<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





laugardagur, apríl 30, 2005

...


föstudagur, apríl 29, 2005

Krazy Frootz #3

Ok, hvað er málið með þennan hér:


Ég var að róta í ávaxtadeildinni þegar Harpa kom aftan að mér og sagði, 'hvað með þennan?' ég leit ekki við og sagði bara, 'hey, þú borðar ekki einu sinni ávexti/grænmeti, leyfðu atvinnumanninum að sjá um þetta, pfft' En Harpa sagði, 'nei líttu á hann'. Ég leit loksins við og ætlaði að segja eitthvað voða meinhæðið þegar ÉG BLINDAÐIST!! Harpa hélt á fáránlegasta, litríkasta og sturlaðasta ávexti sem ég hef séð!! wá, harpa hvar fannstu þetta, svona lagað er bara í bíómyndunum, og þá oftast tölvuteiknað. Er þetta alvöru? Það hélt hún nú og stelpan á kassanum horfði á mig með aðdáunaraugum fyrir að kaupa svona geggjaðan ávöxt. Ég var rosa spenntur á leiðinni heim og þar var bleik birta uppúr innkaupapokanum.

Þegar ég kom heim setti ég hann á disk og starði aðeins á hann. Það vantaði eitthvað þannig að ég setti svona Hawaii þema á bakvið hann. Ég ætla að skíra hann reif-aldin.


Þegar ég tosaði í grænu partana rifnaði utan af berkinum, og mér til mikillar ánægju er börkurinn ENN BLEIKARI að innan. Ég sver að ég er ekkert búinn að eiga við litinn í Photoshop. Wá hvað reif-aldinið er kreisí.


Aldinkjötið er alveg hvítt og með pínulitlum svörtum fræjum. Þegar ég var búinn að taka allan börkinn af hélt ég á hvítri kúlunni og bjó mig undir að bíta í. Mér til undrunar er reif-aldinið svo laust í sér að maður getur potað í gegnum það án nokkurrar áreynslu. Auk þess er varla neinn safi í því þannig að það er mjög þurrt í þokkabót. Ég verð að viðurkennna að reif-aldinið er soldið bragðdauft, en ég er viss um að það er sniðugt að frysta það og borða með skeið.

Niðurstaða: Þetta er einfaldlega flottasti ávöxtur sem ég hef séð, og skítt með það að það er ekkert bagð af honum. Málið er bara að frysta hann næst eða að strá sykri yfir hann.

Einkunn:

Fjórir Ananasar af fimm mögulegum.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Mo' Random Blues

Ed Moss er gaurinn sem leikur Michael Jackson í leikna réttarhaldinu yfir honum og hér getur þú keypt bol með mynd af honum á.

Afar hlægilegt. Hér má hlusta og hlaða niður lögum af NWA plötunni straight outa Compton...en bara blótinu.

Anthony and the Johnsons eru á leiðinni hingað til að halda tónleika og til að táldraga unga drengi. In yer face, Laufey.

Bo Bice í American Idol fílar kókið.

"I think Pringles' original intention was to make tennis balls. But when the truck came over with potatoes, they said, fuck it, let´s cut 'em up. Pringles are a very laid back company." - Mitch Hedberg (RIP)

Myndbrot

Hér er hægt að sjá einu kvikmyndaupptökuna sem er til af hinum goðsagnakennda söngvara Leadbelly.

Og hér má sjá Triumph the insult comedy dog TÆTA Simon Cowell í sig.

Lagið er ekkert spes en það er DeLorean bíll og nakin gella á almannafæri í Þessu myndbandi.

Krazy Frootz #2

Jæja, ávaxtaunnendur, næsta furðualdin er þetta hérna:


Þessi ígulker-legi ávöxtur er með grófum hárum og er mjúkur viðkomu. Til að komast í réttu ígulker stemninguna þá setti ég sjóaravalsa á fóninn og byrjaði að skera þennan ávöxt hafsins í tvennt.


Það skemmtilega við það að kynnast nýjum ávöxtum er að giska hvernig þeir líta út að innan. Ígulkerið er reyndar nokkuð óspennandi: gráleitt og hálfgegnsætt. Ekki byrjaði það lystuglega. það er einhverskonar hneta í miðjunni.


Aldinkjöt ígulkersins rennur auðveldlega úr hýðinu og er tilbúið til átu. Kétið er mjög þvalt viðkomu og lyktin minnir á, jah hvernig get ég orðað það, líkamsvessa karlmanna? Ég lét það ekki á mig fá og japlaði á því. Ígulkerið er mjög safaríkt miðað við hversu seigt það er og að bíta í það er eins og að bíta í svona grænan svamp sem blóm eru sett í í blómabúð. Bragðið er mjög skrítið og ekki beint lystugt. Á endanum fer það reyndar að minna á kókos. Hnetan er römm á bragðið og ég held að maður eigi ekki að borða hana.

