWAAAAHH! Ég hlýt að vera eini karlmaðurinn á landinu sem veit hver Yaya, Constantin Maroulis, Bree Van de Camp og Nolé Marin eru. Annars finnst mér gaman að horfa á þessa hryllilega feik "raunveruleikaþætti". Ég man sérstaklega eftir Murder in Small Town X (wá hvað það var lélegt.)

Viti menn! Janice Dickinson VAR súpermódel! (og bara nokkuð sæt líka. Minnir soldið á Catherine Zeta Jones)

þriðjudagur, mars 22, 2005

Það er orðið nokkuð tæpt að teygja hugtakið "Götulist" svona mikið















Það er staðreynd að "graffitilistamenn" krota aðallega á veggi þegar þeir eru fullir. Í skjóli bakkusar verða menn ósýnilegir og óstöðvandi og krassa á allt sem fyrir verður. Óvandað og vitlaust stafsett krass um alla veggi er fastur liður á sunnudagsmorgnum eftir að krot-æði rann á dauðadrukkna drengina kvöldið áður. Ég veit nákvæmlega hvernig þetta gengur fyrir sig, ég eyddi flestum mínum unglingsárum í að gera þetta. Búðargluggar, strætóar, veggir (ég dró mörkin þegar ég ætlaði að krota á húdd á kyrrstæðum bíl), ekkert yfirborð er óhult fyrir tússpennum krotaranna. Ég hef verið á árshátíð og horft upp á manneskju tagga á borðdúkinn og á gólfið undir borðinu. Jeee, respect, dude, þú eyðilagðir parketið undir borðinu, KÚÚÚL!!

Það er bara þannig að það er aldrei jafn gaman að eyðileggja eigur annara og þegar maður er á fylleríi. Allir vita það. Í hinum áfengissúrsaða huga er ekkert að því að brjóta bjórglas, pissa á vegg, sparka í bíl og að krota með málningu á vegg. Hver er munurinn á drengnum sem er að krota sjötugasta tagg kvöldsins og á manninum sem brýtur rúðu í augnabliki tilgangslausrar skemmdarverkafísnar? Sýndu mér mann sem er að krota á borðið sem hann situr við, edrú um hábjartan dag, og ég skal sýna þér félagslega þroskahefta mannveru.

Er veggjakrotarinn ekki að vinna sína iðju í skjóli nafnleyndar? Er hann þá ekki að bjóða uppá það að almenningurinn sem þarf að horfa upp á krotið hans (sem enginn bað um) dæmi hann af fordómunum einum saman? Krotarinn er jú ósýnilegur og kærir sig þess vegna ekki um það að útskýra tilgang sinn og meiningar. Hann ætti því að kæra sig kollóttan um hvað fólki finnst. Ókey, "listamaður": Ég bað þig ekki um að krota óvandað pár á alla veggi sem ég þarf að ganga hjá. Veggjakrot er lægsta og barnalegasta form "götulistarinnar" og er argasta sjónmengun. Þú ert einfaldlega lítið barn sem þarft að vaxa uppúr því að krota á veggi þegar þú ert fullur.

mánudagur, mars 21, 2005

DeLorean rip

Bílasmiðurinn John Z. DeLorean er dauður, áttræður að aldri. Hann hannaði flottasta sportbíl allra tíma að mínu mati, sem hann skírði eftir sjálfum sér. Allir muna eftir tryllitækinu úr Back to the Future myndunum, en mig hefur dreymt um að eiga svona bíl frá því ég sá hann fyrst, svona 3 ára að aldri. Hann DeLorean var alger dólgur í bílabransanum, og var að selja kók til að drýgja tekjurnar. Ég sé hann fyrir mér koma á bílnum sínum til einhvers dópsala, opna vænghurðina (Gary Numan á blasti) og afhenda Nike-íþróttatösku fulla af peningum. That's class, man!

laugardagur, mars 19, 2005

It was a little pitchy for me, dude, I don't know. It was aight, dawg, just aight.

