<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





laugardagur, desember 31, 2005

ANNÁLL #2

Fréttir af erlendum vettvangi
eða,
"Ég leit um öxl og þetta ég sá"










Munið þið þegar Tom Cruise var ekkert annað en vinsæll leikari? Bara einn af frægu köllunum í Hollywood, ekkert annað. En svo kom Oprah þátturinn. Þið munið eftir þessu. Agndofa fylgdist heimsbyggðin með honum verða vitstola af "ást". Hann hoppaði á Opruh, át sófana og grítti eigin saur í skelkaðan áhorfendaskarann. Tom Cruise breyttist á augabragði úr gæjanum sem var í Top Gun í frægasta geðsjúkling heimsins.

Valdir tónleikar: Hot Chip á Nasa, White Stripes í Höllinni, Antony & the Johnsons á Nasa, Annie, útgáfutónleikar Trabant á Nasa, Mr. Silla og Donna Mess á Grandrokk og Snoop Dogg í Egilshöll. Missti af Clap Your Hands Say Yeah og José Gonzalez. En tónleikar ársins að mínu mati voru The Zutons í Listasafninu á Airwaves. Mig grunar reyndar að ég, Harpa og Mongúsinn hafi verið þau einu þarna sem þekktu til þeirra fyrir tónleikana. En áfram Zutons.

Aðrar 'stórfréttir': Ruslasafnarinn á Hverfisgötunni. Annþór handrukkari. Fazmo gengið. Selma skeit á sig fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision. Af einhverri ástæðu héldu allir að David Beckham væri á landinu. Leoncie fékk loksins nóg af rasistaskapnum í þér og flutti af landi brott. Símanum hennar Paris Hilton var stolið og öllum var sama. Hunter S. Thompson skaut sig í hausinn. Svo var það vélsagarmorðinginn sem gekk laus í Kaupmannahöfn sem skildi eftir sig sundurbútuð lík út um allar götur.

Þetta lið drapst:
Johnny Carson
Páfinn
Johnnie Cochran
Luther Vandross
James Doohan (Scotty í Star Trek)
Rosa Parks
Richard Pryor
John DeLorean (hannaði bílinn í Back to the Future)
Mitch Hedberg (einn af mínum all time uppáhalds grínistum)
Bob Moog
Link Wray











Ég fór til London í sumar og Köben í haust. Skemmti mér konunglega á báðum stöðum, en verð að gefa London vinninginn. Við eyddum nokkrum dögum í hitabylgju með skemmtilegu fólki og góðum fíling. Ég keypti mér ipod á báðum stöðum. Tveir ipodar á ári, það er nú ágætt.

Ég skila af mér 2005 með einu áramótalagi (jamm, slíkt er til):
Stephan Mathieu And Ekkehard Ehlers - 'New Year's Eve'

...og einu stuðlagi sem gerði árið ögn betra hjá mér:
Green Velvet - 'La La Land'

Jæja, my douchebags and douchebaguettes! Gleðilegt ár!

föstudagur, desember 30, 2005

ANNÁLL #1















Fréttir af innlendum vettvangi:

MARS
Fyrsta færslan
Fyrsta Au Currantið.
Hot Chip héldu tónleika.
Og full börn með tússpenna pirruðu mig.

APRÍL
Britney varð ólétt.
9 mánuðum seinna....
Ég gerði lista yfir fallegar konur. (Myndirnar dottnar út, ég mæli bara með Google)
Haha, ég var búinn að gleyma þessari mynd.

KRAZY FROOTZ!!
Vörtumelóna
Ígulker
Reif-Aldin
Mýglusína
Frostómatur
...og restin.


MAÍ:
Selma skeit á sig í Eurovision.
Ég útskrifaðist úr skólanum.

JÚNÍ:
Annað jójóæði gekk yfir þjóðina (OK, bara mig og Svenna).
Siggbornir bjúgnaputtar.
Dynskógar brunnu.
Hún komst ekki langt þessi. Alveg gleymd.

JÚLÍ:
Fjársjóður úr fortíðinni.
Snúparinn mætti á svæðið.

ÁGÚST:
Ég var gömul teprukelling.
Konur hafa það ekki gott í heimi rappara.
Menningarnótt var skemmtileg.

SEPTEMBER:
Það var eittvað smá vatnslekavandamál í Bandaríkjunum...
Sirkus logaði! (Eða sviðnaði að minnsta kosti)
Tónlistarviðburður ársins.
90's er nýja 80's.
Kate Moss gerði góða hluti
Hryllilegur faraldur gekk um netið.

OKTÓBER:
Airwaves er það besta sem skeður fyrir borgina á hverju ári.
Ég andvarpa sárlega í hvert skipti sem ég sé þetta í búðunum.

NÓVEMBER:
Ég varð gamall.
Besti Bondinn kom.
Flipp!

DESEMBER:
Richard Pryor lést.
Árslistinn.
Diskókvöldið var síðasta hoss ársins.