Niðurstaða: Þessi ávöxtur olli mér vonbrigðum í fyrstu en hefur örugglega burði til að venjast vel. Hann gæti orðið svona náttúrulegt tyggigúmmí með kókosbragði.


Einkunn:

Þrír Ananasar af fimm mögulegum.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Krazy Frootz #1

Eins og auglýsingin segir þá finnst Íslendingum skemmtilegast að versla í hagkaup. Það er gríðarlegt úrval af skrítnum og framandi ávöxtum þar og datt mér í hug að taka fyrir nokkra af þeim skrítnari og fjalla um þá hér.

Fyrsti skrítni ávöxturinn er þessi hér:

Ég hef ekki hugmynd um hvað hann heitir en ég ákvað að skíra hann 'Vörtumelónu'. Vörtumelónan er gul/appelsínugul og er alsett hvössum broddum. Hún er nokkuð þung miðað við stærð og er því örugglega hættulegt að standa undir henni þegar hún dettur úr trénu. En ég byrjaði á Því að skera hana í tvennt.


Eins og sjá má er vörtumelónan fagurgræn að innan, og fær hún toppeinkunn fyrir smekklega litasamsetningu. En næst var málið að éta hana.


Vörtumelónan er full af fræjum og aldinkjötið er vægast sagt slímugt. Það var erfitt að koma því í skeiðina og minnti það helst á heila úr einhverri pöddu (eða Turtles-slím, muniði eftir því?). Bragðinu má helst lýsa sem blöndu af gúrku og Kíwí.

Niðurstaða: Þrátt fyrir spennandi útlit og flott litablæbrigði er það vægast sagt slepjuleg reynsla að borða vörtumelónuna. Ég kláraði hana ekki.

Einkunn:

Tveir Ananasar af fimm mögulegum.

sunnudagur, apríl 24, 2005

The sun is shining and I'm closing the shades...

Awesome


föstudagur, apríl 22, 2005

"Give me a call, we'll do lunch!"



Það eru nokkrir áfangar í lífi ungs manns sem marka skref hans upp fullorðinsstigann. Maður fær hár á púnginn, flytur að heiman og FÆR SÉR NAFNSPJALD. Já, ég sit hér og bleyti vanga mína stolts-tárum. Ég er endanlega orðinn fullorðinn kall. Héðan í frá fá allir nafnspjald. Ef ég næ ekki að gefa þér eitt stykki þá máttu prenta þetta út...


miðvikudagur, apríl 20, 2005

Au Currant #5

Djöfuls lokaverkefnið er að ræna af mér öllum mínum tíma. En skellti samt saman örstuttri færslu um lögin sem ég er að hlusta á núna. Gleðilegt sumar. Ya bastirds.




The Bees - One Glass of Water
Ef ég vissi ekki betur þá gæti ég haldið að þetta væri einhver löngu gleymd popphljómsveit frá 1966. Hljómsveit sem var hundsuð á sínum tíma en náði samt að gefa út eina sjötommu sem gerði ágætis hluti í norðurhluta Englands. 30 árum seinna fann skeggjaður grúskari að nafni Geoff rykuga plötuna á 'Boot-sale' fyrir tvo shillinga. Hún lá alltaf innan um hinar plöturnar sem hann keypti þennan blauta þriðjudag en rataði aldrei á fóninn. Að lokum gleymdist hún. Mörgum mánuðum seinna kom Geoff heim eftir langan dag af gramsi á stórum flóamarkaði. Hann hafði ekki keypt neitt sérstakt. Japanska pressun á fyrstu Neu! plötunni (hann átti hana fyrir). Geoff var enn að ná sér eftir að Liz hafði sagt honum upp og hefði haft gott af því að finna eina góða plötu í safnið. Þegar Geoff var að setja Neu! plötuna í hilluna tók hann eftir gamalli sjötommu sem hann kannaðist ekki við að hafa keypt. 'The Bees'. Hann tók hana úr hálf rifnu umslaginu, setti hana á fóninn og þessi perla blasti við honum. Geoff hækkaði í heyrnartólunum, hallaði sér aftur í baunapokanum og í smá stund leið honum aðeins betur.

Creedence Clearwater Revival - Bootleg
Að mínu mati er John Fogerty besti rokksöngvari sögunnar. Ég er að fara í gegnum smá Creedence tímabil þessa dagana. Reyndar tek ég alltaf Creedence kipp þegar það vorar, og þá uppgvöta ég oftast einn eða tvo týnda demanta með þeim sem ég hef gleymt eða ekki heyrt áður.