Ég skrifa þetta frá skipasmíðastöð í Stuttgart, en þar vaknaði ég í morgun eftir föstudagsskrallið. Fílaði mig inná Sirkús þrátt fyrir að þar væri DISKÓTÓNLIST (hvernig getur samfélag sem álítur sig siðmenntað og vel meðvitað um nýjustu strauma í tónlist, hönnun og tísku látið það viðgangast að á heitasta öldurhúsi borgarinnar sé spiluð argasta diskómúsík. Hey Larry Levan! Paradise Garage var lokað fyrir tuttugu árum! DOUCHEBAG!).

Kanarnir eru að koma með HDTV (hi-def teevee, dude) en þar eru myndgæðin víst svo góð að stjörnurnar eru farnar að hafa áhyggjur. Gæðin eru slík að allar graftarbólur, kynfæravörtur og líkþorn birtast ljóslifandi á skjanum. Þeir settu saman lista þar sem lýtunum er útlistað. Skemmtileg lesning. Ha-ha, ljótu, ljótu, bólóttu selebar!

OG! geðveikt blogg hjá vini mínum Jame Gumb.

OK, ég hef fengið far með Eistneskum togara aftur heim til Íslands. Þetta er músíkin sem ég mun hafa í iPoddinum á leiðinni:
M.I.A. (slleeef)
Cut Copy (dansimússík í franska stílnum)
Brendan Benson (hann ætti að vera miklu stærri en hann er)
Oh my Gosh með Basement Jaxx (geggjað! alger Prince-fílíngur)
Louis XIV (nýtt glam-sleaze-toughguy rokk)
The Stranglers (eru í algerri uppsveiflu hjá mér þessa dagana)

miðvikudagur, mars 16, 2005

M.I.A

Hún Mathangi Arulpragasan er sjóðheit gella frá Sri Lanka. Hún kemur fram undir nafninu M.I.A. og er að gera allt snælduvitlaust með laginu "Galang". Þetta lag er alveg stappandi skemmtilegt og það er GUARANTEED að þetta lag verður sumarsmellurinn í ár. Annars skal ég éta músarmottuna mína!

mánudagur, mars 14, 2005

Au Currant #2

Beck - Rental Car
Eitt laganna á nýju plötunni hans, Guero. Hresst stöff, svoldið í anda þess sem hann var að gera á Odelay.

Black Mountain - Don't Run our Hearts Around
Black Mountain - Druganaut
Þessir krakkar eru að gera flott stónerrokk. Mikill Sabbath fílíngur á köflum.

Devo - (I Can't Get No) Satisfaction
Ógeðslega kúl cover á Stones slagaranum. Fönkí, artý og nördalegt eitíspopp.

Kasabian - Club Foot
Það er nákvæmlega enginn munur á Kasabian og Happy Mondays/Primal Scream. Þetta er beinlínis Madchester coverband. En samt flott, mjög flott.

The Killers - Somebody Told Me (Mylo remix)
Mitt uppáhalds singalong lag á djamminu um helgina. Og allir saman nú: "Breakin' my back just to know your naaaame! / 17 tracks and I've had it with this gaaaaame!!"

The Stranglers - Hanging Around
"Christ has told his mother / Christ he told her not to bother / 'Cos he's alright in the city / 'Cos he's high above the ground / he's just HANGIN' AROUND!"

Anthony Federov!

Föstudagur:

Útgáfupartý Vamm á Pravda-
Þegar það er frítt bús þá endar kvöldið sjaldnast eins skemmtilega og maður ætlaði í fyrstu. Útgáfupartýið okkar á Vamm var einmitt með ókeypis áfengi. Annars vegar bjór í litlum glösum og hins vegar landi í bleiku Soda-stream sýrópi (einhverskonar toxic bolla sem ég hélt mig frá). Músíkin var í höndum okkar Svenna.

Hot Chip-
Þessir hressu lúðar eyddu öllu púðrinu á fyrstu tíu mínútunum með því að spila öll bestu/vinsælustu lögin í röð. Eftir að hafa fengið nóg af því að hrista mig í takt við lög sem ég nennti ekki að hlusta á gafst ég upp fyrir bakkusi og pillaði mig heim. Sofnaði ofan á pizzu í geðveikt fúlu skapi yfir einhverju sem ég man engan veginn eftir hvað var. Örugglega að enginn skilur mig eða eitthvað álíka.

Laugardagur:

Kolaportið-
ekkert þar.