þriðjudagur, desember 27, 2005

Íslendingar alltaf að meika'ða

Nú, fyrst að The Des Moines Register í Iowa segir það...
Linkur

laugardagur, desember 24, 2005

Mele Kalikimaka!

Ég mun nú halda á æskuslóðirnar í Breiðholtinu til að halda jólin hátíðleg með gamla genginu. Þarna verða þau öll: Krissi nögl, Keppur gamli, Finnsi hattur, Magga súla, Austurbergsbræðurnir, Skakklappi og hinir ýmsu veðmangarar, okurlánarar og vasaþjófar úr 109 og 111.


Gleðilega hátíð ljóss, friðar og verslunar frá öllum hér á Ballöðunni.

Ég læt loksins undan og set inn jólalög:
The Go! Team - 'The Ice Storm'
Baggalútur - 'Kósíheit Par Exelans'

föstudagur, desember 23, 2005

"Villi!
...og Lúlla!"














Diskóæðið sem grípur landann árlega er á næsta leiti. DJ Margeir hefur haldið sitt árlega kvöld tileinkuðu fjólubláum ljósum, speglakúlum og draugi Lizu Minelli í heilan áratug og nú er komið að því síðasta. Diskókvöldið verður haldið á Óðali þann annan í jólum og ég mæli með því að fólk setji sig í stellingar. Munúðarfullar stellingar. Öruggar heimildir segja mér að ekkert verður til sparað og að kvöldið verði ógleymanlegt þeim sem drekka ekki of mikið. Þegar þið mætið, leitið að manninum við barinn sem drekkur bláan Maitai og klæðist purpurableikum náttslopp og sólgleraugum í stíl.

Ballaðan getur birt ykkur þetta exclusive myndband sem var unnið sérstaklega fyrir kvöldið:
Diskókvöld Margeirs - The Motion Picture.

Svo sannarlega stikla í alþjóðlegri kvikmyndagerð.


Í tilefni Diskókvölds Margeirs vil ég skella nokkrum lögum inn til að koma ykkur í rétta gírinn:
Lotterboys - 'Heroine' (DJ Kicks remix)
Björgvin Halldórsson - 'Himinn og Jörð'
Chic - 'Everybody Dance (Clap Your Hands)'
Rolling Stones - 'Emotional Rescue'
ELO - 'Shine a Little Love'
Yoko Ono - 'Walking on Thin ice'
Þú og Ég - 'Villi og Lúlla'

fimmtudagur, desember 22, 2005

Au Currant














Stardust Motel

'Get ready for heartbreak'
Þetta eru fjórar gullfallegar stúlkur sem syngja og spila köntrý/tregablús sem stingur mann í sveitta handakrikana. Lögin þeirra eru um allt það sem unga fólkið fílar í dag: trega, missir, afbrýðissemi og drukkinn losta.

Stardust Motel - 'Donna Mo's Blues'
Síðan þeirra á myspace

laugardagur, desember 17, 2005

Það rúllar svo sannarlega!


Generation Sex

Svokölluð Klámkynslóð er greinilega að taka yfir. Þetta er úr grein í tímaritinu Sirkus, þar sem nokkrar ungar stúlkur um tvítugt töluðu um daginn og veginn:











Mig hryllir við tilhugsuninni þegar þessi kynslóð kemst á fullorðinsaldur og til valda (og þó).

Á ferð og flugi














Sushi er málið. Fór á sushibarinn í IÐU sem er með svona matarfæriband að erlendri fyrirmynd. Trés metropolitain.
















Ég veit ekki hvort þið hafið unnið við auglýsingagerð eða hafið leikið í auglýsingum, en það er til sérstakur kynþáttur sem heitir 'Tökulið'. Þetta eru lífsþreytt og pirruð fyrirbæri sem keðjureykja og hata vinnuna sína. Þau eru líka flestöll með áfengissýki. Þau eru auðþekkjanleg á einkennisbúningnum: Gönguskór, skíðabuxur, North Face úlpa með loðkraga og loðhúfa (allt í svörtu). Ég meina sjáið bara þetta pakk. Þau eru öll eins. Eins og fótboltalið eða eitthvað.


Og að lokum:

















Jú, þetta eru herra Ísland sem kúreki á hommabar og Ásgeir Kolbeins með sólgleraugun mín. Alltaf eitthvað skemmtilegt að ske í kringum hann Bjössa.

Það sem fólk nennir að gera

Flettflettflett

fimmtudagur, desember 15, 2005

Tubbs n' Crockett

Varðandi þessar endalusu kvikmyndanauðganir á klassískum sjónvarpsþáttum:

Hingað til hefur mér verið nákvæmlega sama. Þetta hafa verið þættir frá 70's, sem ég er alltof ungur til að hafa séð (Charlie's Angels, Starsky & Hutch osfv) en nú er illt í efni. Þeir eru búnir með alla seventís þættina og því eru þeir farnir að nauðga eitís þáttum. Ég legg undir ykkar dóm endurgerðina á einum af mínum all-time uppáhalds þáttum, Miami Vice:

Linkur

*Grenj*
Ojj bara! Og svo nota þeir Linkin Park í treilernum. Ó mig auman!