David Bowie - Kooks
skemmtilegt lag með sætri melódíu. Hunky Dory er meistaraverkið hans, og er ein af mínum all-time uppáhalds plötum (ég þarf að fara að vinna í þeim lista bráðum).

Gorillaz - Dare
Flest lög með Gorillaz eru hundleiðinlegar þvælur að mínu mati. Ég hata þessa sokkabrúðubrandarahljómsveit en þetta lag er alveg geggjað. Kanski vegna þess að það heyrist ekkert í Damon Albarn í því.

The Killers - Somebody Told Me (Glimmers Remix)
Ég held með The Killers í Killers vs. Bravery deilunni. Þá er ég ekki að segja að ég sé einhver Killers fan, málið er bara að ég er Passionate Bravery hater. Anyways, þá er þetta lag með þeim endalaust remixanlegt. Öll remixin af þessu lagi eru stórgóð og er þetta fágætur útúrdúr á þeiri reglu að orginallinn er alltaf betri en remixið.

M.I.A. - Sunshowers (Diplo remix)
Ég fer bráðum að fá leið á blessaðri Mayu minni. En þetta remix er á Piracy Funds Terrorism mixteipinu sem hún gaf út áður en hún varð fræg. Eitt af hennar betri lögum skeytt saman við 'Push it' með Salt-N-Pepa (Salt-N-Pepa gáfu út plötu sem hét 'A Salt With a Deadly Pepa' - Híhí).

Talking Heads - Memories Can't Wait
Ég mæli eindregið með tónleikamyndinni Stop Making Sense með Talking Heads. Stórgóð. Þetta lag er ekki að finna þar en er frábært engu að síður. Meira myrkt en The 'Heads lög eru venjulega. Dig it!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

I need a...


sunnudagur, apríl 17, 2005

Coat of Arms


Ég er að vinna að lokaverkefninu mínu í listaháskólanum, þar sem ég mun hanna byggðarmerki fyrir hverfin í Reykjavík. Mín skoðun er sú að við Íslendingar erum ekki bara með þjóðarstolt af landinu okkar, heldur erum við líka stolt af því hvar við eigum heima. "Mitt hverfi er best í heimi og ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að búa annarsstaðar!"

Ég mun semsagt hanna merki fyrir viðurkenndu hverfin smkt. borgarskipulaginu, en þau eru: Vesturbær, Miðborg, Hlíðar, Laugardalur, Háaleiti, Breiðholt, Árbær og Grafarvogur. Ég er að reyna að komast að því hvað einkennir hvert hverfi og hver er svona fílíngurinn yfir því. Svo mun ég reyna að koma því öllu fyrir í einu merki. Svo ætla ég á lokasýningunni að dreyfa límmiðum með merkjunum á, svo að fólk getur sett merki síns hverfis á bílnúmerið sitt einsog sveitalubbarnir sem koma í bæinn með "Hvannardalshreppur" eða eitthvað álíka á númerinu.

En í rannsóknarvinnunni rakst ég á tvær skemmtilegar síður með svona riddara-skaldarmerkjum. Það eru nokkur mjög flott merki þarna, sem forfeður okkar voru að hanna og að skella á skjöldinn sinn. Síðurnar eru hér. og hér.

Pucker up. Blow. Repeat.

Kvikmynd: The Fine Art of Whistling.
Staður: Háskólabíó.
Tími: 16:00
Niðurstaða: Það er gaman að flauta.

Hjólið mitt eyðilagðist endanlega á leiðinni í bíó, og liggur núna dautt úti í vegkanti. Farvel, Ryðgó, þetta var ánægjulegt.

En ég var að setja síðuna mína í gang og dæmi hver sem vill. Ég er fyrir löngu orðinn þreyttur á blikkandi, litríkum og "sniðugum" heimasíðum. Þó svo að maður eigi að vera hönnnuður þá finnst mér óþarfi að það sé eitthvað rosalegt konsept á bakvið síðuna manns. Ég setti þessa síðu saman á tveimur tímum, og finnst bara að myndefnið eigi að tala sjálft. Ekkert músarsmell, bara skroll. Tími vefsíðna sem stóla á músarsmelli er liðinn undir lok. Áfram skrunhjól!

Poor Mittens

laugardagur, apríl 16, 2005

Blue Orchid

Hef verið að hlusta á nýja White Stripes lagið, Blue Orchid og í stuttu máli hljómar það eins og lag með Queens of the Stone Age, eða Eagles of Death Metal. Sem sagt soldill stoner-metal fílingur. Jack syngur í falsettu og það er mjög elektrónískur hljómur á gítarnum hans. Það er í raun ekkert spes... amk er það alveg miles away frá Seven Nation Army.