The Doors-
Vinir Hörpu, Guðný og Hlynur komu og við þömbuðum kveikjarabensín og horfðum á kvikmyndina um The Doors á Rúv. Það minnir mig á sögu sem ég heyrði um gaur á Selfossi sem ætlaði að fá sér Jim Morrison húðflúr. Hann kom með hina frægu mynd af kappanum berum að ofan að teygja hendurnar og fékk hana blekaða á sig. Það var ekki fyrr en fólk fór að hlæja að honum á götunni að hann gerði sér grein fyrir því að hann var í raun með stórt tattú af Val Kilmer í hlutverki Morrison fast á sér fyrir elífð.

Deep inside Paul Oscar-
Við vorum einmitt í hörku Val Kilmer fílíng þegar við óðum öskrandi vindinn í partý til Páls Óskars (ekki spyrja). Klukkan var reyndar orðin 3 þegar við mættum, enda var komið við í öðru partýi á leiðinni. Palli var að henda öllum út, það var bara tími til að stela áfengi og pilla sér út.

Kaffibarinn-
Þar var rosa skrall þangað til "Fuck the pain away" var sett í gang. Fór heim.

sunnudagur, mars 13, 2005

Apple fetish

Ég hef alla tíð átt og unnið með makka, stóri bróðir minn kom með fyrsta makkann á heimilið 1985 og síðan þá hef ég aldrei viljað annað sjá. Ég er nokkuð umburðarlyndur hvað PC vélar varðar, en það er mín persónulega skoðun að Apple gerir mun betri búnað. Anyway, vefurinn makki.is er, eins og nafnið gefur til kynna, fansite fyrir allt sem við kemur Apple. Þessir gæjar eru algerir Microsoft haterz. Þessa frétt var að finna þar...

Intel með Mac mini eftirlíkingu
Þegar Apple hefur kynnt nýja afurð líður venjulega ekki á löngu áður en hugmyndasnauðir PC framleiðendur reyna að gera eftirlíkingar. Nú er það Mac mini hönnunin sem er að feta sig inn í myrkviði PC iðnaðarins. Komin er frumútgáfa frá Intel úr plasti sem er ekkert annað en dapurleg eftirlíking af hinni vinsælu tölvu frá Apple. Í náinni framtíð munum við væntanlega sjá eitthvað fyrirbrigði með t.d. heitinu Mini Dell. En þetta breytir engu. Slík tölva mun aldrei innihalda það eftirsóttasta, nefnilega Mac OS X stýrikerfið og önnur forrit frá Apple. Þeir sem munu láta glepjast og kaupa slíkar eftirlíkingar verða áfram í miðstýrðri myrkraveröld, veirusýkinga og almennra leiðinda þrátt fyrir umbúðirnar.

Jeeziz H. Christ. Pennarnir hjá makki.is eru örugglega týpurnar sem eiga iPod sokka. Æj, þetta fer bara í pirrurnar á mér...

föstudagur, mars 11, 2005

Dextrometorfan

Er með þennan hryllilega berklahósta sem er að gera mér lífið leitt. Þar sem ég var að fara til tannlæknis í morgun þá varð ég að fá eitthvað við þessu svo ég færi ekki að hósta og emja og fá borinn í tunguna. Ég fór í apótekið og keypti hóstadópið Dextrometorfan. Eftir að hafa tekið vænan slurk var mér litið á hliðarverkanaviðvörunina (nojaðir gaurar eins og ég skoða alltaf hliðarverkanirnar, við viljum vita hvað mun hrjá okkur). Þar stóð eftirfarandi:

"Lyfið veldur stöku sinnum þreytu, ógleði og uppköstum, einnig svima og ofskynjunum og skal töku lyfsins þá hætt. Leitið læknis ef einkenni eru svæsin".

Ógleði, uppköst og ofskynjanir? Ég seldi næsta róna sem ég sá flöskuna og hann þakkaði pent fyrir sig. Hann verður eflaust á fljúgandi trippi í kvöld, og alveg laus við hósta.

