ANNÁLL #2
eða,
"Ég leit um öxl og þetta ég sá"
Munið þið þegar Tom Cruise var ekkert annað en vinsæll leikari? Bara einn af frægu köllunum í Hollywood, ekkert annað. En svo kom Oprah þátturinn. Þið munið eftir þessu. Agndofa fylgdist heimsbyggðin með honum verða vitstola af "ást". Hann hoppaði á Opruh, át sófana og grítti eigin saur í skelkaðan áhorfendaskarann. Tom Cruise breyttist á augabragði úr gæjanum sem var í Top Gun í frægasta geðsjúkling heimsins.
Valdir tónleikar: Hot Chip á Nasa, White Stripes í Höllinni, Antony & the Johnsons á Nasa, Annie, útgáfutónleikar Trabant á Nasa, Mr. Silla og Donna Mess á Grandrokk og Snoop Dogg í Egilshöll. Missti af Clap Your Hands Say Yeah og José Gonzalez. En tónleikar ársins að mínu mati voru The Zutons í Listasafninu á Airwaves. Mig grunar reyndar að ég, Harpa og Mongúsinn hafi verið þau einu þarna sem þekktu til þeirra fyrir tónleikana. En áfram Zutons.
Aðrar 'stórfréttir': Ruslasafnarinn á Hverfisgötunni. Annþór handrukkari. Fazmo gengið. Selma skeit á sig fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision. Af einhverri ástæðu héldu allir að David Beckham væri á landinu. Leoncie fékk loksins nóg af rasistaskapnum í þér og flutti af landi brott. Símanum hennar Paris Hilton var stolið og öllum var sama. Hunter S. Thompson skaut sig í hausinn. Svo var það vélsagarmorðinginn sem gekk laus í Kaupmannahöfn sem skildi eftir sig sundurbútuð lík út um allar götur.
Þetta lið drapst:
Johnny Carson
Páfinn
Johnnie Cochran
Luther Vandross
James Doohan (Scotty í Star Trek)
Rosa Parks
Richard Pryor
John DeLorean (hannaði bílinn í Back to the Future)
Mitch Hedberg (einn af mínum all time uppáhalds grínistum)
Bob Moog
Link Wray
Ég fór til London í sumar og Köben í haust. Skemmti mér konunglega á báðum stöðum, en verð að gefa London vinninginn. Við eyddum nokkrum dögum í hitabylgju með skemmtilegu fólki og góðum fíling. Ég keypti mér ipod á báðum stöðum. Tveir ipodar á ári, það er nú ágætt.
Ég skila af mér 2005 með einu áramótalagi (jamm, slíkt er til):
Stephan Mathieu And Ekkehard Ehlers - 'New Year's Eve'
...og einu stuðlagi sem gerði árið ögn betra hjá mér:
Green Velvet - 'La La Land'
Jæja, my douchebags and douchebaguettes! Gleðilegt ár!