Sá myndina What the $%&! do we know í gær. Hún er blanda af leikinni mynd, tölvubrelluteiknimynd og viðtalamynd. Einhverjir prófessorar reyna að útskýra hvernig mólekúluuppbygging okkar er beintengd einni kosmískri samhendingu. Atóm okkar í samblandi við existensíalíska tilveru smápeptíða samsvara hugsunarbylgjum sem endurspeglast í rafskautum hið innra shalgen-bylgna röntgen sneiðhugsarklíð 2344hmn= hsjn§>>§åΩΩΩ eða eins að beggja vegu af ofan er smáíðón renna og þá ertu kominn með svarið, hver er tilgangur lífsins. Svo var inn á milli eitthvað rosa BWÚJSSSHH tölvubrellur og svona transtónlistar-myndbands-ormagöng. Þessi mynd var alveg hreint craptacular.

Svo var Marlee Matlin í henni. Hún er heyrnarlausa leikkonan. Ég hef aldrei nokkurn tíman skilið hvað hún segir. Það er aðdáunarvert að heyrnarlaus konan kunni að tjá sig, en komm on, hún hljómar bara eins og Terri Schiavo, sorrý.

SVO VAR TRABANT SHOWIÐ Í GÆR!!!! HÆP! ÞAÐ VORU BARA ALLIR ÞARNA, WÁÁÁ, ÉG SÁ BARA ALLA SEM ÉG ÞEKKI. HÚSIÐ VAR STAPPAÐ! HÆP!! ÞAÐ VAR LÖNGU UPPSELT! ÞAÐ VORU ALLIR SVEITTIR OG AÐ ÖSKRA, WÁ OG SVO KOMU ÞEIR Á SVIÐIÐ!! ÞEIR SPILUÐU ÓGEÐSLEGA MERGJUÐ LÖG OG ALLIR VORU ALVEG AÐ TAPA SÉR! ÞAÐ VORU ALVEG KREISÍ GAURAR AÐ KRÁDSÖRFA, OG ALLIR VORU ALVEG WÁ, OG SVO FÓR RASSI PRUMP ÚR BUXUNUM OG HELLTI KAMPAVÍNI YFIR SIG!! ALVEG EINS OG Á ÖLLUM HINUM TÓNLEIKUNUM! WÁ, HANN ER SVO KLIKKAÐUR! ALVEG GEGGJAÐ, ÉG ELSKA TRABANT, ÞEIR MUNU MEIKA ÞAÐ Í ÚTLÖNDUM!

föstudagur, apríl 15, 2005

Sætar Stelpur

Það var mjög viðeigandi á fimm ára afmæli okkar Hörpu í gær að ég kynnti henni topp fimm listann minn. Á þessum lista má finna þær frægu stelpur sem ég er skotinn í þessa dagana. Það er einhver þjóðsaga um að maður má halda framhjá makanum með þeim sem eru á listanum en það er auðvitað bara rugl og óskhyggja. Ég myndi aldrei halda framhjá með þeim, því ég gæti það ekki. Því ég myndi skíta í mig ef einhver af þessum gellum myndi reyna við mig.

Í stafrófsröð:

Abi Harding
Hún er ofboðslega sæt, spilar á saxafón og er í einni af mínum all-time uppáhalds hljómsveitum, The Zutons. Hún má alveg sitja á mér klofvega og spila intróið að 'Baker Street'. Grrrr...


Alison Goldfrapp
Að hlusta á plötuna hennar 'Black Cherry' er ákaflega kynæsandi reynsla. þvílíkar stunur og fryggðargól hef ég aldrei heyrt. Svo syngur hún um að ríða vélmennum í 'Strict Machine'. Hún er dæmi um það þegar röddin er svo sexí að það skiptir ekki máli hvernig hún lítur út. Það er því mjög ánægjulegt að hún er fáránlega flott gella sem klæðir sig í flugfreyjubúning og lærishá leðurstígvél.


Ana Matronic
Hey, stelpur sem eruð að borða eina popp-baun og vatnsglas á dag í þeirri von um að vera nógu horaðar til að ganga í augun á okkur! Þið eruð að því til einskis! Okkur er skítsama þótt þið séu pínu þybbnar, það eina sem við biðjum um er að þið eruð pínu klikkaðar og alltaf over-dressed.


Regina Spektor
Hún er falleg á mjög klassískan hátt. Þessi augu eru eitthvað svo mikið Rússneska byltingin að maður vil bara fara á næsta kommúnistafund og skjóta Ronald Reagan. Ég skrifaði litla grein um hana í nýjasta Vamm, og reyndi að halda aftur af mér í dálætinu á henni... en það eru engar slíkar hömlur hér. Reginaaaa! ég elllssskaa þiiiiig!!!