En tannlæknirinn var skemmtilegri reynsla í flesta staði. Á meðan hann var að bora og agnúast í úldnum tanngarðinum í mér glápti ég á flatskjá sem var búið að skella í loftið ("E! True Hollywood Story: Mark Wahlberg" var í gangi). Er núna að japla á dofnni tungunni. Njamm, tunguhakk.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Betrumbætur...

Ég hef breytt urlinu á þessari blessuðu síðu í www.balladofbob.tk. Mun straumlínulagaðra og þjálla í munni. Beinlýnis rennur af tungubroddinum. Ég er sjálfur að spá í að gerast straumlínulagaðri með því að snoða mig, vaxa á mér handleggina og að taka úr mér tennurnar. Það er til lið sem kallar sig smoothies sem stundar það einmitt að raka sig hátt og lágt og láta vindinn leika um berar hreðjarnar. Sumir fara víst enn lengra og fara í skurðaðgerðir til að raspa niður bein sem standa of langt út (t.d. beinin í úlnliðnum). Það væri kúl að sjá hóp af svona extreme smoothies í olíuglímu. Maður myndi faðma sigurvegarann og hann mundi svona *SHLJÚPP* skjótast úr höndunum á manni eins og sápa sem maður kreistir of fast.

Annað sem ég hef gert er að setja link inná myspace síðuna mína hér til hægri undir "kynnist mér nánar". Þeir sem ekki nenna að mjaka bendlinum til hægri geta stytt sér leið með því að smella...

ekki hér...
ekki hér...
hér.

Ha ha fyndið

Alice in Chains

Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains. Ég hata Alice in Chains.

Farvel, INT

Vefurinn www.icelandicnationalteam.com hefur hætt göngu sinni mér til mikilla leiðinda. Vefurinn var helsti vettvangur hönnunarumræðna á Íslandi og kær samastaður grafískra hönnuða, ljósmyndara, arkitekta, vefhönnuða og annara sem létu sig hvers konar hönnun varða. Ég kíkti á vefinn oft á dag, tók þátt í umræðum, sendi inn linka og skrifaði nokkrar greinar. Fastur þáttur í mínu lífi er horfinn og er það miður.

Spjallþræðirnir voru oft ákaflega spennandi og var alltaf einhvern að finna þar sem þóttist hafa lyft hulunni af einhverjum hönnunartengdum skandalnum. Muu vs. Benny Benassi... það var skandall. Nýja lúkkið hjá Símanum... það var skandall. 17 ára strákur kemst inn í listaháskólann... you bet yer ass það var skandall. Allt þetta pirr og smámunasemi lifir enn í minningunni. Ég býst við því að núna geta lélegar auglýsingar lifað góðu lífi á ný þegar hönnunarlöggan er sest í helgan stein.

Ég vil þakka Ragga, Alla, Oscar, Hjalta og Agli kærlega fyrir þessi 3 ár sem vefurinn lifði. Núna er það bara spurning að finna sér nýja upphafssíðu... INT RIP.

Hey! "INT RIP" er líka "I PRINT"... tilviljun?

miðvikudagur, mars 09, 2005

Hugrenningar fyrir vinnu

Hljómsveitin The Bravery er ekki aðeins gríðarlega ofmetnin, heldur líta þeir nákvæmlega eins út og Good Charlotte. Millenium er nýja næntís. Fólk ætti að hlusta meira á Suzi Quatro. Og minna á Prog. Maður ætti að geta tekið strokleðurs-kusk og brætt það í nýtt strokleður, eða kerti. "The Witch" með The Sonics er besta lagið til að hafa undir þegar það eru slagsmál á lesbíubar. Ilmkerti með remúlaðilykt. Scratch-n-sniff klósettpappír. "Þó líði ár og öld" með Björgvin Halldórssyni var upphaflega "Walk away Renee" með The Association. Tékkið á The Fire Engines. Comic Book Guy í Simpsons heitir réttu nafni Jeff Albertson. Strokleðurs-kusk er fyndið orð. Sömuleiðis Sneplar, Ermi og Snigill.