Hvað næst?
Punky Brewster með Lindsay Lohan?
Golden girls með Bette Midler, Michelle Pfeiffer og Diane Keaton?
Sledge Hammer með Will Smith?
Perfect Strangers með Will Ferrell og Fez úr That 70's Show?
Staupasteinn með Will Ferrell (aftur), Jennifer Lopez og Jack Black?
Who's The Boss með Jimmy Fallon og Dakota Fanning?
The Wonder Years með Frankie Muniz?

sunnudagur, desember 11, 2005






















Richard Pryor
1940 - 2005

laugardagur, desember 10, 2005

What have they done to my song, ma?

Ég vil meina að Lyftutónlistin í helvíti séu rafmagnsgítarsóló. Það er að segja ég hata þau. Stutt, smekklegt gítarsóló er í fínu lagi, en fimmtán mínútna ferðalag um gylltar stjörnuþokur, í gegnum hringi Satúrnusar, og út fyrir landamæli skilningsvitana er gjörsamlega óviðunandi. Hljómborðssóló eru ógeð líka. Trommusóló enn verri.

Satan er einmitt hljómborðsleikarinn í prog-grúppunni Abysmal Odyssey.

Annað óþolandi tónlistarfyrirbæri af svipuðum toga er það sem ég kalla 'freakout'. Freakout er aðallega að finna í lögum frá 1965-1975, þegar lagið fer skyndilega í mjög kosmískan gír og hipparnir sjá liti koma út úr hátalaranum. Augljóst dæmi: Millikaflinn í 'Whole Lotta Love'. Alveg glatað. Ætlar einhver að segja mér að þetta tilgangslausa rúnk-fest af theremínum, óhljóðum og kynferðisgelti geri lagið betra? Komm on. Það er OK ef lagið sjálft er kosmískt ferðalag, en að taka þriggja mínútna popplag og teygja það í sjö mínútur með einhverju afturábak trommusólói er svo mikið rúnk að það mætti halda að Ray Charles og Stevie Wonder væru búnir að stofna súpergrúppu (blindir af öllu rúnkinu sko, tíhí).

Eitt enn og svo er ég búinn: Þegar lög fjara út í endann! Sam Cooke er í miðju viðlagi og þá lækkar hljóðið niður og lagið er búið. Ég skil þetta ekki. Þetta er reyndar út af því að á þessum tíma máttu lög ekki vera lengri en ein hlið á sjötommu plötu, en þeir hefðu bara átt að enda lagið í 3:29 í staðinn fyrir að skrúfa svona niður í því. En ósmekklegt.

Ég vil að mín tónlist endi á "Tsssj" í trommunum takk.
Ekki það lækki niður í ekkert...

William Hungover

Einn af ókostunum við að búa á móti Nýlistasafninu er að stundum eru þar til sýnis vídeóverk eins og maður að öskra í 15 sekúndur á fimm mínútna fresti. Þegar svona verk eru spiluð allan daginn og langt fram eftir kvöldi í heilan mánuð fara hárin að grána.


Ástarfleyið var áðan. Alveg merkilegt hvað hann Valdimar Flygering er lélegur þáttastjórnandi. Hann er fráhrindandi persónuleiki og gjörsamlega ótalandi. Svo sá ég hann standa yfir einni af stelpunum sem eru að taka þátt í þessu. Hún lá hágrátandi á jörðinni á meðan hann öskraði á hana,"DJÖFULSINS HÓRA!!!!" og rak puttann framan í hana. Ég stóð á gati. Mega þáttastjórnendur beita fólk andlegu ofbeldi?


Skórnir hennar Gullu voru rosalega flottir en pinnahælar með sporum og keðjum slá öllu við.










Rarr!

'The Good, the Bad and the Ugly' er í sjónvarpinu. Lee Van Cleef er ógeðslega kúl og macho nafn. Mun frumburðurinn máski heita Lee Van Cleef Björnsson? Hljómar vel.

Ég var að kaupa mér lénið www.breidholt.com. Stórir og dularfullir hlutir í vændum...

föstudagur, desember 09, 2005

Fret-dagur

















Á ég að trúa því að þetta sé málið? Svart jólatré? Viltu ekki bara grafa upp jésubarnið, dreifa beinunum og grafa það á hvolfi??
"Pabbi, af hverju ertu að mála jólakúlurnar svartar?"
- "Þegiðu og hækkaðu í the Cure."

Djöfulsins Mínimalista hönnunarbeljur, þið hafið eyðilaggt jólin!













Á léttari nótum: Hér er bollinn minn í vinnunni. Er hann ekki geggjaður? Maður fer kanski bara að drekka kaffi!

miðvikudagur, desember 07, 2005

Vafr

Góður Leikur.

Jet Li er hættur að leika í bardagamyndum.

Hvað er þá málið? Rómantískar gamanmyndir?