Scarlett Johannson
Þú ert að ljúga ef þú viðurkennir ekki að þú ert skotin/n í henni. Já, allir eru skotnir í henni, og maður vill ekki vera eins og allir hinir sem slefa yfir J-Lo og Jennifer Aniston (það hef ég aldrei fattað, Jennifer Aniston er ógeðslega ljót. Hakan á henni!!) en Scarlett er bara svo flott að maður ræður ekki við það. Ég tel að það séu stóru, rauðu varirnar hennar.


Ok, þá er ég búinn að koma þessu frá mér... ömm, ég elska þig Harpa mín...


Anyway, sá Uber Goober á kvikmyndahátíð. Það er heimildarmynd um nördana sem spila hlutverkaleiki. Þetta eru auðvitað óttalegir lúðar og maður hló að þeim, en skilaboðin í endanum eru auðvitað að þetta er vænsta fólk sem er bara að skemmta sér á saklausan hátt. Mun sjá What the %$&#! do we know! á eftir, og Der Untergang á morgun.

Sá loksins sönnun á því að svertingjaplástrar eru til í gær. Ég fékk að eiga eitt stykki "Ebon-Aid" sem er auðvitað plástur sem er brúnn á litinn, svo að svertingjar sem fá bágt á puttann þurfa ekki að líta út eins og þeir séu að fá Michael Jackson Disease. Plásturinn sem ég fékk er af litablæbrigðinu "Coffee".

Nýtt Vamm er komið á göturnar, so check it out.

Trabant eru með útgáfutónleikana sína á Nasa í kvöld. 500 kall inn, miðasala í 12 tónum. Be there or be Tony Blair!

Bobby...OUT!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Random

Mig hryllir við tilhugsunina um allt fjölmiðlaflóðið sem mun fylgja í kjölfarið á þessari þungun hennar Britney. Mín kenning er sú að þetta er bara plat, publicity stunt. Ég meina, það er ekki eins og hróður hennnar undanfarin árin hafi verið tónlistinni að þakka. Það eina sem blöðin birta um hana eru myndir af henni að reykja, drekka viskí blandað í Red Bull og að berja hundinn sinn þegar hún heldur að enginn sjái til (ok, þetta síðasta bjó ég til). Núna er hún "ólétt" og þar af leiðandi mega fjölmiðlar einungis sýna hana sem þroskaða konu sem ber barn undir belti. Ég sé þegar fyrir mér soft-fókus myndirnar af Britney liggjandi í einhverjum silkislopp með bumbuna út í loftið og Kevin með höfuðið á bumbunni að hlusta. "Britney: The star. The wife. The mother". Svo einn daginn koma ljósmyndir af henni þar sem það sést að hún er bara með svona gerfibumbu bundna um sig miðja, og inní tómri bumbunni geymir hún sígarettur og Glennfiddich. Just you wait and see.

Ok, nýja White Stripes platan mun heita "Get Behind me, Satan". Er þetta flottur titill eða glataður titill, I dunno. En það er eitt sem ég veit, ENGINN gerir verri plötutitla en Billy Corgan úr Smashing Pumpkins. Mellon Collie and the Infinite Sadness? Machina: the Machines of God?

Og hvað er málið með þessa bíómynd?? Þetta er fokking Jumanji, bara með spili um geiminn í staðinn fyrir spil um frumskóginn. Og svo kemur útskýringin síðast í treilernum. Þetta er sami gæjinn og skrifaði Jumanji. Það er næstum því verra. Hversu obsessed getur þú verið af teningaspilum?

Ég mæli með Stereogum sem er sniðug tónlistarsíða. Á þriðjudögum eru þeir með slatta af ókeypis tónlist til að dánlóda. Í síðasta holli kynntist ég fínni hljómsveit, The Capitol Years. Finnið linkinn á Stereogum í linkalistanum mínum hér til hægri.

Er kominn með tvo passa á kvikmyndahátíðin (fékk þá frítt fyrir að ritstýra bæklingnum um hátíðina). Ég mun því verða með einhverja örgagnrýni á næstu dögum. Mest spentur fyrir heimildarmyndunum og leiknu myndinni Der Untergang, sem er um síðustu daga Hitlers. Nenni ekki að sjá rusl eins og 9 songs og A Hole in my Heart. Ég hef innilegt hatur fyrir svona shock-cinema sem Lukas Moodyson og Gaspar Noe (Irreversible, Baise Moi) eru frægir fyrir. Glatað drasl, það er EKKERT við þessar myndir nema eitthvað sjokk-díses-kræst-wá-maður-má-gera-þetta-ég-hef-aldrei-séð-annað-eins kjaftæði.