C.S.I

Það er þessum þætti að þakka að allir meinatæknaskólar í Bandaríkjunum eru troðfullir af unglingum sem halda að sín bíði spennandi starf, fullt af glamúr og flottum, blikkandi græjum. Meira að segja Britney sagðist vilja verða meinatæknir. Hún ætlar sér víst að bruna um á Hummer og skipa alvöru löggum fyrir. Raunveruleikinn er sá að meinatæknar eiga varla fyrir gúmmíhönskum og vinna í 18 tíma á dag við að ná í fingraför og skafa líkin af götunni. Í raunveruleikanum er ekki hægt að hella gipsi ofan í stungusár til að fá mót af raðnúmerinu á hnífnum. Britney og hin unglingafíflin halda að meinatæknar rannsaki glæpinn, yfirheyri hina grunuðu, leysi málið og ákæri hina seku. Og hvað í andskotanum halda þau að sjálfir morðrannsóknarlögreglumennirnir geri á meðan? Sitji inni á kaffistofu og óski að þeir væru meinatæknar? Svo hata ég aðalgaurinn í þáttunum, Grissom. Þetta hafði sá auli að segja við mann sem myrti strák með Down’s heilkenni: “By the way, the definition of “retard” is to hinder or to hold someone back. I think your life is about to become...retarded.”

þriðjudagur, mars 08, 2005

Dogtown, motherfucker!

JESS! Ég mun svo sannarlega sjá myndina Lords of Dogtown. Sýnist samt að þetta sé að mestu leiti leikin útgáfa af hinni frábæru heimildarmynd Dogtown and Z-Boys. Svo er reyndar smjörtillinn Heath Ledger þarna. Whatever, bro. I'm there dude. Gnarly! osfv...

Au Currant

Ég er alltaf með einn lagalista á itunes þar sem ég set lögin sem ég er að fíla sérstaklega þá stundina, "Au Currant". Þar sem það eru bara fimm lög inná honum núna þá er heppilegt að ræða aðeins um þau hér...

1 - LCD Soundsystem - Losing My Edge - 7:55
Forsprakkinn James Murphy hafnaði víst djobbi við að skrifa fyrir Seinfeld þættina til að verða indie elektróstjarnan sem hann er. Textinn er líka geggjaður.

2 - Queens of the Stone Age - Little Sister - 2:54
Nýja platan þeirra, Lullabies to paralyze, er óttalega "meh" eitthvað, en þetta lag er flott sleazerokk-kúabjöllu orgía.

3 - Razorlight - Golden Touch - 3:21
Þetta band á að vera eitthvað hot shit samkvæmt klósettsneplinum NME, en flest lögin þeirra eru frekar crappy fyrir utan þetta. Þetta er svona fúttilegt lag sem maður getur kinkað kolli í takt við.

4 - Stereophonics (já, motherfucking Stereophonics) - Dakota - 4:56
Ég er alveg steinhissa á þessu. Stereophonics hafa gefið út lag sem í takt við tímann, nokkuð grípandi og bara vel frambærilegt. Ég hef samt ekki breytt afstöðu minni varðandi ömurlegheit sveitarinnar. Ég er bara að með þetta lag inná itunes til að sýna hvað ég er "opinn" og "fordómalaus" í tónlistarsmekk mínum.

5 - The Zutons - Don't Ever Think (Too Much) - 2:41
The Zutons eru bókað mál ein af mínum uppáhalds böndum. Ég mæli með því að allir tékki á þeim. Ég er ógeðslega skotinn í gellunni sem spilar á saxafón í bandinu. Hún er á topp fimm listanum mínum (ef þú veist ekki hvað topp fimm listinn er, spurðu þá næsta kærustupar). Anyway, þetta lag er æðislega skemmtilegt þegar maður er að hjóla GEÐVEIKT hratt eða þegar maður er að ærslast með vinum sínum í litríkum fötum í almenningsgarði og allt er í fast-motion.

1st post wrap-party

Það er samróma álit ritstjórnarinnar að fyrsta póstið gekk vonum framar. Framundan er aðeins að bíða eftir að kúdósið rúllar inn.

ok

Blogg, bloggedi blogg. Push-button publishing indeed. Mind the gap. Rokk og ról. Vínber eru matur nautnaseggsins. No room for you, jello. Check one, check two, check three, check four, I check you like the water in El Salvador. Whoever said love is the drug surely hasn't tried taking a shit on heroin. Well, get lost creep (for now). See ya later Allen Ginsberg.