Var að hlusta á nýju Gorilaz plötuna. ég hef aldrei getað leyft mér að fíla þá "hljómsveit". Það er eitthvað svo glatað við Damon Albarn að rappa, og allar teiknimyndafígúrurnar, æj ég veit ekki, ég á bara erfitt með að sleppa af mér beislinu og lifa mig inní þetta. Það eru samt tvö lög sem ég setti inná itunes, Dare og Dirty Harry.

Ég lofa að næsta færsla verður jákvæðari.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

WAAAAH!!!

BRITNEY ER ÓLÉTT!!! BRITNEY ER ÓLÉTT!!! BRITNEY ER ÓLÉTT!!! BRITNEY ER ÓLÉTT!!! BRITNEY ER ÓLÉTT!!! BRITNEY ER ÓLÉTT!!!

mánudagur, apríl 11, 2005

Au Currant #4

Fannypack - Seven One Eight
Mér fannst Fannypack vera ógeðslega ergjandi dreggjar á botni ruslatunnu electroclash bylgjunnar. En viti menn, hér er nýtt lag með þeim og það er bara helvíti skemmtilegt. Mikil sveitalubbaáhrif í gangi hér (takk Svenni).

The Jayhawks - Blue
Varúð, þetta lag er bara fyrir kántrý aðdáendur.

Pálmi Gunnarsson - Hvers vegna varst' ekki kyrr
Upplyfting - Traustur vinur
Klíkan - Fjólublátt ljós við barinn
Þorgeir Ástvaldsson - Á puttanum
Ég hef verið að grúska soldið í íslensku softrokki frá áttunda og níunda áratuginum undanfarið. Maður verður að faðma gömlu meistarana að sér af og til (telst Þorgeir Ástvaldsson með sem meistari?).

Pointer Sisters - Slow Hands
The Outfield - All the love in the world
ARRRG meira softrokk!! Hvað er eiginlega að mér!!

Trabant - Maria

Von Iva - Not hot to trot
Þetta er soldið öðruvísi. Fjórar pönkbeljur að gera badass kýla-þig-í-magann-auminginn-þinn-gemmér-bjór tónlist.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Home is where you hang your cat

Þar sem Sin City gekk langt framar vonum í Bandaríkjunum ætla þeir að fresta sýningum á henni í Evrópu þangað til eftir Cannes hátíðina, til þess að massa auglýsingaherferðina soldið upp. Þetta þýðir að flottasta og ofbeldisfyllsta sjónræna veilsa ársins verður ekki sýnd hérna fyrr en eftir tvo og hálfan mánuð! Kæru Buena Vista, dreifingaraðilar Sin City: Sin City, sem er gerð eftir myndasögum, er mynd sem myndasögu/tölvunördar um gervalla heimskringluna eru æstir í að sjá. At any cost. Þetta verður mest ólöglega downlódaða mynd ársins vegna þess að þið eruð bjánar. Allavena, ég downlódaði henni af netinu og segi það hreint út, að þetta er ein flottasta mynd sem ég hef séð lengi. Hvítt blóð, stór brjóst, glóandi plástrar og Mickey Rourke. Þeir sem hafa lesið myndasögurnar vita nákvæmlega við hverju er að búast, því myndin er ramma-fyrir-ramma-orð-fyrir-orð þráðbeint unnin uppúr þeim. Allir ættu að sjá þessa mynd, látið mig vita og ég skal brenna hana á disk fyrir ykkur (jee, stick it to the man!).

Útskriftin nálgast óðfluga og ég er kominn í gríðarlegt stress yfir lokaverkefninu. Það er rétt rúmur mánuður til stefnu og ég er varla kominn úr startholunum. Ég ákvað að hætta að drekka fram að útskrift til að enginn dagur fari til spillis í einhverri þynnku og bömmer. Það eru komnir átta dagar og mér er bara farið að líka ágætlega við lífið sem bindindismaður. Næstum því.

Emotional, nýja platan með Trabant er alveg hreint mergjuð og verður sumarsmellurinn í ár. Hún kemur út í næstu viku og ég mæli með því að þið nælið ykkur í eintak. Það verða útgáfutónleikar á föstudaginn (ég man ekki hvar, en það eru plaköt um allan bæ), og það kostar bara 500 kall inn. Ég sé ykkur þar. Samt er það soldið tilgangslaust að mæta edrú á Trabant tónleika. Ég stend aftast með vatnsglas og verð alveg, "uss, þetta eru nú meiru skrílslætin! Halló, vitið þið ekki að þið eruð að eyða heilasellunum ykkar, ha! Og ekki bæta reykingarnar úr skák! Hm! Lækkið þið í svo þessari tónlist, ég heyri varla sjálfan mig hugsa fyrir þessum skarkala!"

Næsta tölublað af Vamm kemur út á fimmtudaginn. Fer bráðum að vinna í nýjum Au Currant lista. Stay tuned.

laugardagur, apríl 09, 2005

pop pop pop

Slappaðu af og sprengdu búbbluplast.

föstudagur, apríl 08, 2005

American Billy Idol

Fyrst maður er nú þegar búinn að viðurkennna áhuga sinn á American Idol þá er alveg eins hægt að fara alla leið og hafa eina færslu tileinkaða þessu blessaða rugli.

Anthony Fedorov
Það er eitthvað svo ógeðslegt við þennan gaur. Þetta psychotic-augnarráð-rússneska-school-shooting vibe er ekki að virka á mig. Hann er líka alltaf að syngja söngleikjalög sem eru eiga að vera sungin af konum.

Anwar Robinson
Þessi gaur er líka creepy. Tónlistarkennari með hnésíða dreadlocks. Hann er líka ógeðslega klæddur alltaf, í svona hnésíðum skyrtum með mislitaðar ermar. Mig minnir líka að hann hafi einu sinni verið í leðurskyrtu.

Bo Bice
Ok, ég held með þessum, en ég sver að þessi gaur er 43 ára gamall og var einu sinni rótari fyrir REO Speedwagon. Ég dýrka allar þessar þroskaheftu rokkarapósur og svona að sveifla hárinu og gefa písmerki þegar hann fer af sviðinu. Hann hljómar líka alveg eins og lagið í Orgazmo sem var svona, "Now yer a man! a man! man! man!"

Carrie Underwood
Hver er þetta eiginlega?

Constantine Maroulis
Hann og Bo eru brennimerktir að eilífu sem "Rockers" í þættinum. Ryan Seacrest er alltaf, "So, Constantine, being a "Rocker", how do you feel about blablabla. And Bo Bice, your fellow "Rocker" blablabla..." Er þetta einhver kynþáttur sem ég veit ekki af? Er einhversstaðar eyja (The Isle of Rockers) þar sem allir eru í leðurjakka og gefa písmerki? Og hvað er með öll þessi dramatísku nöfn á öllum? Anthony Fedorov? Bo Bice? Constantine Maroulis? Eitt annað með Constantine. Hann er NÁKVÆMLEGA eins og George of the Jungle.

Nadia Turner
Hún er soldið sæt. Hún má alveg vinna ef Bo kafnar á eigin ælu. Þótt hún hafi einu sinni verið með fokking AFRÓ-HANAKAMB.

Scott Savol
OJ! OJ! OJ! Gæti hann verið meira eins og Private Pyle í Full Metal Jacket? Hann var einu sinni handtekinn fyrir að lúskra á barnsmóður sinni og samt leyfa þeir honum að vera með. Þegar hann syngur og er með teddy-bear-lover stælana hans Ruben Studdard og svona lítur getnaðarlega í myndavélina þá er maður alveg *brrrrrrrr* (klígjuhrollur).

Vonzell Solomon
Ég kannast heldur ekkert við hana.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Krotbob

Ég var að búa til annað blogg, en þar ætla ég eingöngu að setja skannaðar síður úr skissubókunum mínum. Síðan er enn í vinnslu en ég er búinn að skella nokkrum myndum inn. Endilega kíkið á þetta.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Unemployed Nerds, Child Molestation, The Usual...

Kom on, er virkilega einhver sem er ennþá spenntur yfir þessum skrípaleik sem Stjörnustríð er orðið? Greinilega. Þetta lið eru farið að bíða í röð heilum SEX VIKUM áður en Revenge of the Sith verður sýnd. Þess má geta að það er ekki einu sinni búið að tilkynna að myndin verði frumsýnd í þessu tiltekna kvikmyndahúsi. Svo sé ég á myndinni þarna að Bono er mættur á staðinn.

Foreldrar mínir eru farnir að sjá The Eagles í Minneapolis þannig að ég er fluttur aftur heim í viku til að fá ókeypis internet, mat, afnot af bíl og, best af öllu, Digital Ísland. Alveg geggjað að komast í 60 stöðvar eftir að vera á mörkum sjálfsmorðs af því að glápa á According to Jim og Þak yfir höfuðið.

Anyway, á sjónvarpsstöðinnni E! (E stendur fyrir Entertainment) er alveg hreint geggjað sjónvarpsefni í gangi, Michael Jackson réttarhöldin. Þar sem myndavélar eru bannaðar í réttarsalnum hafa E! brugðið á það ráð að láta fólk LEIKA það sem gerðist í réttarsalnum. Þeir eru búnir að smíða leikmynd sem er fullkomin eftirlíking af alvöru réttarsalnum og þar eru leikarar settir í gerfi (ótrúlegt en satt, gæjinn sem leikur Michael er bara með hárkollu og andlitsfarða, hann er bara svona líkur honum - úff!) og svo flytja þeir það sem fór manna á milli þann daginn. Inn á milli eru svo einhverjir expertar sem útskýra fyrir áhorfendum hvað er að ske. Algerlega botninn á ruslfréttamennskunni.

mánudagur, apríl 04, 2005

Skabba the Hutt



Drottinn minn dýri hvað ég hata The Bravery. Ég heyrði um þá fyrst þegar ég var að vinna fyrir Iceland Airwaves. Þeir áttu að vera einhver hot shit New York töffarahljómsveit sem var að gera allt vitlaust á mest hipp stöðunum þar í bæ. Þeir mættu rétt fyrir hádegi niðrá upplýsingamiðstöð þar sem ég var að vinna, allir uppstrílaðir og málaðir. Þeir stóðu þarna og löguðu hárið sitt og áttu við keðjurnar og hringana, eins og verstu smástelpur að greiða taglið á My Little Pony dúkkunum sínum. Ég hafði strax ímugust af þeim.

Núna er það svo að þeir eru orðnir ein mest hæpaða hljómsveit í heiminum í dag. Klósettpappírar eins og NME eru eins og hundar að hömpa á þeim fæturna og smástelpurnar halda ekki vatni. Ég bara skil þetta ekki. Tónlistin þeirra er hryllingur. Einsog fjórðu kynslóðar ljósrit af The Strokes/New Order/The Killers. Sálarlaust og innihaldsrýrt skvap sem er mest öskrandi dæmi um útlit ofar innihaldi sem ég hef nokkurn tíman séð.

Vel æfðar pósurnar, eyeliner (gæjinn lengst til vinstri hér fyrir ofan er með Egypta-Kleópatra rendur á augunum...DEYÐU!!!) og alveg overboard með fylgihlutina. Þetta er augljóslega hópur af mönnun sem vita nákvæmlega hvað er vinsælt og í tísku á þessari stundu og eru að kreista eins mikið útúr því og þeir geta. Þegar þessi retró-80's-New York bylgja líður undir lok munu þessir aular hverfa í gleymskunar dá, og verða aðeins fótnóta í bókum um lélégar hárgreiðslur.



P.S.

Skabba the Hutt, segirðu? Já, The Bravery hét áður þessu miður skemmtilega nafni, og spilaði eiturhresst ska-pönk. Gæjinn lengst til vinstri er leikarinn Jonathan Togo, sem einhverjir þekkja væntanlega úr CSI Miami. Sam Endicott, söngvari The Bravery er douchebagið með shitlock hárgreiðsluna þarna aftast. Haha!


föstudagur, apríl 01, 2005

Au Currant #3

Anthony and the Johnsons - Soft Dark Stars
Ég er rétt að dífa tánni í þessa tónlist, því það er eitthvað svo rosalega mikill homma-harmsaga-heróín-deyja-úr-AIDS fílíngur í gangi. En þetta er að vaxa á mig.

The Coral - In the Morning
Nýja lagið frá þessum geysihressu sýrupoppurum. Ein af mínum uppáhalds hljómsveitum.

The Fiery Furnaces - We Got Back the Plague
Þetta er lið sem er að gera geðveikt súra syntha-blús-popp-þjóðlagatónlist. Þetta lag er ekki einkennandi fyrir hljóm þeirra, en það höfðar til mín (þar sem ég er argasti skápa-blúshundur).

M.I.A. - $10
Ég fæ ekki nóg af þessari píu frá Austurlöndum fjær. Er reyndar að skrifa grein um hana í Vamm, þannig að "rannsóknarvinna" er mín afsökun við frúna þegar ég er að glápa á myndir af henni fáklæddri á netinu. Flott quote úr Full Metal Jacket í endamínútu lagsins.

Mahjongg - Hot Lava
Sexí stappirokk í anda Franz ferdinand. Mahjongg er geðveikt skemmtilegur leikur.

Nine Black Alps - Shot Down
Ofsa hressir piltar sem gera gróft þriggja hljóma rokk. Flott nafn á grúppuna.

Regina Spektor
Ég er officially orðinn alger, óviðbjargandi Regina Spektor súper-fan. Uppátækjasöm, öðruvísi og frjálsleg. Regina Spektor er ein af þeim sárafáu sem eru að gera virkilega frumlega tónlist í dag. Tónlistin hennar er undurfögur en þó gróf og á köflum fyndin. Alger sólarglæta í mínu lífi þessa dagana.